Morgunblaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Kigali. AFP. | Stjórnvöld í Rúanda kölluðu í gær sendiherra sinn í Frakklandi heim, ásamt því sem þau lýstu því yfir að þau hefðu slitið stjórnmálasambandi við frönsk stjórnvöld. Má rekja þessar aðgerðir til þess að franski dómarinn Jean- Louis Bruguiere gaf út handtöku- skipun á hendur Paul Kagame, for- seta Rúanda, vegna meints þáttar hans í morðinu á forvera sínum, Juvenal Habyarimana, árið 1994. Taldi dómarinn að morðið hefði átt þátt í þjóðarmorðinu alræmda sama ár, með því að koma af stað atburða- rás þar sem öfgamenn úr röðum hútú-þjóðflokksins drápu um 800.000 manns, einkum fólk úr tútsí- ættbálknum. Eru níu aðilar til við- bótar sakaðir um aðild að morðinu. Charles Murigande, utanríkisráð- herra Rúanda, brást hart við og gekk svo langt að saka frönsk stjórn- völd um að reyna að splundra rík- isstjórn landsins. Slíta sam- starfi við Frakka Sendiherra Rúanda í París kallaður heim Á ÞESSARI tölvugerðu mynd má sjá hvernig japanski arkitektinn Tadao Ando og myndhöggvarinn Kiichi Sumikawa sjá fyrir sér Nýja Tókýó-turninn, en hann verður 610 metra hár fullkláraður árið 2011. AP Verður hæsta mannvirki Japans Jerúsalem. AFP. | Um 80% Ísraela vilja að Amir Per- etz, varnarmála- ráðherra og leið- togi Verka- mannaflokksins, segi af sér ráð- herraembætti, ef marka má skoð- anakannanir sem birtust í gær í blöðunum Maariv og Yediot Aharonot. Fylgi við hægriflokka, einkum Likud undir forystu Benjamins Net- anyahu, eykst á kostnað stjórnar- flokkanna. Peretz, sem hefur litla reynslu af hernaði, hefur verið hart gagnrýndur fyrir hernaðinn gegn Hizbollah-liðum í Líbanon sem er sagður hafa mistekist þar sem ekki tókst að uppræta vopnasveitir sam- takanna. Ísraelsher hefur heldur ekki tekist að koma í veg fyrir flug- skeytaárásir Palestínumanna. Vilja að Peretz hætti Amir Peretz Stokkhólmur. AFP. | Stuðningur við nýja ríkisstjórn borgaraflokkanna í Svíþjóð hefur farið minnkandi eftir- sögulegan sigur hennar í þingkosn- ingunum í september, ef marka má nýja skoðanakönnun sem birt var í gær. Alls hlutu hægriflokkarnir fjór- ir 48,2% atkvæða í kosningunum en stjórnarflokkarnir þrír 46,1%. Samkvæmt nýrri könnun Synov- ate Temo, sem framkvæmd var dag- ana 6. til 22. nóvember og náði til 2.920 manna, hefur þetta snúist við og mælast jafnaðarmenn og tveir samstarfsflokkar þeirra með 51% fylgi, miðað við 45% hjá stjórninni. Er þetta m.a. rakið til hneykslis- mála og óánægju með fyrirhugaða lækkun á atvinnuleysisbótum. Fjarar undan hægristjórn Bagdad. AFP, AP. | Stjórnmálahreyf- ing róttæka sjíta-klerksins Moqtada al-Sadr hótaði í gær að ganga úr rík- isstjórn Íraks, ef Nuri al-Maliki for- sætisráðherra hitti George W. Bush Bandaríkjaforseta á fyrirhuguðum fundi leiðtoganna í Jórdaníu í næstu viku. Á sama tíma hélt óöldin í Írak áfram, þegar minnst 48 biðu bana í ofbeldisaðgerðum í landinu. Alls hefur hreyfingin 30 af 275 sætum á íraska þinginu, ásamt því að vera lykilstuðningsaðili al-Malikis. Fer hún nú fram á, að stjórnin út- skýri „samskipti sín við hernámslið- ið“ og krefjist tímaáætlunar um brotthvarf Bandaríkjahers frá Írak. Gáfu talsmenn hennar jafnframt í skyn, að bandalag hefði myndast á milli fylgismanna Saddams Huss- eins, fyrrverandi forseta, öfga- manna úr röðum súnníta og her- námsliðsins. Nú hefur verið staðfest, að allt að 215 hafi týnt lífi í sprengjuárásum í Sadr-borg, hverfi sjíta í Bagdad, á fimmtudag en talsmenn Bandaríkja- hers hafa fullyrt að þúsundir liðs- manna Mahdi-vígasveita al-Sadrs hafist þar við. Þúsundir syrgðu fórnarlömbin Stjórnvöld komu á sólarhrings út- göngubanni í Bagdad í kjölfar árás- anna á fimmtudag og höfðu aðeins þeir sem syrgðu fórnarlömbin leyfi til að ganga og aka um götur borg- arinnar í gær. Þúsundir manna undir lögregluvernd fylgdu líkför tuga fórnarlambanna suður til borgarinn- ar Najaf, helsta greftrunarstaðar sjíta. Allt að 257 liggja særðir eftir árásina og er búist við að dánartalan muni hækka, þar sem margir eru mjög alvarlega særðir. Hundruð manna leituðu í gær ástvina sinna á sjúkrahúsum í Bagdad á milli vonar og ótta um að þeir væru á