Morgunblaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 55
að þínu ferðalagi til hinna æðri
heima.
Þó svo að þú hafir verið farin að
þrá þessa stund hef ég kviðið svo
sannarlega fyrir henni í langan tíma.
Það er alltaf erfitt að kveðja þá
sem hafa spilað stóran þátt í lífi
manns og það gerðir þú svo sann-
arlega í mínu lífi, og erfiðast við
þessa kveðjustund er að þú kemur
aldrei aftur.
Það eru óendanlega margar minn-
ingar sem ég á um þig og gæti ég tal-
ið upp hér heila blaðsíðu, þessar
minningar munu sitja fast í hjarta
mínu um ókomna tíð.
Ein minning er þó sem stendur
upp úr, en það eru dagarnir þegar ég
gerði mér leið að heiman niður á
Hilmisgötu til að hjálpa þér að vaska
upp og gefa villiköttunum, lyktina af
uppvöskunarleginum man ég alla tíð
síðan.
Fyrir þessar stundir og aðrar
ómetanlegar vil ég þakka þér fyrir,
amma mín.
Þú varst mér svo sannarlega ynd-
isleg amma og kenndir mér margt
sem ég bý að í dag.
Megir þú hvíla í friði, yndislega og
fallega amma mín. Skilaðu svo
kveðju til pabba og kysstu hann stór-
an frá mér.
Þín dótturdóttir og nafna
Ragnheiður Guðfinna
Guðnadóttir.
Nú er komið að kveðjustund í bili,
elsku besta amma mín. Það er alveg
frábært að hafa fengið að njóta
þeirra forréttinda að eiga öll þessi
skemmtilegu ár með þér.
Allar þær óteljandi minningar um
þig, amma mín, sem ég geymi í huga
mínum um ókomna tíð, munu vera
ómetanlegur fjársjóður þau ár sem
ég á eftir ólifuð.
Þær voru ófáar heimsóknirnar
sem við strákarnir komum til þín á
Hilmisgötuna eftir að vera búnir í
þrjú-bíó og ekki vantaði upp á kræs-
ingarnar og skemmtilega spjallið.
Gamansemin og allar þær skemmti-
legu sögur sem þú sagðir mér eru
mér enn í fersku minni og kaldhæðn-
islegi húmorinn er alveg ógleyman-
legur. Sem dæmi um gamansemina
þá áttum við kött sem við nefndum
Hitler en ekki kom til greina að þú
myndir taka þér orðið Hitler í munn
eftir öll þau ódæði sem hann framdi
og þú kallaðir köttinn alltaf Stalín í
staðinn. Hvíl í friði elsku besta amma
mín og við sjáumst bara seinna.
Sigurður Óli Guðnason.
Það var fyrir tíu árum að ég fyrst
hitti eiginkonu mína í sólstöðu-
gönguferð upp á Esju og við tókum
tal saman á langri göngu, er hópur-
inn fór villur vegar í þokunni. Á
langri leið gafst góður tími til að
spjalla en þegar niður var komið
vissi ég allt um Ragnheiði ömmu en
ekkert um verðandi eiginkonu mína,
Ragnheiði Önnu, ekki einu sinni hvað
hún hét. Greinilegt var að það sem
hjartanu er kærast er tungunni tam-
ast.
Ragnheiður var níræð þegar ég
kom inn í fjölskylduna og gat helst
búist við að hitta fyrir örþreytt gam-
almenni en öðru nær, á móti mér tók
tápmikil kona, síglöð og brosandi.
Hún var alls staðar heima, það var
sama hvað um var rætt, pólitík, mús-
ík, eyjuna hennar eða annað, alltaf
með málin á hreinu. Hún lá ekki á
skoðunum sínum hvorki á mönnum
né málefnum og alltaf tilbúin að taka
upp hanskann fyrir lítilmagnann.
Hún mundi bókstaflega allt sem á
daga hennar hafði drifið. Mundi eftir
öllum sem hún hafði hitt og kynnst á
sinni löngu lífsleið og það svo undrun
sætti. Ég skildi þetta ekki fyrst, en
síðar komst ég að því hvernig hún fór
að þessu. Jú, hún hélt nákvæma dag-
bók alla daga. Fyrst var punktað nið-
ur á þann pappír sem til féll og síðan
þegar tími gafst til var hreinskrifað í
bók.
