Morgunblaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING FRANSKI leik- arinn Philippe Noiret sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn í kvikmyndinni Cinema Paradiso lést í gær, 76 ára að aldri. Hann hafði átt í lang- vinnri baráttu við krabbamein. Cinema Paradiso hlaut Ósk- arsverðlaunin árið 1990 sem besta erlenda myndin, en í myndinni fór Noiret með hlutverk Alfredos, sýn- ingarstjóra í kvikmyndahúsi. Auk þess lék hann miðaldra mathák í kvikmyndinni La Grande Bouffe sem olli miklu fjaðrafoki á kvik- myndahátíðinni í Cannes árið 1973. Hann fór einnig með hlutverk ljóð- skáldsins Pablo Neruda í kvikmynd- inni Il Postino (The Postman). Noiret lék í yfir 125 myndum á ferli sínum og var meðal annars þekktur fyrir fjölhæfni sína sem leikari, en hann gat leikið hrokafulla aðalsmenn og auðmjúka lágstétt- armenn af sömu færni. Noiret færði sig frá sviðsleik yfir í kvikmyndir á sjötta áratugnum og er einn af þeim sem mótaði franska kvikmyndagerð. Það var túlkun hans á óhamingjusama frændanum í Zazie dans le Metro sem kom nafni hans á kortið. Noiret var þekktur fyrir að vinna mikið en hann leit á hvert hlutverk sem próf. Franski forsætisráðherrann Dominique de Villepin sagði heim leikhúss og kvikmynda verða mun- aðarlausan við andlát Noiret. „Með rödd sinni, aðdráttarafli og glæsi- leika vissi Philippe Noiret hvernig átti að hafa áhrif á og túlka eitthvað í frönsku þjóðarsálinni,“ sagði hann. Noiret er látinn Lék Alfredo í Cinema Paradiso Philippe Noiret Á VEFMIÐLI enska dagblaðs- ins The Guardian er að finna viða- mikla og afar já- kvæða umfjöllun um Latabæ ásamt viðtali við forkólfinn og íþróttaálfinn Magnús Schev- ing. Í greininni, sem skrifuð er af Simon Mills, er bent á að sjónvarps- þáttaröðin sé tilnefnd sem besta al- þjóðlega barnaefnið á Bafta- verðlaunahátíðinni, sem er bresk hliðstæða Óskarsverðlaunanna. Í greininni eru rakin jákvæð áhrif sem Latibær hefur haft á mataræði barna á Íslandi. Höfundur grein- arinnar segir að 100% þátttaka hafi verið í herferð Latabæjar fyrir heil- brigðum matarvenjum í aldurs- hópnum 4–7 ára og sala á grænmeti á Íslandi hafi aukist um 22% fyrir tilstuðlan áróðurs í þáttunum fyrir bættri matarmenningu. Mills lýsir þáttunum sem adrenalín-tryllingi þar sem tökuvélarnar eru á stöðugri hreyfingu og saman fari sniðugar tölvubrellur og leikarar af holdi og blóði sem stundi loftfimleika. Í sviðsmyndinni séu engar beinar lín- ur og tónlistin sé áleitin og grípandi. Mills hvetur engan sem þjáist af timburmönnum til að horfa á Lata- bæ og bætir við að það muni Magn- ús Scheving aldrei gera. „Ég hef aldrei nokkurn tíma bragðað áfengi. Ég hef ekki einu sinni smakkað bjór,“ segir Magnús í viðtalinu. Þar rekur Mills líka aðdragandann að Evrópumeistaratitli og silf- urverðlaunum Magnúsar á heims- meistaramótinu í þolfimi 1994 og 1995. Latibær og grænmetið Latibær AÐVENTUTÓNLEIKAR verða haldnir í Steltjarnarnes- kirkju sunnudaginn 26. nóv- ember, en þar koma fram Sel- kórinn, Drengjakór Þorgeirsbræðra og Kamm- erkór Þorgeirsbræðra. Flutt verður tónlist sem tengist að- ventu og jólum, en þessir þrír kórar eru á förum til Vínar- borgar í Austurríki þar sem þeir munu koma fram á nokkr- um tónleikum í þessari háborg sígildrar tónlistar um næstu helgi. Tónleikarnir hefjast klukkan 17 og er miðasala við innganginn, en miðaverð er 2.000 kr. Tónlist Aðventutónleikar í Seltjarnarneskirkju Seltjarnar- neskirkja GÚSTAV Geir Bollason opnar í dag sýninguna Hræ og for- mælingar í Populus tremula í Listagili á Akureyri. Listamað- urinn lýsir tilurð sýningarinnar á þann veg að hún hafi raðast saman úr