Morgunblaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 51 ✝ Jón Björnssonfæddist á Siglu- nesi 15. ágúst 1922. Hann lést á heimili sínu við Laugarveg 28 á Siglufirði 18. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Björn Jóns- son, f. 8. nóvember 1885, d. 7. septem- ber 1949, og Sig- rún Ásgrímsdóttir, f. 27. júní 1893, d. 17. febrúar 1973. Systkini Jóns eru: Ásgeir, f. 11. nóvember 1917, d. 4. desember 1995; Guðný, f. 8. maí 1919, d. 30. nóvember 1995; Anna, f. 17. febrúar 1921; Einar Sigurður, f. 29. september 1932. Jón kvæntist 30. október 1954 Ingeborg Svensson, f. 6. desem- ber 1934. Börn þeirra eru Björn Jónsson, f. 3. júní 1955, maki Helena Dýrfjörð, f. 20. júlí 1960; og Anna Marie Jónsdóttir, f. 23. febrúar 1957, maki Steingrímur J. Garðarsson, f. 30. desember en fluttust síðan á Laugarveg 28, sem þau byggðu sjálf. Á fyrri hluta starfsævinnar starfaði Jón við ýmis landbún- aðar- og smíðastörf, ásamt því að hann aðstoðaði hernámsliðið á Siglunesi við lendingar og framsetningu báta. Jón réð sig til vinnu árið 1954 hjá Þórarni Vilbergssyni, sem stofnaði síðar Byggingarfélagið Berg ásamt Birgi Guðlaugssyni. Jón tók sveinspróf í húsasmíði árið 1965 og hjá Byggingarfélaginu Berg vann hann lengst af í slippnum við bátasmíði og bátaviðgerðir. Jón vann hjá Byggingarfélaginu Berg til 67 ára aldurs en hugur hans leitaði alltaf á sjóinn. Eftir að hann hætti hjá Byggingarfélaginu Berg reri hann til sjós allt fram yfir átt- rætt á bát sínum, Ingeborg SI- 60. Bátinn smíðaði hann ásamt Birni syni sínum árið 1985. Jón smíðaði sinn fyrsta bát 15 ára gamall og var bátaeigandi alla tíð síðan þá. Jón var ásamt Inge- borg, konu sinni heiðraður á sjómannadaginn á Siglufirði árið 2000. Jón verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. 1944. Börn Björns og Helenu eru: 1) Erla, f. 11. nóv- ember 1982, sam- býlismaður Gauti Þór Grétarsson, f. 8. janúar 1973, barn þeirra er: Aníta Ruth, f. 23. maí 2006, fyrir átti Gauti Þór tvær dæt- ur Thelmu Líf, f. 23. maí 1998, og Tinnu Sól, f. 7. desember 1999. 2) Jón Ingi, f. 10. maí 1985. 3) Rakel Ósk, f. 18. apríl 1989. Börn Önnu Marie og Steingríms eru: 1) Jón Garðar, f. 14. ágúst 1979, sambýliskona Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir, f. 26. maí 1980. 2) Árni Teitur, f. 3. janúar 1983, sambýliskona Anna Rósa Halldórsdóttir, f. 23. febrúar 1985. Jón ólst upp á Siglunesi en fluttist ungur að aldri til Siglu- fjarðar. Jón kynntist eiginkonu sinni Ingeborg árið 1953, þau bjuggu í fyrstu á Laugarvegi 30 Þegar við heyrðum að afi okkar Jón Björnsson hefði fallið frá var okkur brugðið. Það er margt sem fer gegnum hugann og margs er að minnast. Sterkustu minningar okkar um afa eru tengdar bílskúrnum hans, sjónum eða Siglunesi. Ef ákveðið var að fara út á Siglunes klukkan átta um morgun var hringt korteri fyrr til að láta vita að nú væri sjó- veður ágætt og spurt hver væri ástæða þess að við værum ekki komin. Þegar komið var á Siglunes- ið var spennan fokin út í veður og vind. Á Siglunesi var hans griða- staður og honum leið alltaf vel þar. Þar var margt hægt að gera, meðal annars veiða, ganga fjörur í leit að ýmsum fjársjóðum, smíða og hlusta á sögur. Hann afi okkar var mjög ákveð- inn maður. Ungur að aldri krækti hann í stórlúðu mikla en vildi þó enga hjálp frá föður sínum við að koma henni um borð í bátinn. Stuttu eftir að afi hætti á sjónum krækti hann í enn eina stórlúðuna og ekki gafst hann upp frekar en endranær. Í fyrstu gerðum við okk- ur ekki fyllilega grein fyrir hvað hér var að baki, en í dag sjáum við hversu stoltur, duglegur og ákveð- inn hann afi okkar var. Hin seinni árin var afi oftast í bíl- skúrnum við