Morgunblaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
LÍKUR benda til þess að fyrrver-
andi liðsmaður rússnesku leyniþjón-
ustunnar, Alexander Lítvínenko,
hafi verið myrtur með geislavirku
efni, pólón 210, að sögn breskra yf-
irvalda í gær. Lítvínenko, sem var 43
ára og nýbúinn að fá breskan rík-
isborgararétt, lést á fimmtudags-
kvöld á sjúkrahúsi í London og full-
yrti hann að rússneskir útsendarar
hefðu verið látnir eitra fyrir sig
vegna harðrar gagnrýni hans á Vlad-
ímír Pútín Rússlandsforseta.
Pútín vísaði ásökununum á bug í
gær. „Því miður eru hörmulegir at-
burðir eins og þetta andlát notaðir í
pólitískum áróðri,“ sagði forsetinn.
Lítvínenko skrifaði m.a. bók þar sem
hann sakaði Pútín og menn hans um
að hafa skipulagt sprengjutilræði í
rússneskum borgum 1999 er urðu
hundruðum óbreyttra borgara að
bana. Skæruliðum Tétsena var
kennt um tilræðin.
Prófessor Roger Cox, sérfræðing-
ur breskra heilbrigðisyfirvalda,
sagði að „mikil“ alfa-geislun, „senni-
lega af völdum efnis sem nefnist
pólón 210“, hefði fundist í þvagi
Lítvínenkos. Ekki er ljóst hvernig
efnið barst í líkama mannsins, vinir
hans segja að hann hafi verið á varð-
bergi gagnvart mat af ótta við eitrun
og hafi aldrei neytt áfengis.
Þekktur liðsmaður sovésku leyni-
þjónustunnar gömlu, KGB og jafn-
framt gagnnjósnari í þjónustu Breta,
Oleg Gordíevskí, er ekki í vafa um að
rússneskir leyniþjónustumenn hafi
myrt Lítvínenko.Vinur Lítvínenkos,
Andrei Nekrasov, sem ræddi við
hann rétt áður en hann missti með-
vitund á fimmtudag, sagði hann hafa
verið sannfærðan um að það hefði
verið leyniþjónustan FSB, arftaki
KGB, sem hefði eitrað fyrir hann.
„Ég vil lifa þetta af, bara til að þeir
komist ekki upp með þetta. Skepn-
urnar náðu mér en þeir geta ekki náð
öllum,“ sagði Lítvínenko. Faðir
hans, eiginkona og 10 ára gamall
sonur, Anatolí, voru hjá honum síð-
ustu dagana á sjúkrahúsinu. Lítvín-
enko flúði til Bretlands fyrir sex ár-
um og sótti um hæli vegna meintra
ofsókna af hálfu rússneskra stjórn-
valda.
Á miðvikudag sagði ítalskur ör-
yggissérfræðingur, Mario Scaram-
ella, að Lítvínenko ætti óvini í röðum
rússnesku mafíunnar og spilltra
embættismanna sem vildu hann feig-
an. Scaramella, sem hefur aðstoðað
ítölsk stjórnvöld við rannsóknir á
njósnum Sovétmanna á dögum kalda
stríðsins, segist hafa hitt Lítvínenko
á veitingastað í London 1. nóvember,
sama dag og njósnarinn fyrrverandi
veiktist. Á þeim fundi hafi hann sýnt
Lítvínenko tölvuskeyti, þar sem
komu fram upplýsingar um morð-
ingja blaðakonunnar Önnu Polit-
kovskaju, ásamt lista yfir þá sem
ráða átti af dögum, þ.m.t. þá tvo,
Lítvínenko og Scaramella.
Kemur fram í breska blaðinu Tim-
es að fyrr um daginn hafi Lítvínenko
hitt tvo Rússa á hóteli og annar
þeirra verið Andrei Lúgovoj, fyrr-
verandi félagi hans hjá sovésku
leyniþjónustunni, KGB.
Lítvínenko var ráðinn af
dögum með geislavirku efni
Pútín forseti vísar
ásökunum um
aðild Rússa á bug
Reuters
Dauðvona Njósnarinn fyrrverandi, Alexander Lítvínenko, á sjúkrahúsinu.
Myndin var tekin á mánudag en þá var hann þegar orðinn mjög veikur.
Í HNOTSKURN
»Pólón 210 er sjaldgæfastanáttúrulega frumefnið. Í
fyrstu var talið að eitrað hefði
verið fyrir Lítvínenko með þung-
málminum þallín.
» Pútín Rússlandsforseti ogmenn hans hafa síðustu árin
verið sakaðir um að beita svip-
uðum aðferðum og Sovétstjórnin
gamla til að þagga niður í and-
stæðingum sínum.
Eftir Kristján Jónsson
og Baldur Arnarson
Eftir Baldur Arnarson og
Davíð Loga Sigurðsson í Colombo
ÞORFINNUR
Ómarsson, tals-
maður norrænu
eftirlitssveitanna,
SLMM, á Sri
Lanka vísaði í
gær á bug orð-
rómi um að Helen
Ólafsdóttur, sem
gegnt hefur stöðu
talsmanns
SLMM, yrði vísað úr landi.
„Í fyrsta lagi hefur enginn beðið
hana um að yfirgefa landið,“ sagði
Þorfinnur, en sögusagnir þessa efnis
birtust á nokkrum vefsíðum í gær.
„Það eru alls konar greinar skrif-
aðar í svona þjóðfélagi. Þar sem
ástand mála er eins og hér hafa ýms-
ir hag af því að þyrla einhverju upp.
Þetta er sett fram á óábyrgan hátt.
Þá átti Jón Óskar Sólnes, starfandi
yfirmaður SLMM, fund með emb-
ættismönnum stjórnarinnar í utan-
ríkisráðuneytinu í Colombo í dag [í
gær] þar sem staðfest var að það
væri enginn fótur fyrir þessu.“
Eins og fyrr segir var ýjað að því í
greinum á vefnum að Helen yrði
send úr landi, en í frétt um málið á
vefsíðu dagblaðsins Asian Tribune
var ástæðan sögðu sú, að hún hefði
hallað á stjórnina í yfirlýsingum sín-
um um átök hersins og uppreisnar-
manna úr röðum tamílsku Tígranna.
Orðrómi um
brottvísun
vísað á bug
Helen Ólafsdóttir
áfram á Sri Lanka
Helen Ólafsdóttir
FRÁBÆRTVERÐ
ÁÞREKTÆKJUM
Frábærar æfingar
fyrir þrek, fætur og
handleggi.
VERÐFRÁKR.
45.900
Kettler Marathon kr. 165.000
VERÐFRÁKR.
8.900
VERÐFRÁKR.
3.500
VERÐKR.
2.400VERÐFRÁKR.1.500
VERÐKR.
63.900 VERÐKR.
119.000
VERÐFRÁKR.
99.000
50 kg lóðasett
kr. 14.500
Púði + hanskar
Hanskar
VERÐKR.
2.600
65 sm
75 sm
Markið • Ármúla 40 • 108 Reykjavík • Sími 553-5320 • Opnunartími verslunar: Mán. - fös. 10.00-18.00 Laugardaga 11.00-15.005% staðgreiðsluafsláttur
VERÐFRÁKR.
26.500
P
IPA
R
• S
ÍA
• 60757