Ragnheiður hafði ávallt eitthvað
fyrir stafni, aldrei dauð stund, allur
tíminn nýttur. Saumað, lesið, skrifað,
alltaf að frá morgni til kvölds. Alltaf
gaman að lifa – alltaf hlakkað til
næsta dags.
Oft, á síðustu fjórum árum þegar
hún var komin á dvalarheimili aldr-
aðra, þegar hún sýndi okkur enn eitt
meistaraverkið sem hún hafði gert
með sínum vinnulúnu og krepptu
höndum, fylgdi sú saga, að þetta
væri það síðasta, saumadótinu pakk-
að niður og þeim langa kafla lokað.
En nei, í hennar huga var uppgjöf
ekki til. Upp var fundin ný aðferð.
Þegar hendurnar voru orðnar svo
krepptar að hún gat ekki lengur
haldið á nálinni þá útvegaði hún sér
töng sem hún gat komið fyrir í hönd-
um sér og notað til að klemma um
nálina. Eljan og útsjónarsemin var
þvílík að oftar en ekki stóð maður
agndofa og fullur lotningar og stolts
og horfði á hvernig þessi snillingur
og lífskúnstner leysti þau mál sem
hún þurfti að leysa.
Að leiðarlokum þakka ég sam-
fylgdina og allt það traust sem hún
sýndi mér og bið Ragnheiði Guðs
blessunar.
Einar Waldorff.
Elsku langamma mín sem heitir
alveg eins og ég er dáin.
Mér þótti svo vænt um langömmu
mína sem gaf mér alltaf nammi þeg-
ar ég kom að heimsækja hana í Vest-
mannaeyjum. Hún vildi alltaf fá mig í
fangið sitt og strauk kinnina mína og
þá kyssti ég hana mikið. Stundum
sungum við saman Nú blánar yfir
berjamó og líka Gamla Nóa.
Ég ætla að kveðja langömmu mína
með uppáhaldsbæninni minni og ég
held að hún hafi líka verið uppáhalds
hennar:
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson)
Góða nótt, elsku langamma mín.
Þín
Bjarney Linda Einarsdóttir.
Í hugann kemur mynd af Ragn-
heiði: Hún kemur hlaupandi á eftir
okkur í sólskininu yfir fagurgrænt
grasið í Kleifahrauninu, létt á fæti,
og færir okkur eitthvað sem við höfð-
um gleymt, brosir umburðarlynd.
Hún er á hvítum skóm með kvarthæl
og hælbandi og í samlitum sumar-
kjól. Pilsið flögrar um hana í golunni.
Hún er fín og falleg, algjör sumar-
stúlka. Á níræðisaldri!
Kynni okkar Ragnheiðar hófust,
er við hjónin, Hilmar Pétur og ég,
hófum kennslustörf við Gagnfræða-
skólann í Vestmannaeyjum veturinn
1964 til 65. Við komum úr Reykjavík,
ásamt tveimur ungum sonum, með
takmarkaða starfsreynslu í fartesk-
inu. Aldursmunur á okkur og nem-
endunum var óverulegur, og fór tölu-
verð orka í að láta taka sig alvarlega,
ekki síst hjá dönskukennaranum.
Því var ómetanlegt fyrir okkur að-
komufólkið að eiga athvarf í Þrúð-
vangi. Þetta reisulega hús stóð við
Skólaveginn, dimmgult úr steini,
með tökkum á þakinu eins og kastali.
Langamma mín hafði byggt það
ásamt þremur börnum sínum, er hún
flutti með þeim úr Kelduhverfi til
Eyja. Þar réð nú ríkjum heiðurskon-
an Ragnheiður Jónsdóttir ásamt
elskulegum eiginmanni sínum, Sig-
urði Óla, afabróður mínum. Ragn-
heiður var glaðsinna kona með mikla
útgeislun. Hjá þeim Sigurði bjuggu
þá yngri dóttir þeirra, Gerður, afa-
og ömmustelpan Ragnheiður Anna,
og Kristjana systir Sigurðar. Hólm-
fríður, eldri dóttirin, var farin að
búa. Glaðværð, góðvild og húmor
einkenndu heimilið. Gestrisnin var
einstök og stundum rann miðdegis-
kaffið saman við kvöldmatarboð.
