Morgunblaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ SigurgeirHelgason fædd- ist á Kolmúla í Fáskrúðsfjarðar- hreppi í S-Múl. 21. ágúst 1922. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Suðaustur- lands á Höfn í Hornafirði fimmtu- daginn 16. nóvem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Helgi Sigurðsson, f. á Kolmúla 1895, d. 1975, og Jakobína Sigríður Þórarinsdóttir, f. á Gunnlaugsstöðum í Vallanessókn í S-Múl., f. 1896, d. 1923. Helgi kvæntist aftur Guðrúnu Þórstínu Kristjánsdóttur, f. 1899, d. 1981. Systir Sigurgeirs samfeðra er Sara Sigurbjörg Helgadóttir, f. 1925, og stjúpsystir Rósa Katrín Kristjana Bjarnadóttir, f. 1919, d. 1986. Sigurgeir kvæntist Elinóru Björgvinsdóttur, f. á Eskifirði 1924, d. 1979. Börn þeirra eru: 1) Sigríður Karen, f. 1946, maki Friðrik Kristjánsson, f. 1943, d. 1986, börn þeirra Elinóra, f. 1965, Kristján, f. 1968, og Friðrik Jónas, f. 1974. 2) Kjartan, f. 1951, maki S. Borghildur Ólafsdóttir, f. 1953, dætur þeirra eru Arnbjörg Ólöf, f. 1975, Sigurlín Hrund, f. 1977, og Karen Ýr, f. 1987. Kjartan á einnig Lilju, f. 1972, móðir Rannveig Ívars- dóttir. 3) Helgi Geir, f. 1958, maki Ásdís H. Benediktsdóttir, f. 1959, þau skildu, börn þeirra eru Elsa Særún, f. 1979, og Sigurgeir Þór, f. 1983. Langafabörn- in eru þrettán. Sigurgeir var til sjós ungur maður. Hann fór í vél- stjóranám og vann í Hraðfrysti- húsi Eskifjarðar til margra ára. Hann fluttist til Hafnar í Horna- firði kringum 1980 og vann lengst af í Mjólkurstöð KASK. Árið 1985 kvæntist Sigurgeir Ragnhildi Hafliðadóttur, f. 1937. Sigurgeir giftist 1985 Ragnhildi Hafliðadóttur frá Ögri f. 19. júlí 1937. Foreldrar hennar voru Haf- liði Ólafsson frá Strandseljum, f. 1900, d. 1969, og Líneik Árnadótt- ir frá Ögri, f. 1902, d. 1980. Ragn- hildur á fimm börn frá fyrra hjónabandi, þrettán barnabörn og þrjú langömmubörn. Útför Sigurgeirs verður gerð frá Eskifjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku afi, það kom að því að tíma þínum hér hjá okkur væri lokið en nú ertu kominn á æðri og betri stað. Þín verður sárt saknað af mörgum en minningarnar lifa áfram í hjarta okk- ar allra. Það var sem ævintýri líkast að fara með mömmu og pabba á Eskifjörð í heimsókn til ykkar Lillu ömmu áður en hún kvaddi okkur. Kindur, hænsn, endur og gæsir fyrir ofan hús í garð- inum, þó svo að ég hefði verið svolítið baka til og Silla systir á kafi ofan í jöt- unum var ekki síður gaman hjá mér. Svo má nú ekki gleyma háaloftinu, þar var alltaf lager af kúlum og got- teríi og beðið með óþreyju eftir því að þú klöngraðist upp stigann og teygðir hendurnar inn fyrir lúguna. Eftir að amma yfirgaf okkur fluttir þú á Höfn og það kom ekki annað til greina en að flytja kofann og gæs- irnar með. Einu sinni var ég svo heppin að vinna í jólabingói ársins, meira að segja aðalvinninginn, þarna stóð ég uppi á sviði eldrauð í framan, ég var svo feimin, sennilega um tíu ára göm- ul að springa úr stolti þegar tilkynnt var að vinningurinn væri aligæs frá Sigurgeiri Helgasyni, Höfn í Horna- firði og öllu meðlæti tilheyrandi. Þú varst svo lánsamur að finna hamingjuna á ný á Höfn með henni Öddu (Ragnhildi) þinni sem reyndist þér vel og stóð þér við hlið til hinstu stundar. Það