Morgunblaðið - 10.02.2007, Síða 49

Morgunblaðið - 10.02.2007, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2007 49 BORÐTENNISHERBERGI í Laugardalshöll 16. júlí 1972. Klukk- an er rúmlega fimm: Áskorandinn hefur látið eitthvað óvandað út sér. Nú er mælirinn fullur. Heimsmeist- arinn hefur sagt hingað og ekki lengra og er á leiðinni út úr þessu einkennilega herbergi, út úr einvíg- inu; á leið heim. Á eftir heimsmeist- aranum gengur hröðum skrefum aðaldómarinn Lothar Schmid og segir: Þú lofaðir mér. Eins og önn- ur hetja úr Íslendingasögunum snýr heimsmeistarinn aftur og kýs að mæta örlögum sínum. Hinn 30. janúar sl. varð Boris Spasskí 70 ára. Hann lék aðalhlut- verkið í því sjónarspili sem nefnt hefur verið „einvígi aldarinnar“ og BBC hefur kallað einn stærsta við- burð á sviði menningar og íþróttar á 20. öld. Einvígið í Laugardalshöll ’72 hefur alla tíð verið merkt og selt sem kaldastríðs-uppgjör en út frá sjónarhóli Spasskís markar það sennilega endi á persónulegum leið- indum og jafnframt byrjun á nýju tímabili. Þegar hann kom til Íslands í lok júní 1972 umkringdur körlum með þessa yndislegu KGB-áru allt um lykjandi, sáu Íslendingar mann sem virtist af allt öðru sauðahúsi; glæsi- legan heimsborgara sem tók við blómum með þakklæti á svip, bar sig frjálslega, lék tennis, veiddi lax, fór á dansleik í Borgarfirði, gaf sig á tal við Pétur og Pál, heillaði kon- ur og svo mætti áfram telja. Hvort sem þessum ágæta manni líkaði það betur eða verr bar hann á herðum sér heiður Sovétríkjanna. Spasskí hefði getað yfirgefið borðtennisher- bergið og Ísland sem heimsmeist- ari, er niðurstaða Davids Edmonds og Johns Eidinow, höfunda nýjustu bókarinnar um einvígið, Bobby Fischer goes to war. Tveim mánuðum síðar hafði svið- ið verið tekið niður og menn flognir burt hver í sína áttina; á tröppum ráðhússins í New York afhenti John Lindsay borgarstjóri hinum nýja heimsmeistara lykilinn að New York. En var þessu makalausa einvígi þar með lokið? Ekki verður betur séð viðburðurinn sem slíkur hafi verið svo stór í sniðum að enn í dag lifi hann sjálfstæðu lífi. Spasskí fékk reikninginn strax við heimkomuna: hann var settur út úr landsliði Sovétmanna, fékk að tefla erlendis um nokkurra mánaða skeið, þegar hann skildi við Larissu konu sína og reyndi að kvænast Marinu hinni frönsku mátti hann þola ýmsar kárínur frá hendi yf- irvalda, var um skeið undir eftirliti lögreglunnar, íbúð hans lögð í rúst við eitt slíkt tækifæri, vinirnir hurfu o.s.frv. Að lokum kom mál hans til kasta Amnesty og var síðan leyst á toppfundi í Moskvu; Spasskí fékk franskt vegabréf og hélt því sovéska. Hann fluttist til Frakk- lands og hefur búið þar síðan. Dramað var fullkomnað í mars 2005 þegar „kaldastríðshetjunni“ Bobby Fischer var kippt út úr jap- önsku fangelsi og flogið til Íslands. Þessi saga er flestum kunn og verð- ur ekki tíunduð hér frekar. Fyrsta undrabarnið Boris Vasilievitsj Spasskí fæddist í Leníngrad, sem nú heitir Péturs- borg. Hann var fyrsta sovéska undrabarnið í skák. Tíu ára gamall vann hann sjálfan Mikhael Botv- innik í fjöltefli og 1955 varð hann heimsmeistari unglinga. Hann ávann sér að tefla á áskorenda- mótinu í Amsterdam 1956 þá aðeins 19 ára gamall. Þá þegar var talið nær fullvíst að hann yrði heims- meistari fyrr en síðar. Spasskí missti hinsvegar af lestinni á sov- éska meistaramótinu 1958 en í byrj- un sjöunda áratugarins tók að rofa til. Hann mætti Bobby Fischer í fyrsta skipti við skákborðið á móti í Mar del Plata árið 1960. Þeir urðu efstir með 13½ vinning úr 15 skák- um en Spasskí vann innbyrðis við- ureign í 29. leikjum. Skákina má finna í riti Fischers, My 60 memo- rable