Morgunblaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. EINSTAKT VIÐSKIPTAAFREK Áttatíu milljarða króna hagnaðuraf sölu fjárfestingarfélagannaCVIL og Bivideon á eignarhlut þeirra í tékkneska fjarskiptafyrirtæk- inu Czeska Radiokomunikaze (CRa) er ævintýralegur. Björgólfur Thor Björgólfsson hefur enn á ný sýnt og sannað hversu mikill afreksmaður hann er á sviði viðskipta. Það eru ekki nema rúm tvö ár síðan Björgólfur Thor ásamt Landsbankan- um og Straumi-Burðarási fjárfesti í þessu fyrrum ríkisfyrirtæki í Tékk- landi, sem einkavætt var árið 2001. Markaðsvirði félagsins var um 37 milljarðar króna þegar það var af- skráð í Kauphöllinni í Prag í septem- ber 2004 og söluvirði félagsins nú var um 120 milljarðar króna. Í byrjun aprílmánaðar á þessu ári seldi FL Group hlutabréf félagsins í breska flugfélaginu easyJet og hagn- aðist um rúma 12 milljarða króna á þeirri sölu. Það var glæsilegur árang- ur hjá Hannesi Smárasyni, forstjóra félagsins, eins og fjallað var um í for- ystugrein Morgunblaðsins 6. apríl sl. Fyrir nokkrum árum hagnaðist Baug- ur um 8 milljarða króna á sölu hluta- bréfa félagsins í Arcadia. Það var sömuleiðis glæsilegur árangur hjá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs. Söluhagnaðurinn hjá Björgólfi Thor og viðskiptafélögum, af viðskiptunum í Tékklandi í fyrradag er fjórfaldur á við samanlagðan söluhagnað af ofan- greindum viðskiptum FL Group og Baugs. Því er það áreiðanlega ekki of- sagt að segja að hér sé um einstakt viðskiptaafrek að ræða í íslenskri við- skiptasögu. Það þarf enginn að fara í grafgötur með það, að gríðarleg vinna, sérfræði- leg þekking og rannsóknir eru að baki viðskiptalegum árangri sem þessum. Viðskipti á hlutabréfamarkaði eru áhættusöm, ekki síst í Austur-Evrópu, þar sem mikil uppbygging hefur átt sér stað frá hruni kommúnismans og er hvergi nærri lokið. En þar er líka gróðavonin oft meiri en í hinum svo- nefndu þróaðri markaðslöndum. Til þess að velja vænlega fjárfestingar- kosti, þ.e. fyrirtæki sem eru á lágu verði, en virðast hafa alla burði til þess að vaxa og dafna og auka þar með verðgildi sitt, þarf þekkingu, sem aug- ljóslega var til staðar í þessum við- skiptum. Björgólfur Thor lýsti því sjálfur í viðtali við Morgunblaðið í ágúst 2004 að kveikjuna að fjárfestingum hans og viðskiptafélaga í CRa mætti rekja til áralangs samstarfs hans við Deutsche Bank, m.a. í Búlgaríu og Rússlandi, en Deutsche Bank átti áður eignarhlut- inn í CRa. Við þetta tækifæri sagði Björgólfur Thor að miklir hagræðing- armöguleikar væru fyrir hendi og CRa hefði tækifæri til að vera í for- ystuhlutverki í þeim efnum vegna fjárhagslegs styrks. Þannig yrði hægt að ná fram betri framlegð og kostn- aðarhagræðingu. Miðað við söluna, sem frágengin var í fyrradag, virðist sem þau tækifæri hafi verið nýtt vel og til hins ýtrasta. BEINN ÁVINNINGUR – BEIN ÁHRIF? Varaformenn allra stjórnmála-flokkanna nema Vinstri-grænna taka í Morgunblaðinu í gær vel í þá hugmynd Víglundar Þorsteinssonar að stofna sjóð í eigu allra Íslendinga um sameiginlegar auðlindir lands- manna. Hugmynd Víglundar, sem hann setti fram á fundi Samtaka iðn- aðarins fyrr í vikunni, gengur út á að leggja inn í sjóðinn allar sameiginleg- ar náttúruauðlindir þjóðarinnar, t.d. fiskveiði-, vatns- og jarðhitaréttindi og Landsvirkjun að auki. Víglundur gerir ráð fyrir að hlut- hafar í sjóðnum yrðu allir íslenzkir ríkisborgarar, búsettir á