Morgunblaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 33
daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 33
Eftir Sigrúnu Ásmundar
sia@mbl.is
Hugmyndin kviknaði fyrirtveimur árum, dóttirmín var þá fimm ára ogfyrir jólin hafði ég sagt
henni að Jesú ætti afmæli,“ segir
Anna María Sigurðardóttir sem
stendur að útgáfu á dvd-diski með
jólatengdu efni nú fyrir jólin. „Ég
er ekki góð að segja sögur,“ held-
ur Anna María áfram. „Þær verða
yfirleitt snubbóttar hjá mér og í
styttri útgáfu. Þetta ár, þegar
dóttir mín var fimm ára, áttaði ég
mig á því að hún var með jóla-
guðspjallið, þá fallegu sögu, nánast
í smáatriðum alveg á hreinu,“ seg-
ir Anna María. „Kennarinn henn-
ar, Margrét Matthíasdóttir í Ísaks-
skóla, hafði, sem hluta af undir-
búningi jólanna, sagt börnunum
frá fæðingu Jesú. Og hún gerði
það svona listilega vel að dóttir
mín kunni þetta í smáatriðum.“
Sagt frá jólahaldi fyrri tíma
Þetta varð til þess að Anna
María ákvað að verða sér úti um
efni tengt jólunum og hóf leitina.
„Ég fann ekkert efni á þessum
nótum,“ segir hún. „Þá er ég að
meina upplýsandi og fræðandi efni
um þetta mál. Ég prófaði líka að
„gúgla“ þetta og athuga hvort ég
fyndi þá ekki eitthvað með ensku
tali, en fann hvergi,“ segir hún og
að í framhaldinu hafi kviknaði hjá
henni hugmyndin um að gera þetta
sjálf … „og ég hugsaði með mér að
það yrði að sjálfsögðu að vera al-
hliða jóladiskur, þar sem yrði
föndrað og sungið.“
Anna María gerði sér í hug-
arlund beinagrind að því hvernig
hún vildi hafa diskinn og hófst svo
handa. „Ég velti lengi fyrir mér
hver gæti séð um föndrið, af því að
það að setjast niður með fjölskyld-
unni og föndra eða baka pip-
arkökur er órjúfanlegur þáttur í
undirbúningi jólanna. Ég mundi
auðvitað eftir Herdísi [Egilsdóttur]
frá því að ég var lítil og komst
fljótlega að þeirri niðurstöðu að
Herdís væri rétta manneskjan,“
segir Anna María.
Hún og Herdís spýttu í lófana í
febrúar á þessu ári og hófu verkið,
en Gunnar Gunnsteinsson er leik-
stjóri. „Ég er náttúrlega bara
amatör í þessu, hef ekki gert neitt
þessu líkt áður,“ segir Anna
María. „Við vorum síðan svona
þríeyki, ég kem með beinagrind
inn í þetta samstarf og þau köst-
uðu fram hugmyndum. Fljótlega
fannst okkur að það þyrfti að
segja svolítið frá jólahaldi fyrr á
tímum og Árni Björnsson kom þá
fljótlega upp í kollinn,“ segir hún
um aðkomu Árna. „Hann segir
okkur m.a. hvernig laufabrauðið
varð til og þarna er ýmis annar
fróðleikur, t.d. hvað orðið aðventa
þýðir.“
Mikið púsl
Anna María segir diskinum ætl-
að að vera mótvægi við lætin sem
oft verða allsráðandi fyrir jólin.
„Hann á að skapa ró og stemningu
heima fyrir.“
Anna María starfar sem við-
skiptafræðingur hjá Sparisjóði
Kaupþings hf. og sú spurning
vaknar óhjákvæmilega hvort ekki
hafi verið erfitt að sameina vinnu,
heimilishald, barnauppeldi og allt
sem því tilheyrir vinnunni við disk-
inn sem hlýtur að hafa verið tölu-
verð. „Þetta var mikið púsl,“ við-
urkennir hún. „Ég notaði hádegið
mjög vel og allir fundir voru þá, en
ég notaði svo líka kvöldin mjög vel.
Mín vinna var aðallega hug-
myndavinna og maður fær auðvit-
að hugmyndir hvenær sem er,“
segir hún létt. „Ég setti eiginlega
bara fram óskalista um hvað ætti
að vera á diskinum og svo passaði
ég upp á fjármagnið.“
Að hluta til er efnið á diskinum
tekið upp í listasafni Einars Jóns-
sonar. „Það safn er einstaklega fal-
legt og kannski þekkja það ekkert
mjög margir,“ segir Anna María.
Á diskinum syngur Jóhanna Vigdís
Arnardóttir jólalag og les sögu,
Herdís Egilsdóttir leiðbeinir við
jólaföndur og sr. Ása Björk Ólafs-
dóttir rifjar upp sögu aðventunnar.
Árni Björnsson þjóðháttafræð-
ingur svarar spurningum barna
um jólin í gamla daga og sr. Hjört-
ur Magni Jóhannsson flytur jóla-
hugvekju. Auk þess syngur Skóla-
kór Kársness jólalög. Upptökur
fóru fram í Listasafni Einars Jóns-
sonar, Fríkirkjunni í Reykjavík og
Árbæjarsafni.
Anna María fékk styrki til út-
gáfunnar, m.a. frá Velferðarsjóði
barna og diskarnir eru seldir í
Hagkaupum.
Morgunblaðið/Ásdís
Hugmyndasmiðurinn Anna María Sigurðardóttir í garðinum við Listasafn
Einars Jónssonar þar sem diskurinn var tekinn upp að hluta til.
Mótvægi við öll lætin fyrir jólin
STÓLKOLLAR hafa fengið stærri
og veigameiri sess í hönnun og hí-
býlum á fyrsta áratug 21. ald-
arinnar en þeir hafa áður haft.
Þessir stólar, sem hafa alltaf þótt
hálfgildingar á við þá sem eru með
baki, eru nú flottari og glæsilegri
en nokkru sinni fyrr. Hér á árum
áður þóttu kollarnir ekki boðlegir
annars staðar en í eldhúsinu og þá
gjarnan nefndir eldhúskollar en nú
eru þeir orðnir stofustáss enda oft
mikið lagt í hönnunina. Þeir setja
skemmtilegan svip á rými og eru
hreyfanlegir svo auðvelt er að
breyta til öðru hvoru.
Morgunblaðið/Ásdís
Stólkollar fá
uppreist æru
Sérstakur Þessi glæsilega
kollaruna nefnist Gallery. Epal.
Einfaldur Stundum er formið
einfalt en áklæðið líflegt. Bo
Klassískur Hvítur kollur
skemmtilega og stílhreinn. Exó.
Nútímalegur Sterkur litur og
skemmtilega kúpt form. Exó.