Morgunblaðið - 10.02.2007, Side 50

Morgunblaðið - 10.02.2007, Side 50
50 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ ÁSKIRKJA: | Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Elíasar og Hildar Bjargar. Guðsþjón- usta kl. 14. Prestur sr. Hans Markús Haf- steinsson, héraðsprestur. Páll Skaftason kynnir Gideonfélagið og starf þess. Kór Áskirkju syngur. Organisti Kári Þormar. Kaffisopi í safnaðarheimilinu að guðs- þjónustu lokinni. Sóknarprestur. BÚSTAÐAKIRKJA: | Barnamessa á sunnu- daginn klukkan 11. Fræðsla í umsjón sr. Örnu Ýrar Sigurðardóttur og Báru Elías- dóttur. Guðsþjónusta á Sunnudaginn kl. 14. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar fyrir altari. Kór Bústaðakirkju syngur. DÓMKIRKJAN: | Kl. 11 messa, sr. Bára Friðriksdóttir prédikar. Dómkórinn syngur, organisti er Marteinn Friðriksson. Barna- starf á kirkjuloftinu. Að lokinni messu er fundur í Safnaðarfélaginu. Á boðstólum er súpa og notalegt spjall. Allir velkomnir. GRENSÁSKIRKJA: | Barnastarf kl. 11 í umsjá Jóhönnu Sesselju Erludóttur og unglinga í kirkjustarfinu. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Petrína Mjöll Jóhannes- dóttir. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Org- anisti Árni Arinbjarnarson. Samskot til Hins íslenska biblíufélags. Molasopi eftir messu. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: | Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Hreinn S. Hákonarson. HALLGRÍMSKIRKJA: | Fræðslumorgunn kl. 10. Bænamál Saltarans: Dr. Kristinn Ólason, rektor Skálholtsskóla flytur er- indi. Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Sig- urður Pálsson prédikar og þjónar ásamt sr. Guðna Má Harðarsyni, skólapresti, og messuþjónum. Mótettukór syngur. Organ- isti Björn S. Sólbergsson. Kaffi eftir messu. HÁTEIGSKIRKJA: | Messa og barnaguðs- þjónusta kl. 11. Umsjón með barnaguðs- þjónustu Erla Guðrún Arnmundsdóttir og Þóra Marteinsdóttir. Léttar veitingar eftir messu. Organisti Douglas A. Brotchie. Prestur Tómas Sveinsson. Landsspítali háskólasjúkrahús: Landar- kot | Guðsþjónusta kl. 14. Rósa Kristjáns- dóttir djákni, organisti Birgir Ás Guð- mundsson. LAUGARNESKIRKJA: | Kl. 11. Messa og sunnudagaskóli. Sigurbjörn Þorkelsson fr.stj. Laugarneskirkju leiðir messuna og prédikar. Organisti er Árni Heiðar Karls- son. Stella Rún, Þorri og María Rut sjá um sunnudagaskólann. Kaffi og djús eftir messu. Ath. að kvöldmessa febrúarmán- aðar verður sunnudaginn 18. febrúar kl. 20. NESKIRKJA: | Messa og barnastarf kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðar- söng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Börnin byrja í messunni en fara síðan í safnaðarheimilið. Guðmunda og Björg sjá um barnastarfið. Kaffisopi eftir messu á Torginu. SELTJARNARNESKIRKJA: | Biblíudagur- inn haldinn hátíðlegur. Messa kl. 11. Org- anisti er Violeta Schmith og Sigurður Grét- ar Helgason þjónar fyrir altari. Sunnudagaskólinn er á sama tíma. Eftir stundina er kirkjugestum boðið að þiggja kaffibolla í safnaðarheimili kirkjunnar. Ver- ið velkomin. ÓHÁÐI söfnuðurinn | Messa kl. 14. Barna- starf á sama tíma. Maul eftir messu. