Morgunblaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 53 ✝ Marja IngibjörgSveinsdóttir var fædd á Skarði í Skarðshreppi á Reykjaströnd í Skagafirði 27. júlí 1910. Hún andaðist á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar 16. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Sveinn Lár- usson, f. 14. apríl 1887, d. 29. mars 1972, og Lilja Krist- ín Sveinsdóttir, f. 7. ágúst 1881, d. 1933. Seinni kona Sveins var Una Friðriksdóttir, d. 2005. Bræður Ingibjargar voru Lárus Sigurberg Sveinsson, f. 24. júní 1912, d. 24. ágúst 1993, og Sveinn Þórarinn Sveinsson, f. 2. nóvember 1914, d. 1. desember 1995. Hinn 15.apríl 1939 giftist Ingi- björg Páli Ásgrímssyni, f. 21. mars 1892, d. 3. ágúst 1978. Foreldrar Páls voru Ásgrímur Sigurðsson, f. 8. desember 1856, d. 23. júní 1936, og Sigurlaug Sigurðardóttir, f. 21. desember 1861, d. 4. apríl 1952. Ingibjörg og Páll eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Magnús, f. 6. september 1939, maki Anna Ólafs- dóttir, f. 4. júlí 1940. Fyrri kona eru Eiríka og Páll. Fyrir hjóna- band átti hann eina dóttur, Birg- ittu. Hún býr í Danmörku. Ingibjörg fluttist á fyrsta aldurs- ári með foreldrum sínum að Steini á Reykjaströnd þar sem hún bjó til 16 ára aldurs, en þá fluttist fjöl- skylda hennar að Ingveldarstöðum á Reykjaströnd þar sem hún átti heima til 25 ára aldurs. Þaðan flutti hún til Akureyrar og var þar einn vetur. Síðan flutti hún til Siglufjarðar og vann þar við heim- ilisstörf til 1938, er hún réðst sem ráðskona til Páls Ásgrímssonar að Mjóstræti 2. Ingibjörg tók þar við heimilishaldi, en kona Páls hafði látist frá þremur ungum drengjum nokkrum árum áður. Einnig var öldruð móðir Páls, Sigurlaug, á heimilinu þar til hún lést. Ingibjörg vann við síldarsöltun meðan síld kom til Siglufjarðar og eftir það við fiskvinnslu. Hún starf- aði í verkakvennafélaginu Vöku og í kvennadeild slysavarnafélags- ins Vörn. Einnig tók hún virkan þátt í félagsstarfi aldraðra meðan hún hafði heilsu til. Ingibjörg bjó alla sína búskapartíð í Mjóstræti 2 en veturinn 1990 flutti hún í Skál- arhlíð, dvalarheimili aldraðra á Siglufirði þar sem hún bjó meðan heilsa hennar leyfði. Síðustu árin dvaldi hún á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar. Ingibjörg verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Magnúsar var Kol- brún Hálfdán- ardóttir, dóttir þeirra er Harpa Hrönn. 2) Sigríður, f. 10. des- ember 1940, maki Jó- hann Löve, f. 30. júlí 1935. 3) Lilja, f. 15. janúar 1948, maki Magnús Stein- grímsson, f. 2. júní 1951. Börn þeirra eru Sigurjón H., Ingi- björg og Ríkey Huld. Langömmubörn Ingi- bjargar eru sjö tals- ins. Páll átti þrjá syni frá fyrra hjónabandi. Þeir eru: 1) Indriði, f. 15. desember 1927, maki Elísabet Hermannsdóttir, f. 16. júní 1928. Börn þeirra eru Sigríður og Einar Páll. 2) Einar, f. 9. apríl 1929, d. 18. júní 1977, maki Matthildur Har- aldsdóttir, f. 29. ágúst 1941. Sonur þeirra er Einar Örn. Fyrri kona Einars var Inga Heide. Börn þeirra eru Stefán og Margrét Heide. Fyrir hjónaband átti Einar eina dóttur, Sigrúnu, móðir henn- ar er Þórunn Bergþórsdóttir 3) Ás- grímur, f.13. ágúst 1930, d. 17. des- ember 1984, maki Ragnheiður Hermannsdóttir, f. 11. janúar 1947. Fyrri kona Ásgríms var Anna