Morgunblaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 62
Eftir Birtu Björnsdóttur
birta@mbl.is
MEÐAL áhugaverðra bóka í hinu títtnefnda
jólabókaflóði er stórvirkið Mergur málsins.
Íslensk orðatiltæki, uppruni saga og notkun,
eftir Jón G. Friðjónsson.
Titillinn útskýrir efnivið
bókarinnar en er hér um að
ræða stórbætta endurútgáfu
samnefndrar bókar frá árinu
1993. Eru hér á ferðinni orða-
tiltæki en ekki málshættir,
föst orðasambönd, slagorð,
orðasambönd og annað í þeim
dúr.
Jón ritar formála að bókinni
en þar kemur meðal annars
fram að textinn hefur aukist
um liðlega þriðjung. Aukn-
ingin er komin til meðal ann-
ars vegna aukinnar yfirlegu
höfundar yfir ýmsum ritum
auk þess sem íslensku biblíumáli eru gerð
betri skil. Ýmis orðatiltæki hafa svo bæst
við í gegnum árin og fest sig í sessi í tungu-
málinu. Sem dæmi um slíkt tiltekur Jón
meðal annars að koma út úr skápnum og að
það vanti nokkrar blaðsíður í einhvern.
Stundum hafa þær áhyggjuraddir heyrst
að orðaforði Íslendinga hafi minnkað mikið.
Sumir vilja meira að segja taka svo djúpt í
árinni að segja að íslensk tunga komi til
með að deyja út og sé farin að blandast er-
lendum tungumálum um of. Rúmlega þús-
und blaðsíður af orðatiltækjum, uppruna
þeirra og merkingu, sýna okkur að af nógu
er að taka til að skreyta íslenskt mál og
gera það sem fjölbreyttast.
Að rota alla ketti í einni verstöð
Efni bókarinnar er raðað upp eftir kjarna
orðatiltækjanna, jafnan nafnorði. Fletti
maður til dæmis upp nafnorðinu veggur
getur maður fræðst um merkingu og upp-
runa orðtakanna að læðast með veggjum, að
mála skrattann á vegginn, að skilja ekki
skriftina á veggnum og að standa með bakið
uppvið vegg, svo fátt eitt sé nefnt. Undir
nafnorðinu köttur má svo komast að hvað
það þýðir að hengja bjölluna á köttinn,
kaupa köttinn í sekknum, róa köttinn af
gærunni og að rota alla ketti í
einni verstöð.
Við hvert uppflettiorð er hægt
að sjá notkunardæmi, skýring-
ardæmi, upprunaskýringu, er-
lendar samsvaranir eða líkingu,
allt eftir því sem við á.
Bókin er hin skemmtilegasta
aflestrar, margt kemur á óvart
um uppruna orðatiltækja en ann-
að þekkti maður áður. Gaman er
að glöggva sig á sögu orða-
tiltækja sem maður notar jafnvel
í daglegu máli án þess að hugsa
mikið úti hvaðan þau eru runnin.
Råbe på Ulrik
Orðatiltækið að kalla á Eyjólf þýðir að
kasta upp. Færri vita kannski að orða-
tiltækið er þýðing úr dönsku (råbe på Ulrik)
en er líklega ekki dregið af hljóðinu við
uppköst, enda myndar sú miður skemmti-
lega iðja varla hljóð sem minna á orðið Eyj-
ólfur.
Allt önnur Ella er notað um eitthvað sem
gegnir allt öðru máli. En hver er þessi Ella?
Samkvæmt Mergi málsins á orðatiltækið
rætur sínar að rekja til Eyrarbakka. Kaup-
menn þar voru víst tregir til að lána mönn-
um fyrir áfengi ef þeir voru skuldugir en
gerðu undantekningar ef um erfidrykkjur
var að ræða. Þetta munu margir hafa not-
fært sér og segir sagan frá karli nokkrum
frá Álftahól í Landeyjum sem átti konu að
nefni Elín. Kallinn ætlar að fá smá sopa hjá
kaupmanni út í krít og fullyrðir að Ella sé
dáin. Þegar kaupmaðurinn gengur á hann
um konumissinn sér kallinn að sér og full-
yrðir að hann eigi við „allt aðra Ellu“.
Ekki má gleyma garminum honum Katli
er notað þegar ekki má skilja einhvern út-
undan. Téður Ketill mun vera Mússólíní en
setningin er fengin úr Útilegumönnunum,
leikriti Matthíasar Jochumssonar.