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: | Almenn guðs- þjónusta kl 14. Gideonmenn lesa lestra dagsins og kynna Gideonfélagið. Anna Sigga og Carl Möller leiða almennan safn- aðarsöng og fermingarbörn aðstoða í guðsþjónustunni. Ása Björk Ólafsdóttir þjónar fyrir altari og hugleiðir um Biblíu- daginn og Orð Guðs í samtímanum. Anda- brauðið í lokin. ÁRBÆJARKIRKJA: | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Sögur, söngvar og góðir gest- ir. Kirkjukaffi á eftir. Sjá nánar á heima- síðu kirkjunnar. www.arbaejarkirkja.is BREIÐHOLTSKIRKJA: | Messa kl. 11. Prestur sr. Gísli Jónasson. Organisti Magnús Ragnarsson. Tekið við gjöfum til Hins íslenska biblíufélags. Barnaguðs- þjónusta á sama tíma í umsjá Elínar, Jó- hanns, Karenar og Lindu. Léttur málsverð- ur í safnaðarheimili eftir messuna. DIGRANESKIRKJA: | Messa kl 11.00. Prestur sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson. Org- anisti Kjartan Sigurjónsson. Kór: B. hópur. Sunnudagaskóli í kapellu á sama tíma. Súpa í safnaðarsal eftir messu. Kvöld- messa með hljómsveit æskulýðsfélags Digraneskirkju kl. 20.00. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson. www.digranes- kirkja.is FELLA- OG HÓLAKIRKJA: | Á Biblíudaginn sunnud. 11. feb. kl. 11 er fjölskyldu- messa í Fella-og Hólakirkju. Prestur sr. Guðmundur K. Ágústsson. Barna- og ung- lingakór Fella- og Hóla syngur og leiðir safnaðarsöng undir stjórn Lenku Mateovu og Þórdísar Þórhallsdóttur Meðhjálpari er Jóhanna F. Björnsdóttir. Fjölbreytt dag- skrá. Velkomin. Grafarholtssókn | Fjölskyldumessa í Ing- unnarskóla kl. 11. Biblíudagurinn. Barna- kór kirkjunnar syngur. Djús og kex eftir messu. Eftir messu gefst kirkjugestum kostur á að skoða Vajsenhusbiblíuna frá 1747, sem Gissur Erlingsson færði kirkj- unni að gjöf í liðinni viku til minningar um konu sína Valgerði Óskarsdóttur. GRAFARVOGSKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 11. Séra Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Barna- og unglingakór kirkjunnar syngur. Guðsþjónusta á Hjúkr- unarheimilinu Eir kl.13.30. Prestur sr. Vig- fús Þór Árnason. Þorvaldur Halldórsson syngur og spilar. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Umsjón: Hjörtur og Rúna. GRAFARVOGSKIRKJA – Borgarholts- skóli: | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Lena Rós Matthíasdóttir. Umsjón: Gunnar, Díana og Guðrún María. Undirleik- ari: Guðlaugur Viktorsson HJALLAKIRKJA: | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar. Fé- lagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti Ólafur W. Finns- son. Barnaguðsþjónusta kl. 13. Við minn- um á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18 og Opið hús á fimmtudag kl. 12 (sjá einnig á www.hjallakirkja.is). KÓPAVOGSKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 11. Kór Kópavogskirkju syngur og leiðir safnaðarsöng. Organisti Sigrún Stein- grímsdóttir. Barnastarf í kirkjunni kl. 12.30. Umsjón Sigríður, Þorkell Helgi og Örn Ýmir. Bæna- og kyrrðarstund þriðju- dag kl. 12.10. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: | Fjölbreytt og skemmtilegt barnastarf kl. 11. Færðsla fyrir fullorðna, Kristín Þorsteins- dóttir kennir. Samkoma kl. 20 með mikilli lofgjörð og fyrirbænum. Friðrik Schram predikar. Samkoma á Eyjólfsstöðum á Héraði kl. 20. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: | Sunnudaginn 11. febrúar kl.17, er sam- koma. Sýnd verður mynd frá vakningu i Kína. Allir hjartanlega velkomin. Kaffi eftir samkomu HJÁLPRÆÐISHERINN: | Samkoma sunnu- dag kl. 20. Majór Frank M. Gjeruldsen tal- ar. Umsjón: Anne M. Reinholdtsen. Heim- ilasamband fyrir konur mánudag kl. 15. Trúboðsfórn tekin. Sérstök samkoma þriðjudag 13/2 kl. 20 „Orðið í öndvegi“. Gestir: Majórshjónin Marianne og Clive Adams. Opið hús daglega kl. 16-18 nema mánudaga. FRÍKIRKJAN KEFAS | Sunnudagaskóli kl. 11 fyrir alla krakka! Almenn samkoma kl. 14. Bryndís Svavarsdóttir prédikar. Lof- gjörð og fyrirbænir. Barnagæsla á meðan á samkomu stendur og kaffisala að henni lokinni. Allir hjartanlega velkomnir! Vegurinn kirkja fyrir þig | Kl. 11. Fjöl- skyldusamkoma, lofgjörð, kennsla, ung- barnastarf, Skjaldberar, barnakirkja, létt máltið að samkomu lokinni. Kevin Uppton frá Skotlandi kennir. Kl. 19, samkoma, Kevin Upton predikar, lofgjjörð, fyrirbænir og samfélag í kaffisal á eftir samkomu. Allir hjartanlega velkomnir. KFUM og KFUK: | Samkoma í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28, kl. 20. „Einn skal annan styrkja“ Sigurður Bjarni Gísla- son er ræðumaður kvöldsins. Mikill söng- ur og lofgjörð. Samfélag og kaffi eftir sam- komuna. Verið öll hjartanlega velkomin. KIRKJA JESÚ KRISTS hinna síðari daga heilögu, Mormónakirkjan: | Ásabraut 2, Garðabæ. Sunnudaga: 11.15 sakrament- isguðsþjónusta. 12.30 sunnudagaskóli. 13.20 félagsfundir. Þriðjudaga: 17.30 trúarskóli yngri. 18.00 ættfræðisafn. 18.30 unglingastarf. 20.00 trúarskóli eldri. Allir eru alltaf velkomnir. KAÞÓLSKA KIRKJAN: | Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16. miðvikudaga kl. 20. Hafnarfjörður, Jósefskirkja: Sunnu- daga: Messa kl. 10.30. Virka daga: Messa kl. 18.30. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 08.30. Virka daga: Messa kl. 8. Keflavík, Barbörukapella: Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14. KAÞÓLSKA KIRKJAN: | Reykjavík, Krists- kirkja í Landakoti: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18. Virka daga: Messa kl. 18. Laugardaga: Barnamessa kl. 14 að trúfræðslu lokinni. Reykjavík, Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11. Laugardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30. KAÞÓLSKA KIRKJAN: | Stykkishólmur, Austurgötu 7: Virka daga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga: Messa kl. 10. Ísa- fjörður: Sunnudaga: Messa kl. 11. Flat- eyri: Laugardaga: Messa kl. 18. Bolung- arvík: Sunnudaga kl. 16. Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl. 19. Ak- ureyri, Péturskirkja: Laugardaga: Messa kl. 18. Sunnudaga: Messa kl. 11. HVÍTASUNNUKIRKJAN FÍLADELFÍA: | English service at 12.30 in main hall. Al- menn samkoma kl. 16.30. Ræðum. Jón Þór Eyjólfsson Gospelkór Fíladelfíu leiðir söng. Fyrirbæn- ir í lok samkomu. Aldursskipt barnakirkja 1-12 ára. Allir velkomnir. Bein útsending á Lindinni og www.gospel.is. Samkoma á Omega kl. 20. BRAUTARHOLTSKIRKJA á Kjalarnesi: | Messa í Brautarholtskirkju sunnudaginn 11. feb. kl. 11 f.h. Gunnar Kristjánsson sóknarprestur. HAFNARFJARÐARKIRKJA | (Biblíudagur 11. febrúar 2007.) Guðsþjónusta kl.11. Prestur: Sr. Gunnþór Þ. Ingason. Organ- isti: Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Kór: Kór Hafnarfjarðarkirkju. Sunnudagaskólar í Strandbergi og Hvaleyrarskóla á sama tíma. Æðruleysismessa kl. 20. Prestar: Sr. Ólafur Jens Sigurðsson og sr. Gunnþór Þ.Ingason. Hljómsveitin Gleðigjafar leikur og syngur. Söngvari: Edgar Smári Atlason. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: | Kl. 11. Barnaguðsþjónusta. Mikil söng- og gleðistund sem barnafræðarar og prestur sjá um. Kl. 14. Guðsþjónusta með altarisgöngu. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Guð- mundar H. Guðjónssonar organista. Sr. Kristján Björnsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffisopi og spjall eftir messu. LÁGAFELLSKIRKJA: | Lágafellskirkja. Messa kl. 11. Biblíudagurinn. Predikun: sr. Kjartan Jónsson, héraðsprestur. Kirkju- kór Lágafellssóknar. Organisti: Jónas Þór- ir. Sunnudagaskóli í kirkjunni kl. 13. Um- sjón: Hreiðar Örn Stefánsson og Jónas Þórir. Prestarnir VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: | Sunnu- dagurinn 11. febrúar: Sunnudagaskólinn kl. 11. Skemmtileg stund fyrir börn á öll- um aldri. Guðsþjónusta kl. 13. Kór Víð- istaðasóknar syngur létta söngva undir stjórn Úlriks Ólasonar. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: | Sunnudaga- skóli kl. 11 – góð stund fyrir alla fjölskyld- una. Kvöldvaka kl. 20. Hvernig er að vera útlendingur á Íslandi? Brooks A. Hood gít- arsmiður talar um það er hann fluttist til landsins. Kórinn leiðir söng undir stjórn Arnar Arnarsonar og fer m.a. með kirkju- gesti á framandi slóðir. VÍFILSSTAÐIR | Guðsþjónusta klukkan 14 í samkomusalnum á Vífilsstöðum. Orgel- leikari Jóhann Baldvinsson og félagar úr Vídalínskirkjukórnum syngja. Prestur sr. Svanhildur Blöndal. ÁSTJARNARSÓKN: | Guðsþjónusta í sam- komusal Hauka, Ásvöllum kl. 17. KÁLFATJARNARSÓKN: | Kirkjuskóli í Stóru-Vogaskóla kl. 11. Guðsþjónusta í Kálfatjarnarkirkju kl. 14. VÍDALÍNSKIRKJA: | Leikmannaguðsþjón- usta kl. 11 í umsjón Nönnu Guðrúnar djákna. Guðlaugur Sigurgeirsson prédikar. Leikmenn flytja messuliði. Kór Vídalíns- kirkju og Jóhann Baldvinsson sjá um tón- listina með söfnuðinum. Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjón Jóhönnu, Hjördísar og Ármanns. Molasopi eftir athöfn. Allir velkomnir BESSASTAÐAKIRKJA: | Messa kl. 11. Biblíudagurinn. Sr. Friðrik J. Hjartar þjónar. Álftaneskórinn og Bjartur Logi Guðnason sjá um tónlistina með söfnuðinum. Ferm- ingarbörn aðstoða. Börn borin til skírnar. Molasopi í messulok í kirkjunni. Allir hjart- anlega velkomnir! BESSASTAÐASÓKN: | Sunnudagaskóli kl. 11 í sal Álftanesskóla í umsjón Kristjönu Thorarensen. Allir velkomnir. NJARÐVÍKURKIRKJA (Innri-Njarðvík): | Sunnudagaskóli sunnudaginn 11. febrúar kl. 11. Umsjón hafa Laufey Gísladóttir, Dagmar Kunáková og Elín Njálsdóttir. Að- alsafnaðarfundur að lokinni guðsþjónustu 25. febrúar kl. 11. Dagskrá: Venjuleg að- alfundarstörf. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: | Sunnudaga- skóli sunnudaginn 11. febrúar kl. 11. Um- sjón María Rut Baldursdóttir og Hanna Vil- hjálmsdóttir. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: | Fjölskyldu- guðsþjónusta sunnudaginn 11. febrúar kl. 11. Kór kirkjunnar leiðir söng undir stjórn Natalía Chow Hewlett organista. Með- hjálpari Ástríður Helga Sigurðardóttir. Aðalsafnaðarfundur Ytri-Njarðvíkursafnað- ar 18.febrúar að lokinni guðsþjónustu kl.11. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. KEFLAVÍKURKIRKJA: | Guðsþjónusta verður í Keflavíkurkirkju sunnudaginn 11. febrúar kl. 11. Erla Guðmundsdóttir stýrir barnastarfinu ásamt Helgu Magnúsdóttur. Börnin fara inn í safnaðarheimili að sam- veru lokinni. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Hákonar Leifssonar organ- ista. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson. AKRANESKIRKJA: |10. febrúar (laugar- dagur) Íhugunaræfing kl. 11-14. Léttur málsverður í boði sóknarinnar. Leiðbein- ingar um kristna íhugun. Sunnudagur 11. febrúar. