Morgunblaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HB FASTEIGNIR Sími 534 4400 • Hús verslunarinnar, Kringlunni 7, 103 Reykjavík Hrafnhildur Bridde, löggiltur fasteignasali OPIÐ HÚS UM HELGINA RJÚPNASALIR 12, 201 KÓPAVOGUR - LAUS STRAX 11. HÆÐ - GLÆSILEG EIGN 109,2 fm, 2 herbergi. Hægt að breyta í 3 herbergi. 2 stórar stofur. Vandaðar innréttingar. Flísalagðar svalir. Mikil lofthæð. Tvær lyftur. Stórglæsilegt útsýni. Bílastæði í kjallara. Áhvílandi lán 18 millj. með 4,15% vöxtum getur fylgt. Laus við kaupsamning Gunnar Valdimarsson, s. 895 7838 BÓKIÐ SKOÐUN LAND VIÐ ÞÉTTBÝLI TIL SÖLU U.Þ.B. 2.700 HEKTARAR LANDS Í SVEITAR- FÉLAGINU VOGUM. LANDIÐ LIGGUR AÐ HLUTA TIL AÐ ÞÉTTBÝLI OG ER STÓR HLUTI AF ÞVÍ MÖGULEGT BYGGINGARLAND. NÚ ÞEGAR TILBÚIÐ SKIPULAG AÐ NOKKRUM ATVINNUHÚSALÓÐUM. ÁHUGVERÐ VATNSRÉTTINDI. 11318 NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFU FM, SÍMI 550 3000 MEIRIHLUTI borgarstjórnar samþykkti á mánudag að selja Landsvirkjun bæði á undirverði og fyrir skuldabréf sem óvíst er hvort lífeyrissjóðir mega taka við og hvaða verð fæst fyrir á markaði. Um leið afsalaði borgin sér því að hafa áhrif á þróun raforkumark- aðarins og Landsnets og lagði út rauðan dregil fyrir ríkisstjórn- ina sem hyggst einka- væða fyrirtækin bæði. Í samningnum við ríkið er tekið fram að ef Landvirkjun verður seld innan 5 ára verði kaupverðið tekið upp og sveitarfélögin, Reykjavík og Ak- ureyri, fái mismuninn greiddan ef verðið hækkar. En hvað ger- ist ef Landsvirkjun verður seld fyrir lægra verð? Í því sambandi er vert að rifja upp að borgin kærði Lands- virkjun til samkeppniseftirlitsins fyrr á þessu ári vegna þeirrar fyr- irætlunar Landsvirkjunar að leggja Laxárvirkjun á bókfærðu verði inn í nýtt orkufélag í eigu ríkisins. Taldi borgin að það væri klárt und- irverð og var jafnvel talað um að 5– 10 milljarða króna! Þessu máli er ólokið en eftir að Landsvirkjun er komin úr eigu Reykjavíkurborgar verður það trúlega fellt niður og þá verð- ur nýrri stjórn Lands- virkjunar í lófa lagið að færa á sama hátt niður verð á ein- stökum virkjunum og selja eða jafnvel einka- vinavæða fyrirtækið í heild á undirverði. Ef Landsvirkjun verður einkavædd fyrir 2011 geta sveitarfélögin því varla vænst hækkunar en gætu þvert á móti lent í lækkun og end- urgreiðslu til ríkisins, sbr. dæmið hér að ofan. Árið 2011 En af hverju 5 ár? Af hverju á að leiðrétta kaupverðið ef breytingar verða á eignarhaldi Landsvirkjunar fyrir árslok 2011? Árið 2011 kemur fyrir í lögum um Landsnet, en Landsnet annast flutning raforku um grunnnetið og kerfisstjórnun og er hlutafélag í eigu Landsvirkjunar, Orkubús Vestfjarða og RARIK. Í lögum um það segir að ekki megi selja hluti í Landsneti nema til nú- verandi eigenda „til loka ársins 2011“. Það þýðir einfaldlega að eftir 2011 má selja hluti í Landsneti á al- mennum markaði innan Evrópska efnahagssvæðisins. Og samkvæmt samningnum um sölu á hlut sveit- arfélaganna í Landsvirkjun verða heldur engar hömlur á sölu Lands- virkjunar eftir 2011. Landsnet – grunnnet raf- orkugeirans Landsvirkjun á 69,5% hlut í Landsneti, RARIK á 24,1% hlut og hlutur Orkubús Vestfjarða er 6,4%. Fyrir söluna átti Reykjavíkurborg því um 45% af hluta Landsvirkj- unar eða ríflega 30% í Landsneti. Í Orkustefnunefnd Reykjavík- urborgar, sem ég átti sæti í 2003– 2004 voru menn ósammála um margt en allir voru sammála um að þó borgin seldi sinn hlut í Lands- virkjun ætti hún EKKI að selja hlutinn í Landsneti. Orku- stefnunefnd taldi þá eignaraðild svo mikið hagsmunamál fyrir borgina vegna öryggis í raforkuflutningum og verðlagningar á flutningi rafork- unnar að hún lagði til að hluturinn yrði frekar aukinn en hitt ef aðrir hlutar Landsvirkjunar yrðu seldir. Lítil umræða hefur farið fram um þennan þátt í sölu Landsvirkj- unar – en flutningskerfið er grunn- net raforkugeirans og gegn