Það þykir ekki til eftirbreytni að bera
kápuna á báðum öxlum frekar en að slá
keilur. Menn vökva lífsblómið þegar þeir fá
sér í aðra tána.
Þetta eru aðeins örfá dæmi um orða-
tiltæki sem hægt að fræðast um í Mergi
málsins. Bókin er stórskemmtileg fyrir
grúskara og áhugamenn og -konur um ís-
lenskt mál.
Bókin er svo myndskreytt skemmtilegum
smámyndum eftir Ólaf Pétursson en sjá má
sýnishorn af myndunum hér með greininni.
Ella og garmurinn
Ketill kalla á Eyjólf
Mergur málsins er rúmlega þúsund blaðsíðna
uppflettirit um íslensk orðatiltæki
Eins og fjandinn sé á hælunum á honum.
Bakari hengdur fyrir smið.
Þá er fjandinn laus!
Þetta grey er
hvorki fugl
né fiskur.
Teymdur á asnaeyrunum.
Hleypur eins og fætur toga.
Býður
hinn
vangann.
Sendur út af
örkinni.
|laugardagur|25. 11. 2006| mbl.is
staðurstund
Ort verður um snjóinn að þessu
sinni í útvarpsþættinum Orð
skulu standa sem er á dagskrá
Rásar 1 í dag. » 67
útvarp
Í Gerðubergi verður opnuð
sýning á myndskreytingum úr
barnabókum útgefnum á
árinu. » 67
barnabækur
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og
Víkingur Heiðar Ólafsson
kynna íslenska tónlist í Rík-
isútvarpi Spánar. » 64
tónlist
Jón Þór Birgisson, eða Jónsi úr
Sigur Rós, hefur opnað sýningu
í Galleríi Turpentine ásamt Alex
Somers. » 65
myndlist
Stjörnuparið Angelina Jolie og
Brad Pitt sáust þjóta um á
vespu í borginni Ho Chi Minh í
Víetnam. » 68
fólk
TÓNLISTARHÓPURINN Camer-
arctica leikur verk eftir Wolfgang
Amadeus Mozart og Dimitri
Schostakowitsch á tvennum af-
mælistónleikum í Norræna húsinu
á morgun, sunnudag.
Tónleikarnir eru á vegum 15:15
tónleikasyrpunnar og er tilefnið
250 ára fæðingarafmæli Mozarts
og 100 ára afmæli Schostako-
vitsch
Á efnisskrám tónleikanna eru
fjölbreytt kammerverk með mis-
munandi hljóðfæraskipan, verk
sem hópurinn hefur getið sér gott
orð fyrir að leika á tónleikum í
Reykjavík og vítt og breitt um
landið síðastliðinn áratug.
Á fyrri tónleikunum kl. 13:15
verða leikin Flautukvartett í C
dúr KV 171 eftir W.A. Mozart,
Rómönsur op. 127 fyrir sópran,
fiðlu, selló og píanó eftir D.
Schostakowitsch og Víólukvintett
í B dúr KV 174 eftir W.A. Mozart.
Sérstakir gestir Camerarctica á
þeim tónleikum eru Marta G.
Halldórsdóttir sópransöngkona
og Daníel Þorsteinsson píanóleik-
ari.
Á seinni tónleikunum kl. 15:15
eru á efnisskrá Strengjakvartett
nr. 7, op. 108 eftir Schostako-
vitsch og Klarinettkvintett í A
dúr KV 581 eftir W.A. Mozart.
Tónleikarnir eru um klukku-
stundar langir hvorir um sig.
Camerarctica skipa þau Hall-
fríður Ólafsdóttir flauta, Ármann
Helgason klarinett, Hildigunnur
Halldórsdóttir fiðla, Martin Fre-
wer fiðla, Guðrún Þórarinsdóttir
víóla, Jónína Auður Hilmarsdóttir
víóla og Sigurður Halldórsson
selló.
Tónleikarnir eru, eins og áður
segir, í Norræna húsinu á morg-
un og hefjast kl. 13:15 og 15:15.
Tónleikar | Haldið upp á 250 ára Mozart og 100 ára Schostakowitsch
Tvennir afmælistónleikar á vegum 15:15
Morgunblaðið/ÞÖK
Æfing Tónlistarhópurinn Camerarctica á æfingu í Norræna húsinu í gær.