var ekki síður gaman að koma á Höfn í heimsókn, þó svo að heim- sóknunum fækkaði með árunum. Eitt var víst að enginn fór svangur frá ykkur Öddu, ef þú vissir að von væri á manni var búið að elda mat og svo kaffi og kruðerí á eftir. Ef maður birt- ist óvænt var hent í vöfflur með sultu og rjóma og fleira dregið til. Svona gæti ég haldið áfram lengi og skrifað margar síður. Þessar minningar og allar hinar geymi ég í huga mínum og hjarta um ókomna tíð og deili með börnunum mínum og vonandi barnabörnum. Vertu sæll, afi minn, ég elska þig. Arnbjörg Ó. Kjartansdóttir. Elskulegur afi minn Sigurgeir Helgason er látinn. Síðasta árið var honum erfitt sök- um veikinda. Hann kunni því illa að finna vanmátt sinn og þurfa að biðja aðra um aðstoð við það sem honum fannst vera ósköp venjulegir hlutir í daglegu lífi og reynast okkur sem er- um heilbrigð auðveldir. Ég bjó fyrstu ár ævi minnar í næsta húsi við Geira afa og Lillu ömmu sem bjuggu á Setbergi á Eski- firði. Það voru forréttindi fyrir litla skottu að hafa aðgang að þeim þegar mér hentaði sem var æði oft. Það var ekki sjaldan að afi leyfði stelpunni að vera með að vitja um netin á firðinum, setja niður og/eða taka upp kartöflur en hann var með risastóran kartöflu- garð úti á sveit. Toppurinn var að fá kaffi og kex inni í litla fína húsinu sem hann var með í kartöflugarðinum en þetta var draumahús fyrir litla stelpu sem dreymdi um drullumallakökur og gestaboð. Afi var alltaf með ein- hver dýr og var með þau inni í miðjum bæ á Eskifirði beint fyrir of- an Setberg þar sem amma og afi bjuggu. Þarna voru kindur, hænur, endur, kalkúnar stundum og gæsirn- ar frægu sem hann var búinn að ala frá 11 ára aldri og sem hann var var alla tíð kenndur við en hann gekk gjarnan undir nafninu Gæsa-Geiri. Hann lifði fyrir þessi dýr sín allt til dauðadags. Einu sinni ætlaði hann að hætta þessum búskap en þann vetur var hann óvenju slappur og kenndi því um að hann saknaði svo gæsanna og stússins í kringum þær. Hann reddaði sér því eggjum frá konu sem áður hafði fengið gæsir hjá honum og byrjaði aftur með gæsabúskapinn og hann lifnaði allur við. Hann hafði mik- inn áhuga á matreiðslu og hafði gam- an af að fá gesti í mat, það var oftast gæsaveisla enda aligæsin hans afa í uppáhaldi hjá öllum. Þá má ekki gleyma öllum stundunum sem hann eyddi í berjamó, frystikistan alltaf full af frosnum berjum og öðrum kræsingum. Minningarnar eru margar um ró- legan, blíðan mann sem hafði góðan húmor og gerði óspart grín að sjálf- um sér. Hann var duglegur að fylgj- ast með afkomendum sínum, ekki síst langafabörnunum þótt líkamleg heilsa væri farin að gefa sig. Hjúkrunarfólkið á HSSA annaðist hann þegar á þurfti að halda og á milli veikinda gat hann verið heima hjá Öddu og það gerði lífið léttara. Ég er rík að hafa átt þig sem afa. Guð geymi þig. Elinóra. Elsku afi, það hlaut að koma að því að þú fengir hvíld. Þú sem varst bú- inn að streða og puða allt þitt líf. Ég man lítið eftir því þegar þú varst á Eskifirði, það var ekki fyrr en þú fluttir hingað á Höfn sem ég varð heimagangur hjá þér í Hagatúninu. Svo eftir að pabbi dó og við mamma fluttum til Reykjavíkur þá vildi ég alltaf verða eftir á Höfn, þá oft á tíð- um hjá þér og Ragnhildi. Eflaust