brotabrotum, ryðg- uðum pörtum úr vélahræjum og stykkjum úr lífrænni hræum. Í þetta samsafn bland- ist kvikmyndastubbar sem hafa nokkuð ráðandi hlutverki að gegna varðandi formgerð verksins. Hann segir einnig að verkið verði að teljast til spuna. Sýningaropnunin er klukkan 14 en einnig verð- ur opið á morgun milli klukkan 14–17. Myndlist Hræ og formæl- ingar í Gilinu REYKJALUNDARKÓRINN heldur 20 ára afmælistónleika í Grafarvogskirkju í dag kl. 17. Auk Reykjalundarkórsins koma fram á tónleikunum Karlakór Kjalnesinga og nokkrir meðlimir Skóla- hljómsveitar Mosfellsbæjar. Þá mun Þórunn Lárusdóttir leikkona syngja einsöng með kórnum, ásamt nokkrum kór- félögum. Efnisskrá tónleikanna er mjög fjölbreytt og mun kórinn bæði flytja íslensk og erlend lög, Ave Maríur, lög úr söngleikjum ásamt kórlögum úr ýmsum óperum. Tónlist Reykjalundar- kórinn tuttugu ára Eftir Guðjón Guðmundsson gugu@mbl.is SAMSTARFSSAMNINGUR verð- ur undirritaður á morgun milli Gljúfrasteins og Þórbergsseturs og gæti samningurinn markað upphaf- ið að víðtæku samstarfi rithöf- undasetra í landinu. Guðný Dóra Gestsdóttir, framkvæmdastjóri Gljúfrasteins, segir að tilgangurinn og markmiðið með samningnum sé að stuðla að fræðslu og þekkingu á verkum þessara tveggja rithöfunda. „En þessi tvö setur ætla líka að taka höndum saman um að efla áhuga á íslenskum bókmenntum og menningu í samstarfi við önnur rit- höfundarsetur og aðra áhugasama aðila. Við lítum þannig á að þetta sé fyrsta skrefið að því að hefja frek- ara samstarf milli rithöfundasetra á Íslandi, sem eru núna orðin nokk- ur,“ segir Guðný Dóra. Auk Gljúfrasteins og Þórbergs- seturs eru það Skriðuklaustur, Nonnahús á Akureyri, Davíðshús og Sigurhæðir og Snorrastofa í Reykholti. „Við höfum lengi íhugað það að taka höndum saman. Starf- semi slíkra setra er með öðrum hætti en í öðrum söfnum eða setr- um. Starfsemin snýst um einn rit- höfund, einn einstakling, sem hefur lagt sitt af mörkum til menningar landsins. Það er því ákveðin sér- staða sem rithöfundasetrin búa við. Það sem þó alltaf stendur hæst og allt snýst um eru verk þessara höf- unda, en ekki húsnæði og söfn,“ segir Guðný Dóra. Andi Þórbergs nálægur Gljúfrasteinn, Þórbergssetur og Skriðuklaustur hafa tekið þátt í norrænu samstarfi rithöfunda- og tónskáldasetra. „Þar skiptast menn á hagnýtum upplýsingum sem miða að því að auka sem mest veg þeirra verka sem eftir höfundana liggja.“ Í fimmtu grein samkomulagsins segir að Gljúfrasteinn muni veita Þórbergssetri hagnýtar upplýs- ingar sem lúta að rekstri og upp- byggingu rithöfundasetursins. Þorbjörg Arnórsdóttir, for- stöðukona Þórbergsseturs, segir að í samkomulaginu felist fyrst og fremst samvinna milli setranna og samstarf. „Við ætlum að taka hönd- um saman um að kynna verk Þór- bergs og Halldórs. Gljúfrasteinn er kominn skrefinu lengra en við og ætlar að styðja við bakið á okkur í uppbyggingu starfsins hér.“ Aðdragandi samkomulagsins er í raun ákvæði í samningi Þórbergs- seturs við ríkið, sem lagði 30 millj- ónir króna í stofnkostnað til fjög- urra ára. Ákvæðið, sem sett var inn að vilja Halldórs Ásgrímssonar, þá- verandi forsætisráðherra, kvað á um að það yrði samstarf milli Þór- bergsseturs og Gljúfrasteins. Þorbjörg er búsett á Hala í Suð- ursveit þar sem Þórbergssetur er. Hún hefur fylgt uppbyggingu set- ursins eftir frá upphafi. Hún segir að andi Þórbergs sé mjög nálægur á Hala. „Ég skynjaði strax þegar ég kom hingað að það er eins og fólkið sem hér bjó lifi áfram í um- hverfi og sögum sem eru mjög lif- andi á svæðinu vegna framlags Þórbergs.