Ragnheiður húsfreyja var afkasta-
mikil. Hún virtist geta með annarri
hendi lagað hversdagsmat og gert að
veislumat, bakað klatta og kleinur og
með hinni saumað fyrirtaks fatnað á
sitt fólk. Það var gaman að skjótast
með henni upp á loft og skoða
saumaskapinn; fannst mér ég einu
sinni sjá heilu fjöllin af vattúlpum,
sem hún hafði saumað, bæði úr nýju
og gömlu.
Batteríin voru fljót að hlaða sig í
þessum heimsóknum hjá gleðibanka-
stjóranum og fræðaþulnum. Það var
eins og „strembin“ viðfangsefni yrðu
mun viðráðanlegri eftir létt og
skemmtilegt spjall og fróðlegar frá-
sagnir af lífi og starfi í Vestmanna-
eyjum.
Fyrr en varði var komið vor og
næstu þrír vetur liðu sem örskot. Við
Hilmar kvöddum Eyjarnar 1968.
Um tuttugu árum síðar gistum við
hjá Ragnheiði á Hilmisgötunni er ég
hélt málverkasýningu í Akóges. Átt-
um við þá ljúfar samverustundir með
vinkonu okkar.
Ragnheiður eignaðist stóran hóp
myndarlegra afkomenda. Hún sagði
mér eitt sinn, að hún óskaði afkom-
endum sínum þess umfram allt, að
þeir yrðu góðar og heiðarlegar
manneskjur, og einnig væri mikil-
vægt að kunna að fara með peninga.
Við Hilmar finnum til ævarandi
þakklætis til þessara elskulegu
hjóna, Ragnheiðar og Sigurðar, og
fjölskyldu þeirra, fyrir stuðning og
vináttu sem okkur munaði um.
Blessuð sé minning Ragnheiðar
frá Brautarholti. Við hjónin og synir
okkar vottum fjölskyldu hennar inni-
lega samúð.
Björg Atla.
Oft hafði ég heyrt talað um Ragn-
heiði Jónsdóttur en ég kynntist
henni ekki persónulega fyrr en hún
var komin á tíræðisaldur. Þá var hún
stödd hjá Ragnheiði dótturdóttur
sinni í Reykjavík að halda upp á 94
ára afmælið sitt og brá sér á árshátíð
í leiðinni. Í framhaldi af þessum
kynnum okkar fékk ég hana til að
rifja upp nokkur atriði úr langri ævi
sinni. Grannvaxin, hnarreist með
glettnisbros á vör sagði hún mér
sögu sína. Hún fæddist í bjálkahúsi í
Selkirk við Winnipegvatn í Kanada.
Margir Vestmannaeyingar höfðu
tekið mormónatrú og flutt til Utah á
þessum árum og þar á meðal afasyst-
ir Ragnheiðar. Hún hvatti pabba
hennar til að flytja og það gerði fjöl-
skyldan rétt fyrir aldamótin 1900.
Pabbi hennar vann í sögunarverk-
smiðju á veturna en veiddi fisk í
Winnipegvatni á sumrin. Systir
Ragnheiðar, Jóna, dó skömmu eftir
að Ragnheiður fæddist og greip þá
föður hennar óyndi og vildi hann
flytja aftur heim. Mamma hennar,
sem hafði verið treg til fararinnar í
upphafi kunni vel við sig í Kanada og
var ófús að hverfa frá nýjum heim-
kynnum. Það var þó úr. Ragnheiður
var tveggja ára við heimkomuna og
altalandi á ensku. Við heimkomuna
tók við hin íslenska lífsbarátta og var
Ragnheiður níu ára þegar hún byrj-
aði að vinna á stakkstæði við að
breiða og taka saman fisk. Skóla-
skyld varð hún tíu ára og var í skóla
til 13 ára aldurs. Sjómenn sem reru
með pabba hennar komu úr landi á
haustin og bjuggu á heimilinu.
Vatnsskortur var viðvarandi og inni-
störfin konum erfið. Ragnheiður ætl-
aði að læra að sauma og fór sem ung
stúlka til Reykjavíkur en leiddist og
sneri heim aftur. Margar stúlkur
fóru í vist en móðir Ragnheiðar tók
það ekki í mál, fannst stúlkum þræl-
að út fyrir lítið kaup. Svo var stétta-
skipting mikil, annað hvert orð á
dönsku og þéringar þóttu fínar.
