Morgunblaðið - 10.02.2007, Side 39

Morgunblaðið - 10.02.2007, Side 39
Á ÁRINU 2005 vann HRM Rannsóknir og ráðgjöf í samvinnu við Félagsvísindastofnun HÍ um- fangsmikla þarfagreiningu fyrir fræðslu og menntun í ferðaþjón- ustu, að frumkvæði Samtaka ferða- þjónustunnar, (SAF). Niðurstöður greiningarinnar komu ekki á óvart. Það var mat bæði stjórnenda í ferðaþjónustu og starfsmanna að brýn þörf væri fyrir aukna mennt- un í greininni. Grunnmenntun er bágborin og óskipulögð en atvinnu- greinin kallar á starfsnám, sérhæft nám, símenntun og alþjóðleg tengsl til að geta þróast faglega sem gæðaþjónusta. Í því sambandi er mikilvægt að allir hagsmunaaðilar á sviði ferðaþjónustu leggist á eitt til að auka samkeppnishæfni grein- arinnar og hæfni starfsmanna. Styrkja þarf grunnstoðir grein- arinnar á sviði fræðslu og mennt- unar og á það ekki síst við um allan þann fjölda ófaglærðra starfsmanna í veitinga- og gistihúsum, í hvers konar ferðaþjónustu s.s. afþrey- ingu, hjá bílaleigum, hópbifreiðum og öðrum þjónustufyrirtækjum sem sinna ferðamönnum. Til þess að ná því markmiði að efla fræðslu og nám í ferðaþjón- ustu, efndu Starfsgreinasamband Íslands, (SGS) og SAF til sameig- inlegrar umræðu með fræðslu- aðilum vorið 2006. Í framhaldi af þeirri umræðu ákváðu samtökin að taka frumkvæði að ,,námi í ferða- þjónustu“ sem yrði skipulagt með þeim hætti að það gæti tengst námsframboði í skyldum greinum ferðaþjónustunnar. SGS og SAF fengu Fræðslumiðstöð atvinnulífs- ins og símenntunarmiðstöðvar til liðs við sig að verkefninu ,,Kennum ferðaþjónustu“ og hönnuðu í fyrstu lotu nám, ,,þjónustugrunn“ fyrir ófaglærða sem starfa í veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi innan ferðaþjónustunnar eða stefna að starfi í greininni. Fyrsti hluti þessa náms getur hentað ágætlega sem grunnámskeið fyrir nýliða eða sumarstarfsfólk. Náminu er ætlað að efla persónulega, faglega og al- menna færni til að veita gæðaþjón- ustu og takast á við fjölbreytt úr- lausnarefni í ferðaþjónustu. Að námi loknu eiga starfsmenn að hafa betri forsendur til að taka að sér flóknari verkefni, auka sjálfstæði í starfi, vera færari um að bera ábyrgð á eigin símenntun og taka þátt í frekara námi á sama vett- vangi. Við hönnun námsins var gengið út frá þörfum greinarinnar og aðstæðum starfsfólks. Tekið var mið af reynslu atvinnulífsins í Sví- þjóð og Finnlandi á vettvangi ferðaþjónustugreina og farið í þeirra smiðju við úrlausn einstakra verkefna. Mikilvægt er að nota framsæknar náms- og kennsluað- ferðir og að námið búi starfsfólk sem best undir störf á vinnustað framtíðarinnar, í ört vaxandi at- vinnugrein. Nú í mars munu Mímir símennt- un í Reykjavík og Símennt- unarmiðstöð Eyjafjarðar prufu- keyra fyrstu námskeiðin, 3 x 20 kennslustundir, fyrir ófaglærða starfsmenn í ferðaþjónustu. Námið fyrir ófaglærða í greininni verður m.a. kostað af fræðslusjóð- um SGS og aðild- arfélaga þess og Sam- taka atvinnulífsins, Starfsafli og Lands- mennt. Fræðslu- miðstöð atvinnulífsins mun meta námið, m.a. í samráði við þátttak- endur, til að byggja áfram undirstöður að hagnýtu grunnámi í ferðaþjónustunni. SAF og SGS leggja áherslu á að hér sé um að ræða vísi að fagnámi í greininni sem einnig beri að kenna á framhaldskólastigi, með opnar leiðir að frekari sérhæfingu. SAF og SGS munu þess vegna beita sér fyrir frekari útfærslu þessa náms og að við framkvæmd þess verði hugað að fullorðinsfræðslu og leið- um til þess að meta raunfærni starfsfólks í ferðaþjónustunni sem hefur áhuga á því að ljúka skil- greindu námi á sviðinu. SGS og SAF munu einnig beita sér fyrir því að námið verði skil- greint sem starfsnám á framhald- skólastigi, sem gefi námseiningar, og samtökin vilja ganga enn lengra. Þau leggja áherslu á að eins fljótt og unnt er verði nám á „ferðaþjón- ustubraut“ framhaldsskóla skipu- lagt með þeim hætti að það geti tengst námsframboði í skyldum greinum ferðaþjónustunnar eins og