smíði á ryðfríum skó- járnum, sem hann beygði með hamri, slípaði og pússaði. Skójárnin byrjaði hann að smíða, þegar hann tók eftir bognum skójárnum sem gestir Heilbrigðisstofnunar Siglu- fjarðar gátu notað. Fyrsta skójárn- ið fór á spítalann og eftir það fóru skóhornin víða, enda miklir kosta- gripir. Í minningunni er hann afi okkar alltaf hress og kátur. Þegar hann kom í heimsókn hóaði hann alltaf til okkur til að láta vita af sér. Sú kveðja vakti alltaf gleði hjá okkur enda hafði hann afi okkar afskap- lega góða nærveru. Það er okkur þó mikil huggun að þú hafir fengið að fara yfir í annan heim, sofandi við hlið konunnar sem þú elskar, í húsinu sem þú byggðir með þínum eigin höndum og eins hress andlegrar heilsu og þú varst. Áræði þitt og þitt góða gildismat eru okkur gott veganesti inn í fram- tíðina. Við munum reyna að gera þig ennþá stoltari af okkur en þú varst í lifanda lífi. Blessuð sé minn- ing þín, elsku afi. Þínir dóttursynir Jón Garðar og Árni Teitur. Lífsbók Jóns Björnssonar var lokað hinn 18. nóv. sl. á heimili hans að Laugarvegi 28, á 85. aldursári. Ég vildi minnast hans í nokkrum orðum að leiðarlokum. Fyrstu kynni okkar urðu árið 1951 en þá fluttist ég aðLaugarvegi 30 en það hús byggðu þau systkinin Anna Ás- geir og Jón árið 1948. Í þessu húsi bjuggum við Jón og systkini hans í nokkur ár, eða þar til að Jón kvænt- ist og byggði þá Laugarveg 28 og hefur búið þar öll sín búskaparár ásamt konu sinni Ingiborgu Sveins- son. Þau hjón eignuðust tvö börn, dreng og stúlku, sem bæði eru bú- sett hér í bæ ásamt fjölskyldum þeirra. Jón var völundur í höndunum við allt sem laut að trésmíði, enda vann Jón lengst af við smíðar, mörg ár í hjá Berg hf., þar af nokkur ár í slippnum sem Berg hf. rak. Hann smíðaði trillu sem þau hjón reru á til fiskjar í nokkur sumur en síðar tók Björn sonur Jóns við og gerðu þeir út á grásleppu en síðustu ver- tíð var Jón ekki með en hafði vak- andi auga með öllu gagnvart út- gerðinni. Jón var næstyngstur fimm systk- ina og eru nú tvö á lífi, Anna og Einar, hin systkini hans, Ásgeir og Guðný, létust með fjögurra daga millibili árið 1995. Öll voru þau systkini fædd á Siglunesi og alin þar upp til fullorðinsára. Börn okk- ar Önnu voru nokkuð jafnaldra og var góð vinátta á milli heimilana. Jón var prúðmenni í framgöngu, en gat verið hrókur alls fagnaðar þegar það átti við. Ekki ætlaði ég að halda neina lofræðu um hinn látna heldur festa á blað nokkur þakkarorð að leiðarlokum. Okkar vinátta hélst allt til síðustu stundar. Eitt sumar var Jón í sumarlögregl- unni hér í bæ. Jón átti kindur fyrstu árin sín eftir að hann flutti í bæinn og vildi ég kveðja hann með eftirmælum sem Þórarinn Hjálm- arsson gerði eftir einn af okkar fé- lögum sem átti kindur: Ég þakka okkar löng og liðin kynni, sem lifa, þó maðurinn sé dáinn. Og ég mun alltaf bera mér í minni, þá mynd sem nú er liðin út í bláinn. Und lífsins oki lengur enginn stynur, sem leystur er frá sinnar æviþrautum. Svo bið ég Guð að vera hjá þér, vinur, og vermda þig á nýjum ævibrautum. (Þ. H.) Að lokum sendi ég eiginkonu hins látna bestu samúðarkveðjur, hún getur ornað sér við að hún á fagrar minningar um góðan eiginmann og heimilisföður, einnig eru börnum hans Birni og Önnu Maríe og fjöl- skyldum þeirra færðar einlægar samúðarkveðjur. Vertu svo falinn þeim Guði sem gaf þér lífið á morgni lífsins. Ég veit að það bíða vinir í varpa þegar þú ert kominn yfir móðuna miklu. Hvíl í friðarfaðmi, góði vin. Ólafur Jóhannsson. Elsku afi. Nú þegar þú ert dáinn grætur hjarta mitt. Ég veit að þú hefðir ekki viljað hafa þessa stund öðruvísi, en ég var ekki tilbúin. Ég átti eftir að segja þér svo margt, mig langaði að kveðja