Morgunblaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ RagnheiðurJónsdóttir frá
Þrúðvangi í Vest-
mannaeyjum fædd-
ist í Selkirk í Kan-
ada 4. desember
1905. Hún lést á
Hraunbúðum, dval-
arheimili aldraðra í
Vestmannaeyjum, 9.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Jón
Jónsson frá Dölum,
Vestmannaeyjum, f.
15.7. 1869, d. 4.9.
1962, og Guðríður Bjarnadóttir
frá Svaðkoti í Vestmannaeyjum, f.
28.2. 1875, d. 3.9. 1950. Börn Jóns
og Guðríðar voru: Bjarni, f. 1896,
dó í frumbernsku, Jóna Jóhanna,
f. 10.7. 1899, d. 1906/07, Bjarney
Ragnheiður, sem hér er minnst,
Jóna Jóhanna, f. 29.12. 1907, d.
4.10. 2005, og Ólafur Gunnsteinn,
f. 12.12. 1911, d. 30.3. 1984. Jón og
Guðríður fluttu til Kanada
skömmu eftir aldamótin 1800–
1900, en komu aftur heim haustið
1907. Árið 1908 byggðu þau húsið
Brautarholt við Landagötu í Vest-
mannaeyjum, og var fjölskyldan
jafnan kennd við það hús.
Fyrri maður Ragnheiðar var
Arthur Aanes. Þau slitu sam-
vistum. Börn þeirra eru: A) Guð-
jón Emil, f. 24.7. 1930, d. 8.5. 1983,
eiginkona Una Þórðardóttir, f.
1926, d. 1996. Þeirra börn eru: 1)
Ragnar Jón, f. 1952, sambýliskona
Berglind Þórhallsdóttir, f. 1960.
Ragnar á tvær dætur og fimm
barnabörn. 2) Þóra, f. 1953, maki
á Bakka í Kelduhverfi 25.8. 1900,
d. 6.6. 1979. Börn þeirra eru: A)
Óli Haukur, f. 16.10. 1935, d. 22.1.
1937. B) Hólmfríður, f. 24.2. 1940,
maki Ragnar Jóhannesson, f.
1932. Þeirra börn eru: 1) Ragn-
heiður Anna, f. 1960, maki Einar
Þ. Waldorff, f. 1956, þau eiga eina
dóttur, að auki á Einar tvo syni. 2)
Linda Kristín, f. 1964, maki Ómar
Bragi Birkisson, f. 1961, þau eiga
þrjú börn. 3) Sigurður Ingi, f.
1965, eiginkona Guðfinna Evgenía
Sigurðardóttir, f. 1965, þau eiga
tvo syni. 4) Ragnar Þór, f. 1972,
eiginkona Stella Mjöll Aðalsteins-
dóttir, f. 1976, þau eiga einn son.
5) Sindri Freyr, f. 1981, ókvæntur
og barnlaus. C) Gerður Guðríður,
f. 27.12. 1944, maki Guðni Ólafs-
son f. 1943, d. 1999. Þeirra börn
eru: 1) Agnar, f. 1966, eiginkona
Svanhvít Yngvadóttir, f. 1967.
Agnar á þrjú börn og þrjú fóstur-
börn. 2) Sigurður Óli, f. 1968,
eiginkona Rannveig Þyrí, f. 1968,
þau eiga tvö börn. 3) Bjarki, f.
1972, sambýliskona Rakel Einars-
dóttir, f. 1977. Bjarki á einn son og
eina fósturdóttur. 4) Ragnheiður
Guðfinna, f. 1980, sambýlismaður
Tryggvi Þór Hafstein, f. 1975.
Ragnheiður á einn son.
Ragnheiður var einn af stofn-
endum Slysavarnafélagsins Ey-
kyndils, Kvenfélags Landakirkju,
Oddfellowstúkunnar nr. 3 Vil-
borgar og Félags eldri borgara í
Vestmannaeyjum. Mestan hluta
ævi sinnar sinnti hún húsmóður-
störfum, en vann einnig um nokk-
urra ára skeið við ræstingar í
Sparisjóði Vestmannaeyja og
Magnúsarbakaríi.
