Morgunblaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 68
68 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ fólk Hvaðan komu landnámsmenn? Sýningin er opin alla daga frá 10–17 Aðalstræti 16 101 Reykjavík www.reykjavik871.is Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn LÆKNIRINN ER AÐEINS SEINN, VINSAMLEGAST FÁIÐ YKKUR SÆTI OG BÍÐIÐ ÞAÐ ER EINS GOTT AÐ ÞÚ HAFIR KOMIÐ MEÐ NESTI LÁTTU ÚTHERJANA KOMA NÆR OG REYNA AÐ STÖÐVA HLAUPIN... ÉG ÆTTI AÐ VERA KOMINN EFTIR 5 MÍNÚTUR MEIRA VESENIÐ ÉG ER EINI ÞJÁLFARINN Í SÖGUNNI SEM HEFUR STJÓRNAÐ LEIK Á MEÐAN HANN ÝTIR SYSTUR SINNI Í KERRU Í KRINGUM HVERFIÐ ÆI ÉG TRÚI EKKI AÐ VIÐ HÖFUM FUNDIÐ RISAEÐLUBEIN Í FYRSTA FORNLEIFAUPPGREFTINUM OKKAR! OG ÞAÐ ER MEIRA AÐ SEGJA ALVEG HEILT! KANNSKI ER ÖLL BEINA- GRINDIN HÉRNA Í JÖRÐINNI VIÐ EIGUM EFTIR AÐ VERÐA HEIMSFRÆGIR! VIÐ EIGUM EFTIR AÐ VERÐA RÍKIR! ÉG ÆTLA AÐ KAUPA MÉR PORSCHE ÉG SÉ OKKUR FYRIR MÉR Á FORSÍÐUNNI Á NATIONAL GEOGRAPHIC MÉR FINNST FRÁBÆRT ÞEGAR ÞÚ KEMUR MEÐ SALAT HANDA MÉR ÁÐUR EN ÉG FÆ AÐALRÉTTINN ÞETTA ER AÐAL- RÉTTURINN! ÉG ER AÐ SETJA ÞIG Í MEGRUN ÞAÐ ER SVO SÁRT AÐ HEYRA FULLORÐINN MANN GRÁTA ÞETTA ER UPPÁHALDS SKYNDIBITINN MINN HVAÐ ERTU AÐ GERA LALLI? ÉG ER AÐ SETJA INN FÆRSLU Á BLOGGIÐ MITT ERTU MEÐ BLOGG JÁ, ÞAÐ ER GÓÐ LEIÐ TIL ÞESS AÐ DEILA HUGLEIÐINGUM SÍNUM OG REYNSLU MEÐ HEIMINUM EN EKKI GÓÐ LEIÐ TIL AÐ AFKASTA HLUTUM Í VINNUNNI ÞAÐ ÁTTI AÐ VERA FUNDUR KLUKKAN 11:00, VAR ÞAÐ EKKI? NASHYRNINGURINN ÆTLAR AÐ KÆRA MIG EF ÉG NOTA HANN Í MYNDINNI MINNI ÞANNIG AÐ ÉG VERÐ AÐ SETJA HANA Á ÍS ÉG VERÐ BARA AÐ NOTAST VIÐ PERSÓNUR SEM ERU EKKI TIL ÞAÐ ÞÝÐIR AÐ ÉG GET EKKI NOTAÐ ÞIG EN M.J. PARKER KEMUR TIL MEÐ AÐ LEIKA OFURHETJU Í NÝJU MYNDINNI MINNI! Nafnfræðifélag Íslandsbýður til fyrirlesturs ídag, laugardag, kl. 13.Fyrirlesturinn er hald- inn í stofu 201 í Odda, Háskóla Ís- lands, en þar mun Páll Pálsson á Aðalbóli fjalla um örnefni sem tapast og skerðast þegar Hálslón myndast vegna Kárahnjúkavirkjunar. Páll kallar sjálfan sig grúskara, en hann er sjálfmenntaður áhugamaður og má með réttu kallast sérfræð- ingur í örnefnum svæðisins þar sem hann hefur búið lengstan hluta æv- innar: „Það má kannski segja að er- indið fjalli um hegðun örnefna,“ seg- ir Páll kíminn. „Brúarjökull og Jökulsá hafa um langt skeið mótað landið og má segja að jökullinn reki nöfnin á undan sér, gangi á landið, og hafa örnefni horfið eftir því sem jökullinn hefur sótt fram. Það sama gerist nú með Hálslóni, að töluverður skiki lands hverfur og örnefni ýmist hverfa, eða skerðast s.s. ár og lækir sem renna í lónið,“ útskýrir Páll. Það er því ekki nýtt að umhverfi Brúarjökuls breytist og örnefni með: „Sem dæmi má nefna Maríu- tungur, afréttarspildu þar sem nú kallast Vesturöræfi. Heimildir benda til að það hafi verið mjög eftirsóknarvert að reka fé á þetta land sem hefur verið gott og grös- ugt. Finna má frásagnir af 100 lamba rekstri frá jörðinni Skriðu í