Í æsku Ragnheiðar var fátt um
skemmtanir, þó voru böll og stund-
um bíó og grímuböll. Henni bauðst
starf sem vinnukona í Englandi.
Fólki þótti þetta bíræfni en foreldrar
hennar samþykktu. Hún sigldi með
bát til Grimsby þar sem hún dvaldi í
eitt ár. Vinnudagur var langur og
launin lág, en Ragnheiður var ung og
hraust og fljót að rifja upp enskuna.
Hún átti frí hálfan laugardag og einn
þeirra fór hún á eigin vegum með
lest til London. Húsbændum hennar
þótti hún koma seint til baka og fékk
hún ofanígjöf. 70 árum síðar heim-
sótti hún Grimsby aftur og fékk að
skoða húsið sem var eins eftir allan
þennan tíma.
Ragnheiður kom heim frá Eng-
landi 1923 og giftist skömmu síðar
Norðmanni og eignaðist með honum
þrjú börn, tvö lifðu. Þau skildu. Hún
giftist aftur, Sigurður Ólasyni, og
eignaðist með honum þrjú börn,
tvær dætur og dreng. Dæturnar eru
á lífi en drengurinn lést á öðru ári.
Ragnheiður mundi vel tímann
þegar konur unnu myrkranna á milli.
Allt var bakað heima, kaffibaunirnar
brenndar í kolavél, ef kol voru þá til,
þvottur þveginn á bretti og vatn víð-
ast borið í hús. Hún var alla tíð mót-
uð af vatnsskortinum sem var við-
varandi í Vestmannaeyjum og þoldi
aldrei að heyra vatn renna lengi úr
krana. Hún sagði mér að hún hefði
viljað læra meira og ferðast víðar.
Reyndar ferðaðist hún til Kanada og
Frakklands á níræðisaldri. Hún var
heilsuhraust og lá aðeins eina nótt á
sjúkrahúsi. Það var eftir augnaðgerð
og veðrið frekar leiðinlegt svo henni
þótti gott að fá að hvílast eina nótt á
spítalanum.
Seinustu árin bjó hún á Hraunbúð-
um í Eyjum og undi sér þar vel. Hún
hafði yndi af hannyrðum og saumaði
meðal annars út jólakort meðan
sjónin leyfði. Á 100 ára afmælinu
kom fram í viðtali við hana að eft-
irlætisefni hennar í sjónvarpinu væri
golf, snóker og fótbolti. Uppáhaldslið
hennar væri Manchester United.
Ragnheiður var einstök mann-
eskja. Um leið og ég votta aðstand-
endum hennar samúð þakka ég fyrir
að hafa fengið að kynnast þessari
merku konu.
Gunnhildur Hrólfsdóttir.
Við mæðgur viljum þakka þér fyr-
ir þann hlýhug sem þú sýndir okkur
þau ár sem við höfum þekkst. Þegar
við heimsóttum Vestmannaeyjar
1996 þá kíktum við til þín og þú tókst
á móti okkur með útbreiddan faðm-
inn og bauðst okkur inn í kaffi og
kökur. Daginn eftir bauðst þú okkur
í fiskibollur sem þú matreiddir sjálf.
Við dáðumst alltaf að þér fyrir þann
dugnað, þú komin á tíræðisaldurinn,
matreiddir bakaðir og saumaðir í.
Dís hlakkaði alltaf til að heimsækja
þig og henni þótti mjög vænt um
þegar þú komst og hlustaðir á hana
syngja með kórnum í Landakirkju.
Dís mun alltaf minnast þín og hugsa
um góðu tímana sem þið áttuð sam-
an. Megir þú hvíla í friði.
Kristín Hildimundardóttir og
Dís Bjarney Kristinsdóttir.
✝
Innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
hlýhug og stuðning við fráfall okkar elskulega
föður, sonar, bróður, mágs og frænda,
STEFÁNS KARLS KRISTINSSONAR.
Guð varðveiti ykkur öll.
Hansína Guðný,
Kristinn Ingimar,
Una, Andri, Alexandra, Aníta og Sara Líf.