games. Spasskí varð efstur við fjórða mann á millisvæðamótinu í Amsterdam 1964, vann síðan Ker- es, Geller og Tal í áskorendaein- vígjunum ári síðar og mætti Tigran Petrosjan í heimsmeistaraeinvígi 1966. Petrosjan vann 12½:11½. Stuttu síðar var Spasskí kominn til Kaliforníu og tefldi á Piatigorskí- mótinu í Santa Monica 1966. Hafði sigur ½ vinningi á undan Fischer sem átti frægan endasprett. Aftur hafði Spasskí betur í skákum þeirra innbyrðis. Spasskí gersigraði mótherja sína í áskorendakeppninni 1968. Geller, Larsen og Kortsnoj steinlágu allir. Hinn 17. júní 1969 varð Spasskí tíundi opinberi heimsmeistarinn í skák, hafði þá hlotið 12½ vinning í 23 skákum í einvíginu við Petrosj- an. Hápunktinum á ferlinum var náð í Siegen 1970 er hann vann Bobby Fischer á 1. borði í viðureign Sov- étmanna og Bandaríkjanna og náði þar bestum árangri 1. borðs manna. Árin frá 1964 til 1970 voru bestu ár Spasskí í skákinni. Hann vann sjö einvígi af átta sem hann háði, sigraði á fjölmörgum öflugum skák- mótum, átti sér engan líkan í með- höndlun á alls kyns stöðum í mið- tafli. Eftir tapið í Reykjavík og þá röskun sem varð á einkahögum, til- komu nýrrar kynslóðar skákmanna með Karpov í broddi fylkingar var eins og metnaðurinn á skáksviðinu minnkaði smátt og smátt. Hann tefldi frægt einvígi um réttinn til að skora á heimsmeistarann við Korts- noj um áramótin 1978–79 en tapaði, vann ýmis sterk mót eins og hið ægisterka sovéska meistaramót 1973, Bugonjo ’78 og Linares-mótið ’83. Stutt jafntefli og almennur skort- ur á baráttugleði settu mark á þátt- töku hans í nánast hverju móti. Íslandsvinur Til Íslands hefur Spasskí komið ótal sinnum eftir einvígið ’72. Svo eitthvað sé talið þá skal fyrst nefna einvígi hans við Vlastimil Hort á Loftleiðahótelinu 1977, leynilegt einvígi sem hann háði við Friðrik Ólafsson haustið 1982, hann tefldi á 60 ára afmælismóti SÍ 1985, heims- bikarmóti Stöðvar 2 1988, með Sol- ingen á Evrópumóti taflfélaga 1990, kom með franska landsliðinu snemma árs 1993 vegna lands- keppni Íslendinga og Frakka. Þá var hann heiðursgestur á sýningu og pallborðsumræðum SÍ vegna 30 ára afmælis „einvígis aldarinnar“ í Þjóðmenningarhúsinu 2002. Hann var meðal fyrirlesara á málþingi um arfleið Friðriks Ólafssonar í Landsbankanum á síðasta ári. Einn leikur getur breytt skáksögunni Spasskí var þjálfari íslenska ól- ympíuliðsins í skák haustið 1988. Þegar við mættum Frökkum nokkrum vikum síðar í Saloniki vann Spasskí Jóhann Hjartarson á 1. borði. Það þótti sumum súrt í broti. Gaman þótti okkur hinsvegar að kynnast viðhorfum hans til ým- issa mála. Hann kvaðst hafa stúd- erað ljósmyndir af Tigran Petrosj- an úr einvíginu 1966 og komist að þeirri niðurstöðu að þegar Arme- níumaðurinn var sem óstyrkastur var hann í reynd hættulegastur við skákborðið. Þegar hann virtist pollrólegur og öruggur í fasi var lít- ið á óttast. Hann ræddi stundum um að einn slakur leikur gæti breytt skáksög- unni og vísaði þar í skák sem hann tefldi við Polugajevskí á sovéska meistaramótinu 1961. Raunar er skáksagan krökk af slíkum dæmum sbr. einvígi Karpovs og Kasparovs. Óhætt er að fullyrða að enginn erlendur stórmeistari hefur sett meira mark á skáklíf Íslendinga sl. 50 ár. Boris Spasskí sjötugur Hápunktur ferilsins Ólympíumótið í Siegen 1970, Sovétríkin Bandaríkin. Boris Spasskij sigrar Bobby Fischer á 1. borði. SKÁK helol@simnet.is Helgi Ólafsson. Elsku hjartans afi og langafi. Nú þegar leiðir skilja, langar okkur að þakka þér fyrir allt það góða sem þú gafst okkur og allar þær fallegu minningar sem við eig- um um þig. Þær munum við geyma í hjörtum okkar. Við vorum svo ótrúlega stoltar af því að eiga þig sem afa. Þú stóð fyrir og kenndir okkur öll ✝ GuðmundurFriðriksson fæddist í Seldal í Norðfirði 24. júní 1913. Hann lést á Hrafnistu í Reykja- vík 31. janúar síð- astliðinn og var kvaddur í Fossvogs- kirkju 6. febrúar. þau gildi sem hver manneskja óskar sér. Þú varst hógvær, nær- gætinn, heiðarlegur, skemmtilegur en ekki hvað síst fallegur og góður vinur. Við kveðjum þig elsku afi með erindi úr einu af okkar uppá- halds ljóðum. Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér og ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert hann fer. En ég vona bara að hann hugsi svolítið hlýlega til mín og leiði mig á endanum aftur til þín. (Megas) Hafðu þökk fyrir allt og allt. Ástar- og saknaðarkveðja Oddný og Ríkey. Guðmundur Friðriksson ar voru frásagnir hennar af mönnum og málefnum. Lífið lék ekki alltaf við Höllu, hún tók nærri sér fordóma og þekking- arleysi sem ríkja svo oft gagnvart þeim sem skera sig úr fjöldanum. Málefni einhverfra voru henni sér- staklega hugleikin þar sem Sigríður dóttir hennar var einhverf og var bar- áttan fyrir meiri lífsgæðum fyrir þeirra hönd oft hörð. Ýmislegt hefur þó áunnist í þessum málaflokki og þótt enn sé langt í land er þekkingin sem betur fer orðin meiri og hlut- skipti einhverfa barna og aðstand- enda þeirra betra í dag en þá var. Halla naut lífsins á margvíslegan hátt og var hin fjölbreytta náttúra landsins, saga og menning þeim Árna uppspretta óteljandi ánægjustunda. Fjallgöngur, hellaskoðun og ferðalög um Ísland og um víða veröld voru líf hennar og yndi. Fáir voru fróðari en Halla um gamlar íslenskar matar- hefðir og var hún afar dugleg að miðla af þeirri þekkingu sinni þannig að all- ir hrifust með og fylltust áhuga. Þeg- ar ég kveð Höllu vinkonu mína minn- ist ég glæsilegrar, skemmtilegrar og lífsglaðrar konu sem var öðrum fróð- ari um flest. En ég minnist líka trygg- lynds vinar. Lífið verður fábreyti- legra án hennar en ég er þakklát fyrir góða samfylgd öll þessi ár. Árna, son- um, ættingjum og vinum votta ég mína dýpstu samúð. Unnur Jónsdóttir. Halla Í hvert sinn sem kirkjan á holtinu rekur nefið upp í regnskýin – og það er oft því skýin hanga tíðum yfir þessu holti – verðurðu nálæg til að yrkja um það ljóð rímuð og stuðluð eða ekki eftir atvikum. Sömuleiðis ævinlega þegar sólin skín og eins í norðanbyl. Og sé spurt segirðu alltaf að veðrið sé gott. Eitt af svo mörgu sem þú kunnir: Að tala vel um allt, líka veðrið. Í hvert sinn sem sungið er, sama hvað, verðurðu nálæg til að minna okkur á gleymd orð, botna, undarlega fyrriparta. Og á göngu um fjöll – ögn lofthrædd reyndar – eða flatneskju, þar eða hér eða annars staðar verðurðu líka til að sjá fegurðina líka í regninu, líka í melnum og skýjunum. Elísa. Hallgerður bar með sér birtu hvar sem hún kom; gullið hár, bjart bros, alúð, góðvild, hispursleysi, glettni og orðsnilld. Atorka hennar og eljusemi voru með fádæmum enda lætur hún eftir sig drjúg dagsverk fyrir sam- ferðafólk sitt, félög sem hún starfaði í, vinnustað sinn Þjóðminjasafn Íslands og fræðasvið sitt þjóðfræðina. Missir þeirra allra er mikill. Sárastur er þó söknuður fjölskyldu hennar í Sörla- skjólinu og á Norðfirði. Ég sendi þeim samúðarkveðjur og kveð Hallgerði með því austfirska ávarpi sem svo oft fór okkar á milli. Vertu sæl, gæska. Sigurborg Hilmarsdóttir. Hún var að austan. Heimsóknir í Seldal gerðu alla nánari landinu okk- ar og þar eystra upplifði maður óvið- jafnanlegar viðtökur hjá fólkinu hennar. Og það er einfaldlega ógleymanlegt. Hún kunni alla söngtexta, hefð- bundnar stökur og skrýtnar bögur og skákaði þar með öllum helstu trúba- dorum við utanverðan Eyjafjörð. Og allt þetta flutti hún betur