Fljótsdal í Maríutungur og hefðu menn varla lagt á sig slíkan upp- rekstur á fé að ástæðulausu. Land- inu er lýst sem gróðurríku, sem sennilega skapast af samspili jökuls og lands. Í Maríutungum er svokall- aður Útigönguhnaus og greinilegt að tíðkast hefur að reka hross þang- að og láta þau ganga allan veturinn í Maríutungum. Þessi hnaus ber í dag varla lengur nafn með rentu því hann er í dag orðinn eins og malar- hrúgald við jökulkvíslina því jökull- inn er búinn að hefla jarðveginn nið- ur og síðast árið 1890 að jökullinn lagðist með öllu yfir Maríutungur.“ Í erindi sínu mun Páll segja frá breytingum sem eru að verða á ör- nefnum í nágrenni Jöklu og Brúar- jökuls, hegðun jökulsins og áhrifum hans á landið og rennsli vatna í gegnum tíðina. Fjallað verður um svæðið í máli og myndum og hvernig búskaparhættir hafa tekið mið af breytilegu landslagi: „Það skiptir miklu að þekkja umhverfi og kenni- leiti landsins, sér í lagi þegar lesa á gamlan texta, sem oftar en ekki er sprottinn upp úr umhverfinu. Ef ekki er hægt að skilja það umhverfi sem þar er lýst verður textinn um leið oft illskiljanlegur. Nafnfræði- félaginu hefur þótt ástæða til að vekja athygli á þeim örnefnabreyt- ingum sem nú eru að verða á svæð- inu af mannavöldum og hefur félagið viljað leggja hart að Landsvirkjun að gera nákvæmt og gott örnefna- kort af því landi sem fer undir vatn, líkt og gert var þegar stíflað var í Fljótum og talsvert af landi og minj- um fór undir vatn.“ Páll bætir við að rétt eins og ör- nefni á svæðinu hafi þróast fyrr á öldum, breytast og bætast við ör- nefni á svæðinu enn í dag: „Þetta svæði hafði verið nokkuð afskekkt og helst bændur og búalið sem um- gengust þetta land. Þegar vega- samband batnaði og fólk fór í aukn- um mæli að ferðast hingað fóru að bætast við ný nöfn,“ segir Páll. „Það virðist manninum ósjálfrátt að reyna að gefa stöðum í umhverfi sínu nöfn. Fyrirlesturinn í dag er öllum op- inn og aðgangur ókeypis. Nafnfræði | Fyrirlestur í Odda í dag kl. 13 um áhrif virkjunarframkvæmda á örnefni Örnefni sem hverfa undir lón  Páll Pálsson fæddist á Aðal- bóli í Hrafnkels- dal 1947. Að loknu skyldu- námi fékkst hann við ýmis vinnu- mannsstörf. Páll hefur fengist við pípulagningar samhliða landbúnaðarstörfum og er bóndi á Aðalbóli. Leikaraparið Brad Pitt ogAngelina Jolie eru nú í borg- inni Ho Chi Minh í Víetnam, þar sem sást til þeirra þjóta um á vespu. Ljósmyndir af parinu birtust fram- an á dagblöðum í Víetnam í dag en það vakti furðu fjölmargra þar- lendra sem aldrei hafa heyrt á stjörnuparið minnst. ,,Ég sá myndirnar í blaðinu en skil ekki enn af hverju allur þessi hamagangur er í kringum þessa Vesturlandabúa,“ sagði Nguyen Van Thu, byggingaverkamaður í Hanoi, í samtali við Reuters-frétta- stofuna. Parið lenti í Víetnam í gær og virðist vera í fríi frá tökum á mynd- inni A Mighty Heart á Indlandi. Fólk folk@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.