Morgunblaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ SUÐURNES Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Njarðvík | „Auðvitað hef ég misst af ýmsu vegna tímans sem fer í sundið, en ég hef fengið svo margt annað í staðinn og finnst ég ekki hafa farið á mis við neitt. Það má kannski segja að ég sé í öðrum takti og á allt annarri línu en jafnaldrar mínir,“ sagði Erla Dögg Haralds- dóttir, sundkona úr Njarðvík, sem síðastliðna helgi setti sitt fyrsta Íslandsmet í fullorð- insflokki. Á Íslandsmeistaramótinu í sundi sem haldið var í nýrri Laugardagslaug sló hún fimm ára gamalt met Láru Hrundar Bjarg- ardóttur með því að synda 200 metra fjórsund kvenna á tímanum 2:16,94. Erla Dögg sagðist í samtali við blaðamann hafa átt þetta inni og hafi sett stefnuna á metið. Erla Dögg er einn af þessum glæsilegu af- reksmönnum sem er góður fulltrúi bæði ungs fólks og íþróttamanna. Þegar flestir heltast úr lestinni eftir að þeir byrja í framhaldsskóla heldur hún ótrauð áfram og sinnir báðu vel. „Ég vil standa mig vel í náminu og þess vegna hef ég tekið þá ákvörðun í samráði við Stein- þór Gunnarsson þjálfara minn að taka ekki þátt í Evrópumótinu í Helsinki um miðjan des- ember. Ég er í prófum á þessum tíma og er meðal annars í stúdentsáfanga bæði í íslensku og stærðfræði og þó að Íþróttaakademínan geri mér kleift að hliðra prófunum til yrði þetta alltof mikið álag. Ég á alltaf á hættu að veikjast þegar ég er undir miklu álagi og þess vegna reyni ég að komast hjá því. Í staðinn ætla ég að einbeita mér að næsta móti sem er í janúar,“ sagði Erla Dögg og er hér að vísa í ár- angur helgarinnar þar sem hún tryggði sér þátttökurétt á Evrópumótinu. Erla Dögg sagði jafnframt að tveir aðrir sundmenn, sem einnig tryggðu sér þátttökurétt, ætluðu ekki að fara vegna prófanna í desember. Íþróttaakademían breytir miklu Erla Dögg er á góðri siglingu í sundinu og hún ætlar sér meiri hluti í íþróttinni. „Núna hef ég sett stefnuna á Ólympíuleikana sem haldnir verða 2008. Þá verð ég tvítug og von- andi að klára stúdentsprófið líka,“ sagði Erla Dögg og bætti við að hún tæki stúdentsprófið á venjulegum hraða, enda ekki tími fyrir hrað- braut. Eftir það hefur hún sett stefnuna á Bandaríkin til að geta haldið áfram í sundinu og telur líklegt að námið muni tengjast stærð- fræði sem sér finnist skemmtilegust. Hún æfir sund bæði á morgnana og síðdegis að loknum skóla. Hún sagði að Íþrótta- akademían hafi breytt miklu varðandi sundæf- ingarnar. „Íþróttaakademían býður afreks- fólki í Fjölbrautaskóla Suðurnesja upp á afreksbraut og kosturinn við það er að nú eru morgunæfingarnar til dæmis á skólatíma í stað þess að vera frá 6 til 8 og ég fæ einingar fyrir. Þeir fylgjast líka vel með okkur og við fáum margvíslegan fróðleik í gegnum akademíuna.“ Erla Dögg byrjaði 10 ára í sundi eftir að hafa æft fimleika í nokkur ár. Það fékk hún góðan undirbúning og sundkennari hennar í grunnskóla sá í henni hæfileika. „Steinþór Gunnarsson sem er þjálfari minn núna, ásamt Inga Þór Einarssyni, var að kenna mér sund á þessum árum og ýtti alveg rosalega á eftir mér að koma á sundæfingu. Ég kíkti og það varð ekki aftur snúið.“ Átta ára þrotlausar æfingar hafa komið Erlu Dögg þangað sem hún er nú og þó megn- ið af unglingsárunum hafi verið eytt ýmist á æfingum, í æfingabúðum eða á sundmótum segist hún ekki sjá eftir neinu. „Krakkarnir í skólanum töluðu oft um það að ég væri alltaf úti og ég var oftast í sundinu þegar þau voru á diskótekum. En þegar ég hef séð árangurinn finnst mér ég ekki hafa farið á mis við neitt. Ég hef fengið svo margt annað í staðinn.