hafa það verið mín erfiðustu og bestu sum- ur þegar ég var hjá ykkur á Kirkju- brautinni. Oft á tíðum reyndi ég að komast inn í gæsamenninguna en það gekk frekar illa nema þá til að snúa eggjum og gefa gæsunum þegar þú fórst í frí. Fríið notaðir þú oftast til að komast í ber á Eskifirði eða Fá- skrúðsfirði og þegar heim var komið var gerð saft og sulta úr einum 40 til 50 lítrum af berjum. Það eru ófá matarboðin sem ég hef verið í hjá þér. Þá var yfirleitt aligæs á boðstólum, krydduð og hanteruð eftir þínu höfði. Það á enginn eftir að gera eins góðar gæsir eins og afi. Enda var hann í daglegu tali hér á Höfn kallaður „Gæsa-Geiri“. Þegar ég hugsa til baka þá er það eitt sem ég minnist sérstaklega: það er dælu- stöðin (nammiskálin) þín, hún gaf oft vel. Núna síðasta árið var Jana Mekkín alltaf til í að koma með til langafa því hann átti alltaf nammi. Fyrir um tveimur árum tók ég eftir því að þér var farið að hraka og fyrir ári síðan veiktist þú það mikið að haldinn var fjölskyldufundur með lækni á hjúkrunardeildinni þar sem farið var yfir þínar óskir og vænting- ar. Óskirnar voru nú ekki margar, að- eins tvær, þú værir alveg til í að lifa svona eitt ár í viðbót og viti menn, þú fórst að hressast daginn eftir og áttir yndislegt og gott ár. Hin óskin var sú að þú vildir hvíla á Eskifirði. Þú fékkst nú báðar þínar óskir uppfylltar en þá er ég aðeins með eina ósk, hún er sú að þú skilir kveðju til pabba. Friðrik Jónas. Kæri afi. Ég vissi að það hlyti að koma að því bráðum að afi myndi kveðja okkur. Hann var búinn að heyja baráttuna í töluvert langan tíma, þó alltaf hress inn á milli og mikill hugur í honum. Ég hitti hann síðast í byrjun ágúst og þá var hann keyrandi á bílnum sínum, sem ég hélt að væri búið að banna honum nokkr- um sinnum að keyra. Þegar ég hugsa til baka um afa eru nokkrir hlutir sem alltaf koma fyrst upp í hugann; gæsaungar, ber, vöffl- ur með rjóma og ýkjusögur. Fá börn eru svo heppin að upplifa páska með alvöru páskaungum, en það gerðum við barnabörnin hans Geira. Það var venja að fara á Hornafjörð til afa og Öddu og dvelja þar um páskana en þá stóð útungunin sem hæst. Hann var með útungunarvél í bílskúrnum og svo var kofi í garðinum þar sem voru mjög oft gæsir og endur að vappa. Þetta var yndislegt, stundum fengum við að fara inn með litlu gulu ungana og þeir hlupu út um allt. Svo á sumrin komu þau yfirleitt í berjatínslu aust- ur til okkar og það var engin smá út- gerð hjá honum í berjunum. Ég hef aldrei vitað um neinn jafn sólginn í að tína ber og hann. Enda var alltaf til sulta, saft og frosin ber á heimili þeirra hjóna. Hann afi passaði alltaf upp á það að enginn færi svangur úr hans húsum. Heimsóknunum fækk- aði eftir að við uxum úr grasi en það var alltaf stoppað hjá afa ef færi gafst og þá voru vöfflur eða eitthvert bakk- elsi galdrað fram og svo var spjallað, afi kryddaði frásagnir sínar ansi mik- ið og var bara gaman að því. Þær sög- ur lifa áfram með okkur ásamt minn- ingunum. Hvíldu í friði, elsku afi minn. Sigurlín H. Kjartansdóttir. Elsku Geiri afi. Við vissum víst öll að nú færir þú að yfirgefa okkur, en við getum huggað okkur við að þú bú- ir á betri stað núna. Þó svo að ég fái ekki tækifæri til að hitta þig aftur, muntu