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Söng- ur, saga, ný mynd í möppu! Guðsþjónusta kl. 14.00. Ólafur Jóhann Borgþórsson pré- dikar. Kór kirkjunnar leiðir söng. Organisti Jón Bjarnason. AKRANESKIRKJA: | 10. febrúar (laugar- dagur) Íhugunaræfing kl. 11-14. Léttur málsverður í boði sóknarinnar. Leiðbein- ingar um kristna íhugun. Allir velkomnir! Sóknarprestur. Möðruvallakirkja | Fjölskylduguðsþjón- usta verður fyrir allt prestakallið í Möðru- vallakirkju laugardaginn 10. febrúar kl. 11. Mikill og skemmtilegur söngur. Allir velkomnir. Sóknarprestur. Athugið vel: LAUGARDAGUR, ekki sunnudagur. GLERÁRKIRKJA: | Sunnudagur 11. febr- úar. Barnasamvera og messa kl. 11. Fé- lagar úr Kór Glerárkirkju syngja. Organisti: Hjörtur Steinbergsson. Sr. Arnaldur Bárð- arson þjónar. Ferminarbörn og foreldrar þeirra hvött til þátttöku í helgihaldinu. AKUREYRARKIRKJA: | Guðsþjónusta í kapellu kl. 11. Sr. Svavar A. Jónsson. Súpa og brauð (kr. 300) á eftir. Sunnu- dagaskóli á sama tíma. Messa með suð- ur-amerískri tónlist kl. 20.30. Sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir. Rafn Sveinsson leik- ur á slagverk og Stúlknakór Akureyrar- kirkju syngur. Stjórnandi: Eyþór Ingi Jóns- son. SVALBARÐSKIRKJA: | Guðsþjónusta sunnudaginn 11. febrúar kl. 14. Ferming- arfræðsla í safnaðarstofunni kl. 11. Grenilundur: Guðsþjónusta sunnudaginn 11. feb. kl. 16. Grenivíkurkirkja: kyrrðar- stund mánudagskvöldið 12. feb. kl. 20. VÍKURKIRKJA í Mýrdal: | Guðsþjónusta með léttri tónlist og söngvum verður í Vík- urkirkju í Mýrdal sunnudaginn 11. febrúar. kl. 14. ristinn Níelsson skólastjóri Tón- skóla Mýrdalshrepps og nemendur tón- skólans munu leika undir í lögunum ásamt Kristínu Björnsdóttur organista. Kirkjukórar Víkur- og Skeiðflatarkirkna munu leiða sönginn undir stjórn Önnu Björnsdóttur. Fjölmennum til kirkju og syngjum Drottni lofgjörð og þökk. Ferming- arbörn og foreldrar í öllum sóknum presta- kallsins sérstaklega hvött til að mæta í Víkurkirkju. Sóknarprestur. Kirkjuskólinn í Mýrdal Minni á samveruna á laugardag. VILLINGAHOLTSKIRKJA í Flóa | Guðsþjón- usta nk. sunnudag kl. 13.30. Söngkór Hraungerðisprestakalls leiðir söng undir stjórn Inga Heiðmars Jónssonar. Vænst er þátttöku fermingarbarna og aðstandenda þeirra. Kristinn Ágúst Friðfinnsson. SELFOSSKIRKJA: | Messa kl. 11. Hjónin Sandra Gunnarsdóttir og Ólafur Gestsson lesa ritningarorð. Fermingarbörn og for- eldrar þeirra hvattir til að koma. Barna- samkoma í Safnaðaheimili kl. 11.15. Léttur málsverður eftir athöfnina. For- eldramorgunn miðvikudag 14. febrúar kl. 11. Sr. Gunnar Björnsson. EYRARBAKKAKIRKJA: | Guðsþjónusta 11. febrúar kl. 11. HVERAGERÐISKIRKJA: | Sunnudagurinn 11. febrúar. Hveragerðiskirkja Sunnu- dagaskóli kl. 11. Heilsustofnun NLFÍ. Guðsþjónusta kl. 11. Mömmumorgnar í Hveragerðiskirkju á þriðjudögum kl. 10. Þriðjudaginn 13. febrúar talar Guðný Gísladóttir um svefn og matarvenjur ung- barna. Sóknarprestur SÓLHEIMAKIRKJA | Guðsþjónusta verður í Sólheimakirkju sunnudaginn 11. febrúar kl. 14, með sérstakri þátttöku hóps fiðlu- nemenda á Suzuki námskeiði að Sólheim- um. Sr. Birgir Thomsen þjónar fyrir altari. Organisti er Ester Ólafsdóttir Íslenska kirkjan í Lundúnum | Sunnudag- inn 11. febrúar næstkomandi verður messa kl.15 í Þýsku kirkjunni á Montpe- lier Place í Knightsbridge. Bragi Bergþórs- son syngur einsöng og Júlía Mogensen leikur á selló. Íslenski kórinn í London syngur undir stjórn Gísla Magnasonar. Sunnudagaskólinn að venju og kirkjukaffi eftir