Ragnheiður verður jarðsungin
frá Landakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Sveinn Rúnar Val-
geirsson, f. 1955,
eignuðust fjóra syni,
barnabörnin eru sex.
3) Sigurður Víglund-
ur, f. 1956, eiginkona
Ásdís Haraldsdóttir,
f. 1956, þeirra börn
eru tvö og eitt barna-
barn. 4) Helga, f.
1958, maki Tryggvi
Sveinsson, f. 1956,
þau eiga tvo syni og
eitt barnabarn. 5)
Kristín, f. 1961, sam-
býlismaður Sigfús
Jóhannsson, f. 1964. Kristín á þrjú
börn og tvö barnabörn. 6) Sverrir
Guðjón, f. 1965, d. 1995, eiginkona
Magdalena Ásgeirsdóttir, f. 1966,
þau voru barnlaus. B) Stúlka,
fædd andvana 1931. C) Örn, f.
18.11. 1932. Fyrri kona Guðrún
María Halldórsdóttir, f. 1933, þau
slitu samvistir. Börn þeirra eru: 1)
Kristinn Jón, f. 1960, eiginkona
Ekaterina Ivanova, f. 1962. Krist-
inn á eina dóttur. 2) Margrét Mar-
ín, f. 1965, maki Einar Karlsson, f.
1968 og eiga þau tvær dætur.
Seinni kona Erla Guðjónsdóttir, f.
1932, þau slitu samvistum. Börn
þeirra: 1) Guðríður, f. 1970, maki
Hafliði Þórðarson, f. 1967. Guð-
ríður á þrjú börn. 2) Eiríkur Örn,
f. 1977, ókvæntur og barnlaus.
Örn ól einnig upp þrjú fósturbörn,
Halldór Guðmund Bjarnason, f.
1954, Theódóru Jónu Þórarins-
dóttur, f. 1953, og Guðjón Þór Þór-
arinsson, f. 1960.
Hinn 20. júlí 1935 giftist Ragn-
heiður Sigurði Ólasyni forstjóra, f.
Elskuleg móðir okkar, Ragnheið-
ur Jónsdóttir frá Þrúðvangi, er látin í
hárri elli. Fyrir tæpu ári síðan hélt
hún upp á 100 ára afmæli sitt með
stæl. Það var stór stund fyrir hana að
ná þessum tímamótum og mikið var
hún glöð að sjá flesta afkomendur
sína, aðra ættingja og vini, sem fjöl-
menntu og fögnuðu með henni.
Mamma fæddist í Selkirk í Kan-
ada hinn 4. desember 1905 en fluttist
til Vestmannaeyja með foreldrum
sínum tæplega tveggja ára gömul og
bjó í Eyjum alla tíð síðan.
Hún mamma var að mörgu leyti
merkileg kona og í raun og veru
langt á undan sinni samtíð. Hún varð
í raun og veru aldrei gömul í okkar
augum, var ung í anda, fylgdist vel
með og talaði oft um að ef hún væri
nú „sjötug stúlka“ þá væru henni all-
ir vegir færir.
Hún hafði svo sannarlega lifað
tímana tvenna og hafði frá mörgu að
segja frá liðinni tíð. Henni fannst
stórkostlegt hve tækninni fleygði
fram og var fljót að tileinka sér flest-
ar þær nýjungar sem buðust. Hún
hafði t. d. mikla ánægju af að horfa á
sjónvarp og vídeó og fannst stórkost-
legt að geta tekið upp efni úr sjón-
varpinu og geta síðan horft á það aft-
ur seinna, enda nýtti hún sér það
ótæpilega.
Hún var dugnaðarforkur og vann
öll sín verk af vandvirkni og sam-
viskusemi og það er óhætt að segja
að aldrei hafi henni fallið verk úr
hendi. Alveg fram undir það síðasta
var hún að vinna alls konar handa-
vinnu og útbjó hvert listaverkið af
öðru. Það eru ekki nema um fjögur
ár síðan hún þræddi nálarnar fyrir
„stelpurnar“ í föndrinu á Hraunbúð-
um, þá 97 ára gömul.