Þorgrímsdóttir. Börn þeirra Kveðja til móður. Við kveðjum þig með kærleiksríkum huga, þér Kristur launar fyrir allt og allt. Þú varst svo sterk og lést ei böl þig buga og birtan skín í gegnum húmið kalt. Það er gott er lífsins degi lýkur, að ljómi birta um þann sem kvaddur er. Því eitt er víst, að Guð vor gæskuríkur, glaða framtíð hefur búið þér. Kæra mamma, ljúfur Guð þig leiði, um landið efra að Edens fögrum lund, og á þinn legstað blóm sín fögur breiði, svo blessi Drottinn þessa hinstu stund. Í okkar hjarta ljúf þín minning lifir, þú leiddir okkur fyrstu bernskuspor. Við biðjum Guð, sem ræður öllu yfir, að enn þér skíni blessuð sól og vor. (H. J.) Við þökkum fyrir árin sem við átt- um með þér. Hvíl í friði. Magnús, Sigríður og Lilja. Mér brá svolítið þegar faðir minn hringdi og tilkynnti mér að amma væri dáin. Það kom svo snöggt. Ég hugsaði svo oft til hennar ömmu gömlu sem bjó fyrir norðan, og sá fyrir mér brosmilda konu sem alltaf var að gera að gamni sínu, því hún hafði góðan húmor. 96 ára er hár ald- ur en gamla konan var bara hress þegar við heimsóttum hana í ágúst síðastliðnum. En svona er lífið. Það er margt sem rennur í gegnum huga mér núna. Minningar frá því ég var barn og var að heimsækja ömmu á Sigló. Við komum oftast að kvöldlagi því þetta var löng keyrsla í þá daga. Við vorum flest orðin þreytt og úrill þegar við renndum í hlað. Þá stóð sú gamla úti, brosandi út að eyrum og beið eftir okkur. Ilmurinn af kakói og pönnukökum fylltu loftið. Þetta var góður tími. En svo fór heimsóknum að fækka þegar mamma og pabbi slitu samvistum. En ég fór svo aftur að heimsækja hana þegar ég var sjálf komin með mann og börn. Ein minn- ing kemur alltaf sterk fram í huga minn. Það var þegar við komum nokkur sumur í röð á Siglufjörð á fót- boltamót með dóttur okkar hana Tönju. Amma var alltaf jafn hissa og hneyksluð á því að telpan tæki þátt í þessari drengjaíþrótt, því að fótbolti væri of grófur fyrir telpur. Hún ætti miklu frekar að spila handbolta. Það væri snilldar íþrótt. Amma hafði nefnilega gaman af handbolta og horfði oft á hann í sjónvarpinu. Það var líka annað sem amma hafði alltaf áhyggjur af eftir að hún flutti af Mjó- strætinu og upp á elliheimili og það var hvort við hefðum nóg að borða. Já, svona var hún amma mín. En minningarnar geymast áfram þótt amma sé farin. Elsku amma, Guð geymi þig og varðveiti. Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum föðurörmum þínum og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu föðurhjarta. Ó, sólarfaðir, signdu nú hvert auga, en sér í lagi þau sem tárin lauga, og sýndu miskunn öllu því, sem andar, en einkum því, sem böl og voði grandar. (M. Joch.) Kveðja. Harpa Hrönn og fjölskylda. Í dag kveðjum við elskulega ömmu okkar og langömmu, Ingibjörgu Sveinsdóttur, sem var alltaf kölluð amma Inga eða bara amma á Sigló. Þar sem amma Inga bjó á Siglufirði en við í Reykjavík urðu samveru- stundirnar ekki mjög margar á hverju ári en góðar. Þegar maður kom í heimsókn til ömmu á Sigló þá vaknaði maður oftar en ekki við ilm- inn af nýbökuðum pönnukökum. Einnig lumaði amma Inga oft á heimatilbúnum ís í frystinum og þótti það mjög eftirsóknarvert að fá slíkt góðgæti. Meðan heilsa ömmu leyfði kom hún alltaf til Reykjavíkur um jólin og var hjá