Morgunblaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 6
GEIR H. Haarde, forsætisráðherra sat í gær leiðtogafund aðildarríkja hinnar Norðlægu víddar (Northern Dimension) í Helsinki í Finnlandi. Þar voru ríkisstjórnaroddvitar þríeykis Evr- ópusambandsins, Rússlands, Íslands og Noregs, en Norðlæga víddin er samstarfsvettvangur þess- ara ríkja. „Þarna var verið að formgera ákveðinn samstarfsvettvang landanna og var samþykkt skjal þess efnis. Markmiðið er að stuðla að sjálf- bærri þróun, stöðugleika og velsæld á þessu svæði í Evrópu. Það var samþykkt pólitísk yf- irlýsing um málið og svo var jafnframt samþykkt ný rammaáætlun um framkvæmdina,“ segir Geir. Áhugamál finnskra stjórnvalda Hann segir að Finnar hafi verið með þetta mál á oddinum hjá sér allt frá árinu 1997 og þeir hafi fylgt því eftir. „Nú er þetta loksins orðið formleg staðreynd milli þessara aðila og við fögnum því,“ sagði Geir. Nú muni meðal annars gefast tækifæri til þess að kanna möguleika á samstarfi í orkumálum og fleiri þáttum þar sem Íslendingar geti bæði lagt sitt af mörkum og notið góðs af því sem aðrir eru að gera. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, var meðal þeirra sem sátu fundinn. Á sameiginlegum blaða- mannafundi eftir fundinn var Pútín, að sögn Geirs, mikið spurður um ýmis vandamál dagsins í dag, svo sem um samskipti Rússlands og Pól- lands. Stuðlað að sjálfbærri þróun Geir H. Haarde forsætis- ráðherra sat leiðtoga- fund Norðlægrar víddar Reuters Samstarf Geir H. Haarde forsætisráðherra á fundinum í gær ásamt þeim Jens Stoltenberg, forsætis- ráðherra Noregs, Vladímír Pútín, forseta Rússlands, og Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands. 6 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR edda.is Hannes Pétursson „Þetta eru stórtíðindi ... Hannes er eitt albesta skáld sem ort hefur á íslensku, sama hvaða tíma við tiltækjum.“ Silja Aðalsteinsdóttir, Mbl. „Hannes er meðal fárra skálda sem hafa innri kraft til þess að vera alltaf ung og alltaf frumleg í ljóðum sínum.“ Halldór Blöndal, Mbl. „Mikil tíðindi.“ Sjón, Mbl. Metsölulisti Mbl. 24. nóv. 1. LJÓÐ Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is MENGUNARSKÝ huldi hluta Snæ- fellsjökuls í gær þegar horft var í átt til hans frá Reykjavík. Að sögn Helgu Ívarsdóttur, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands, er ástæða þess að skýið myndaðist sú að hita- hvarf var yfir borginni í gær og hæg- ur vindur. Við slíkar aðstæður sjáist vel mengunin sem er yfir borginni. Sagði Helga að spáð væri að heldur ákveðnari vindur yrði í dag, laugar- dag, og því mætti búast við að drægi úr menguninni. Þeir sem eru viðkvæmir haldi sig fjarri fjölförnum götum Umhverfissvið Reykjavíkur mælir loftgæði í borginni og sagði Lúðvík Gústafsson, deildarstjóri mengunar- varnasviðsins, í samtali við Morgun- blaðið í gær, að gildin á svifryki hefðu verið há, en þau mældust yfir heilsuverndarmörkum. Umhverfis- svið vakti í gær athygli á því að hyggilegt væri fyrir fólk með við- kvæm öndunarfæri að halda sig fjarri fjölförnum umferðargötum, en svifryk er fínasta gerð rykagna sem eiga greiða leið í öndunarfærin. Lúðvík segir að dagana 24. og 25. nóvember í fyrra hafi mengunarský lagst yfir borgina og þá hafi gildi svifryks farið upp í 700 míkrógrömm á rúmmetra. Í gær voru þessi gildi um 250 míkrógrömm og ljóst að þarna munar nokkru. „Ef þetta veð- ur héldist í um sólarhring myndu gildin hækka,“ sagði hann og bætti við að veðurspá benti þó ekki til þess að svo yrði. Hlutfall nagladekkja enn ekki orðið mjög hátt Lúðvík segir að tölur frá því í síð- ustu viku um notkun nagladekkja sýni að hlutfall þeirra sé enn ekki orðið mjög hátt, eða um 30%. Venjulega sé þó hámarki í notkun dekkjanna ekki náð fyrr en í desem- ber eða janúar. „Við rekumáróður gegn nagladekkjum í þéttbýli. Kannski hefur það borið árangur,“ segir Lúðvík og vísar til þess að mengunartölurnar