Hún starfaði mikið að alls kyns fé-
lagsmálum hér í bæ og var heiðurs-
félagi í nokkrum þessara félaga. Hún
hafði mjög gaman af að spila og fyrir
aðeins þremur árum vann hún fyrstu
verðlaun í Félagsvist á Hraunbúð-
um, ekki bara einu sinni, heldur fjór-
um sinnum sama veturinn.
Hún elskaði að ferðast og hafði
farið víða um heim, m.a. fór hún til
Kanada að skoða fæðingarbæ sinn.
Árið 1993, þá nærri 88 ára að aldri,
fór hún ásamt okkur systrunum og
þremur barnabörnum sínum í ferða-
lag til Englands, þar sem við fórum
m.a. til Grimsby og fengum að skoða
húsið þar sem hún starfaði sem
vinnukona þegar hún var um tvítugt.
Það fannst henni stórkostlegt.
Lífið var ekki alltaf dans á rósum
hjá henni, en lundin var létt og fleytti
henni yfir mörg boðaföllin. Það var
yfirleitt stutt í hláturinn og glað-
værðina hjá henni og oft slegið á
létta strengi, enda var hún vina-
mörg. Hún vildi öllum vel og þá sér-
staklega þeim er minna máttu sín, en
hún dró heldur ekki af að segja fólki
til syndanna ef henni mislíkaði.
Ung að árum lærði hún að spila á
píanó. Hafði hún mikla ánægju af
grípa í píanóið, eins og hún sagði og
gerði það allt þar til hún fór á Dval-
arheimili aldraðra í byrjun árs 2002,
jafnvel þó hendurnar væru orðnar
vinnulúnar og krepptar.
Elsku mamma. Við viljum þakka
þér fyrir allt sem þú gafst okkur og
allt það sem þú varst okkur með
þessum ljóðlínum:
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Guð geymi þig, elsku mamma.
Þínar dætur
Fríða (Hólmfríður) og
Gerður Guðríður
Sigurðardætur.
Týndu ekki buddunni! Hvað þessi
áminning fékk oft að fljóta með í
mínum uppvexti, en mér, krakkan-
um, varð það á að týna fínu frönsku
buddunni sem hún keypti í París á
sínum tíma, í stuttri sendiferð fyrir
hana, líklega á Skólaveginum á leið-
inni í bakaríið. Þetta varð venjulega
síðasta kveðjan áður en haldið var að
heiman, hvort heldur var út í búð eða
„upp á land“ en síðustu áratugi sem
okkar prívat spaug og hlógum við þá
og blikkuðum hvor aðra.
Amma var fædd í Kanada 4. des-
ember 1905 og ól mig upp að hætti
aldamótakynslóðarinnar þar sem
nýtnin var í fyrirrúmi – „öngu hent“
sem átt gæti eitthvert notagildi. Þess
vegna voru nokkur pör af ónýtum
gúmmíhönskum í vaskaskápnum því
þeir voru klipptir niður í teygjur, og
ein skúffan í eldhúsinu troðfull af
plastpokum og plastfilmum – sí-
þvegnum – því það mátti nota aftur
og aftur. Ljós hvergi látin loga að
óþörfu, né vatn látið renna. Ofnskúff-
an full af hertum brauðskorpum því
þær voru „snakk“ sjöunda áratugar-
ins, gjarna notið yfir nýfengnu sjón-
varpi. En allur var varinn góður með
sjónvarpið, þess vegna voru sett á
mig stór og mikil sólgleraugu við
sjónvarpsgláp og litfilma yfir sjón-
varpsskjáinn, bæði til varnar og til
„litar“ á svarthvítu efninu. Sjón-
varpsefnið Walter og Connie var
enskukennsla sjónvarpsins á fyrstu
árum þess og það nýtti amma sér
mér í hag, því kennslubók var keypt
og hún hlýddi mér yfir ásamt því að
rifja upp sína ensku, en hún kom til
Íslands tveggja ára, altalandi á
enska tungu. Eini óþarfinn sem ég
man eftir að hún leyfði sér var að
kaupa norsku vikublöðin, en jafnvel
þau fengu lengri lífdaga hjá ömmu,
því hún útbjó „júmbóblöð“ fyrir
krakkana með því að rífa út úr þeim
teiknimyndasögur og saumaði síðan
bunkann saman með þykkum græn-
um maskínupappír utanum sem
kápu. En þó hún sparaði við sjálfa sig
var hún mjög örlát við aðra.