lífi. Al-Maliki forsætisráðherra hvatti þegna sína til að grípa ekki til hefnd- araðgerða vegna árásanna. Ofbeldið hélt engu að síðar áfram og í gær týndu allt að 23 lífi og 45 særðust þegar tvær sjálfsmorðsárásir voru gerðar í borginni Tal Afar í norður- hluta landsins. Þá voru gerðar a.m.k. fjórar árásir á moskur súnníta í norðurhluta Bag- dads og minnst 19 súnnítar drepnir. Á sama tíma voru sex súnnítar brenndir lifandi fyrir utan mosku í Bagdad. Sagt er, að íraskir hermenn skammt frá hafi ekkert aðhafst. Hóta úrsögn úr stjórninni Fylgismenn Moqtada al-Sadr í Írak vara Nuri al-Maliki við að funda með Bush Í HNOTSKURN » Vígamenn úr röðum sjítahafa þegar hefnt árásanna í Sadr-borg á fimmtudag. » Fjórar moskur vorubrenndar og hellt steinolíu yfir sex súnníta og þeir brenndir lifandi fyrir framan hóp íraskra hermanna.Moqtada al-Sadr ♦♦♦ Eftir Svein Sigurðsson og Baldur Arnarson FÓLKIÐ er atvinnulaust og mennt- unarsnautt. Það notar áfengi og eiturlyf í stórum stíl og þessi félags- legi ömurleiki gengur í arf frá einni kynslóð til annarrar. Í Evrópu er að verða til ný lágstétt, sem orðið hefur undir á öllum sviðum. „Eitt af því, sem einkennir þessa nýju lágstétt, er að hún sveltur ekki. Hún hefur þak yfir höfuðið, dálítil fjárráð og nýtur almennra, borgara- legra réttinda. Efnalega hefur hún það betra en áður var en samt er hlutskipti hennar líklega verra en fyrr,“ segir Gabor Steingart, einn af ritstjórum þýska tímaritsins Der Spiegel og höfundur bókarinnar „Baráttan um auðinn: Eftirsóknin eftir völdum og velferð um allan heim“, en kaflar úr henni hafa að undanförnu birst í tímaritinu. Lágstéttin nýja situr oft hálfan daginn fyrir framan sjónvarpsskjáinn og óreglan er mikil. Sjónvarps- framleiðendur viti þetta og ræði sín á milli um „lágstéttar-sjónvarp“. Í Þýskalandi er talið að um 8% íbú- anna noti 40% af því áfengi, sem drukkið er, og afleiðingar birtast m.a. í upplausn fjölskyldunnar. Annað, sem einkennir hina nýju lágstétt, er að hún er ekki í neinum tengslum við verkalýðshreyfinguna en á árum áður var hún stoð og stytta fátæks fólks og veitti því jafnt félagsskap sem og alls konar uppfræðslu. „Öreigarnir“ nú á tímum hafa engin slík tengsl, litla menntun eða enga og hafa ekki áhuga á að bæta úr því. Gengur Steingart svo langt, að full- yrða að verkalýðsfélögin séu dauð í þeirri mynd sem „við þekktum þau“ og að þau hafi ekki lengur völd til að sjá umbjóðendum sínum fyrir „skjóli“. Hluti af alþjóðavæðingunni? Hann skrifar: „Hinir nýju öreigar sem einsleit stétt komu fyrst fram á sjónarsviðið á síðustu tíu árum. Og þetta er langt í frá einstakt þýskt fyr- irbæri: Lágstétt er að myndast í öll- um leiðandi iðnríkjum.“ Hann bætir við, að samfara al- þjóðavæðingunni hafi 1,2 milljarðar manna komið inn á alþjóðlegan vinnumarkað, með þeim afleiðingum að verkafólk hafi ekki sömu samn- ingsstöðu og fyrr. Á sama tíma hafi hin nýja lágstétt glatað stéttartil- finningu sinni, auk þess sem hún taki ekki lengur þátt í pólitísku starfi líkt og lágtekjufólk gerði áður. Vanrækt börn „Eitt af einkennunum er lítill metnaður fyrir hönd barnanna. Þau eru illa talandi, eiga erfitt með að ein- beita sér og vegna vaxandi ólæsis verður æ erfiðara að hjálpa þessu fólki,“ segir Steingart. Hann segir að þessi nýja lágstétt sé að verða til í öllum iðnríkjunum og m.a. vegna þess að í nútíma hagkerfi sé lítil þörf fyrir þá, sem enga mennt- un eða kunnáttu hafi. Margar kannanir sýna að hin nýja lágstétt hallast yfirleitt að stjórn- málaflokkum, sem eru annaðhvort yst til hægri eða yst til vinstri. Síðan virðist lítið mál að fara þarna á milli. Það er af þessum sökum sem hann telur lágstéttina ógn við lýðræðið, hún taki ekki virkan þátt í því. Þróun- in felur einnig að hans mati í sér ógn við sjálfa samfélagsgerðina: „Upplausn samfélagsins í dag ógn- ar Vesturlöndum meira en alþjóðleg hryðjuverkastarfsemi, jafnvel þótt stjórnmálamenn einbeiti sér að bar- áttunni gegn síðarnefnda atriðinu.“ Hann útilokar svo ekki, að lágstéttin muni gera uppreisn. Nýr þjóðfélagshópur í óreglu, án stéttarvitundar og menntunar Ný lágstétt í Evrópu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.