sölu þess gilda nákvæmlega sömu rök og gegn sölu á grunnneti Símans. Í ríkjum þar sem einkavæðing raf- orkukerfisins hefur gengið hvað lengst, t.d. svo sem í Kaliforníu, hafa menn selt grunnnetið – eins og leyfilegt verður hér á landi eftir 2011. Nýir eigendur reka netið síð- an skv. markaðslögmálinu með hagnaðarvon að leiðarljósi en ekki sem það samfélagslega verkefni sem öryggi í raforkuafhendingu er. Afleiðingarnar þekkja menn: Myrkvun í heilu borgunum og landshlutum vegna þess að viðhaldi er ábótavant og nýframkvæmdir í kerfinu og uppbygging sitja á hak- anum. Það er ekki aðeins að Reykjavík- urborg hafi samið af sér fjárhags- lega með sölunni á Landsvirkjun. Alls staðar þar sem raforkufyr- irtæki og flutningskerfi hafa verið einkavædd hefur raforkuverð til heimila snarhækkað og öryggi í raf- orkuafhendingu snarminnkað. Þetta mun einnig gerast hér í kjölfar einkavæðingar. Salan á Lands- virkjun vinnur því gegn hags- munum allra landsmanna í bráð og lengd. Teppalagt fyrir einka- væðingu Landsvirkjunar og Landsnets Álfheiður Ingadóttir fjallar um sölu á hlut Reykavík- urborgar í Landsvirkjun Álfheiður Ingadóttir » Alls staðar þar semraforkufyrirtæki og flutningskerfi hafa verið einkavædd hefur raf- orkuverð til heimila snarhækkað og öryggi í raforkuafhendingu snarminnkað. Höfundur er er varaþingmaður VG, stjórnarmaður í Landsvirkjun og í framboði í forvali VG á höfuðborg- arsvæðinu. TENGLAR .............................................. www.alfheidur.hexia.net MORGUNBLAÐIÐ hefur tekið í notkun nýtt móttökukerfi fyrir aðsendar greinar. Formið er að finna ofarlega á forsíðu fréttavefjarins www.mbl.is undir liðnum „Senda inn efni“. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að skrá sig inn í kerfið með kennitölu, nafni og netfangi, sem fyllt er út í þar til gerða reiti. Næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæð- ið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt. Þeir, sem hafa hug á að senda blaðinu greinar í umræðuna eða minningargreinar, eru vinsamleg- ast beðnir að nota þetta kerfi. Nánari upplýsingar eru gefnar í síma 569–1210. Nýtt móttökukerfi aðsendra greina SÍÐUSTU misseri hafa Íslend- ingar verið að færa út kvíarnar og skapa sér alþjóðlegt orðspor. Núna frekar en nokkurn tíma áður er því vert að við spyrjum hvað við viljum að sé okkar aðalsmerki gagnvart umheiminum. Nú hafa nokkrir lista- menn farið utan og gert garðinn frægan, sem einnig hefur skapað okkur það orð- spor að héðan komi mikið hæfileikafólk á listasviðinu. Aðrir hafa fjárfest all- verulega í erlendum fyrirtækjum og versl- unarkeðjum og hefur það skapað bæði gott en líka misjafnt orð- spor. Það sem rík- isstjórnin hefur hins vegar lagt áherslu á síðari ár, er að auglýsa landið okkar erlendis sem orkuauðlind. Aug- lýst er hátt mennt- unarstig fólks, sem er sjaldan frá vinnu og er ódýrara vinnuafl en gengur og gerist í ná- grannalöndunum (sjá bækl. „Cheap energy prices“). Ríkisstjórnin hefur lagt sérstaka áherslu á að kynna þessa mynd af Íslandi fyrir álfyrirtækjum út í hin- um stóra heimi. Að mínu mati væri hægt að standa að landkynningu á mun upp- byggilegri hátt en ríkisstjórnin hef- ur gert, sem þarf ekki að ganga út á að fórna náttúrunni okkar sem við höfum fengið að láni hjá afkom- endum okkar. Ef haldið verður áfram á álbrautinni verður landið einfaldlega ekki eins hreint og það áður var og verðum við að gera okk- ur grein fyrir fórnarkostnaði sem í því felst. Markaðssetning – landkynning Ég tel að hægt sé að markaðssetja Ísland sem hreina og fagra heilsu- lind. Það er vel hægt að afla þjóðinni tekna og starfa á annan hátt en með áli. Þannig myndu miklu meiri tekjur haldast innan íslenska hag- kerfisins ef sérfræðingar á sviði líf- og heilsuvísinda myndu taka sig saman og hér yrði stuðlað að heilsu- lindum víða um landið. Heilsulindin Ísland gengur í mínum