Amma lifði tímana tvenna og jafn-
vel þrenna þau hundrað og eina ár
sem hún var hérna megin við tjaldið
eins og hún orðaði það sjálf. Tvær
heimsstyrjaldir, frostaveturinn
mikla 1918 sem hún sagði mér oft
frá, kreppunni og skömmtunarmið-
unum þar sem hún varð oft að fara á
fætur fyrir allar aldir og standa í
langri röð eftir mjólkurpotti eða öðr-
um brýnum nauðsynjum.
Þar við bættist flótti undan eldgosi
1973 með afa sem orðinn var veikur
af þeim grimma sjúkdómi Alzheim-
er. Eftir að hafa búið í Hafnarfirði og
Grindavík fluttu afi og amma aftur til
Vestmannaeyja 1975. Heilsu afa
hrakaði en amma stóð vaktina þar til
hann lést árið 1979. Eftir lát afa varð
tíminn rýmri hjá ömmu og hún hóf
að framleiða söluvörur, m.a. kleinur,
sokka og kókoskúlur og það er mér
oft umhugsunarefni hvað þessir aur-
ar gátu orðið að digrum sjóðum, en
fyrir kókoskúlusjóðinn fór hún m.a. í
nokkrar utanlandsferðir og skemmti
sér konunglega í þeim öllum því hún
hafði yndi af ferðalögum og betri
ferðafélaga er vart hægt að fá. Við
náðum að fara saman í nokkrar ferð-
ir til Lindu, systur minnar, sem var
búsett í Lúxemborg um langt skeið
og þá skemmtum við okkur alltaf
mjög vel. Amma var langflottust af
okkur, hún þurfti ekki að færa til
saumana eða laga föt eftir verslunar-
ferðir, hún bara passaði í sína stærð.
Eitt sinn þegar við vorum fáklæddar
í sólbaði sagði hún stundarhátt und-
an derhúfunni með kampavínsglasið
í seilingarfjarlægð: „Asskoti eruð þið
digrar stelpur,“ – þar fór það og við
drógum inn bumburnar og fórum í
bolina aftur. Samt held ég að Eng-
landsferð ömmu ásamt okkur systr-
um, mömmu, Gerði frænku og
Sindra bróður hafi staðið upp úr að
öðrum ferðum ólöstuðum, en þá tók-
um við leigubíl frá London til
Grimsby til að uppfylla drauminn
hennar um að líta aftur augum húsið
þar sem hún vann sem vinnukona um
tvítugt. Hún vísaði okkur veginn að
húsinu eins og hún hefði engu gleymt
á þeim 70 árum sem liðin voru og
jafnvel hliðið var eins, enn með áletr-
uninni Brandur. Okkur var boðið að
koma inn og glampinn í augunum
hennar óx þar sem hún gekk á milli
herbergja og rifjaði upp hvar einstök
húsgögn hefðu staðið, og hver sat
hvar. Við enduðum ferðina í York
þar sem hún fékk að renna sér í
gegnum víkingasafnið á vagni og
hefði viljað fara aftur og aftur. Það
var oft skálað í þessari ferð og gaf
hún okkur ekkert eftir í sérríinu,
rjóð í kinnum og skellihlæjandi. Bíl-
stjórinn varð auðvitað hennar besti
vinur og gaf henni að skilnaði mynd
af sér og leigubílnum. Þessi ferð varð
oft tilefni mikilla hlátraskalla og við
skemmtum okkur við þessar minn-
ingar síðustu stundirnar áður en hún
dó.
