Morgunblaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 49
undirleikari kvöldsins var Hörður Bragason sem lék við hvern sinn fingur. Kynnir tónleikanna var Logi Bergmann Eiðsson sem stjórnaði kvöldinu eins og honum einum er lagið. Undir hans stjórn rann dag- skráin ljúft áfram og alltaf var jafn spennandi að heyra hverjir væru næstir á dagskránni. Tónleikarnir voru sannkölluð tónlistarveisla. All- ur ágóði af tónleikunum rennur til Barna- og unglingageðdeildar LSH (BUGL) og gáfu allir flytjendur sitt framlag til tónleikanna. Margir þeirra hafa verið með okkur áður og þó nokkuð margir hafa verið með frá upphafi. Eiga þeir allir miklar þakk- ir skildar. Fyrir hönd Lionsklúbbs- ins Fjörgyn viljum við þakka fyrir stuðninginn, öllum sem lögðu hönd á plóginn með okkur, tónleikagestum, tónlistarflytjendum og öðrum sem tóku þátt í tónleikunum. Þeir svo sannarlega hjálpuðu okkur að leggja öðrum lið. ÞÓR STEINARSSON, formaður tónleikanefndar. EINAR ÞÓRÐARSON, formaður Lionsklúbbsins Fjörgyn. Magni Ásgeirsson og Karlakórinn Stefnir syngja í Grafarvogskirkju. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 49 ÞAÐ FER að líða að kosningum. Á næstu mánuðum er mikilvægt sem aldrei fyrr að nátt- úruunnendur á Íslandi líti til baka, horfi á að- gerðir stjórnvalda undanfarin ár og kjósi með hagsmuni náttúr- unnar í huga. Viljum við önnur fjögur ár með hægri stjórn við völd á Ís- landi? Stjórnvöld sem leggja mat á gæði og virði með hugtökum á borð við samkeppni, hagvöxt og gróða? Mitt svar er nei! Nátt- úran má sín lítils gagn- vart slíkum mæli- kvörðum. Ég vil ekki þurfa að eyða næstu fjórum árum í að horfa á náttúruna verða enn og aftur undir í sam- keppninni við skamm- vinnan gróða og auk- inn hagvöxt. Sofandi að feigð- arósi Stærsta vandamálið í náttúruvernd í dag er hugarfar almennings, stjórnenda hins op- inbera og eigenda fyr- irtækja. Það er kom- inn tími til að fólk vakni til meðvitundar um það hvernig dag- legt líf þess, athafnir og neysla hefur áhrif á náttúruna. Við getum ekki haldið áfram á sömu braut. Til að almenningur verði meðvit- aðri er nauðsynlegt að stórauka fræðslu um náttúru- og umhverf- ismál. Fræðslan þarf að hefjast þeg- ar í leikskólum og grunnskólum. Börn læra ekki að bera virðingu fyr- ir umhverfi sínu og náttúrunni nema þeim sé kennt það. Næsta skref er að hvetja fólk til að taka afstöðu. Það er nefnilega ekki nóg að vilja vel ef samsvarandi hegðun fylgir ekki í kjölfarið. Það er ekki hægt að segjast hafa áhyggjur af loftslagsbreytingum og mengun en halda svo áfram rúntinum á nagladekkjunum á stóra flotta kagg- anum. Það er ekki nóg að tala um endurvinnslu eða minni neyslu en gera ekkert til að vinna að lausn vandans á heimilinu. Það er þó engan veginn nóg að al- menningur axli ábyrgð á náttúrunni. Stjórn- málamenn, stjórnvöld og stjórnendur fyr- irtækja þurfa að axla sinn skerf af ábyrgðinni líka. Það er á ábyrgð stjórnvalda að gera al- menningi það kleift að endurvinna og jafnvel um leið að hvetja til þess. Hvernig má það til dæmis vera að op- inberar stofnanir séu ekki allar með umhverf- isstefnu og endurvinni í það minnsta pappírinn sem notaður er innan- húss? Það er svo margt sem hið opinbera getur gert til að sýna gott for- dæmi og stuðla að betra ástandi en í dag virðist viljinn einfaldlega ekki vera til staðar. Í stað þess að styðja við fjölbreytt atvinnulíf víðs vegar um landið hafa stjórnvöld glatað yfirsýninni og sjá ein- göngu færar allsherj- arlausnir stór- iðjustefnu. Í stað þess að stjórnvöld leggi metnað sinn í að koma á vitrænum umhverf- isstöðlum og tryggi að eftir þeim sé farið eru þau í dag að hjálpa fyr- irtækjum að smeygja sér fram hjá slíkum kröfum. Fyrrverandi for- sætisráðherra þjóðarinnar hug- hreysti hana til að mynda með því að segja að við þyrftum engar áhyggjur að hafa af loftslagsbreytingum og al- þjóðlegri samvinnu því við ættum beinlínis inni mengunarkvóta. Þessi stefna er náttúrlega glórulaus hvort sem við horfum til dagsins í dag eða afleiðinganna sem þetta mun hafa á börn okkar og barnabörn. Ég vil breytingar núna! Náttúruleysi stjórnvalda Auður Lilja Erlingsdóttir fjallar um náttúruvernd og um- hverfismál Auður Lilja Erlings- dóttir » Í stað þessað stjórn- völd leggi metn- að sinn í að koma á vitræn- um umhverf- isstöðlum og tryggi að eftir þeim sé farið eru þau í dag að hjálpa fyr- irtækjum að smeygja sér fram hjá slíkum kröfum. Höfundur er formaður Ungra vinstri grænna og frambjóðandi í forvali VG á höfuðborgarsvæðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.