“ Samstarfssamningur milli Gljúfrasteins og Þórbergsseturs undirritaður Bandalag menningarsetra VERK mánaðarins á Gljúfrasteini í nóvember er minningasaga Hall- dórs Laxness, Í túninu heima. Hall- dór Guðmundsson rithöfundur mun spjalla um söguna á Gljúfrasteini kl. 16 á morgun, sunnudag. Í túninu heima kom út 1975 og var fyrst minningasagna Halldórs, en síðan fylgdu Úngur eg var, Sjö- meistarasagan og Grikklandsárið. Halldór Laxness kallaði þessar bækur skáldsögur í ritgerðarformi, sem margir telja full eins mikið réttnefni og endurminningar, því auk þess sem Halldór minnist bernsku- og unglingsára skrifar hann í bókinni margt um viðhorf sitt til skáldskapar og sagnagerðar og fer um víðan völl. Í túninu heima fjallar um fyrstu tólf árin í lífi Hall- dórs. Hann lýsir atburðum og að- stæðum sem leiða til þess að hann tekur þá ákvörðun að verða rithöf- undur – eða öllu heldur hvernig ör- lögin réðu því hlutskipti hans. Hann horfir á bernskuna sem fullorðinn rithöfundur og í sögunni er enginn atburður eða staður svo lítilsverður að hann sé ekki frásagnarverður. Halldór hyggst bera saman bók Halldórs Laxness við bækur tveggja annarra íslenskra höfunda sem einnig ólust upp í sveit, en þeir eru Þórbergur Þórðarson og Gunn- ar Gunnarsson. Halldór er höfundur ævisögu Halldórs Laxness og hefur nýlega sent frá sér bókina Skáldalíf, sem er eins konar hliðstæðar ævisögur Gunnars og Þórbergs. Allir þessir þrír sagnamenn skrifuðu mikið um æsku sína og gefur samanburð- urinn færi á að hugleiða aðferðir þeirra og ólíka sýn. Í túninu heima UNDIRRITAÐUR verður samstarfssamningur milli Gljúfrasteins og Þór- bergsseturs á Gljúfrasteini á morgun, sunnudag. Samningurinn felur í sér að þessi menningarsetur taka höndum saman um að efla áhuga á bók- menntum og menningu í samstarfi við önnur rithöfundasetur. Hús skáldsins BARNALEIKRITIÐ Leitin að jólunum eftir Þorvald Þorsteinsson við tónlist Árna Egils- sonar fer aftur á fjalir Þjóðleikhússins í dag. Leitin að jólunum var frumsýnt í lok nóv- ember í fyrra og naut þá mikilla vinsælda og hlaut sýningin Grímuverðlaunin sem besta barnaleiksýning ársins. Leikritið er sýnt á Leikhúsloftinu og víðar í húsinu og munu sýningar standa fram að jólum. Tveir skrýtnir og skemmtilegir náungar taka á móti litlum leikhúsgestum við aðalinngang Þjóð- leikhússins. Með þeim í för eru tveir hljóðfæra- leikarar og saman leiða þeir börnin með leik og söng um leikhúsið. Meðal viðkomustaða eru Kristalsalurinn, Leikhúsloftið og Leikhúskjall- arinn, auk þess sem börnin fara um baksviðs í leikhúsinu. Börnin ferðast inn í ævintýraveröld jólanna og sjá leikþætti um jólin í gamla daga og í nútímanum. Jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum fléttast inn í ævintýrið. Tónlist úr verk- inu hefur nú verið gefin út á geisladiski. Leitin að jólunum er sett upp með 5–11 ára börn í huga og yngri í fylgd með fullorðnum, en getur hentað fólki á öllum aldri. Sýningin tekur tæpa klukkustund. Leikstjóri sýningarinnar er Þórhallur Sig- urðsson en leikarar eru: Rúnar Freyr Gíslason, Þórunn Erna Clausen, Hrefna Hallgrímsdóttir, Sigurður Hrannar Hjaltason og Margrét Kaab- er. Tvær sýningar eru á Leitin að jólunum í dag, kl. 13 og 15 en tuttugu og ein sýning er áætluð á verkinu fram til 17. desember. Í dag milli kl. 16 til 16.15 flytja leikarar brot úr þessu skemmtilega leikriti á tröppum Þjóð- leikhússins þegar skrúðganga hefur þar viðdvöl í tilefni þess að jólaljósin verða tendruð á Laugaveginum. Leitin að jólunum fer aftur í gang Barnaleikrit Leitin að jólunum hefst á ný í Þjóð- leikhúsinu í dag og stendur fram að jólum. ♦♦♦ Morgunblaðið/Arnaldur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.