Morgunblaðið - 10.02.2007, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 10.02.2007, Qupperneq 24
24 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI LANDIÐ Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Ísafjarðardjúp | „Ég er heimamað- ur, fæddur og upp alinn hér í Vatnsfirði og þetta er gamli hér- aðsskólinn minn,“ segir Guðbrand- ur Vatnsfjörð Baldursson sem tek- ið hefur við starfi staðarhaldara í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp, þegar hann var spurður um ástæð- ur þess að hann hefði tekið að sér starfið á þessum stað sem ekki er í alfaraleið. Einfaldur samningur Guðbrandur hefur unnið talsvert við ferðaþjónustuna í Reykjanesi á undanförnum árum, undir stjórn staðarhaldara sem stoppað hafa misjafnlega lengi við. „Ég hef frá því sagt að ráðningarsamningur minn sé einfaldur og hann megi orða í gömlum vestfirskum máls- hætti: Nýir vendir sópa best en þeir gömlu þekkja hornin.“ Segir Guðbrandur að það sé nýtt hjá eigendum eigna og reksturs að leita til heimamanns og vonar að það reynist ekki síðra en fá að- komumenn. Þá segir hann að kröf- urnar til sín séu nú ekki meiri en í þessum orðum felist. Ferðaþjónusta allt árið Mikið húspláss er í Reykjanesi þar sem áður var rekinn barnaskóli og héraðsskóli en það hafi ekki ver- ið að fullu nýtt síðustu árin. Nú er þar rekin ferðaþjónusta sem opin er allt árið, boðin er gisting og veit- ingar og aðalafþreyingin er göngu- ferðir og sund í einni af stærstu sundlaugum landsins. Að öllu jöfnu er lítið að gera yfir vetrarmánuðina enda er Reykja- nes töluvert utan alfaraleiðar. Breytingar eru þó framundan. Vegur um bæjarhlaðið Hafnar eru framkvæmdir við endurbætur á veginum um Ísa- fjarðardjúp á þessum slóðum. Vegagerðin hefur samið við tvö verktakafyrirtæki, KNH ehf. og Vestfirska verktaka, um að leggja nýjan 14,5 km veg sem í stað þess að fara um Eyrarfjall mun liggja með ströndinni fram hjá Reykja- nesi og yfir Mjóafjörð á vegfyllingu og brú. Þegar vegurinn verður full- gerður rennur umferðin nánast um hlaðið í Reykjanesi. Framkvæmd- um á að ljúka undir lok næsta árs. Guðbrandur segir að í þessu felist miklir möguleikar fyrir staðinn. Hann á þó von á því að áfram verði lögð áhersla á móttöku hópa, ekki lausaumferðina, því fólki liggi orðið svo mikið á að það megi ekki vera að því að stoppa. Framkvæmdinni fylgja töluverð verkefni því starfsmenn verktak- anna eru kostgangarar í Reykja- nesi og gista þar einnig. Þeir eru nú um fimmtán en verða tuttugu til þrjátíu þegar líður að vori, að sögn Guðbrands. Með honum vinna tvær pólskar stúlkur við fyrirtæk- ið. Nýr staðarhaldari í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp hefur nóg að gera „Nýir vendir sópa best en þeir gömlu þekkja hornin“ Reykjanes Miklar húseignir eru í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp, þar sem áður voru skólar. Þær eru nú notaðar við rekstur ferðaþjónustu. Í HNOTSKURN »Reykjanes kemst í al-faraleið undir lok næsta árs þegar þjóðvegurinn verður lagður út fyrir nesið. »Það mun skapa miklamöguleika fyrir ferða- þjónustuna sem rekin er á staðnum. »Þá fylgja framkvæmd-unum umsvif yfir dauðasta tíma ársins.                          "$ 8. -$ !  .   , .* .   