þig. Þú varst yndislegur maður og mér þykir svo vænt um þig. Það var ávallt gott að koma í heimsókn til ykkar ömmu á Laugaveginn. Við fengum alltaf knús, svo sagðir þú okkur frá deginum á sjónum, veðr- inu, aflanum og prakkarastrikum þínum frá því í gamla daga. Svo bauðstu okkur brjóstsykurmola eða ís í miðri sögu. Ég skildi nú ekki alltaf öll orðin í sambandi við sjó- mennskuna en ég hlustaði af fullri athygli, því þú sagðir frá af slíkum ákafa. Það var stutt í stríðnispúk- ann í þér og þú varst alltaf að stríða ömmu, það var svo sætt. Svo þegar litli sólargeislinn, hún Aníta Ruth, kom í heimsókn til ykk- ar þá tókstu hana í fangið. Mér fannst líkt og þú yngdist upp um 30 ár, gleymdir slappleikanum og veikindunum, þið skilduð hvort annað. Ég man þegar þú sagðir við hana að þið yrðuð góðir vinir er hún yrði stór, og ég skal sjá til þess að hún verði alltaf litli sólargeislinn hans langafa. Elsku afi þú varst lifandi ímynd dugnaðar. Þú hafðir alltaf að ein- hverju að huga, það var sama hvað árin liðu, maður vissi að þig var oft að finna í bílskúrnum að brasa eitt- hvað. Sjómennskan fyllti þig orku og ég sá að þú þráðir það heitt að komast á sjó, en heilsan leyfði það ekki. Þú lést það samt ekki stoppa þig, fylgdist alltaf með veðrinu, bát- unum og aflanum. Hefði það ekki verið fyrir þig hefði ég aldrei kynnst sjómennskunni og öllu því sem henni fylgir. Ég er þakklát fyrir að hafa átt þig að elsku afi og við kveðjum þig með miklum söknuði. Þú verður ávallt í hugum okkar. Hvíl í friði. Þín sonardóttir Erla og fjölskylda. Afi, elsku afi, munum við augun þín, í þeim lásum við alla elskuna til okkar. Afi, elsku afi, munum við þína hönd, bar hún okkur og benti björt á dýrðarlönd. Afi, elsku afi, munum við brosið þitt, gengu hlýir geislar gegnum hjarta okkar. Afi, elsku afi, okkur í huga skín bjarmi þinna bæna, blessuð versin þín. Afi, elsku afi, munum við lengst og best hjarta blíða, heita- hjarta, er söknum við mest. Elsku afi, þín er sárt saknað. Hvíl í friði. Jón Ingi og Rakel Ósk. Jón Björnsson ✝ Sigurður Stef-ánsson fæddist á Hallgilsstöðum í Fnjóskadal 6. ágúst 1928. Hann lést 19. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Stefán Tryggvason frá Arndísarstöðum í Bárðardal, f. 18. júní 1891, d. 31. október 1971 og Hólmfríður Sigurð- ardóttir frá Ysta- felli í Köldukinn, f. 12. maí 1896, d. 25. febrúar 1990. Systkini Sigurðar eru Áslaug, f. 13. maí 1922, Ásdís, f. 28. ágúst 1923, Hermann Helgi, f. 2. júlí 1926, d. 27. mars 1955, Krist- björg, f. 22. janúar 1932, d. 8. nóv- ember 1992, Elín, f. 16. ágúst 1935 og Tryggvi, f. 30. desember 1936. Sigurður kvæntist hinn 31. des- ember 1960 Unni Sigurðardóttur frá Fornhólum, f. á Fornastöðum 18. maí 1933, d. 1. nóvember 1989, dóttur Sigurðar Jónssonar, f. 16. júní 1894, d. 7. október 1956 og Laufeyjar Kristjánsdóttur, f. 6. maí 1895, d. 14. janúar 1974. Sigurður og Unnur eignuðust sjö börn. Þau eru: 1) Árni Sveinn, f. 21. mars 1960, kvæntur Margréti Kristínu Jónsdóttur frá Húsavík, f. 7. maí 1960, börn þeirra eru Gunnar, f. 19. ágúst 1995 og Unnur, f. 29. októ- ber 1998; 2) Jón Ingi, f. 17. júlí 1962; 3) Hólmfríður, f. 10. desember 1963, gift Ingvari Árna Olsen frá Akureyri, f. 28. febrúar 1965, dætur þeirra eru Unnur, f. 31. október 2002 og Árný, f. 31. október 2002, dóttir Ingvars er Lena Rut, f. 23. ágúst 1983; 4) Sig- rún, f. 24. apríl 1966; 5) Stefán, f. 13. júlí 1967; 6) Ásgeir, f. 25. jan- úar 1969 og 7) Laufey, f. 25. jan- úar 1969. Sigurður ólst upp á Hallgils- stöðum og vann við ýmis störf innan sveitar og utan, meðal ann- ars hjá Skógrækt ríkisins í Vagla- skógi, þar til Sigurður og Unnur tóku við búi á Fornhólum 1958. Eftir