Íslandi. Hlutabréfin myndu ekki erfast og ekki yrði hægt að eiga með þau við- skipti. Hann leggur sömuleiðis til að sjóðurinn ljúki þeim virkjunum, sem Landsvirkjun áformar nú í Þjórsá, en hafi síðan það hlutverk að leigja út virkjunarrétt til annarra og stuðla að heilbrigðri samkeppni á orkumark- aði. Víglundur vill að lögbundið verði að sjóðurinn greiddi 30–35% af hagn- aði sínum eftir skatt. „Meginávinn- ingurinn ef vel tekst til yrði að færa þessi mál nær þjóðinni sjálfri og heim í hérað um leið og hún yrði beint tengd auðlindarentunni í framtíðinni í gegnum árlegan arð,“ sagði Víg- lundur. Það er eðlilegt að stjórnmálamenn taki þessum hugmyndum vel. Þær eru í samræmi við þá skoðun, sem á undanförnum árum hefur orðið við- tekin, að greiða skuli fyrir afnot af sameiginlegum auðlindum þjóðarinn- ar. Og það er ekki óeðlilegt að arð- urinn af þeim auðlindum renni að ein- hverju leyti beint til einstaklinganna, í stað þess að stjórnmálamenn ráð- stafi honum. Hins vegar verður að horfa á þessa hugmynd líka í samhengi við aðra skoðun, sem er að verða viðtekin, þ.e. þá að almenningur eigi rétt á að hafa með beinum hætti áhrif á mikilvæg mál, sem varða þjóðina miklu. Ef allir Íslendingar eiga að fá hlutabréf í auð- lindunum og hafa af þeim beinan ávinning, er þá ekki líka rétt að þeir hafi bein áhrif á það hvernig þær eru notaðar, í atkvæðagreiðslum sem væru þá eins konar hluthafafundur í slíku félagi? Fyrir Víglundi Þorsteinssyni vakir augljóslega að skapa aukna sátt um orkuvinnslu með því að þjóðin fái af henni beinan arð. En hér þarf líka að hafa í huga að sameiginlegar auðlind- ir þjóðarinnar hafa verið fremur þröngt skilgreindar. Af landi í sam- eign þjóðarinnar má hafa arð í formi sölu vatnsréttinda og jarðhitarétt- inda. En það má líka græða á ósnortnu landslagi, sem nýtist til að byggja upp ferðaþjónustu. Það er bara annars konar nýting og spurn- ing, hvort ekki þarf að fara að skil- greina hvernig er greitt fyrir slíka nýtingu. Hugmyndir Víglundar Þorsteins- sonar verða vonandi til að ýta undir að bæði almenningur og stjórnmála- menn ræði þessi mál og horfi á þau frá nýjum sjónarhornum. Eina menningarmiðstöðinsem Íslendingar eigaerlendis er Jónshús íKaupmannahöfn; hús Jóns Sigurðssonar. Allt of fáir gera sér ljóst hvaða starfsemi fer fram í þessu húsi; undirrituðum er til efs að mörg félagsheimili standi jafnvel undir nafni og þetta félagaheimili þar sem fjöldi félaga og klúbba á reglulegan samastað. Forseti Alþingis ræður för Jónshús er í eigu Alþingis Ís- lendinga. Alþingi hefur staðið myndarlega að því að halda þess- ari eign þjóðarinnar við til þess að hún svari kröfum tímans innan þess verndarramma sem sagan setur húsinu. Það er forseti Al- þingis sem ræður för í venjulegri samvinnu við forsætisnefnd. Stjórn hússins, sem hefur nú um langt skeið verið undir farsælli forystu Karls M. Kristjánssonar, er skipuð undirrituðum og Sig- rúnu Gísladóttur fyrrv. skóla- stjóra auk formannsins. Auk hússins rekur alþingi í tengslum við húsið fræðimanns- íbúð í grenndinni. Þar er jafnan fullskipað allan ársins hring og umsækjendalistinn langur. Stjórn hússins kemur ekki lengur ná- lægt því að ákveða hverjir sitja í fræði- mannsíbúð; það gerir sérstök nefnd þar til hæfra einstaklinga sem forsætisnefnd ákveður. Fjöldi félaga á hér fastan samastað Stjórn hússins heldur tvo fundi á ári og eftir fundi sína heldur hún samstarfsfundi með föstum notendum hússins. 