en aðrir. Hún eldaði fiskisúpu betur en for- mæðrum okkar hafði nokkurn tíma tekist að gera, þó hún notaði bara þeirra uppskriftir í bland við sína eðl- islægu matarást. Og allir urðu mettir. Hún bjó yfir reynslu, sem hjálpaði mörgum að komast upp á fæturna aft- ur, þegar þeir þurftu á því að halda; hún kenndi mér að anda eins og mað- ur. Og þess nýt ég nú. Hún var vinur vina sinna, vinur minn og vinur vina minna og börnin okkar eru vinir. Og það er ef til vill til marks um að tilvera okkar sé nokkuð mikils virði. Hún er dáin og hennar er sárt saknað. Blessuð sé minning Höllu. Þórólfur. Það var mjúk lending að byrja vinnu á Þjóðminjasafninu á þjóð- háttadeildinni hjá Hallgerði. Við náð- um strax vel saman, urðum góðar vin- konur og upphófst þar eitt skemmtilegasta tímabil sem ég hef átt í vinnu. Það var hugur í okkur því spennandi tímar voru framundan, opnun safnsins og mikið um að vera. Við Hallgerður unnum saman að fjöl- mörgum skemmtilegum verkefnum og vorum bara frekar ánægðar með okkur og fannst samvinnan yfirleitt skila góðu. Það var svo einstakt að vinna með Hallgerði því jafnframt því að hafa báða fætur á jörðinni virtist hún einhvernveginn í svo góðum tengslum við almættið og opin fyrir fjölbreytileika mannlífsins. Í dag er komið að því að kveðja mína kæru vinkonu. Mig langar til að þakka henni samfylgdina, fyrir vin- áttuna, andríkið, húmorinn, gæskuna og allt. Líka fyrir öll skemmtilegu samtölin um fræðin, guð og menn og allt og ekkert. Ég sendi hennar stóra og góða hópi ættingja og vina og þá sérstaklega Árna, Gulla og Eldjárni innilegar samúðarkveðjur. Sigrún Kristjánsdóttir. Okkur langar að minnast vinkonu okkar Hallgerðar Gísladóttur með fá- einum orðum. Vegir hafa lengi tvinn- ast á ýmsum sviðum. Höfum verið ná- grannar um áratugi og unnið saman í Samtökum herstöðvaandstæðinga og öðrum samtökum á líku sviði. Lengi hefur verið siður að hittast heima hjá Höllu og Árna á Þorláks- messukvöld að lokinni friðargöngu, viðurgjörningur jafnan ógleymanleg- ur og grundvallaður á þekkingu Hall- gerðar á fornri matargerð. Þangað leggja leið sína hópar úr hinni merki- legu Tjarnar- og Hafstaðfjölskyldu sem er einn fjölþættasti skyld- og tengdamannabálkur í landinu. En Hallgerður var af austfirskum stofn- um þar sem menn berast minna á en vita sínu viti. Ýmislegt var brallað á þessum stundum og við aðrar samvistir og hrannast minningar upp. Stundum var farið með rjúpur til að rifja upp undirstöðuatriðin í hamflettningu þeirra eða rökrætt um gáfur húsdýra með nauðsynlegu ættfræðilegu ívafi og sagnaefni og ekki síst vísna sem Hallgerður kunni urmul af. Með Hallgerði er gengin merk vís- indakona og skarð eftir hana á sviði þjóðlegra fræða. En meira er vert að missa þennan góða vin, þessa glað- legu og skemmtilegu konu, þessa hlýju og góðu manneskju. Síðustu Þorláksmessu tók Hall- gerður á móti fólki með eðlislægum glæsileik þótt hún væri hart leikin af sjúkdómi sínum og vísnaminnið, harði diskurinn eins og vinir hennar kölluðu það, óbrigðult. Það er góð minning um kvenhetju. Við sendum Árna, Eldjárni og Gulla okkar dýpstu samúðarkveðjur. Jón Torfason og Sigríður Kristinsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Hall- gerði Gísladóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Ólöf Sesselja og Guð- rún Arnalds, Hrefna Róbertsdóttir, Karl Rúnar Þórsson og Hanna Rósa Sveinsdóttir, Guðrún Guðmunds- dóttir, Þórunn Hafstað, Gróa Finns- dóttir og fjölskylda, Kristín Jóns- dóttir og Birna Kristín Lárusdóttir, Margrét Gunnlaugsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir og Sigrún Ólafs- dóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.