Morgunblaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 4
Reuters Skipta Enski boltinn verður sýndur á Sýn 2007–2010 en ekki á Skjánum. ENSKI boltinn verður sýndur á sjónvarpsstöðinni Sýn næstu þrjú árin eða frá 2007–2010. Þetta varð niðurstaðan eftir harða keppni um sýningarréttinn milli 365 miðla og Skjásins. Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, sagði að gert væri ráð fyrir að leik- irnir yrðu sýndir á Sýn. Hann vildi í gær ekki greina frá því hvað fyrir- tækið hefði greitt yfir sýningarrétt- inn en búið væri að fá öfluga kost- unaraðila til liðs við fyrirtækið. Að svo stöddu vildi hann ekki gefa upp hverjir það væru. Milljarður Magnús Ragnarsson, sjónvarps- stjóri Skjásins, sagði að Skjárinn hefði ákveðið að taka ekki þátt í þriðju umferð útboðsins en þá hefði verðið verið komi í milljarð króna. „Við skulum hafa það hugfast að þetta er boðið í dollurum og dollara- gengið er mjög lágt sem stendur,“ sagði Magnús í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins í gær. Enski boltinn á Sýn 2007–2010 Milljarður var of mikið fyrir Skjáinn 4 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR www.jpv.is Vilborg Dagbjartsdóttir kann þá list að segja börnum góðar sögur sem halda huganum föngnum. Í bókinni birtast sögur og ljóð sem komu út á árunum 1959–2005. Barnaefni Vilborgar er þegar orðið sígilt. ÞRÁTT fyrir að fönnin virðist á undanhaldi er enn kuldalegt um að litast við rætur Esju og ekki útlit fyrir breytingar á næstunni. Þrátt fyrir að lítið væri um báta lét skipstjórinn á smábátinum Bjargfugli RE-55 frostið þó ekki stöðva sig og hélt til veiða út á Faxaflóa í gær- dag. Ekki fylgdi sögunni hvernig bar í veiði en miðað við fuglagerið sem bátnum fylgdi þann tíma sem ljós- myndari Morgunblaðsins fylgdist með hefur fengurinn verið ágætur. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands má búast við að aðeins bæti í vind frá því í gær og vindátt snúist í norðaustur, 5–8 metra á sekúndu. Bjart verður yfir höfuðborginni alla helgina og frost frá einni gráðu til fimm. Morgunblaðið/ÞÖK Kuldalegt við Esjurætur Eftir Andra Karl andri@mbl.is FRUMVARP til laga um ættleiðingastyrki verður lagt fyrir Alþingi í næstu viku. Í því er gert ráð fyrir 480 þúsund króna eingreiðslu til kjörforeldra sem ættleitt hafa erlent barn, eða börn. Félags- málaráðherra vonast til að frumvarpið verði af- greitt fyrir jólafrí Alþingis, sem hefst skv. starfs- áætlun 8. desember, og lögin taki gildi 1. janúar nk. – og nái til ættleiðinga eftir þann tíma. Á fundi ríkisstjórnarinnar í gærmorgun kynnti Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra skýrslu starfshóps um ættleiðingastyrki og voru tillögur sem þar koma fram samþykktar. Samkvæmt skýrslunni kynnti starfshópurinn sér hvernig greiðslum væri háttað á öðrum Norðurlöndum þar sem slíkir styrkir hafa þekkst í u.þ.b. tíu ár. „Niðurstaðan var að leggja fyrir ráðherra að taka upp styrki sem næmu 480 þúsund krónum og er það verulega í takt við það sem gerist og gengur á Norðurlöndunum,“ segir Karl Steinar Valsson, varaformaður og fulltrúi Íslenskrar ættleiðingar í starfshópnum. Farið er fram á að styrkirnir verði undanþegnir staðgreiðslu skatts þannig að þeir nýtist raunverulega að fullu en auk þess verða þeir óháðir tekjum. Heildarkostnaður við ættleiðingu barns er frá 1,1 milljón króna til 1,4 milljónum. Ættleiðingar erlendis frá eru að meðaltali um 25 á ári og ef fjöldinn verður sambærilegur á næstu árum yrðu útgjöld ríkisins um tólf milljónir króna á ári. Aðeins átta börn hafa verið ættleidd hingað til lands það sem af er ári en t.a.m. bíða um sextíu óafgreidd mál hjá kínverskum stjórnvöldum. Gera má ráð fyrir að nokkur fjölgun verði í ættleið- ingum á næstu árum og útgjöld ríkisins verði því á milli 20–35 milljónir á ári. Framkvæmd hjá Vinnumálastofnun Styrkirnir munu eingöngu ná til þeirra sem fengið hafa forsamþykki til að ættleiða erlent barn og greiðslan er bundin við milligöngu löggilts ætt- leiðingafélags. Þar af leiðandi munu svokallaðar fjölskylduættleiðingar, þ.e. ættleiðing á barni sem býr í öðru ríki en er í fjölskyldutengslum við eða er barn annars umsækjanda, falla utan reglnanna. Vinnumálastofnun mun að öllum líkindum hafa umsjón með framkvæmd styrkjanna og skv. Karli Steinari er það til að auðvelda alla vinnslu. Stofn- unin sér t.d. um greiðslu fæðingarorlofs og gert er ráð fyrir að styrkurinn geti verið