Morgunblaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 64
64 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
menning
„WAGNER á sín góðu augnablik, en
slæmu stundarfjórðunga“ lét Oscar
Wilde einhverju sinni hafa eftir sér.
Orð hans komu upp í hugann á tón-
leikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands
á fimmtudagskvöldið, en þá var ein-
göngu tónlist eftir Wagner á boð-
stólum. Ekki bara „the best of“ eins
og vaninn er á svokölluðum óp-
erutónleikum, þ.e.a.s. vinsælustu
aríurnar, forleikirnir og kóratriðin,
heldur allur þriðji þátturinn úr óp-
erunni Parsifal, auk Liebestod og
forleiksins úr Tristan og Isolde.
Vissulega spilaði hljómsveitin vel.
Þar sem ég sat hljómaði forleikurinn
að Tristan og Isolde ákaflega mjúk-
ur og tær, en jafnframt gæddur
þeirri ótrúlegu andagift sem ein-
kennir tónlistina.
Hinsvegar olli frammistaða söng-
konunnar Ruth Marie Nicolay veru-
legum vonbrigðum. Hún var svo
skjálfrödduð að hin magnaða aría
Liestod úr Tristan fór að mestu fyr-
ir ofan garð og neðan hjá henni.
Virða ber að Nicolay hljóp á elleftu
stundu í skarðið fyrir aðra söng-
konu; synd að söngur hennar heppn-
aðist ekki almennilega.
Fyrir utan slakan söng var styrk-
leikajafnvægið á milli hljómsveit-
arinnar og söngkonunnar alls ekki
eins og það átti að vera. Það er
þekkt vandamál að söngraddir ber-
ast illa í Háskólabíói og hefði hljóm-
sveitarsjórinn, Johannes Fritzsch,
átt að gæta sín á þessu. Hann gerði
það hinsvegar ekki, með þeim afleið-
ingum að þegar mest gekk á sást
söngkonan aðeins opna munninn í
sífellu – en ekkert heyrist í henni
fyrir gauraganginum í hljómsveit-
inni.
Svipaða sögu er að segja um flutn-
inginn á þriðja þættinum úr Parsi-
fal. Að vísu voru allir söngvaranir,
þau Kolbeinn Ketilsson, Kristinn
Sigmundsson, Wolfgang Schöne, að
ógleymdum karlakórnum Fóst-
bræðrum og félögum úr Hljómeyki,
með öflugri og glæsilegri raddir en
söngkonan fyrrnefnda, en samt voru
það bara Kristinn og Schöne sem
náðu almennilega í gegnum hljóm-
sveitina – með herkjum. Og þar sem
birtan í salnum var ekki nægileg til
að maður gæti með góðu móti fylgst
með framvindu óperunnar í tón-
leikaskránni, var útkoman ekki
beinlínis skemmtileg.
Ég neita því ekki að Wagner var
eitt mesta tónskáld sögunnar. Tón-
list hans er svo meistaralega byggð
upp að við hliðina á honum virka
Verdi og Pucchini eins og gamlir
skallapopparar. Engu að síður eru
óperur hans einmitt það, ÓPERUR,
með atburðarás sem ekki aðeins á að
vera máluð í tónum, heldur einnig í
leik og sviðsmynd. Tónlist hans á að
hljóma í húsi sem býr yfir voldugum
hljómburði, ekki í lélegu bíóhúsi.
Óneitanlega átti Wagner sín góðu
augnablik á þessum tónleikum. En
slæmu stundarfjórðungarnir voru
miklu fleiri, og þeir voru oft lengi að
líða.
Jónas Sen
Slæmir stundarfjórðungar
TÓNLIST
Háskólabíó
Óperutónleikar
Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti þriðja
þáttinn úr Parsifal og atriði úr Tristan og
Isolde ásamt Karlakórnum Fóstbræðrum
og félögum úr Hljómeyki. Einsöngvar:
Kolbeinn Ketilsson, Kristinn Sigmunds-
son, Wolfgang Schöne og Ruth Marie Ni-
colay. Johannes Fritzsch stjórnaði.
Fimmtudagur 24. nóvember.
GUÐRÚN Jóhanna Ólafsdóttir og
Víkingur Heiðar Ólafsson kynna í
dag íslenska tónlist í beinni útsend-
ingu frá tónleikasalnum Bellas Ar-
tes í Ríkisútvarpi Spánar (Radio
Nacional de España) á rás þess fyr-
ir klassíska tónlist. Hefst útsend-
ingin kl. 10:55 að íslenskum tíma.
Unnt er að hlusta á tónleikana í
heild á Netinu, á slóðinni http://
www.rtve.es/rne/rc/index.htm.