Amma var elst af þremur systk-
inum og fékk því ýmiss konar skyld-
ur umfram systkini sín. Má þar
nefna að daglega varð hún að skila
ákveðnu handavinnuverki, t.d. einum
ramma í hekluðu rúmteppi. Var hún
þá kölluð inn úr leik sjö ára gömul að
hekla sitt skylduverk. Ég fékk síðan
það verkefni að lappa upp á þetta
teppi fyrir nokkrum árum og varð þá
hugsað til hennar ömmu minnar sjö
ára að hekla það sem ég varð að
kljást við tímunum saman. Þetta
varð þó kveikja að mikilli handa-
vinnuástríðu því eftir hana liggja
margir listilega vel unnir munir og
má þar nefna gestadúk sem hún
saumaði öll nöfn út í staðinn fyrir
gestabók að ekki sé minnst á öll þau
kynstur fatnaðar sem hún hefur
saumað í gegnum áratugina á flesta
fjölskyldumeðlimi.
Snemma á níræðisaldri, hófst lík-
lega hennar blómaskeið í lífinu, en þá
fékk hún úthlutað íbúð í Kleifar-
hrauni í tengslum við dvalarheimilið
Hraunbúðir. Hún nýtti sér þó ekki
þá þjónustu á neinn hátt, heldur sá
um sig sjálf, eldaði ljúffenga rétti og
bauð í mat. Uppáhaldið okkar voru
fiskibollurnar hennar sem við hám-
uðum í okkur, svo og steiktu gell-
urnar, kafsteiktu kótiletturnar og
lúðubuffið. Hún var mjög vinsæl
heim að sækja og oft mjög gest-
kvæmt. Þá brá hún sér oftsinnis nið-
ur að Hraunbúðum að heimsækja
gamla fólkið eins og hún orðaði það
sjálf – sjálf manna elst.
Síðustu ár voru útsaumaðar jóla-
myndir, jóla- og áramótakort hennar
aðalviðfangsefni og leitaði hún víða
fanga í mynstri og blandaði saman
svo útkoman varð sérhönnuð jólaæv-
intýr, þá komu að góðum notum allir
spottar og endar sem safnað hafði
verið á síðustu áratugum.
Amma var mikill dýravinur og hélt
t.d. mús í geymsluskúr sem stóð við
húsið og fæddi hana á konfekti og
pylsum. Fuglarnir fengu sinn
skammt af hertum brauðskorpum
möluðum niður með sleggju og ljót-
asti köttur Eyjanna, eyrnalaus,
tannlaus og rófulaus fékk sína soðn-
ingu bak við hús. Hún hló nú alltaf
þegar ég sagði henni að fyrir þetta
væri hún búin að fá mörg prik á
himnum.
Það fór að halla undan fæti hjá
henni fyrir um fjórum árum, en þá
varð hún fyrir því óláni að detta illa
og eftir það varð hún að bregða búi
og gerast vistmaður á Hraunbúðum.
Hún var aldrei sátt við að fara svona
snemma á elliheimili, aðeins 97 ára
gömul, en gerði það besta úr því sem
komið var, skrapp til Reykjavíkur
keypti sér nýjar mublur í herbergið
sitt og hélt áfram að bjóða gestum
upp á konfekt og sérrí.
Hún átti aldeilis hauk í horni þar
sem mamma var því hún kom til
ömmu öll kvöld ársins tvær til þrjár
klst. í senn og hélt henni selskap og
skipti þá engu hvort væri þjóðhátíð
eða gamlárskvöld. Amma hélt þó
áfram að láta sig dreyma og sagði oft
að ef hún væri aðeins sjötug stúlka
myndi hún flytja til Reykjavíkur,
stofna fyrirtæki, vinna í tíu ár og
ferðast síðan fyrir ágóðann.
Nú er hún farin í langt ferðalag,
sem er kannski ekki eins langt og
okkur grunar, aðeins hinum megin
við tjöldin. Hún sagðist flytja inn til
mín þegar hún væri öll til að líta eftir
nöfnum sínum, þ.e. mér og dóttur
minni Bjarneyju, og ég held svei mér
að hún sé komin.
Ég kveð hana með miklu þakklæti
og virðingu fyrir öllum þeim gildum
sem hún gaf mér. Ég kveð hana með
söknuði yfir því sem var en gleði yfir
því sem verður.