3 #  2 ' #)    Mývatnssveit | Orkugangan 2007 verður haldin í Mývatnssveit 24. mars næstkom- andi. Mývetningar standa fyrir atburð- inum í samvinnu við Landsvirkjun. Orkugangan er 50 til 60 km fjallaskíða- ganga milli Kröflu í Mývatnssveit og Bakka við Húsavík. Leiðin liggur um Kröflu, Gjástykki, Þeistareyki og Reykja- heiði sem er sú leið sem orkan í fyrirhugað álver mun fara eftir. Gengið er um ósnort- ið land í stórkostlegu landslagi. Framkvæmd göngunnar er í höndum heimamanna og mun þar mæða mest á Ungmennafélaginu Mývetningi og Björg- unarsveitinni Stefáni. Upplýsingamiðstöð staðarins leggur líka hönd á plóginn og þar er unnt að leita upplýsinga. Gengið á skíðum á slóðum orkunnar Ísafjörður | Ísafjarðarbær hefur gert þjónustusamning við Snerpu á Ísafirði. Samningurinn gildir um þjónustu við tölvubúnað stofnana sveit- arfélagsins og hefur í för með sér hagræði fyrir Ísafjarð- arbæ sem fær faglega ráðgjöf og þjónustu á bestu kjör- um, segir í tilkynningu. Í Snerpu vinna níu starfsmenn, hver með sérfræðiþekkingu á sínu sviði. Þar af þrír tölvumenn í fyrirtækja- og þjón- ustudeild, vel þjálfaðir og menntaðir í öllu sem við kemur rekstri, uppfærslum og viðgerðum á hvers konar tölvum og al- mennum tölvukerfum. Fyrirtækið rekur einnig öfluga netþjónustu- og vefhönn- unardeild. Þetta þýðir að Snerpa er vel í stakk búin til að veita Ísafjarðarbæ örugga og fljóta þjónustu, segir í frétta- tilkynningu. Snerpa tekur að sér þjónustu fyrir Ísafjarðarbæ LJÓSMYNDADEILD Minjasafnsins á Akureyri státar af safnkosti upp á tvær og hálfa milljónir mynda. Um margar er ekk- ert vitað, en í dag verður opnuð sýningin Þekkir þú ... híbýli mannanna? þar sem almenningur er beðinn um hjálp við að bera kennsl á hús og fólk. Mikið er um myndir af húsum, m.a. úr safni Hallgríms Einarssonar og Arthur Gook, flestar frá Akureyri og úr Eyjafirði en líka úr öðrum lands- hlutum, að því talið er, að sögn Harðar Geirssonar, safnvarðar og umsjónarmanns ljósmyndadeildar. Þá verður hægt að skoða myndir af óþekktu fólki auk möppu með mannamyndum úr eigu Minjasafn- ins sem birtust í Degi á árunum 1990 – 2000. Hörður segir að þegar sé búið að skrá 90.000 myndir úr safninu, þannig að mikið verk er enn óunn- ið. „Við höfum ekki leitað til fólks áður með þessum hætti en fengum mjög góð viðbrögð við myndunum sem birtust í Degi á sínum tíma og hafa birst í Vikudegi undanfarin ár,“ sagði Hörður. „Af myndunum sem birtust í Degi þekktust um 75% og við erum að fá upplýsingar um 90% þeirra mynda sem nú eru að birtast í Vikudegi. Þetta er mjög góð aðferð og ekki síður skemmti- leg. Ég er líka sannfærður um að fólk hefur gaman af þessu; ég fór á svona greiningarsýningu í Þjóð- minjasafninu í haust og sá þá mynd af Borgarbíói nýju, mynd sem ég hafði aldrei séð áður og það var ótrúlega skemmtilegt.“ Sýningin hefst kl. 14 í dag og stendur til 28. apríl. Almenningur beri kennsl á fólk og hús Hörður Geirsson MÁLÞING verður haldið í dag í Ak- ureyrarAkademí- unni til þess að halda upp á tvö- föld tímamót í sögu kvennabar- áttunnar á Ís- landi; 150 ára fæðingarafmæli Bríetar Bjarnhéð- insdóttur og 100 ára afmæli Kvenréttindafélags Ís- lands. Málþingið, sem stendur frá kl. 14 til 17, er haldið í samstarfi við Rannsóknastofu í kvenna- og kynja- fræðum, Kvennasögusafn Íslands og Kvenréttindafélag Íslands. Margvísleg erindi verða flutt á málþinginu sem verður í gamla Húsmæðraskólanum, Þórunn- arstræti. Það er öllum opið og að- gangur ókeypis. Veisla og vísindi HÁTÍÐIN Veisla og vísindi verður haldin í dag í Háskólanum á Ak- ureyri kl. 11–16 á Sólborg og í