matvæla- og veitinganámi og versl- unar- og skrifstofugreinanámi. Auka þarf tengsl og samhengi „ferðaþjónustubrautar“ við annað nám í ferðaþjónustugreinum, bæði utan formlega skólakerfisins og innan þess, á framhaldsskólastigi og háskólastigi þannig að markmið námsins skili sér í betri gæðum og aukinni þjónustu, ef vel á að takast til, í einni framsæknustu atvinnu- grein landsins. Þannig öðlist ferða- þjónustan verðugan sjálfstæðan sess sem frumatvinnugrein í menntakerfinu, þar sem hún er studd mismunandi faggreinum mis- munandi þjónustu. Það er mál til komið og að því er unnið. Kennum ferðaþjónustu Skúli Thoroddsen og María Guðmundsdóttir fjalla um nám í ferðaþjónustugreinum » SGS og SAF leggjaáherslu á að nám á „ferðaþjónustubraut“ framhaldskóla verði skipulagt eins fljótt og unnt er og að það teng- ist námsframboði í skyldum greinum ferða- þjónustunnar, eins og matvæla- og veitinga- námi og verslunar- og skrifstofugreinanámi. Skúli Thoroddsen María er upplýsinga- og fræðslu- fulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar, SAF, og Skúli er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands, SGS. María Guðmundsdóttir MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2007 39 ÞARFT ÞÚ AÐ SELJA FASTEIGN? HJÁ FASTEIGNASÖLU ÍSLANDS ER ÞAÐ LÖGGILTUR FASTEIGNASALI SEM SKOÐAR OG VERÐMETUR EIGNINA. GERÐU KRÖFUR - ÞAÐ ER MIKIÐ Í HÚFI. HÖFUM KAUPENDUR AÐ: 1) Einbýli í Kópavogi, Garðabæ eða Hafnarfirði. 2) Raðhúsi í Fossvogi eða Garðabæ. 3) Hæð í austurbæ Reykjavíkur (104 -105). 4) 5-6 herb. íb. í Kópavogi, helst við Digranes. 5) 4ra herb. íb. í Breiðholti. 6) 2-3ja herb. íb. í vesturbæ Reykjavíkur. 7) 2-3ja herb. í Grafarv., Hraunbæ eða Hafnarf. 8) Atvinnuhúsnæði á jh. 100-500 fm. VIÐ ERUM VIÐ SÍMANN Í DAG KL. 11-16 588 5060 Hef til sölu 3 samþykktar eignarlóðir á hinu afar eftirsótta svæði við Flúðir í Hrunamannahreppi. Lóðirnar eru um 2,2 hektarar að stærð. Fjarlægð frá Flúðum um 2,5 km. Mjög víðsýnt og fjallahringurinn fagur. Vegur, heitt og kalt vatn að lóðarmörkum. Lóðirnar verða til sýnis á morgun, sunnudag 11. febrúar, eða samkvæmt samkomulagi. Nánari upplýsingar gefur Jón Hólm Stefánsson í síma 896 4761. Jón Hólm Stefánsson Lögg. fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali Flúðir - stórar eignarlóðir MÁL Glaðheima í Kópavogi hefur nú aftur komist í hámæli í kjölfarið á sölu Kópavogs á landinu til tveggja fyrirtækja, Smáratorgs og Kaupangs. Þau kaupa samtals 9,6 ha og greiða fyrir um 6,5 milljarða. Þetta land var í eigu Kópavogs en bærinn leysti til sín lóð- arleigusamninga við hestamenn í Glað- heimum fyrir kosningar síðasta vor og greiddi þá tæplega 3,2 millj- arða króna sem mun vera fyrir hesthúsin á svæðinu. Að auki kost- ar bærinn flutning hesthúsasvæðisins og uppbyggingu nýrrar reiðaðstöðu og byggir nýtt áhaldahús bæjarins. Samtals á það að kosta tæplega 2 milljarða. Við þetta losna um 11,5 ha af landi bæjarins en hluti fer undir vegi. Svæðið sem fyr- irtækin kaupa er aukið með landi áhaldahúss bæjarins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kópavogur á við leigutaka á sínu landi og er fróðlegt að bera saman viðskipti bæjarins við þá undanfarið. Við Vatnsendahvarf átti bærinn við marga íbúa í einbýlishúsum sem höfðu lóðarleigusamninga við bæinn. Þar leysti bærinn til sín lóðarleigusamn- inga en samkomulag náðist ekki um eignarnámsbætur. Málið fór því fyrir Matsnefnd eignarnámsbóta. Hún úr- skurðaði að leigulandið á þessu svæði skyldi metið á um 4.000 kr./m². Í landi Lundar í Fossvogsdal átti bærinn við afkomendur bóndans, sem hafði erfðafestusamning á landi Lundar en jörðin var í eigu bæjarins. Erfðafestan nær til reksturs landbún- aðarstarfsemi á jörðinni en landbúnaði var hætt og þarna reknar leigu- íbúðir og húsakosturinn í niðurníðslu. Að frum- kvæði fyrirtækisins Lundar ehf., sem mun tengjast afkomendum bóndans, gerði bærinn samning við fyrirtækið um uppbyggingu íbúða- hverfis