Ævintýrin eiga sér
ekki eingöngu stað í
bókum. Jóhanna Bac-
her var lifandi ævintýri og að eiga
hana að sem barn voru meiri for-
réttindi en nokkurt barn gat óskað
sér. Að fá Jóhönnu í heimsókn var
alltaf byrjun á góðu ævintýri og ef
ég hefði verið spurð tíu ára gömul
hvort ég vildi frekar fara til Kaup-
mannahafnar í vikuferð með Tívolí
og öllu því tilheyrandi eða í heim-
sókn á Fornhagann, þá hefði sam-
veran með Jóhönnu án efa orðið fyr-
ir valinu. Hún var nefnilega gædd
þeim sjaldgæfa eiginleika að hún
gat á töfrandi máta sett sig inn í
hugarheim barna og gleymt sér þar
klukkutímum saman. Vinkonur mín-
ar héldu stundum að nú væri ég far-
in að skrökva heldur mikið þegar ég
Jóhanna Bacher
Ottósdóttir
✝ Jóhanna BacherOttósdóttir
fæddist í Austur-
Prússlandi 4. nóv-
ember 1922. Hún
lést á líknardeild
Landakotsspítala
17. nóvember síð-
astliðinn og var út-
för hennar gerð frá
Neskirkju 22. nóv-
ember.
kom úr helgarheim-
sóknum frá Jóhönnu,
því það sem við höfð-
um fyrir stafni hefði
hvergi annars staðar
orðið að veruleika
nema e.t.v. á síðum
ævintýrabóka. Stund-
um fengu þær svo að
koma með í heimsókn
til konunnar sem tal-
aði við ketti eins og
þeir skildu mannamál,
framkvæmdi prakk-
arastrik með börnun-
um í blokkinni, hafði
alltaf meira en nóg af sælgæti á boð-
stólum og lét köttinn sinn ofan í
tösku þegar honum var mál og lét
hann hvorki meira né minna en síga
fram af svölunum niður í garð til
þess að gera þarfir sínar, börnunum
og ekki síst sjálfri sér til mikillar
skemmtunar. Þegar mamma og
pabbi fóru svo í utanlandsferðir var
okkur Stefáni bróður alveg sama
svo lengi sem Jóhanna gætti okkar,
því um leið og hún steig fæti inn á
Galtafell réð gleðin ein ríkjum og
vinsældir okkar meðal barna í
hverfinu óx til muna. Þegar börnin
svo komu í heimsókn var Jóhanna
fremst í flokki við að skipuleggja
enn eitt ævintýrið og þegar ég lít um
öxl skjótast upp ótal minningar sem
einna helst mætti líkja við senur úr
Sound of Music. Ég man t. d. þegar
hún samdi lag um Stebba bróður og
öll börnin tóku undir sem braust svo
út með allsherjarhláturskasti því að
hlátur Jóhönnu var meira smitandi
en allra skæðustu flensur.
Þegar Jóhanna var með okkur
börnunum gleymdi hún sér oft á tíð-
um alveg og varð sjálf að barni, ég
man t. d einu sinni þegar hún var
heima á Galtafelli að passa okkur
Stefán þá fórum við eitt kvöldið í
villtasta koddaslag sem ég hef á ævi
minni upplifað í svefnherbergi for-
eldra minna. Að lokum stóð Jóhanna
gjörsamlega á öndinni alveg úrvinda
og við Stebbi fylgdumst með hvern-
ig hún steinsofnaði og byrjaði að
hrjóta og lætin urðu nánast jafntil-
komumikil og hláturkviðurnar. Það
þótti okkur alveg afskaplega fyndið
og við flissuðum okkur í svefn.
En nú er hún Jóhanna okkar sofn-
uð svefninum langa og það fyrsta
sem kom upp í huga mér var í raun
eigingjörn hugsun. Hún litla Hafrún
Hekla okkar Sverris mun ekki fá
tækifæri til þess að upplifa svona
stundir með henni Jóhönnu minni.
Hún verður einfaldlega að láta sér
nægja að hlusta á sögurnar sem ég
geymi í brjósti mínu, því þar kemur
hún Jóhanna mín alltaf til með að
lifa. Um síðustu jól þegar við fórum í
heimsókn til Jóhönnu tók hún fram
mikinn doðrant og tilkynnti stolt að
þarna hefði hún komið fyrir jóla-
kortsmyndum undanfarinna ára og
þegar hún blaðaði í gegn um albúm-
ið með fjöldann allan af myndum
áttaði ég mig á því að ævintýri Jó-
hönnu lifa í ótal hjörtum án efa jafn-
lífseig og víðlesnustu ævintýrabæk-
ur.
Stefanía, Sverrir og
Hafrún Hekla.