að Unnur lést 1989 hélt Sig- urður þar áfram búskap ásamt börnum sínum. Útför Sigurðar verður gerð frá Hálskirkju í Fnjóskadal og hefst athöfnin klukkan 14. Tign er yfir tindum og ró. Angandi vindum yfir skóg andar svo hljótt. Söngfugl í birkinu blundar. Sjá, innan stundar sefur þú rótt. (J. W. Goethe, þýð. Helgi Hálfdanarson) Dagur var að kvöldi kominn er tengdafaðir minn Sigurður Stefáns- son frá Fornhólum kvaddi þennan heim. Yfir sveitinni hvíldi kyrrð og ró og náttúran sem hann unni svo mjög skartaði sínu fegursta. Þann- ig eru einnig minningarnar sem ég á um Sigurð. Frá honum stafaði ætíð mikilli rósemi og hlýju, þótt ekki bæri hann mjög tilfinningar sínar á torg. Traustari og vænni tengdaföður er vart hægt að hugsa sér og var mér frá fyrstu tíð vel tekið á þessu heimili. Barnabörnin bundust honum sterkum böndum enda afi óspar á að leiða þau um og leyfa þeim að taka þátt í hinu dag- lega amstri sveitalífsins. Sigurður Stefánsson fæddist á Hallgilsstöðum í Fnjóskadal 1928 og ólst þar upp í allstórum systk- inahópi. Hann gekk að eiga Unni Sigurðardóttur frá Fornastöðum og æxluðust mál þannig að þau tóku við nýbýlinu Fornhólum við erfiðar aðstæður og gerðist Sigurð- ur bóndi þar, þótt hugur hans hafi sennilega stefnt annað á yngri ár- um. Brátt fjölgaði hjá ungu hjón- unum og eignuðust þau sjö börn sem öll hafa staðið eins og klettur við hlið föður síns eftir að hann missti konu sína 1989 eftir erfið veikindi. Samheldni og vinátta þessara systkina voru Sigurði mik- ils virði og taldi hann sig afar lán- saman mann. Það var löngum setið þétt við eld- húsborðið á Fornhólum, skoðanir viðraðar og gert að gamni sínu. Ógleymanlegar eru stundirnar þeg- ar farið var yfir skemmtiatriði síð- asta þorrablóts með tilheyrandi leikatriðum og ekki voru síðri fjör- ugar umræður um íslenskt mál enda heimilisfaðirinn vel lesinn og glöggur á því sviði. Sigurður fylgd- ist vel með allri stjórnmálaumræðu, jafnt innan sveitar sem utan og var hann ötull í starfi sínu sem sveit- arstjórnarmaður. Einnig tók hann um árabil þátt í söngstarfi sveit- arinnar enda með afar djúpan og eftirminnilegan bassa. Því fór fjarri að Sigurði stæði á sama hvernig vísa væri kveðin eða lag flutt en væri það vel gert, naut hann þess í hvívetna. Sigurður var hagleiksmaður á tré og vélar og hafði yndi af hvers kyns smíðastörfum. Þá iðju kunni hann að nýta sér þegar aldurinn færðist yfir og eyddi hann þá löngum stundum á verkstæði sínu í gamla húsinu á Fornastöðum. Hann var ætíð heilsuhraustur, fór til gegn- inga á hverjum degi og sinnti öllum þeim störfum sem fyrir lágu, svo var einnig daginn sem hann kvaddi. Ég og barnabörnin hans, Gunnar og Unnur þökkum honum sam- fylgdina og ljúfar minningar. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Margrét K. Jónsdóttir. Sigurður Stefánsson Við Anna kynnt- umst fyrir meira en 50 árum og urðu kynni okkar góð. Anna var góð og þægileg vinkona sem lét sér annt um samferðafólk sitt. Varð úr sterkur vinskapur milli okkar Anna Sumarliðadóttir ✝ Anna MargrétGuðrún Sumar- liðadóttir fæddist á Meiðastöðum í Garði 25. ágúst 1917. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 22. september síðastlið- inn og var jarð- sungin frá Útskála- kirkju í 30. septem- ber. Valla og þeim hjónum. Vinskapur og vænt- umþykja sem heldur áfram til barna okkar. Vil ég með þessum fáu orðum þakka Önnu samfylgdina í gegnum árin. Ég sendi fjöl- skyldunni mínar inni- legustu samúðar- kveðjur. Mýktu sjúka og sára und svo ég ylinn finni. Gef þú mér nú góðan blund Guð af miskunn þinni. (I. S.) Með þökk og virðingu frá mér og börnum mínum, Ragna Benediktsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.