eingreiðsla með fyrstu greiðslu úr fæðingarorlofssjóði. Ættleiðingar styrktar Niðurstöður starfshóps um ættleiðingastyrki voru kynntar á ríkisstjórnarfundi í gær  Gert er ráð fyrir að styrkir til kjörforeldra nemi 480 þúsund krónum Í HNOTSKURN »Starfshópur um ættleiðingastyrki varskipaður í júlí sl. og skilaði nýverið af sér tillögum til félagsmálaráðherra. »Vonast er til að frumvarp verði afgreittá Alþingi fyrir jólafrí. »Réttur til ættleiðingastyrks mun ná tilþeirra barna sem ættleidd eru eftir gildistöku laganna. HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef- ur dæmt karlmann í 15 mánaða fang- elsi fyrir vopnað rán í lyfjaverslun í Kópavogi í febrúar sl. Hann var vopnaður hnífi og með andlit sitt hul- ið og ógnaði afgreiðslufólki. Hafði hann á brott með sér 9 pakka af lyf- inu rítalín að verðmæti tæplega 11 þúsund krónur. Maðurinn var handtekinn viku eft- ir ránið og játaði hann verknaðinn. Fram kemur í dómi, að maðurinn sagðist hafa verið í lyfjaneyslu í 12 ár og síðustu 6 árin hefði hann sprautað sig. Eftir handtökuna hafi hann verið allsgáður, eða í átta mánuði. Að mati héraðsdóms var brot mannsins alvarlegt og hefði háttsemi hans verið til þess fallin að valda starfsmönnum ótta. Sé það virt ákærða til refsiþyngingar en á hinn bóginn var tekið tillit til játningar hans og einlæga viðleitni hans til að vinna bug á lyfjafíkn sinni. Finnbogi H. Alexandersson hér- aðsdómari dæmdi málið. Verjandi var Hilmar Ingimundarson hrl. og sækjandi Sigríður J. Friðjónsdóttir saksóknari hjá ríkissaksóknara. 15 mánaða fangelsi fyrir rán Ógnaði fólki í lyfja- verslun með hnífi ENDURVARPI heimsþjónustu breska ríkisútvarpsins, BBC World Service, sem verið hefur á tíðninni FM 94,3 hefur verið hætt til jóla. Í stað þess verður tíðnin nýtt undir kynningu á íslenskri tónlist með áherslu á þá sem nýútkomin er. Á meðan hún er í loftinu mun út- varpsstöðin bera nafnið Kaninn. Að sögn Ágústar Héðinssonar, forstöðumanns útvarpssviðs 365- miðla, er með þessu verið að koma til móts við íslenska tónlistarmenn og mun kynningin standa yfir í um fjórar vikur. „BBC er ekki tekjulind fyrir okkur og þessi kynning verður það ekki heldur, þetta er svona samfélagsþjónusta,“ segir Ágúst en að verkefninu stendur Samtónn í samvinnu við 365-miðla. Einn þeirra sem stendur að Kananum er Jakob Frímann Magnússon. Hann útilokar ekki að framhald verði á útsendingum stöðvarinnar en óvíst er í hvaða mynd. Dagskrárgerð verður m.a. í höndum íslenskra tónlistarmanna. Endurvarpi BBC hætt tímabundið Í FRUMVARPI til breytinga á lögum um ís- lenskan rík- isborgararétt, sem Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra kynnti fyrir ríkisstjórn í gær, er lagt til að kunnátta í íslensku verði skil- yrði fyrir veitingu ríkisborg- araréttar með stjórnvalds- ákvörðun. Lagt er til að dómsmálaráðherra fái heimild til að ákveða með reglugerð hve rík- ar kröfur á að gera í því efni. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu lúta veiga- mestu breytingarnar sem lagðar eru til í frumvarpinu að því að samræma skilyrði fyrir veitingu ríkisborgararéttar og skilyrði sem þarf að uppfylla til að fá bú- setuleyfi. Lagt verði bann við myndatökum Á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun kynnti Björn Bjarnason dóms- málaráðherra frumvarp til breyt- inga á lögum um dómstóla. Í því er m.a. lagt til að dómurum verði fjölgað úr 38 í 40 og að dómurum verði heimilt að fela löglærðum aðstoðarmönnum sínum að fara með dómstörf að takmörkuðu leyti, m.a. að ljúka málum þar sem hinn stefndi sækir ekki dóm- þing. Einnig er lagt til að myndatök- ur og aðrar upptökur verði bann- aðar í dómhúsum, fyrir utan þær sem fara fram á vegum dómstóls- ins. Dómstjóri geti heimilað myndatökur og aðrar upptökur í einstök skipti. Kunnátta í íslensku verði skilyrði Björn Bjarnason LÖGREGLAN í Reykjavík segir karlmann sem handtekinn var vegna óláta í flugvél á leið til Reykjavíkur frá Egilsstöðum á fimmtudagskvöld hafa borið við minnisleysi þegar skýrsla var tekin af honum í gær. Maðurinn, sem er hálfþrítugur, lét afar ófriðlega þeg- ar flugvélin var í aðflugi og þurfti lögregla að beita hann valdi til að koma í fangaklefa eftir að lent var á Reykjavíkurflugvelli. Maðurinn sem var mikið ölvaður hefur alloft áður komist í kast við lögin, skv. upplýsingum frá lögreglu. Flugdólgur ber við minnisleysi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.