9. nóvember sl. var haldinn slíkur fundur þar sem fulltrúar þeirra félaga sem koma við sögu gerðu grein fyrir starfsemi sinni. Það voru þessi félög:  Íslendingafélagið sem einkum beitir sér fyrir þorrablótum og hátíðahaldi 17. júní.  AA-deildir sem eru fimm tals- ins og kemur einhver þeirra daglega til fundar á neðstu hæð húss anon hel einnig re samkomu Jónshúsi  Bókmenn félagið T efnir til b menntak í húsinu.  Dansk – samfund fundi í h nýjan lei og það g áður.  Í Jónshúsi er starfrækt safn með íslenskum bók því veitir Kristín Oddsd forstöðu.  Yfir veturinn er einu si mánuði efnt til svokalla konukvölda í Jónshúsi.  Sunnudagaskóli er hald sunnudögum yfir vetur  Íslenskuskólinn er star í vetur. Þar eru nú 38 b aldrinum 6 til 16 ára. Þ einn mikilvægasti þáttu starfsins og eru þeir se kannski lesa þessar lín hvattir til að láta íslens Þakkað fyrir félagaheim menningarhús Jóns Sigu Eftir Svavar Gestsson Svavar Gestsson Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Ísland hefur þegar tekið stór skref í Evrópu-samruna og kjósi landsmenn að gerast aðilarað Evrópusambandinu (ESB) myndi slíktskref hafa minni áhrif á daglegt líf í landinu en það stökk sem tekið var við aðild að Evrópska efna- hagssvæðinu (EES). Þetta er mat Valgerðar Sverrisdóttur utanríkis- ráðherra og kom fram í máli hennar þegar hún setti ráðstefnu um nýja stöðu Íslands í utanríkismálum og tengsl við önnur Evrópulönd, í Þjóðminjasafni Íslands í gær. „Ég tel að það sé afar mikilvægt að við áttum okk- ur á því að Ísland hefur tekið stór skref í Evrópu- samrunanum, skref sem hafa haft mikil og marg- vísleg áhrif á íslenskt samfélag. Kjósi Ísland í framtíðinni að gerast aðili að Evrópusambandinu tel ég að slíkt skref – án þess að gera lítið úr því – hafi minni áhrif á daglegt líf Íslendinga en stökkið sem tekið var við aðildina að EES, jafnvel þótt að hin lögformlega breyting yrði vafalaust meiri,“ sagði Valgerður. „Við megum til að mynda ekki láta heimatilbúna aðildarskilmála ráða ferðinni. Við værum enn Kaupmannahöfn að ræða um sambandsslit ef v hefðum nálgast hlutina á þann hátt. Minnimátta kennd er ekki stíll okkar Íslendinga,“ sagði hún. Íslendingar eiga að taka virkari þátt í Evróp samvinnu og hafa meira um örlög sín að segja, sag Valgerður. Íslendingar hafi margt fram að færa o Evrópa geti lært af þeim á ýmsum sviðum. T.d. ha verið byggt upp eitt sterkasta lífeyrissjóðakerfi á unnar á örfáum áratugum, hér sé vel gengið um au lindir og nytjastofna hafsins og hér séu umhver ismál til fyrirmyndar. Jákvæð áhrif EES augljós „Við eigum að koma íslenska módelinu á framfæ og hafa þannig áhrif á mótun álfunnar sem við búu í,“ sagði Valgerður. „Hvort sem við gerum það inna eða utan Evrópusambandsins verður að koma í lj en ákvörðun um aðild tökum við að sjálfsögðu á ok ar forsendum þegar og ef við kjósum.“ Valgerður sagði óþarfa að fjölyrða um jákvæ áhrif EES-samningsins á íslenskt samfélag og a hafnalíf. Hafa verði hugfast að hægt hafi verið glutra niður tækifærum sem samningurinn ha veitt. Útkoman hefði eflaust orðið önnur ef ek hefði komið til stefnufesta ríkisstjórnarinnar í rí Skref en ekki stök Ísland í Evrópusa Áhrif „Við eigum að koma íslenska módelinu á framfæri og hafa þannig áhrif á mótun álfunnar sem við innan eða utan Evrópusambandsins verður að koma í ljós en ákvörðun um aðild tökum við að sjálfsögðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.