Morgunblaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 76
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 329. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Norðan 5–13
m/s og snjókoma
eða éljagangur
fyrir norðan en
léttskýjað sunnan- og suð-
vestanlands. » 8
Heitast Kaldast
0°C -10°C
KJÓSI Ísland að gerast aðili að Evrópu-
sambandinu (ESB) myndi slík ákvörðun
hafa minni áhrif á daglegt líf í landinu en
það stökk sem tekið var við aðild að Evr-
ópska efnahagssvæðinu (EES), sagði Val-
gerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra,
við setningu málþings um nýja stöðu Ís-
lands í utanríkismálum í gær.
Hún sagði mikilvægt að átta sig á því að
Íslendingar hefðu tekið stór skref í Evr-
ópusamrunanum sem hefði haft mikil og
margvísleg áhrif á íslenskt samfélag.
„Kjósi Ísland í framtíðinni að gerast að-
ili að Evrópusambandinu tel ég að slíkt
skref – án þess að gera lítið úr því – hafi
minni áhrif á daglegt líf Íslendinga en
stökkið sem tekið var við aðildina að EES,
jafnvel þótt að hin lögformlega breyting
yrði vafalaust meiri,“ sagði Valgerður.
Skref en ekki stökk | Miðopna
Minni áhrif af
aðild að ESB
Morgunblaðið/Ómar
Evrópa Utanríkisráðherra í ræðustól.
FRÁ því að Kristnihátíðarsjóður tók að
verja fé til fornleifarannsókna árið 2000
hefur tekist að safna gríðarlegu magni
gagna. Nýverið kláraðist hins vegar fjár-
magnið og virðist úrvinnsla gagnanna, sem
safnað hefur verið með uppgröftum, í upp-
námi.
Orri Vésteinsson fornleifafræðingur seg-
ir í samtali í Lesbók í dag að hugsanlega
hafi ákveðin mistök verið gerð við úthlutun
styrkja úr Kristnihátíðarsjóði, svo virðist
vera sem menn álíti að eftir uppgröft sé
starfi fornleifafræðingsins svo að segja lok-
ið en þá sé flókin og tímafrek úrvinnsla eft-
ir: „Maður spyr sig hvort það hefði ekki
mátt reyna að klára málið strax þegar sjóð-
urinn var stofnsettur. Það er að segja, það
hefði mátt haga úthlutun þannig að sjóð-
urinn kláraði þau verkefni sem hann stofn-
aði til.“
Nýlegur tækjabúnaður fornleifafræð-
inga hér á landi hefur verið nefndur sem
hugsanleg lausn á mögulegum fjárskorti í
framtíðinni en miklar framfarir hafa orðið í
rafrænni kortlagningu fornminja í jörðu.
Sérfræðingar telja þó að slík tækni geti enn
ekki komið í stað uppgraftar. | Lesbók
Úrvinnsla á forn-
leifum í uppnámi
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
LJÓST er að Flugfjarskipti
ehf. fá ekki að reisa tíu
fjarskiptamöstur í landi
Galtarstaða í Flóahreppi í
Árnessýslu eftir að sveit-
arstjórn hafnaði tillögu að
breytingu á deiliskipulagi á
landareigninni á fundi sín-
um á fimmtudag.
Möstrin eru nú á Rjúpna-
hæð á Vatnsenda og eru á
hæðarbilinu 18–36 metrar.
Vildu Flugfjarskipti flytja
þau í land Galtarstaða sem
félagið hafði fest kaup á
undir væntanlega starfsemi.
Allt var þó háð afstöðu
sveitarstjórnar sem nú
liggur ljós fyrir. Staðan er
því sú að Flugfjarskipti eiga
landið en geta ekki nýtt það
eins og að var stefnt. Að
sögn Brands Guðmunds-
sonar, framkvæmdastjóra
félagsins, hefur hann þó
svæðinu og taldi enn fremur
að verðmæti lands myndi
minnka ef möstrin kæmu á
svæðið. Þá væri nánast ekk-
ert á þessu að græða fyrir
sveitarsjóð og sveitarfélagið
í heild og þá yrði að taka til-
lit til þeirrar miklu andstöðu
við málið en a.m.k. 36% íbúa
15 ára og eldri voru mót-
fallnir komu mastranna.
