Morgunblaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 321. TBL. 94. ÁRG. LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is INN Í KJARNANN TILBÚINN TIL AÐ SKRIFA UM ÁSTINA, GRUNDVÖLLINN Í LÍFI ALLRA >> LESBÓK ÖNNUR ELLA ELLA & GARMURINN KETILL KALLA Á EYJÓLF MERGUR MÁLSINS >> 62 Arnbjörgu í 1. sætið www.arnbjorgsveins.is Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í dag Kraftur og reynsla til forystu! Kosningakaffi á kosningamiðstöðvunum kl. 09-18 í dag Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is ÍSLENDINGAR og Norðmenn ætla að hefja formlegar viðræður um eftirlit á norðurhöfum og fram- tíðarsamstarf á vettvangi varnar- og öryggismála. Þetta var ákveðið á óformlegum fundi sem Geir H. Haarde forsætisráðherra og Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, áttu í Helsinki í Finnlandi í gær. Fundur ráðherranna fór fram í tengslum við leiðtogafund Norðlægu víddarinnar sem fram fór í borginni. „Við ákváðum í þessu samtali okkar að löndin myndu hefja form- legar viðræður um eftirlit á norð- urhöfum og framtíðarsamstarf á vettvangi varnar- og öryggismála,“ segir Geir H. Haarde en gert er ráð fyrir að viðræðurnar hefjist fyrir jól. „Fyrsti fundurinn verður í Ósló og utanríkisráðuneyti [land- anna] munu hafa veg og vanda af undirbúningi fundanna. Ég geri ráð fyrir því að til viðbótar utanrík- isráðuneytinu verði af okkar hálfu einnig fulltrúar frá forsætis- og dómsmálaráðuneytinu vegna Landhelgisgæslunnar,“ segir Geir. Enn eigi þó eftir að ræða þessi mál betur í ríkisstjórn. Málið af spjallstigi yfir í formlegar viðræður „Ég tel að þetta sé mjög mik- ilvægt að koma þessu máli af óformlegu spjallstigi yfir í formleg- ar viðræður. Við vorum sammála um það,“ segir Geir um viðræður þeirra Stoltenbergs. „Það er mik- ilvægt að ganga frá því með hvaða hætti Norðmenn munu koma hér að okkar öryggismálum og eftirliti í norðurhöfum og tryggja með því siglingar og öryggi, ekki síst á þeirra eigin gasi frá Barentshafi og vestur til Bandaríkjanna.“ Þá sé nauðsynlegt að fá það fram hvort Norðmenn geti hugsað sér að senda herflugvélar sínar til æf- inga á Íslandi „sem ég teldi mik- ilvægt“, segir Geir. Geir segir ekki hægt að segja til um hversu langan tíma viðræðurn- ar muni taka. „Það er aðalatriðið að koma þeim í gang og fá fram hvað aðilar geta hugsað sér.“ Viðræður við Norðmenn munu hefjast fyrir jól Í HNOTSKURN »Íslendingar og Norð-menn hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður um samstarf á sviði varnar- og öryggismála. »Ákvörðunin kemur íkjölfar þess að norsk stjórnvöld lýstu yfir áhuga á slíku samráði. » Öryggi á siglingaleiðumá hafsvæðinu umhverfis Ísland er ofarlega á baugi nú um stundir ekki síst í ljósi þess að umferð stórra skipa á Norður-Atlantshafi mun aukast verulega á næstu ár- um. VINNA við skautasvell á Ingólfs- torgi hófst í gær en það verður opnað almenningi 7. desember nk. í tilefni af 50 ára afmæli Tryggingamiðstöðvarinnar sem hefur veg og vanda af uppsetn- ingu svellsins, ásamt Reykjavík- urborg. Jólatónlist mun hljóma á torginu auk þess sem reglulega verður boðið upp á tónlistaratriði í þann tæpa mánuð sem svellið verður opið. Björn Ingi Hrafnsson, formað- ur borgarráðs, segir jafnvel koma til greina að halda svellinu opnu lengur ef vel til tekst og einnig gæti farið svo að skautasvell á Ingólfstorgi yrði þar árlega yfir vetrarmánuðina, en fjölmargar áskoranir þess efnis hafa borist frá borgarbúum. Morgunblaðið/Sverrir Skauta- svell á Ing- ólfstorgi Buenos Aires. AP. | Markmiðið er að koma boltanum í markið með fótunum og Bras- ilíumenn og Argentínumenn taka öðrum þjóðum fram. Munurinn á hefðbundinni knattspyrnu og knattspyrnu blindra er einkum sá að það klingir í málmhlutum þegar boltanum er sparkað í átt að mark- inu, þar sem annar leikmaðurinn af tíu með sjón – þ.e. markmaðurinn í hvoru liði sem hefur fjóra útileikmenn – stendur ein- beittur á milli stanganna. Þannig myndi eflaust hlutlaus frásögn af heimsmeistaramóti blindra í knatt- spyrnu, sem fram fer í Buenos Aires um þessar mundir, hljóma. Það eru þó eitt at- riði enn sem skilur hana frá stærsta íþróttaviðburði heims. Áhorfendur verða að hafa grafarþögn meðan á leik stendur, svo að þjálfarinn geti komið boðum til sinna manna. Brasilíumenn skelltu Frökk- um 4-1 í opnunarleiknum sem þótti leikinn af nokkurri hörku, en um er að ræða fjórða heimsmeistarmótið af þessu tagi. AP Snillingar Brasilíumennirnir Jefferson og Daniao fagna öruggum sigri á Frökkum. HM blindra í knattspyrnu London. AFP. | Breska ríkisstjórnin hefur beðið stjórnvöld í Moskvu um upplýsingar sem gætu nýst lögreglunni við rannsókn á dauða njósnarans fyrrverandi, Alexanders Lítvínenkos, sem lést af völdum eitrunar á háskólasjúkrahúsi í London á fimmtudag. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá breska utanríkisráðuneytinu í gær, en leynilega breska COBRA-nefndin hefur komið sam- an til að ræða dauða Lítvínenkos.  Lítvínenko | 20 Bretar vilja aðstoð yfirvalda í Moskvu Kaíró. AP. | Hópur íslamskra fræði- manna hefur lýst því yfir að umskurð- ur kvenna gangi gegn boðum íslams og sé að auki árás á konur. Fræði- mennirnir, sem komu saman á ráð- stefnu í Kaíró, leggja því til að um- skurður verði bannaður og þeir verði sóttir til saka sem stunda hann. Þessi ályktun var samþykkt fyrir helgi á sérstakri ráðstefnu sem þýsku mannréttindasamtökin TARGET skipulögðu. Meðal þátttakenda voru Mohammed Sayed Tantawi, einn helsti kennimaður súnníta, og Sjeik Ali Gomaa, einn virtasti sérfræðing- urinn um íslam í heiminum í dag. Úrskurður þeirra beggja er sagður bindandi. Umskurður, sem sumir telja rétt- ara að nefna afskurð, er stundaður í mörgum ríkjum sunnan Sahara-eyði- merkurinnar í Afríku og í Egypta- landi, Jemen og Óman, þrátt fyrir mikinn þrýsting gegn aðgerðinni. Í umsögn fræðimannanna sagði að aðgerðin ylli konum líkamlegum og andlegum skaða, enda af mörgum tal- in fela í sér misþyrmingu. Áhrifamiklir fræðimenn segja aðgerðina brjóta gegn íslam Reuters Umdeilt Margir telja umskurð jafngilda misþyrmingu á konum. Vilja banna umskurð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.