Tónleikar Guðrúnar og Víkings
eru liður í sérstakri kynningu
spænska Ríkisútvarpsins á tónlist
frá Norðurlöndum. Efnisskrá
þeirra spannar vítt svið íslenskrar
tónlistar, íslensk þjóðlög, sönglög
eftir þekkt tónskáld og verk nú-
tímatónskálda. Meðal höfunda má
nefna Sigfús Einarsson, Sigvalda
Kaldalóns og Ólaf Ó. Axelsson.
Guðrún og Víkingur voru sam-
tíða í Tónlistarskólanum í Reykja-
vík og hafa flutt tónlist saman á
opinberum vettvangi frá árinu
1999.
Morgunblaðið/ÞÖK
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir
Morgunblaðið/Eyþór
Víkingur Heiðar Ólafsson
Guðrún Jóhanna og
Víkingur Heiðar með
tónleika í Madríd
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
LIBORIUS er ný verslun Jóns
Sæmundar Auðarsonar og Hrafn-
hildar Hólmgeirsdóttur. Þar hófst
ný tónleikaröð fyrir tveimur vikum,
og var það Daníel Ágúst sem þá
reið á vaðið. Í kvöld er það hins
vegar Sprengjuhöllin sem mun
troða upp.
Sprengjuhöllin hefur verið starf-
andi í núverandi mynd í u.þ.b. ár
og sífellt er að bætast við starf-
semina.
„Við vorum að setja nýtt lag í
spilun, en það kallast „Tímarnir
okkar“,“ segir Bergur Ebbi Bene-
diktsson, gítarleikari og söngvari.
„Ég veit ekki hvort það er hægt
að kalla svona lagað smáskífu, en
þetta er a.m.k. hliðstætt því sem
gerist erlendis.“ Samkvæmt þeim
rökum er um aðra smáskífu
Sprengjuhallarinnar að ræða, en
lagið „Can’t dance“ fór í spilun fyr-
ir nokkru síðan. „Tímarnir okkar“
glymur nú á X-inu og X-FM og er
einnig tekið að hljóma á Rás 2.
Lagið var tekið upp í hljóðveri á
einum vinnudegi, átta tímum, og
segir Bergur að þeir hafi ekki yf-
irgefið svæðið fyrr en þeir voru
komnir með disk í hendurnar sem
innihélt lagið.
„Við komum vel undirbúnir, viss-
um upp á hár hvað við vildum og
erum þvílíkt ánægðir með þetta.
Ég er hissa á því að þetta sé ekki
orðið vinsælasta lag landsins. En
það kemur, við erum mjög sig-
urvissir hvað lagið varðar.“
Sprengjuhöllin lék eins og margar
fleiri sveitir á Airwaves og segir
Bergur að hátíðin hafi verið góður
vettvangur til kynningar á sveit-
inni.
„Fólk er farið að biðja okkur um
að spila að fyrra bragði og við vor-
um t.d. beðnir um að koma þessu
lagi í spilunarhæft form. Svo eru
einhverjir blaðamenn farnir að
hafa samband við okkur í gegnum
netið.“
Eftir Liborius mun Sprengju-
höllin spila á X-mas tónleikum X-
ins og um svipað leyti spilar hún
með Benna Hemm Hemm í Stúd-
entakjallaranum. Og svo er það
breiðskífa eftir áramót …
Sprengjuhöllin
leikur í Liborius
Ljósmynd/Leó Stefánsson
Sprengjuhöllin „Ég er hissa á því að þetta sé ekki orðið vinsælasta lag
landsins,“ segir Bergur Ebbi um nýtt lag Sprengjuhallarinnar.
Tónleikarnir hefjast klukkan 18.00.
Liborius er til húsa í Mýrargötu,
gegnt Slippnum. „Tímarnir okkar“
og fleira með Sprengjuhöllinni má
nálgast á www.myspace.com/
sprengjuhollin.
SÖGUTÍMI Bölvunarinnar II er tveimur árum eftir
sögutíma fyrri myndarinnar. Kvikmyndin gerist í
tveimur löndum, þ.e. Bandaríkjunum og Kína, nánar
tiltekið Hong Kong. Hin yfirnáttúrulega bölvun hefur
lagst á Audrey, systur Karenar. Hún reynir hvað hún
getur að komast á snoðir um uppruna bölvunarinnar
og að losa sig við hana. En hvað hefur viðleitni henn-
ar í þessum efnum að gera með
fjölskyldurnar sem búsettar eru
í Chicago, ljósmyndablaðamann
frá Hong Kong og þrjár skóla-
stúlkur í alþjóðlega mennta-
skólanum í Tókíó? Bölvunin II
var frumsýnd í Sambíóunum í
gær.
Bölvunin II
Bölvunin Takako Fuji Kayako í
einu af hlutverkum myndarinnar.
Erlendir dómar
Entertainment Weekly: 58/100
Variety: 40/100
The New York Times: 40/100
Empire: 40/100
Allt skv. Metacritic