alltaf búa í hjarta mínu, og okkar allra. Ég man alltaf eftir hlýlegu brosinu sem kom mót fjölskyldunni þegar við komum í heimsókn. Það var alltaf nóg af leikföngum og dóti til að gleyma sér við, svo ekki sé talað um kræsing- arnar. Alltaf varst þú að hugsa til okkar, lauma til manns perum eða öðrum gómsætum ávöxtum, þó mað- ur væri búinn að bursta og ætti að fara í háttinn. Þú vildir alltaf allt hið besta fyrir fjölskylduna, og nú óska ég þér alls hins besta í eftirlífinu. Ég mun alltaf elska þig. Karen Ýr Kjartansdóttir. Langafi. Þú varst alltaf svo skemmtilegur og hress, við vonum að þér líði vel þar sem þú ert núna. Ástar- og saknaðarkveðjur, Kjartan Freyr, Anya og Kaleb. Elsku Geiri, nú þegar þú hefur fengið hvíldina fannst mér við hæfi að skrifa um þig nokkur orð. Ég var svo heppin sem lítil stelpa að fá að eiga þig sem svona „ská afa“. Gamlar minningar koma upp í hugann frá barnæsku þar sem ég fékk að bralla ýmislegt. Kofann þinn fékk ég oft að nota undir ýmis ævintýri, og kemur þá fyrst upp í hugann pönnukökuboð- ið sem ég fékk að halda fyrir fóstr- urnar á leikskólanum. Þú bakaðir pönnsurnar og lánaðir kofann. Oft gaukaðirðu að manni smá pen- ing eða mola. Einnig fékk ég oft að skottast með þér að gefa gæsunum og skoða ungana sem var mjög spennandi þegar maður er lítill. Ég man svo vel hvað þú hafðir gott lag á gæsunum og hvernig þær lærðu að þekkja þig þegar við fórum inn eftir. Enda fékkstu viðurnefnið gæsa-Geiri fyrir austan. Margs er að minnast og gæti ég haldið endalaust áfram. Ég er þakklát fyrir þann tíma sem ég átti með mér og þá hlýju sem þú sýndir mér alltaf. Farðu í friði. Ljós þitt mun alltaf loga. Sandra Rún Sigurðardóttir. Sigurgeir Helgason Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Guðmundur Jóhannsson f. 10. 6. 1932 d. 8. 3. 1989 Minning þín lifir Hvíl í friði LEGSTEINAR SteinsmiðjanMOSAIK Hamarshöfða 4 – sími 587 1960 www.mosaik.is ✝ ÓLAFUR ÞORLÁKSSON bóndi á Hrauni í Ölfusi, er látinn. Útför hans fer fram frá Þorlákskirkju í Þorlákshöfn laugardaginn 2. desember kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeir sem vilja minnast hans eru beðnir að láta dvalarheimilið á Blesastöðum í Árnessýslu njóta þess. Helga Sigríður Eysteinsdóttir, Þórdís Ólafsdóttir, Ólafur Þór Ólafsson, Guðrún Ólafsdóttir, Helgi Ólafsson, Hjördís Ólafsdóttir Origer, Marc Origer, Ásdís Ólafsdóttir, Sverrir J. Matthíasson, Þórhildur Ólafsdóttir, Hannes Sigurðsson, Herdís Ólafsdóttir, Þórhallur Jósepsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR frá Ísafirði, Aflagranda 40, áður Ásvallagötu 44, lést á Landspítala Fossvogi fimmtudaginn 23. nóvember. Guðlaug Einarsdóttir, Sigurður Geirsson, Lára Hanna Einarsdóttir, Tony Leonard, Fríða Sigurðardóttir, Einar Óskar Sigurðsson, Gunnar Berg Gunnarsson. ✝ Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSA KR. (STÍNA) INGÓLFSDÓTTIR, Gullsmára 5, Kópavogi, lést sunnudaginn 19. nóvember. Útför fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 7. nóvember kl. 13.00 Kristinn Guðmundsson, Hildur Þorsteinsdóttir, Karl Bjarnason, Guðmundur Ingi Kristinsson, Anna Sigurborg Kristinsdóttir, Inga Sigrún Kristinsdóttir, Magnús Þór Haraldsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.