“ Stóð varla í lappirnar af þreytu Fyrsta Íslandsmótið í fullorðinsflokki er í höfn og það sagði Erla Dögg góða tilfinningu. „Það næsta sem ég hafði komist metinu henn- ar Láru Hrundar var 2:19 árið 2004. Metið hennar var 2:17 og sett árið 2001. Í gegnum tíðina hafa mjög fáar konur verið að synda undir 2:20 og engin undir mínum tíma frá 2004. Mig langaði að setja met og stefndi að því. Ég vissi að ég ætti þetta inni og þráin eftir metinu kom mér alla leið.“ Erla Dögg sagðist ekki hafa áttað sig á því að hafa sett metið fyrr en hún heyrði fagnaðarópin. „Ég var föðmuð og kysst þegar ég kom upp úr en ég stóð varla í lappirnar af þreytu. Það var ekki fyrr en ég fór í hinn hluta laugarinnar til að synda að bakkanum að ég áttaði mig á því að ég hafði slegið metið og þá fóru tárin að renna. Það var líka góð tilfinning að labba til þjálfarans.“ – Áttu einhvern tíma aflögu fyrir áhugamál? „Ég á eiginlega engin önnur áhugamál en sundið. Kærasti minn er líka í sundi og því jafn tímabundinn og ég en við reynum að vera sam- an um helgar og kíkja kannski í bíó. Kvöldin fara í að læra og þegar flestir jafnaldrar mínir eru að hugsa um djamm helgarinnar er ég að hugsa um hvíldina, enda yfirleitt æfingar um helgar líka. Ég ætla hins vegar að taka mér hvíld frá sundinu um jólin og fara með kærast- anum og fjölskyldu hans á skíði til Ítalíu.“ – Eru sammála því að íþróttir séu góð for- vörn? „Ég tek hlutina mjög alvarlega og er öguð og skipulögð. Ég held mig alveg frá óreglu en ég veit um íþróttamenn í óreglu. Mér finnst það hins vegar algjört rugl. Ég held að hér skipti manngerðin líka máli,“ sagði Erla Dögg. „Hef ekki farið á mis við neitt“ Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Góð aðstaða Fimmtíu metra innilaug bætir mjög aðstöðu sundfólks í Reykjanesbæ. Erla Dögg Haraldsdóttir sér ekki eftir þeim tíma sem hún eyðir í sundlaugum hér og erlendis. Erla Dögg Haraldsdóttir hefur verið í sundlauginni mest öll unglingsárin Eftir Sigurð Jónsson Selfoss | „Okkar ávinningur er öðru fremur það forvarnargildi sem þetta hefur beint á þá einstaklinga sem í þessu eru og gangast undir ákveðinn samning í því efni. Hins vegar er mikið forvarnargildi í því að þessi hópur verður fyrirmynd fyrir eldri krakka í grunnskólanum sem horfa til þess að taka þátt í þessu akadem- íustarfi,“ sagði Grímur Hergeirsson, verkefnisstjóri íþrótta-, forvarna- og menningarmála í Árborg, um þátt- töku sveitarfélagsins í starfsemi íþróttaakademíanna við Fjölbrauta- skóla Suðurlands. Síðastliðinn fimmtudag var und- irritaður samstarfssamningur milli Sveitarfélagsins Árborgar og Knatt- spyrnuakademíu Íslands á Suður- landi. Einnig var á föstudagskvöld undirritaður sams konar samningur við handknattleiksdeild Selfoss um handboltaakademíu við skólann. Aðstoð og annar stuðningur Samkvæmt samningnum við KAÍS mun Árborg leggja akademíunni til æfingaaðstöðu á gervigrasvellinum við Engjaveg á Selfossi auk stuðn- ings í formi fjárstyrks. Knatt- spyrnuakademían mun á móti taka þátt í forvarnaverkefnum og halda námskeið í fótbolta fyrir krakka í Ár- borg á aldrinum 10 til 15 ára. Miklar vonir eru bundnar við starfsemi knattspyrnuakademíunnar og handboltaakademíunnar en báðar eru samstarfsverkefni við Fjöl- brautaskóla Suðurlands. Nemendur í knattspyrnuakademíunni eru sam- tals 39 nú á haustönn, af báðum kynj- um. Handboltaakademían fær sams konar stuðning í formi fjárstyrks og aðgangs að æfingaaðstöðu. Nem- endur hennar eru 25 talsins á haust- önn. Auk þessara tveggja akademía er starfandi körfuboltaakademía við FSu sem einnig nýtur stuðnings sveitarfélagsins en hún var braut- ryðjandi í þessu efni og gengur vel. Meginmarkmið akademíanna eru að auka færni nemenda í