Morgunblaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 39 Mikil umsvif hafa ein-kennt allt starf íkringum íslenskahestinn síðustu árin. Hestamennska hefur aukist gríðarlega meðal þéttbýlisbúa og er hestaíþróttin sú íþrótt og það tómstundargaman sem flestir Íslendingar leggja stund á. Hestamennskan er fjölskylduvæn; hún brúar kyn- slóðabil og færir fólk nær landinu sjálfu og náttúrunni. Um- ræðuefni skortir aldrei á meðal hesta- manna, þeir eru fé- lagslyndir og hesta- mennskan þéttir raðir vina. Það deilir enginn um það að námið í Hólaskóla og öflugir, vel menntaðir hesta- menn hafi unnið þrekvirki, þekking og meðferð á hestum er önnur og reiðmennsku hefur fleygt fram. Íslenski hesturinn er sem slíkur alþjóðlegur, bæði ræktaður og dáður í tugum þjóðlanda. Hrossabú og hrossabúgarðar voru ekki til hér fyrr en á síð- ustu árum og hefur þeim fjölgað ört, þannig að hrossabændur teljast nú fast að eitt þúsund, þar af eru 200–300 bú þar sem hesturinn og þjónusta í kringum hann er aðalbúgrein. Samtök hestamanna, bæði Landssamtök hestamannafélaga (LH), Félag hrossabænda og Félag tamningamanna hafa átt gott samstarf við landbún- aðarráðuneytið um öflugt stuðn- ingsform, þar sem peningar hafa nýst vel til að taka á og færa í betra horf margt sem færir hestamennskuna og at- vinnugreinina fram á veginn og tryggir að upprunalandið Ísland sé og verði forystulandið. Eitt það þýðingarmesta og það sem á eftir að breyta hesta- mennskunni mest og jafna að- stöðu hestamanna í landinu, ekki síst í unglinga- og æsku- lýðsstarfi, eru áform um reiðhús og reiðhallir víða um land. Það hefur heyrst í umræðunni að þessum pen- ingum væri betur varið til annarra verkefna. Ég ætla ekki að deila um það að mörg verk- efni eru brýn og þola illa bið. Mik- ilvægt er að upplýsa að þær 330 millj. kr. sem varið verður til reiðhúsanna af hálfu ríkisins, eru pen- ingasjóður og andvirði eigna sem Lánasjóður landbúnaðarins lét eftir sig þegar sjóðurinn var seldur. Andvirði sjóðsins, 2.653 millj. kr., var varið til lífeyr- issjóðs bænda. Þessar 330 millj. kr. hafa því orðið til innan land- búnaðarins og koma öllum þeim til góða sem starfa í hesta- mannafélögum. Reiðhúsin munu skila betri hestamönnum og gera ungu fólki kleift í gegnum reiðkennara og bætta kennslu- aðstöðu að ná enn meiri færni í hestamennskunni. Ég er sann- færður um að þessi fjárupphæð á eftir að hafa gríðarleg áhrif á framþróun hestamennskunnar sem íþróttagreinar, ekkert síður en íþróttahúsin höfðu á frjálsar íþróttir og sundlaugar á sundið. Ég vil ennfremur þakka sveit- arfélögum og fyrirtækjum hvernig þau hafa víða gengið til móts við hestamannafélögin og tekið þátt í að stækka þessa upphæð til þess að aðstaðan verði enn öflugri. – Njótið vel, hestamenn. Reiðhús og reiðhallir hestamanna Eftir Guðna Ágústsson »… þessi fjár-upphæð á eftir að hafa gríðarleg áhrif á framþróun hestamennskunnar sem íþróttagrein- ar … Guðni Ágústsson Höfundur er landbúnaðarráðherra. sins. Al- dur eglulega ur í i. nta- Thor sem bók- kynninga islandsk heldur úsinu á ik eins gerði oft t bóka- kum og dóttir inni í aðra dinn á rinn. rfræktur börn á Þetta er ur em ur ska for- eldra sem hér búa vita af þess- ari starfsemi þannig að sem flestir komi í skólann. Sveit- arfélögum í Danmörku er skylt að greiða kostnað við kennslu móðurmáls barna.  Íslenski söfnuðurinn, safn- aðarnefnd, heldur hér fundi.  Kirkjukórinn heldur fundi og æfir í Jónshúsi.  