í Lundi. Lundur ehf. sér um gatnagerð og greiðir ¼ af gatnagerð- argjöldum í bæjarsjóð og selur síðan íbúðirnar í almennri sölu á markaði. Bera má saman fermetraverð í þessum viðskiptum bæjarins við leigutaka landsins. Fyrir lóðarleigu- samninga í Vatnsendahvarfi mun bærinn borga um 4000 kr./m². Fyrir heimild til að byggja íbúðir á landi bæjarins í Lundi mun bærinn fá um 4.800 kr./m² ef miðað er við að gatna- gerðargjöld af meðalíbúð á svæðinu sé um 4 milljónir. Ef þau eru um 8 millj- ónir fær bærinn um 9.600 kr./m². Fyr- ir land Glaðheima fær bærinn um 68.000 kr./m²! Munurinn á þessu fermetraverði er sláandi og vekur mann til umhugs- unar um hver græðir á þessum samn- ingum. Í Vatnsendahvarfi er óhætt að segja að leigutakar ríði ekki feitum hesti frá viðskiptum sínum við bæinn. Í Lundi fá leigutakarnir afhenta eign bæjarins á silfurfati. Það sem þeir græða á hverri íbúð er munurinn á því sem þeir greiða á fermetra og markaðsverði á fermetra, sem sam- kvæmt samningum um Glaðheima gæti verið allt að 60.000 kr./m². Upp- reiknað gæti verðmæti eignar Kópa- vogs sem þeim var afhent numið 6 milljörðum króna. Að öllum líkindum er það þó ekki svo hátt og ræðst end- anlega af markaðsaðstæðum þegar íbúðirnar eru seldar. Varlega áætlað hlýtur þetta þó að vera um 1–2,5 milljarðar kr. miðað við forsendur um 2–5 milljónir að meðaltali á íbúð. Hér hefði Kópavogur átt að leysa til sín leigusamninginn og vísa til Mats- nefndar eignarnámsbóta. Bygging- arlandið hefði síðan átt að úthluta hæstbjóðanda og hefðu þá þessir pen- ingar runnið til bæjarins. Við sölu Glaðheimalandsins fær bærinn 6,5 milljarða en þarf sjálfur að greiða um 5,2 milljarða. Mismun- urinn 1,3 milljarðar er „hagnaður bæjarins“. Bærinn mun samt verða af umtalsverðum peningum því hann greiðir fyrir hesthúsin langt umfram matsverð húsakostsins og hvað það kostar að byggja sambærileg hesthús á nýjum stað. Þetta umframverð er hagnaður sem lendir í vösum eigenda hesthúsanna en ekki eiganda landsins. Þessir peningar gætu verið um eða yf- ir 1 milljarður króna. Meðal eigenda hesthúsanna eru lóðabraskararnir sem hleyptu málinu af stað í upphafi með uppkaupum á hesthúsum í hverf- inu. Hagsmuni hverra gætir meirihluti bæjarstjórnar? Eigandi landsins, Kópavogsbær og íbúar hans, hafa bor- ið skarðan hlut frá borði í viðskiptum með Lund og Glaðheima en bærinn hefur gætt hagsmuna sinna til hins ýtrasta við Vatnsendahvarf. Er meiri- hlutinn að gæta hagsmuna einhverra annarra en eigandans að landinu við Lund og Glaðheima? Eignarrétturinn er heilagur og flokkarnir í meirihlut- anum eru talsmenn eignaréttarins en samt meta þeir hann lítils þegar bær- inn sjálfur á í hlut. Mér finnst sem meirihluti bæjarstjórnar hafi ekki gætt hagsmuna bæjarins og íbúa hans sem skyldi. Það er óþolandi fyrir íbúa bæjarins þegar geðþótti ræður af- greiðslu mála og meðferð eigna bæj- arins. Ef bærinn afhendir aðilum eignir sem eru mikils virði og geta orðið að miklum verðmætum er það lágmark að þeim sé úthlutað þannig að jafnræðis sé gætt eða að það sé gert að undangengu útboði þar sem hagstæðasta tilboði er tekið. Önnur vinnubrögð vekja grun um spillingu. Umboðssvik eru refsiverð. Mér finnst það geta verið athugandi hvort um- boðssvik hafi verið framin þegar bær- inn fær ekki sannvirði fyrir eignir sín- ar í landi eða greiðir óeðlilega hátt verð fyrir hesthús. Kópavogsbær er með þessu að gefa aðilum út í bæ um 2–4 milljarða af eigum sínum endur- gjaldslaust. Um Glaðheima og fleira Árni Davíðsson fjallar um lóðasölu og skipulagsmál í Kópavogi »Mér finnst það getaverið athugandi hvort umboðssvik hafi verið framin þegar bær- inn fær ekki sannvirði fyrir eignir sínar í landi eða greiðir óeðlilega hátt verð fyrir hesthús. Árni Davíðsson Höfundur er líffræðingur og íbúi í Kópavogi. SANDUR MÖL FYLLINGAREFNI WWW.BJORGUN.IS Sævarhöfða 33, 112 Reykjavík, sími 577 2000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.