íþrótta- greininni og þjálfa þá jafnframt á markvissan hátt í að tileinka sér þann aga og lífsstíl sem til þarf til að ná árangri í afreksíþróttum. Nem- endur gangast undir samning um þátttöku í akademíunni þar sem þeir skuldbinda sig meðal annars til að temja sér góðar venjur í námi, mat- aræði og hvíld auk þess sem þeir skuldbinda sig til að neyta ekki áfengis, vímuefna eða annarra ólög- legra lyfja á námstímanum. Þarf að halda vel á spöðunum „Það getur orðið margvíslegur ávinningur af þessu starfi þegar fram líða stundir en það þarf að halda vel á spöðunum. Þetta er í heildina mjög stórt verkefni og skólinn spilar stórt hlutverk í þessu efni með sínar áherslur og töflugerð. Hann gerir þetta mögulegt með því að koma íþróttaæfingunum fyrir í stundatöflu nemendanna. Með stuðningi sínum er sveitarfélagið að stuðla að því að þetta starf festist í sessi og það er gríðarlega mikilvægt að svo verði,“ segir Grímur Hergeirsson. „Það er markmið sveitarfélagsins að þróa hér afreksmannaumhverfi í íþróttum þannig að við getum eign- ast afrekslið í íþróttum í meira mæli en nú er. Það þarf að koma til meiri og betri aðstaða og íþróttafélögin hér þurfa að stilla sig inn á sömu áherslur og eru í akademíunum og vera samstiga þeim og áherslum sveitarfélagsins. Ég geri alveg ráð fyrir því að sveitarfélagið vilji á sama hátt styðja við íþróttafélögin í sveit- arfélaginu til þess að skapa og efla sitt afreksfólk í íþróttum. Það er góð auglýsing og um leið fjárfesting að eiga afreksfólk í fremstu röð í íþrótt- um. Við höfum átt og eigum nú þegar góða íþróttamenn og konur hér í sveitarfélaginu og viljum vera í fremstu röð á þessu sviði sem öðrum, sagði Grímur Hergeirsson verkefn- isstjóri. Þróa afreksmannaumhverfi Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Væntanleg afrek Grímur Hergeirsson á nýjum gervigrasvelli á Selfossi. Þrjár íþróttaaka- demíur eru nú starf- andi á Selfossi Í HNOTSKURN » Sveitarfélagið Árborg ogKnattspyrnuakademía Ís- lands á Suðurlandi gerðu sam- starfssamning í vikunni. » Sams konar samningurvar gerður við handknatt- leiksdeild Selfoss um hand- boltaakademíu við Fjölbrauta- skólann. Fyrir er körfubolta- akademía við FSu. » Árborg leggur akadem-íunum til æfingaaðstöðu auk fjárstyrks. Hveragerði | Miklar og líflegar um- ræður urðu á íbúafundi á vegum Hveragerðisbæjar sem haldinn var á Hótel Örk á miðvikudagskvöld. Fram kemur á vef Hveragerðisbæj- ar að sjaldan eða aldrei hefðu fleiri mætt til fundar af þessu tagi. Áætlað var að um 70 manns hafi mætt. Guðmundur Baldursson, bæjar- tæknifræðingur, fór yfir ýmis mál er varða frágang og umgengni í kring- um hús og garða. Eyþór Ólafsson, formaður skipulags- og bygginga- nefndar, kynnti deiliskipulag þeirra svæða sem næst koma til úthlutunar í Hveragerði. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri, kynnti síðan vinnu við fjárhagsáætlun bæjarins. Að afloknu stuttu kaffihléi spunn- ust líflegar umræður þegar fundar- gestir komu á framfæri ábendingum og óskum til bæjarstjórnar. Fund- inum stjórnaði Guðjón Sigurðsson, skólastjóri. Fjölmenni á íbúafundi í Hveragerði Árborg | Íþrótta- og tómstunda- nefnd Sveitarfélagsins Árborgar hefur samþykkt að breyta fyr- irkomulagi á útnefningu íþrótta- manns Árborgar. Í stað eins íþróttamanns ársins verða fram- vegis tveir útnefndir, kona og karl. Samþykkt var að vinna að und- irbúningi nýrra reglna í þessa veru. Fram kemur í fundargerð nefnd- arinnar að stefnt er að uppskeruhá- tíð fimmtudaginn 28. desember næstkomandi og kosin hefur verið nefnd til að undirbúa hátíðina. Íþróttakona verður útnefnd ♦♦♦ ÁRBORGARSVÆÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.