messu. Morgunblaðið/Arnaldur Breiðholtskirkja. Verkamenn í víngarði. Matt. 20. MESSUR Á MORGUN Kvikmyndakvöld í Landakoti „The Song of Bernadette“ – „Óður Bernadette“ (1943, 156 mín.). Í dagatali kirkjunnar er 11. febr- úar helgaður minningu um birtingu Maríu meyjar í Lourdes. Hinn 11. febrúar 1858 birtist María mey í fyrsta sinn fátækri stúlku í litlum sveitabæ í Suður-Frakklandi. Bernadette Soubirous veit ekki hver þessi „fallega dama“ er. Hún verður fyrir miklum fordómum og mis- skilningi og verður margt að þola. Spádómur fallegu dömunnar rætist: „Ég get ekki lofað yður að gera yð- ur farsæla í þessu lífi en hinsvegar í hinu komanda.“ Myndin er gerð eftir skáldsögu Frans Werfels, þýsks gyðings. Þeg- ar hann var á flótta undan nasistum komst hann einnig til Lourdes. Þar hét hann því að semja sögu um Bernadette ef hann slyppi. Honum tókst að komast til Bandaríkjanna og í þakkarskyni skrifaði hann sög- una um atburðina í Lourdes. Sýningin hefst kl. 19 í safn- aðarheimili Kristskirkju á Hávalla- götu 16. Aðgangur er ókeypis og öll- um heimill meðan húsrúm leyfir. Æðruleysismessa í Hafnarfjarðarkirkju Sunnudagskvöldið 11. febrúar kl. 20 fer fram æðruleysismessa í Hafn- arfjarðarkirkju. Sr. Gunnþór Þ. Ingason og sr. Ólafur Jens Sigurðs- son munu stýra henni. Tónlist- arflutningur sem hljómsveitin Gleði- gjafar annast verður á léttum og björtum nótum. Eftir messuna er boðið upp á kvöldhressingu í Strandbergi. Þess er vænst að AA- menn, fjölskyldur þeirra og velunn- arar sæki æðruleysismessuna en hún er öllum opin. Árdegis fer fram guðsþjónusta í kirkjunni kl. 11. Allt frá árinu 1978 hefur AA-starf fengið gott skjól á vegum Hafn- arfjarðarkirkju. AA-fundir fóru fyrst fram í Dvergasteini, litlu timb- urhúsi sem kirkjan hafði til umráða og stóð austan megin við hana. Síð- ar fékk starfið athvarf í gamla sýslumannshúsinu á Suðurgötu þann tíma, sem kirkjan hafði þar að- stöðu til safnaðarstarfs. Þrír AA- hópar sækja nú vikulega fundi í Vonarhöfn Safnaðarheimilisins Strandbergs og eru mjög ánægðir og þakklátir fyrir þá aðstöðu og all- an stuðning kirkjunnar við þýðing- armikið mannræktarstarf AA- samtakanna. Guðsþjónustur í Hafnarfjarð- arkirkju á árum áður voru iðulega helgaðar AA-starfi og kvöld- samkomur fóru þar fram reglulega til að styðja baráttu gegn vímuefn- um. Þess er vænst að reglulegar æðruleysismessur í Hafnarfjarð- arkirkju festi sig vel í sessi og styðji við og tengist sem best því góða vikulega AA-starfi sem fer fram í Vonarhöfn Strandbergs. Prestar og sóknarnefnd Hafn- arfjarðarkirkju. Kátir krakkar í Vídalínskirkju Þriðjudaginn 13. febrúar verður op- ið hús fyrir 6–9 ára börn í safn- aðarheimili Vídalínskirkju frá kl. 9– 14. Margt skemmtilegt verður í boði eins og tónlist, fræðsla, leikir og bíó. Í hádeginu verður boðið upp á pyls- ur og djús. Það þarf að tilkynna þátttöku barnanna á netfangið gardasokn@gardasokn.is eða í síma 565 6380. Verkefnið er unnið í sam- starfi við foreldrafélög grunnskól- anna en Ármann Hákon Gunnarsson æskulýðsfulltrúi heldur utan um verkefnið fyrir hönd kirkjunnar. Öll börnin fá bol að gjöf frá kirkjunni og þátttaka er ókeypis. Kvöldmessa febrúarmánaðar í Laugarneskirkju verður 18. febrúar Vegna óviðráðanlegra orsaka verð- ur engin kvöldmessa í Laugarnes- kirkju á morgun. Færist kvöldmessa febrúarmánaðar aftur um einn sunnudag að þessu sinni eða til KIRKJUSTARF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.