Flugfjarskipti ehf. er
dótturfélag Flugmála-
stjórnar.
engar áhyggjur af því að
sitja uppi með ónotað land.
Undirskriftum safnað
Fimm athugasemdir
vegna málsins bárust sveit-
arstjórn fyrir afgreiðslu
þess, auk undirskriftalista
með nöfnum 152 íbúa og
landeigenda sem mótmæltu
fyrirhuguðum framkvæmd-
um. Sveitarstjórn taldi
framkvæmdirnar ekki sam-
ræmast atvinnu og búsetu á
Möstur munu ekki rísa í Flóahreppi
Flugfjarskipti ehf. fá ekki leyfi til að reisa tíu fjarskiptamöstur í landi Galtarstaða Félagið hefur
fest þar kaup á landi undir væntanlega starfsemi Framkvæmdastjórinn kveðst áhyggjulaus
Morgunblaðið/Ómar
Andstaða Flytja átti möstrin frá Rjúpnahæð austur í Flóa.
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
VIRÐISAUKASKATTUR af
áfengi verður lækkaður niður í 7%
skattþrep 1. mars nk. samkvæmt
frumvarpi fjármálaráðherra um
lækkun virðisaukaskatts af mat-
vælum o.fl. Á móti verður áfeng-
isgjaldið hækkað frá sama tíma þar
sem markmið breytinganna er ekki
að lækka almennt áfengisverð til
neytenda. Á hún því ekki að leiða til
þess að tekjur ríkisins af sölu
áfengis minnki, skv. upplýsingum
Árna Mathiesen fjármálaráðherra.
Það er hins vegar ljóst að þessar
breytingar munu hafa í för með sér
að einhverjar breytingar verða á
smásöluverði víntegunda í hverjum
styrkleikaflokki áfengis fyrir sig.
Ódýrari vín hækka og dýrari
vín sömu tegundar lækka
Þar sem áfengisgjaldið er miðað
við magn vínandans en ekki inn-
kaupsverð, mun breytt álagning
hafa þau áhrif að dýrari vín lækka í
verði en ódýrari vín af sömu tegund
munu hækka í verði. Fjármálaráð-
herra segist ekki gera ráð fyrir að
þessar verðbreytingar verði stór-
vægilegar.
„Álagningin sem er óháð verðinu
hækkar en álagningin sem er háð
verðinu lækkar. Áfengi sem er þá
dýrara lækkar en það sem er ódýr-
ara hækkar innan sömu áfengisteg-
undarinnar,“ segir Árni.
Breytingin er gerð til að einfalda
og samræma álagningu virðisauka-
skatts á vörur og þjónustu hjá hót-
elum og veitingahúsum.
Fram kemur í tillögum meiri-
hluta fjárlaganefndar við fjárlaga-
frumvarp næsta árs að hækkun
áfengisgjaldsins er áætluð 3,8
milljarðar kr.
Einnig er í frumvarpinu lagt til
að virðisaukaskattur af tónlistar-
geisladiskum verði lækkaður í 7%.
Vsk. af áfengi í 7% en
áfengisgjald hækkar
Í HNOTSKURN
»Virðisaukaskattur afáfengi á að lækka í 7% þrep
1. mars. Á móti verður áfeng-
isgjald hækkað og á að skila
3,8 milljörðum.
»Breytingarnar þýða aðverð á flösku af dýru rauð-
víni lækkar en ódýr rauðvín
með sama áfengisstyrkleika
hækka í verði.
»Ríkisstjórnin hefur sam-þykkt frumvarpið sem er
nú til meðferðar í stjórnar-
þingflokkunum.
HUGAÐUR var hann maðurinn sem vann við stækkun Reykjavíkur-
hafnar í gærdag. Frost í lofti og nístingskaldur sjórinn rétt undir fótum
en engan bilbug lét hann á sér finna og hélt verki sínu áfram á meðan
ljósmyndari Morgunblaðsins smellti af. Upp vakna hins vegar spurn-
ingar um hvort öryggisbúnaður starfsmannsins hafi verið í lagi þar sem
hann stóð óbundinn, án björgunarvestis, ofan á flotpalli.
Morgunblaðið/ÞÖK
Óbundinn á flotpalli við Reykjavíkurhöfn