eru lægri núna en á sama tíma í fyrra. Hins vegar megi líta til þess að í fyrra hafi engin snjó- hula verið yfir borginni líkt og nú sé og það kunni líka að hafa sitt að segja. Mengunarský yfir borginni byrgði sýn til Snæfellsjökuls Svifryk mældist yfir heilsuvernd- armörkum Morgunblaðið/Ómar Mengun Sjá mátti gulleitt ský í höfuðborginni í gær vegna mengunar. MEIRIHLUTI efnahags- og við- skiptanefndar Al- þingis lagði í gær til að svonefnt lág- mark eignavið- miðunar að frá- dregnum skuldum í vaxtabótakerf- inu, sem ræður skerðingu bót- anna, verði hækk- að afturvirkt um 30%. Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar var hins vegar lagt til að viðmiðið yrði 25%. ASÍ hefur gagnrýnt frumvarpið harðlega og segir Grétar Þorsteins- son, forseti ASÍ, það valda miklum vonbrigðum hversu litlar breytingar nefndin leggur til að gerðar verði á frumvarpinu. Fari það óbreytt í gegn- um Alþingi sé um að ræða vanefndir ríkisstjórnarinnar á því sem lofað var. Grétar segir að hækkun eignavið- miðsins úr 25 í 30% sé bitamunur en ekki fjár því enn vanti mikið upp á. Frumvarpið á rætur að rekja til yf- irlýsingar ríkisstjórnarinnar frá 22. júní sl. í tengslum við áframhaldandi gildi kjarasamninga. Þar lýsti ríkis- stjórnin sig reiðubúna til að endur- skoða ákvæði laga um vaxtabætur ef í ljós kæmi við niðurstöðu ákvörðunar vaxtabóta að hækkun fasteignaverðs 2005 hefði leitt til marktækrar skerð- ingar á vaxtabótum. Snertir þúsundir einstaklinga Grétar segir þetta mál varða mik- inn fjölda fólks, þúsundir einstaklinga fái verulega minni vaxtabætur fyrir vikið eða missi þær að öllu leyti. „Þetta fólk hefur gengið út frá því í sínum áætlunum að það fengi svipað- ar vaxtabætur og á liðnum árum en nú verða alger þáttaskil.“ Grétar seg- ir þessa niðurstöðu ekki auka á trú- verðugleikann í samskiptum við stjórnvöld. ASÍ sakar ríkisstjórn um vanefndir á gefnu loforði Grétar Þorsteinsson Í HNOTSKURN »ASÍ segir niðurstöðunaekki koma til móts við vanda þúsunda einstaklinga sem fái skertar eða engar vaxtabætur. » Í greinargerð þingnefndarsegir að ASÍ hafi viljað hækka eignamörkin um 80% sem þýði að hjón með 17 millj- óna nettóeign ættu rétt á vaxtabótum. »Vaxtabætur hjóna byrja aðskerðast þegar nettóeign fer yfir 7,7 milljónir og falla niður við 12 millj. skv. frum- varpinu. SÝNI úr haferninum Sigurerni og tveimur fálkum í Húsdýragarðinum reyndust ekki bera nein merki um smit af fuglaflensuveiru. Gefið verð- ur grænt ljós á að sleppa erninum, að sögn Halldórs Runólfssonar yfir- dýralæknis. Niðurstöður bárust frá Svíþjóð í gær og reyndust öll sýni úr fuglum í Húsdýragarðinum neikvæð, að sögn Halldórs. „Það þýðir að það eru eng- in merki um veiru í sýnum úr þess- um erni, fálkunum tveimur og þess- um fuglum sem var fargað.“ Halldór sagði því ljóst að veiran, sem olli því að mótefni mældist í nokkrum fugl- um, væri eldri saga. Ætlunin var að sleppa Sigurerni í gærmorgun. Í þann mund sem verið var að fanga fuglinn í Húsdýragarð- inum til að gefa honum frelsi bárust fyrirmæli frá yfirdýralækni um að fuglinum yrði ekki sleppt að sinni. Ástæðan var sú að niðurstöður úr rannsókn á sýnum sem tekin voru úr fuglum í garðinum höfðu þá ekki borist. Sigurörn fær frelsið Frjáls Sigurerni verður sleppt. Sýni báru engin merki um smit LÖGREGLAN á Blönduósi stöðvaði för rúmlega þrítugs ökumanns í gær þar sem hann ók á 121 km hraða í gegnum Húnavatnssýslur. Hann var á vegum íþróttafélags á Akureyri með sjö táningsstúlkur í bílnum hjá sér en þær voru á leið á íþróttamót sunnan heiða. Lögreglan hafði strax samband við formann íþróttafélags- ins og verður háttsemi ökumannsins tekin fyrir innan félagsins. Lögregl- an á Blönduósi telur lögbrot manns- ins vítavert, sérstaklega í ljósi þess að með honum voru börn sem honum var falið að bera ábyrgð á. Með sjö börn í bílnum á of miklum hraða ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.