huga út á það að hingað streymi fólk í stríðum straumum til að efla heilsu sína eða koma í einhvers konar endurhæf- ingu. Það gæti átt við fólk sem er að berjast við krabbamein, offitu, ýmsa sjúkdóma eða fíknir. Veikt fólk gæti því jafnað sig eftir veikindi í hreinu lofti og fengið heilnæmt lífrænt ræktað fæði. Það væri í snertingu við náttúruna með útsýni upp í stjörnubjartan himin með norður- ljósum á veturna. Einnig væri hægt að bjóða upp á sundlaugaræfingar og afslöppun í heitum pottum, sem þekkjast varla erlendis, nudd, jóga og heilsutengd námskeið ýmiss kon- ar, til dæmis reiðnámskeið, skíða- námskeið, hollustu-matreiðslunám- skeið, næringarfræði, berjatínslu og fjallgöngur á sumrin. Allt nátt- úrulegt og heilnæmt. Stór markaður Á síðustu árum og áratugum hafa vísindamenn verið að komast að því að breytingar á fæðu og mataræði í hinum vestræna heimi eru farnar að valda veikindum og heilsu- missi. Mikið hefur breyst til hins verra, þannig að óholl og of- unnin óheilnæm mat- væli, full af litar-, rot- varnar- og aukefnum eru farin að verða stærri hluti í mataræði. Einnig ver fólk alltof miklum tíma innanhúss, oft í óheilnæmu and- rúmslofti, sem líka veik- ir það. Að ekki sé minnst á þær fíknir sem fólk er að stríða við um allan heim á sviði reyk- inga, áfengis- og vímu- efnamisnotkunar og ofáts. Á meðan lyfja- notkun eykst mjög mik- ið ár frá ári og kostar ríkissjóð stórar pen- ingaupphæðir eru ýms- ir vísindamenn úti í heimi að komast að því að ofnotkun lyfja er ekki vænleg leið til varanlegs árangurs. Dr. Ran- dolph er einn af þeim sem áratugum saman safnaði upplýsingum um sjúklinga sína og komst að þeirri niðurstöðu að yfirleitt var um að ræða áunna sjúkdóma tilkomna vegna mataræðis og lífsvenja. Dr. Mercola og dr. Shoemaker eru bandarískir læknar sem hafa báðir talað um að inniloft í híbýlum og á vinnustöðum orsaki mjög stóran hluta heilsutengdra vandamála hjá fólki. Dr. Breggin er annar sem hef- ur rannsakað notkun þunglyndis- og ofvirknilyfja og hefur varað við of- notkun þeirra í mörg ár. Bandaríska heilbrigðisstofnunin FDA hefur nú loksins gefið út aðvaranir við ofnotk- un slíkra lyfja. Æ fleiri læknar telja það skila mun betri árangri til lengd- ar fyrir flest fólk að breyta mat- aræði og hreyfingu en að stuðla að meiri lyfjanotkun. Mennta- og heilbrigðiskerfið taki þátt Ég sé fyrir mér að hægt væri að leggja ríkari áherslu á heilsutengd fræði innan Háskóla Íslands og því væri hægt að mynda þverfaglegt teymi sérfræðinga sem tækju á heildrænni heilsu fólks. Þar væru líf- fræðingar, lífefnafræðingar, nær- ingarfræðingar, náttúrulækningar ýmiss konar, sálfræðingar og hefð- bundnir læknar að vinna saman að heilsutengdum meðferðarúrræðum. Heilsulindirnar yrðu síðan ávallt staðsettar þannig að þær gætu verið með tengingu við náttúruna og úti- veru. Reyndar sé ég líka fyrir mér allt heilbrigðiskerfi okkar Íslend- inga á þennan hátt. Heildrænt heil- brigðiskerfi þar sem fólk hefur að- gang að mun víðari sérþekkingu á sviði heilsu- og lífvísinda samhliða hinni hefðbundnu leið. Ég tel að fólk eigi að hafa fleiri valkosti um ráðgjöf á sviði heilsuvísinda. Breiðari þekk- ing býður upp á víðtækari lausnir til heilsueflingar. „Heilsulindin Ísland“ hljómar al- veg einstaklega vel. Með þessari leið þarf heldur ekki að fórna náttúrunni okkar, heldur getum við og afkom- endur okkar notið hennar og virt um komandi framtíð. Heilsulindin Ísland eða állandið Ísland? Andrea Ólafsdóttir kynnir hug- myndir sínar um markaðs- setningu á Íslandi Andrea Ólafsdóttir » Að mínumati væri hægt að standa að landkynn- ingu á mun upp- byggilegri hátt en ríkisstjórnin hefur gert … Höfundur býður sig fram í 2.–4. sæti í prófkjöri VG á höfuðborgarsvæðinu. TENGLAR .............................................. www.andreaolafs.blog.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.