Og ég lofa að týna ekki buddunni.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem)
Guð blessi minningu ömmu minn-
ar, sem var mér svo undurkær.
Ragnheiður Anna Georgsdóttir.
Ættmóðirin er hrokkin upp af
standinum, svo notuð séu hennar
eigin orð. Í mínum huga er amma ei-
líf. Eilífðin og hún eru eitt. Enda lifir
hún áfram í okkur afkomendunum.
Amma var til staðar frá upphafi til-
veru minnar, með blánku í hári og
bros á vör og margar minningar
tengjast henni. Hansarós í kristals-
kál. Iðna Lísa og Fljúgandi diskar.
Hin ógnvekjandi skör á Þrúðvangi,
gula eldhúsborðið með skúffunni og
kleinudeig. Knold og Tot. Gissur
Gullrass. Sérsaumuð Júmbóblöð.
Töludósirnar. Gimsteinar og ger-
semar. Rúsínubrauð. Kaffikvörnin.
Skammelið með hjartanu. Hjarta-
vöfflur. Innkaupanetin og trollið.
Fótstigna saumavélin sem orsakaði
vott af sjóveiki, þegar legið var á fót-
stiginu. Ævintýraheimur kjallarans.
Litla jólatréð og spilandi töfrakirkja.
Bíóferðir á sunnudögum í boði Óla
Ísfeld. Sound of Music. Áfram-
myndirnar. Hosiló. Tvistað í eldhús-
inu og fætinum lyft með tilþrifum.
Magarúll og söngur. Margnýttur
smjörpappír. Plastpokar með kleinu-
lykt. Borðtuskur sem héngu saman á
lyginni. Þrettándaboð. Heitt súkku-
laði. Kóngulóarkaka. Þorskkvarnir
lagðar undir í púkki. Jassó á milli
manna. Rommí. Smá svindl. Aldri og
minnisleysi borið við. Rjóðar kinnar,
bros á vör og glettni í augum. Amma
steðjaði, arkaði og spásseraði. Bein í
baki, upplitsdjörf, létt á fæti og kvik.
Hún var ekki hávær kona, enda var
Það ekki til siðs hjá hennar kynslóð
að láta mikið fyrir sér fara. Þó var
hún verulega fyndin og mörg tilsvör-
in óborganleg. „Þetta er ekkert sjó.“
„Ekki er það vatn.“ „Skál fyrir
Manga.“ „Mangi langi með......“
„Þetta er óttalegur galdragarmur.“
„Viltu ekki Bismarkinn, mann-
eskja?“ „Heldurðu að maður verði
svona gamall á að éta aldrei neitt út-
runnið?“ Öll þessi tilsvör lifa góðu
lífi, auk annarra sem ekki skulu tí-
unduð hér. Amma ferðalangur. Pils í
nælonsokkum. Blússurnar. Frúnni
fært í rúmið í Bexhill. Jól og áramót í
Lúxemborg. Rappteppið og slamm-
að í takt. Dónastaupin á Kínastaðn-
um – ég sé bara ekki neitt... Írsku
koníaksglösin. Tómatsósuflöskurn-
ar. Smyglarinn. Servíettuhringir.
Bílabænir. Körfur. Gestadúkur.
Skírnarkjóll. Jólakort. Eldspýtu-
stokkar. Dúkar. Púðar. Dúkar. Púð-
ar. Fatnaður. Bleiupokar. Óteljandi
dýrgripir. Amma var allt þetta og
svo miklu, miklu meira. Þó að árin
yrðu næstum 101varð andinn aldrei
gamall, lífsþorsti, gleði og hlátur
fylgdu henni lengst af. Undir það síð-
asta var hún búin að fá nóg og var
meira en tilbúin að kanna ókunna
stigu.
Elsku amma, hafðu það gott hin-
um megin, með bros á vör og blik í
auga. Sakna þín, en samgleðst um
leið. Takk fyrir samveruna.
Linda Kristín Ragnarsdóttir
og fjölskylda.
Elsku amma mín. Nú er víst
stundin runnin upp þar sem komið er
Ragnheiður Jónsdóttir