Morgunblaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 65 GJAFIR Í ANDA JÓLANNA Í KIRKJUHÚSINU LAUGAVEGI 31 KIRKJUHÚSIÐ - BÓKABÚÐ Á KRISTNUM GRUNNI Kirkjuhúsið - Skálholtsútgáfan Sími: 552 1090 og 562 1581 Netfang: skalholtsutgafan@skalholtsutgafan.is www.skalholtsutgafan.is frá kr. 1490,- kr. 1700,- kr. 700,- kr. 1990,- frá kr . 1 50 0, - frá kr. 9900,- frá kr. 4500,- frá kr. 5500,- Mánaðarenglar kr. 1690,- Handmálaðir krossar frá kr. 1990,- kr. 7450,- JÓNSI úr Sigur Rós og Alex So- mers hafa gefið út myndabókina Ri- ceboy Sleep. Í gær opnuðu þeir svo sýningu í Galleríi Turpentine í tengslum við útgáfuna þar sem gestum gefst kostur á að skoða myndir úr bókinni ásamt mynd- bandsverkum.Morgunblaðið/Sverrir Jónsi og Alex í Turpentine Á HVERJU ári koma út íslenskar barnabækur sem leitast við að kynna sagnaarfinn og þjóðtrúna fyrir nútímabörnum. Við eigum t.d. nokkrar vel heppnaðar myndabæk- ur unnar upp úr Íslendingasög- unum. Sumir höfundar kjósa að vefa þjóðtrúna inn í samtímaskáld- sögur en einnig er brugðið á það ráð að endursegja þjóðsögur. Þetta hafa þær Anna Kristín Ásbjörns- dóttir og Florence Helga Thibault gert í frumraun sinni í gerð barna- bóka. Anna Kristín hefur endursagt sjö af þjóðsögum Jóns Árnasonar. Sögurnar sjö sem valdar eru fást við kunnugleg þemu úr álfasögum. Anna Kristín leitast við að halda nokkuð fornu tungutaki sagnanna og breyta setningum sem minnst, hún fellir frekar heilar setningar innan úr til að stytta. Yfirleitt tekst þetta ágætlega en á einstökum stað er breyting hennar ekki til bóta og einn prófarkalestur til viðbótar hefði gert textanum gott. Það sem helst vekur athygli við fyrstu sýn eru myndir Florence Helgu Thibault. Í samræmi við sög- urnar sem einatt lýsa huldufólki og hýbýlum þess sem afar skraut- legum og meira í ætt við arabískar nætur en íslenska sveit hefur hún skapað flúraðar myndir undir áhrif- um frá naífisma og austurlensku og arabísku flúri. Myndirnar eru í samræmi við texta og myndgera það sem þar kemur fram. Skemmti- leg smáatriði má finna á mörgum stöðum, eins og óróann fyrir ofan álfabarnavaginn, skrautlega fiska í sjó, blómsveig um háls kusu. Per- sónur og andlitsfall þeirra eru því miður heldur stirðari en skrautlegt flúrið og sumar myndirnar hafa á sér tölvulegt yfirbragð. Eins og áð- ur sagði virðist við fyrstu sýn sem Florence Helga hafi haft skraut- legar lýsingar á álfheimum í huga við gerð myndanna, og á flestum myndanna er mannfólkið í hefð- bundnum sveitafötum, en þó ekki alltaf. Skilin milli tveggja heima eru því nokkuð óljós. Dæmi um þetta er sagan Drengur elst upp með álfum. Í sögunni segir af fá- tækri kerlingu og niðursetningi sem hírast í fjósi en myndin sýnir skrautlegar kýr og vel búið fólk. Þegar drengurinn snýr aftur úr álf- heimum að sækja fóstru sína er hún í skrautlegum álfameyjalegum kjól. Sagan gengur út á að álfarnir bjarga drengnum frá bágum kjör- um og myndirnar virka því frekar ruglandi á lesandann sem þarf að glugga í textann aftur og aftur til að átta sig á því hvað myndin eigi að sýna. Þessi skortur á grein- armun milli tveggja heima gerir hugsunina á bak við frumlegar og fallegar myndirnar ekki eins mark- vissa og ella. Í stað þess gefa gam- alli hugmynd um dýrlega álfheima líf á frumlegan máta verður bókin einungis skemmtilega skrautleg. Engu að síður er hér um nokkuð nýstárlegar myndskreytingar að ræða, sem birta íslenska álfheima í framandi og heillandi ljósi. Heillandi heimar BÆKUR Barnabók Anna Kristín Ásbjörnsdóttir endursagði, Florence Helga Thibault teiknaði, Bjartur 2006, 32 bls. Álfasögur úr þjóðsögum Jóns Árnasonar Ragna Sigurðardóttir DJASSTRÍÓIÐ Hrafnaspark, sem er skipað þeim Jóhanni Guðmunds- syni og Ólafi Hauki Árnasyni á gít- ara og Pétri Ingólfssyni á kontra- bassa, er um þessar mundir að senda frá sér sína fyrstu plötu. Af því tilefni mun tríóið halda nokkra tónleika. Í kvöld klukkan 23 verða tónleikar á veitingastaðnum Café Rósenberg í Reykjavík en næstkomandi fimmtu- dag verða þeir félagar svo með tón- leika á veitingastaðnum Græna hatt- inum á Akureyri. Aðgangseyrir á tónleikana er 1.000 krónur. Hrafnaspark á Rósenberg Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Sýningar hefjast í nóvember!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.