Kvennakórinn æfir í Jónshúsi.  Kórinn Staka hefur hér æf- ingaaðstöðu. Auk alls þessa má nefna fé- lagsvist einu sinni í mánuði, fermingarfræðslu einu sinni í viku allan veturinn, reglulega kaffisölu á sunnudögum sem kór- arnir sjá um til skiptis í fjáröfl- unarskyni. Jón Runólfsson er for- stöðumaður Jónshúss og stýrir því með glæsibrag ásamt konu sinni Ingu Harðardóttur. Húsið er, segir Jón, opið í um klukku- stundir á viku fyrir margskonar fasta starfsemi auk þess sem gestir og gangandi leggja leið sína í Jónshús til þess að kynnast húsinu og þó sérstaklega sýning- unni um starf Jóns Sigurðssonar, sem er á næst efstu hæð hússins. Það er algerlega ómissandi þátt- ur í heimsókn til Kaupmanna- hafnar að koma þar og sjá hvern- ig þau Jón og Ingibjörg opnuðu íbúð sína litla fyrir öllum þeim Íslendingum sem vildu heim- sækja þau og sækja ráð til þeirra af margvíslegu tagi. Jónshús er perla í því íslenska menningarsamfélagi sem enn er í Kaupmannahöfn. Í Danmörku búa um 10 þúsund Íslendingar og hingað koma tugir þúsunda ferðamanna árlega. Hér er mikil Íslandssaga sem er gaman að virða fyrir sér en Kaupmanna- höfn var höfuðborg Íslands í 500 ár. Í tengslum við fund stjórnar hússins 9. nóvember sl. afhenti Þórunn Guðmundsdóttir Jensen stórkostlega fallegt málverk er hún gerði eins og horft væri úr Kverkfjöllum norður og austur eftir hálendi Íslands. Karl Krist- jánsson tók við málverkinu fyrir hönd Alþingis og mun það prýða aðalsal hússins um ókomin ár. Gjöfin sýnir þann hlýja hug sem Íslendingar búsettir í Danmörku bera til Jónshúss. Hús Jóns Sigurðssonar er þannig félagaheimili enn í dag – rétt eins og flestir geta ímyndað sér að Jón Sigurðsson hefði sjálf- ur viljað hafa í þessu húsi því saman ráku þau Ingibjörg fyrsta íslenska félagsheimilið erlendis. Tilgangurinn með þessum línum er að þakka fyrir þetta hús sem er mikilvægt fyrir alla Íslendinga hvort sem þeir búa í Danmörku eða á Íslandi. mili og urðssonar » Jónshús er perla íþví íslenska menningarsamfélagi sem enn er í Kaup- mannahöfn. Höfundur er sendiherra Íslands í Danmörku. TENGLAR ............................................. http://www.jonshus.dk. Jónshús í Kaupmannahöfn. isfjármálum, umfangsmikið einkavæðingarferli, skattalækkanir og breytingar á lífeyriskerfinu. Valgerður sagði orðræðuna um Evrópumálin að breytast, sleggjudómar séu fátíðari og hnútukastið hafi minnkað. „Yfirveguð og málefnaleg viðbrögð allra málsmetandi stjórnmálaflokka og stjórnmála- manna við nýlegu upphlaupi þingmanns Frjálslynda flokksins um innflytjendur er skýrt dæmi um hversu mörg skref okkur hefur auðnast að stíga á þessari þroskabraut okkar í samskiptum við aðrar þjóðir,“ sagði Valgerður. Svipaða sögu megi segja af þátttöku í Schengen- samstarfinu. Í upphafi hafi öll umræða snúist um vegabréfafrelsi, biðraðir á flugvöllum og það hversu mikið breytingar og stækkanir á Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar myndu kosta. „Í þeirri baráttu sem við heyjum á degi hverjum í glímunni við alþjóðlega glæpahringi, mansal og fíkniefnasmygl, leikur Schengen-samstarfið lykil- hlutverk og það hefur sennilega aldrei haft meira vægi fyrir Ísland en einmitt nú. Þá tel ég einsýnt að þær breytingar sem orðið hafa á varnarsamstarfi Íslands og Bandaríkjanna við brottför varnarliðsins muni færa okkur nær frændum okkar á Norður- löndunum og öðrum Evrópuríkjum,“ sagði Valgerð- ur. n í við ar- pu- gði og afi álf- uð- rf- æri um an ós kk- æð at- að afi kki ík- kk fyrir ambandið Morgunblaðið/Ómar ð búum í,“ sagði Valgerður. „Hvort sem við gerum það u á okkar forsendum þegar og ef við kjósum.“ Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Tveimur spurningum erósvarað um áhugaNorðmanna á að-komu að varn- armálum við Ísland, að mati Vals Ingimundarsonar, pró- fessors í sagnfræði við hugvís- indadeild Háskóla Íslands. Spurningarnar lúta að form- legri stöðu málsins innan Atl- antshafsbandalagsins, og af- stöðu Bandaríkjanna til þess. Valur gerði hlutverk Evr- ópuþjóða í íslenskum utan- ríkis- og öryggismálum að um- ræðuefni í erindi á ráðstefnu um nýja stöðu Íslands í örygg- ismálum sem fram fór í Þjóð- minjasafni Íslands í gær. Þar ræddi hann m.a. um áhuga Norðmanna á íslenskum varn- armálum, sem fjallað var um í Morgunblaðinu sl. sunnudag. „Tveimur spurningum er ósvarað. Í fyrsta lagi hvort ís- lensk stjórnvöld vilji gera þetta formlega innan loftferða- eftirlits NATO, eins og Norð- menn vilja, og leggja áherslu á. Því hefur ekki verið svarað. Í öðru lagi hvort Bandaríkja- menn styðji málið, eins og þeir lofuðu árið 2004, en þetta kom upp þá þegar deilurnar stóðu um orrustuþoturnar hér,“ sagði Valur. Hann segir Norðmenn líta svo á að Ísland geti end- urheimt landfræðipólitískt vægi vegna orkuflutninga um landhelgi landsins, auk þess sem þörf sé á öflugra fiskveiði- eftirliti á Norður-Atlantshafi. „Flutningar risaskipa ná- lægt ströndum Íslands vekja öryggispólitískar spurningar. Hættan af slysum getur aukist verulega er aðflutningsleiðir milli heimsálfa færast nær landinu,“ sagði Valur. „Ástæða þess hversu mikla áherslu Norðmenn leggja á norðurslóðir er einkum sú að þeir vilja standa vörð um olíu- og gashagsmuni, og fullveld- ishagsmuni sína, ekki síst á Barentshafi og gagnvart Rúss- um. Þeir hafa átt í langvinnum landamæra- deilum við Rússa um efnahags- lögsöguna í Barentshafi, en það svæði sem hér um ræð- ir hefur að geyma veru- legar olíu- lindir.“ Frá og með næsta ári munu olíu- og gasflutningar Norð- manna og Rússa til Bandaríkj- anna aukast nokkuð. Valur fullyrti í gær að þar yrði þó ekki um stóraukningu að ræða. Um tíma hafi litið út fyrir að Rússar hygðust flytja meg- inhlutann af fljótandi gasi sem unnið yrði á næstu árum til Bandaríkjanna, sem hefði get- að haft í för með sér gerólíkt ástand í íslenskum öryggis- málum á öðrum áratug þess- arar aldar. Rússar hafi hins vegar ákveðið fyrir skömmu að flytja gasið eftir gasleiðslum til Evr- ópu, en ekki með skipum til Bandaríkjanna, þó sumir telji að sú ákvörðun sé ekki end- anleg. Í það minnsta sé ólíklegt að þessir flutningar verði eins miklir og áður var talið. Undir þrýstingi Valur sagði yfirmenn í norska hernum undir miklum þrýst- ingi um að skera niður kostn- að. Auk þess virtist ljóst að þeir hefðu svipaða afstöðu og Donald Rumsfeld, fyrrverandi varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, að fastar herstöðvar skiptu minna máli en áður, það sem mestu skipti væri hreyf- anleiki hersveita, herbúnaðar og borgaralegra sveita. „Því má ekki gera ráð fyrir því að þetta verði eitthvert verulegt framlag; íslensk stjórnvöld þurfi að leggja eitt- hvað af mörkum. Þau hafa lýst sig reiðubúin til að leggja meira til öryggismála með því að festa kaup á nýju varðskipi, flugvél og þremur þyrlum,“ sagði Valur. Afstaða Banda- ríkjamanna enn ekki komin fram Valur Ingimundarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.