okkur. Eins og gengur og gerist var æv- inlega farið með ömmu í búðir og var það hlutverk okkar krakkanna að finna ömmu eftir að hún hafði „týnst“ í búðunum við að skoða allt sem ekki var til í búðunum á Siglufirði. Einnig var það merki þess að amma væri komin til okkar að öll útvarpstæki í húsinu voru hærra stillt en venjulega svo engin hætta væri á að missa af veðurfréttunum. Amma hafði gaman af því að spila bingó enda voru það ófá skiptin sem amma gaf okkur krökkunum hluta af þeim vinningum sem hún hafði unnið á bingó. Á seinni árum fór amma að mála dúka og postulín sem við nutum góðs af. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Við biðjum góðan guð að geyma þig og varðveita, elsku amma. Sigurjón, Inga, Ríkey og fjölskyldur. Ingibjörg Sveinsdóttir Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Undirskrift | | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamót- töku: pix@mbl.is og láta umsjónar- menn minningargreina vita. Minningargreinar Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Alhliða útfararþjónusta í 16 ár Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • utfarir@utfarir.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÞÓRÐAR MATTHÍASAR SIGURJÓNSSONAR bónda, Fosshólum. Guð blessi ykkur öll. Vilborg Gísladóttir, Jón Þórðarson, Guðmunda Anna Þórðardóttir, Sæmundur Kr. Egilsson, Sigríður Arndís Þórðardóttir, Sigurður Sigurðarson, Vilborg María Ísleifsdóttir, Sigurður Matthías Sigurðarson. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MARINÓ E. ÞORSTEINSSON leikari, Víðilundi 20, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 27. nóvember kl. 13.30. Þorsteinn Marinósson, Bryndís Guðnadóttir, Ingibjörg M. Marinósdóttir, Óli Þór Ragnarsson, Guðrún Marinósdóttir, Kristján Lilliendahl, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegustu þakkir til þeirra sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og jarðarför eigin- manns míns, föður, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR BALDVINSSONAR veitingamanns í Mokka Kaffi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á Droplaugarstöðum. Guðný Guðjónsdóttir, Oddný Guðmundsdóttir, Gunnar R. Kristinsson, Sesselja Guðmundsdóttir, Hannes Sigurðsson, Örn Guðmundarson, Rafael Varona, Stefán Arnar, Guðný, Hildur og Hugrún. ✝ Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og jarðarför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, ÖNNU FINNBOGADÓTTIUR. Finnbogi Á. Guðmarsson, Metta Kwanthong, Erna Guðmarsdóttir, Steinþór Sigurðsson, Örn Guðmarsson, Jóhanna Vilhjálmsdóttir, Elín Ágústsdóttir, José Ramos, barnabörn, barnabarnabarn og barnabarnabarnabarn. ✝ Ástkær móðir okkar, MARTHA KRISTJÁNSSON, Brúnastekk 2, Reykjavík. lést á heimili sínu fimmtudaginn 23. nóvember. Fyrir hönd aðstandenda, Vala og Brynja Kristjánsson. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu minnar, fósturmóður, ömmu, systur og mágkonu, BIRNU INGIBJARGAR EGILSDÓTTUR, Stórholti 6a, Akureyri. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á gjörgæsludeild Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar. Guð blessi ykkur öll. Sigurður Sigmarsson, Helgi Jónsson, Nótt Magdalena Helgadóttir, systkini og mágar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.