Morgunblaðið - 25.11.2006, Side 1

Morgunblaðið - 25.11.2006, Side 1
STOFNAÐ 1913 321. TBL. 94. ÁRG. LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is INN Í KJARNANN TILBÚINN TIL AÐ SKRIFA UM ÁSTINA, GRUNDVÖLLINN Í LÍFI ALLRA >> LESBÓK ÖNNUR ELLA ELLA & GARMURINN KETILL KALLA Á EYJÓLF MERGUR MÁLSINS >> 62 Arnbjörgu í 1. sætið www.arnbjorgsveins.is Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í dag Kraftur og reynsla til forystu! Kosningakaffi á kosningamiðstöðvunum kl. 09-18 í dag Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is ÍSLENDINGAR og Norðmenn ætla að hefja formlegar viðræður um eftirlit á norðurhöfum og fram- tíðarsamstarf á vettvangi varnar- og öryggismála. Þetta var ákveðið á óformlegum fundi sem Geir H. Haarde forsætisráðherra og Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, áttu í Helsinki í Finnlandi í gær. Fundur ráðherranna fór fram í tengslum við leiðtogafund Norðlægu víddarinnar sem fram fór í borginni. „Við ákváðum í þessu samtali okkar að löndin myndu hefja form- legar viðræður um eftirlit á norð- urhöfum og framtíðarsamstarf á vettvangi varnar- og öryggismála,“ segir Geir H. Haarde en gert er ráð fyrir að viðræðurnar hefjist fyrir jól. „Fyrsti fundurinn verður í Ósló og utanríkisráðuneyti [land- anna] munu hafa veg og vanda af undirbúningi fundanna. Ég geri ráð fyrir því að til viðbótar utanrík- isráðuneytinu verði af okkar hálfu einnig fulltrúar frá forsætis- og dómsmálaráðuneytinu vegna Landhelgisgæslunnar,“ segir Geir. Enn eigi þó eftir að ræða þessi mál betur í ríkisstjórn. Málið af spjallstigi yfir í formlegar viðræður „Ég tel að þetta sé mjög mik- ilvægt að koma þessu máli af óformlegu spjallstigi yfir í formleg- ar viðræður. Við vorum sammála um það,“ segir Geir um viðræður þeirra Stoltenbergs. „Það er mik- ilvægt að ganga frá því með hvaða hætti Norðmenn munu koma hér að okkar öryggismálum og eftirliti í norðurhöfum og tryggja með því siglingar og öryggi, ekki síst á þeirra eigin gasi frá Barentshafi og vestur til Bandaríkjanna.“ Þá sé nauðsynlegt að fá það fram hvort Norðmenn geti hugsað sér að senda herflugvélar sínar til æf- inga á Íslandi „sem ég teldi mik- ilvægt“, segir Geir. Geir segir ekki hægt að segja til um hversu langan tíma viðræðurn- ar muni taka. „Það er aðalatriðið að koma þeim í gang og fá fram hvað aðilar geta hugsað sér.“ Viðræður við Norðmenn munu hefjast fyrir jól Í HNOTSKURN »Íslendingar og Norð-menn hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður um samstarf á sviði varnar- og öryggismála. »Ákvörðunin kemur íkjölfar þess að norsk stjórnvöld lýstu yfir áhuga á slíku samráði. » Öryggi á siglingaleiðumá hafsvæðinu umhverfis Ísland er ofarlega á baugi nú um stundir ekki síst í ljósi þess að umferð stórra skipa á Norður-Atlantshafi mun aukast verulega á næstu ár- um. VINNA við skautasvell á Ingólfs- torgi hófst í gær en það verður opnað almenningi 7. desember nk. í tilefni af 50 ára afmæli Tryggingamiðstöðvarinnar sem hefur veg og vanda af uppsetn- ingu svellsins, ásamt Reykjavík- urborg. Jólatónlist mun hljóma