rannsóknarhúsinu Borgum. Bæði verður kynnt hið margvíslega framboð á námi í skólanum og auk þess er hátíðin fyrsti liður í afmæl- isdagskrá skólans, sem verður 20 ára í september. Þorsteinn Gunn- arsson rektor mun kynna afmæl- isdagskrána nánar í anddyri Borga kl. 11 en hún stendur allt árið Allir eru velkomnir og foreldrar sérstaklega hvattir til að koma með börn sín og leyfa þeim að fara í könnunarleiðangur um háskólann. Bæjarráði líst vel á Norðurveg BÆJARRÁÐ Akureyrar fagnar hugmyndum sem kynntar voru í vikunni um Norðurveg. „Fram- kvæmdin sem slík styttir vega- lengdir milli tveggja stærstu og fjölmennustu svæða landsins frá 50–150 km eftir því við hvaða staði er miðað. Þessi stytting á leiðinni þýðir mun minni olíu- eyðslu, minni mengun og þar með minna útstreymi gróðurhúsa- lofttegunda. Þar sem Kjalvegur er hugsaður sem verkefni í einka- framkvæmd mun það ekki hafa áhrif á röð annarra brýnna fram- kvæmda í samgöngumálum. Ef af verður er áríðandi að endurbygg- ing á veginum um Kjöl verði fram- kvæmd með þeim hætti að raski verði haldið í algjöru lágmarki og að við hönnun vegarins verði um- hverfisvernd höfð að leiðarljósi,“ segir í bókun bæjarráðs. Kammersöngur KAMMERKÓR Akraness heldur tónleika í Akureyrarkirkju í dag kl. 16. Kórinn, sem skipaður er 14 manns, var stofnaður í ársbyrjun 2004 og eru flestir meðlimir einn- ig félagar í Kór Akraneskirkju. Á efnisskrá tónleikanna í Ak- ureyrarkirkju eru veraldleg lög frá Norðurlöndunum og Bret- landseyjum í aðgengilegum, áheyrilegum og laglegum útsetn- ingum. Stjórnandi kórsins er Sveinn Arnar Sæmundsson, organisti Akraneskirkju. Aðgangseyrir er kr. 1000. 112-dagurinn UM HÁDEGISBIL á morgun fylkja slökkviliðsmenn, lögregla, björgunarsveitarmenn og sjúkra- flutningamenn á Akureyri liði í bíla- og tækjalest í tilefni 112- dagsins. Bílalestin staðnæmist við Slökkvistöð Akureyrar um kl. 13 og verður þar opið hús til kl. 16. Þar munu viðbragðsaðilar kynna starfsemi sína og tækjabúnaður verður til sýnis. Fólk er hvatt til að koma og kynna sér þá starf- semi sem fram fer á vegum þess- ara aðila. Vetrarleikar á Leirutjörn HESTAMANNAFÉLAGIÐ Léttir heldur Vetrarleika á Leirutjörn í dag og hefjast þeir kl. 14. Nokkur ár eru síðan mótið var haldið síðast en það hefur ekki náðst að halda á ís frá árinu 2002 en nú er frost á Fróni og tjörnin vel búin undir bæði hesta og menn. Keppt verður í tölti unglinga og fullorðinna og í skeiði. Fundur um eldri borgara VINSTRIHREYFINGIN – grænt framboð heldur fund um málefni eldri borgara á morgun, sunnu- daginn, kl. 16.00 á Hótel KEA. Þur- íður Backman, alþingiskona og nefndarmaður í heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis, mun ávarpa fundinn en auk hennar mun Benedikt Davíðsson, fyrrverandi formaður Landssambands eldri borgara ræða um lífeyris- og kjaramál eldri borgara og Brit Biltvedt, félagsráðgjafi og for- stöðumaður á Hlíð á Akureyri, mun fjalla um þjónustu Akureyr- arbæjar við eldri borgara. Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, mun einnig ræða áherslumál flokksins í málefnum aldraðra og stöðu eldri borgara í aðdraganda kosninga. Samgöngur RÁÐSTEFNA um sjálfbærar sam- göngur verður á vegum Norður- landsdeilda Verkfræðinga-, Tæknifræðinga- og Arkitekta- félags Íslands í Ketilhúsinu í dag, kl. 10-16. Arfur Bríetar Mynd úr bókinni Fólk í fjötrum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.