á torginu auk þess sem reglulega verður boðið upp á tónlistaratriði í þann tæpa mánuð sem svellið verður opið. Björn Ingi Hrafnsson, formað- ur borgarráðs, segir jafnvel koma til greina að halda svellinu opnu lengur ef vel til tekst og einnig gæti farið svo að skautasvell á Ingólfstorgi yrði þar árlega yfir vetrarmánuðina, en fjölmargar áskoranir þess efnis hafa borist frá borgarbúum. Morgunblaðið/Sverrir Skauta- svell á Ing- ólfstorgi Buenos Aires. AP. | Markmiðið er að koma boltanum í markið með fótunum og Bras- ilíumenn og Argentínumenn taka öðrum þjóðum fram. Munurinn á hefðbundinni knattspyrnu og knattspyrnu blindra er einkum sá að það klingir í málmhlutum þegar boltanum er sparkað í átt að mark- inu, þar sem annar leikmaðurinn af tíu með sjón – þ.e. markmaðurinn í hvoru liði sem hefur fjóra útileikmenn – stendur ein- beittur á milli stanganna. Þannig myndi eflaust hlutlaus frásögn af heimsmeistaramóti blindra í knatt- spyrnu, sem fram fer í Buenos Aires um þessar mundir, hljóma. Það eru þó eitt at- riði enn sem skilur hana frá stærsta íþróttaviðburði heims. Áhorfendur verða að hafa grafarþögn meðan á leik stendur, svo að þjálfarinn geti komið boðum til sinna manna. Brasilíumenn skelltu Frökk- um 4-1 í opnunarleiknum sem þótti leikinn af nokkurri hörku, en um er að ræða fjórða heimsmeistarmótið af þessu tagi. AP Snillingar Brasilíumennirnir Jefferson og Daniao fagna öruggum sigri á Frökkum. HM blindra í knattspyrnu London. AFP. | Breska ríkisstjórnin hefur beðið stjórnvöld í Moskvu um upplýsingar sem gætu nýst lögreglunni við rannsókn á dauða njósnarans fyrrverandi, Alexanders Lítvínenkos, sem lést af völdum eitrunar á háskólasjúkrahúsi í London á fimmtudag. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá breska utanríkisráðuneytinu í gær, en leynilega breska COBRA-nefndin hefur komið sam- an til að ræða dauða Lítvínenkos.  Lítvínenko | 20 Bretar vilja aðstoð yfirvalda í Moskvu Kaíró. AP. | Hópur íslamskra fræði- manna hefur lýst því yfir að umskurð- ur kvenna gangi gegn boðum íslams og sé að auki árás á konur. Fræði- mennirnir, sem komu saman á ráð- stefnu í Kaíró, leggja því til að um- skurður verði bannaður og þeir verði sóttir til saka sem stunda hann. Þessi ályktun var samþykkt fyrir helgi á sérstakri ráðstefnu sem þýsku mannréttindasamtökin TARGET skipulögðu. Meðal þátttakenda voru Mohammed Sayed Tantawi, einn helsti kennimaður súnníta, og Sjeik Ali Gomaa, einn virtasti sérfræðing- urinn um íslam í heiminum í dag. Úrskurður þeirra beggja er sagður bindandi. Umskurður, sem sumir telja rétt- ara að nefna afskurð, er stundaður í mörgum ríkjum sunnan Sahara-eyði- merkurinnar í Afríku og í Egypta- landi, Jemen og Óman, þrátt fyrir mikinn þrýsting gegn aðgerðinni. Í umsögn fræðimannanna sagði að aðgerðin ylli konum líkamlegum og andlegum skaða, enda af mörgum tal- in fela í sér misþyrmingu. Áhrifamiklir fræðimenn segja aðgerðina brjóta gegn íslam Reuters Umdeilt Margir telja umskurð jafngilda misþyrmingu á konum. Vilja banna umskurð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.