Morgunblaðið - 18.02.2007, Síða 1
STOFNAÐ 1913 48. TBL. 95. ÁRG. SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
„ÁTRASKANIR koma stundum fram hjá stelp-
um, sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Alls
konar hegðunarvandamál geta sést hjá þolendum
– svo sem erfiðleikar með að treysta öðru fólki og
ýmis tilfinningaleg vandamál, þunglyndi og sjálf-
skaðandi hegðun. Kynferðislegt hömluleysi sést
stundum eða erfiðleikar í tengslum við kynlíf.
Fullorðnar konur, sem hafa þolað kynferðisof-
beldi annaðhvort sem unglingar eða börn, eiga
stundum erfitt í tengslum við meðgöngur og fæð-
ingar. Kvenskoðun getur verið mörgum erfið.
Börn geta einangrað sig, til dæmis átt erfitt með
að umgangast jafnaldra og vini, orðið ofbeld-
ishneigð og reið, leið og hvaðeina.“ Þetta er á
meðal þess sem Vigdís Erlendsdóttir, sálfræð-
ingur og forstöðumaður Barnahúss, segir um sál-
rænar afleiðingar kynferðisofbeldis gegn börn-
um.
Hægt að koma fólki til hjálpar
Ummæli Valgerðar Baldursdóttur, geðlæknis á
Reykjalundi, styðja þessa skoðun. Hún segir að
ofbeldi í barnæsku, og þá sérstaklega kynferð-
islegt ofbeldi hafi meiri áhrif á manneskju en
nokkuð annað sem hún þurfi að þola í lífinu. „Það
er ekki hægt að veita barni meiri skaða en að
misnota það kynferðislega,“ segir hún.
Ingibjörg Þórðardóttir var þolandi kynferðisof-
beldis frá fimm ára til 16 ára aldurs og ræðir
hvernig farið er inn fyrir öll mörk einstaklings-
ins, bæði líkamleg og sálræn. Hún hefur unnið í
sínum málum í fimm og hálft ár og segir að það
sé hægt að koma fólki til hjálpar löngu eftir of-
beldið en eftir því sem lengra líði verði vinnan
erfiðari. „Með mikilli vinnu er hægt að læra að
treysta og trúa á hið góða í fólki.“
Átröskun, hömluleysi og reiði
Kynferðislegt ofbeldi hefur meiri áhrif á manneskju en nokkuð annað sem hún þarf að þola í lífinu
Forsetahjónum Argentínu er stund-
um líkt við Hillary og Bill Clinton
og ýmsa grunar að þau stefni að því
að frúin taki við embættinu í haust.
Vikuspegill
Frúin í stað
forsetans?
Einn af ráðherrum útlagastjórnar
Vestur-Sahara segir íslensk fyr-
irtæki stela fiski á miðum þjóð-
arinnar, sem býr við hernám Mar-
okkómanna.
Daglegt líf
Flóttamenn
í Sahara
Hljómsveitin Sigur Rós stendur fyr-
ir tónleikum í Héðinshúsinu í kvöld
þar sem framkvæmdum við tengi-
braut í gegnum Álafosskvos í Mos-
fellsbæ er mótmælt.
Menning
Sigur Rós
mótmælir
Eftir Agnesi Bragadóttur
agnes@mbl.is
VINSTRIHREYFINGIN – grænt
framboð vill strax taka á kvótabraski
og kvótaleigu, komist flokkurinn í
ríkisstjórn að afloknum kosningum.
Auk þess vilja vinstri græn taka á
aðgangi innlendrar fiskvinnslu að
hráefni, því æ minna magn fari um
fiskmarkaði. Þetta er meðal þess
sem kemur fram í viðtali við Stein-
grím J. Sigfússon, formann vinstri
grænna „Er ekki karlremba, heldur
róttækur femínisti“ í Morgunblaðinu
í dag.
Steingrímur segir að ef vinstri
græn og Samfylking geta myndað
meirihlutastjórn að afloknum kosn-
ingum, þá væri þar um sögulegan
stórsigur að ræða, sem í fælust þau
skilaboð „að þannig ríkisstjórn vildi
þjóðin.“ Viðræður við Samfylk-
inguna yrðu því fyrsti kostur hjá
vinstri grænum, ef flokkarnir tveir
ná meirihluta.
Steingrímur segir það rangt, að
hann vilji ekki sitja í ríkisstjórn und-
ir forsæti Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur. „Ég get að sjálfsögðu
hugsað mér að eiga sæti í ríkisstjórn
undir forsæti Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur. Ég hef aldrei nokkurn
tímann útilokað það,“ segir Stein-
grímur.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs
Morgunblaðið/RAX
Formaðurinn Steingrímur J. Sigfússon segir að Vinstrihreyfingin - grænt
framboð sé betur tilbúin nú en nokkru sinni til að hefja kosningaslaginn.
Vill taka á
kvótabraski
Telur það söguleg stórtíðindi fái
vinstriflokkarnir meirihluta á Alþingi
Ingibjörg Sólrún Geir Haarde
» Steingrímur segir að
myndun vinstristjórnar
verði fyrsti kostur en hann
útilokar ekki stjórnarsam-
starf við Sjálfstæðisflokkinn.
SJÓNVARPSÞÆTTIRNIR um Latabæ eru nú sýndir í
106 löndum, að því er fram kemur í grein um Magnús
Scheving, framkvæmdastjóra Latabæjar, í stórblaðinu
The New York Times í gær.
Í greininni er Magnúsi lýst sem „einum af þekktustu
mönnum og útflutningsvörum Íslands“. Hann er sagður
óviðjafnanleg blanda af bandaríska líkamsrækt-
armeistaranum Jack LaLanne og breska auðkýf-
ingnum Richard Branson.
Greinin er birt í föstum þætti í blaðinu sem nefnist „Svipmynd á laug-
ardegi“ og er þar fjallað á jákvæðan hátt um Latabæ og það markmið
þáttanna að stuðla að hreyfingu og hollu mataræði barna. Kemur meðal
annars fram að sala á ávöxtum og grænmeti hafi aukist um 22% á einum
mánuði á Íslandi þegar latóhagkerfinu var hleypt af stokkunum.
Sýndur í 106 löndum
Sálrænar afleiðingar
kynferðisofbeldis
Kynferðislegt ofbeldi hefur
verið í brennidepli að und-
anförnu. Sálfræðingur, geð-
læknir og þolandi velta fyrir
sér afleiðingum þess og hvaða
leiðir eru færar til að vinna úr
sársaukanum. » 10
Í VILLTU VESTRI
SÆBJÖRN VALDIMARSSON KYNNTI SÉR
SÖGUSLÓÐIR KÚREKA OG KALDRA KARLA >> 32
FULLKOMNASTA
FRYSTIHÚS Í HEIMI
ÁRÆÐNI
SAMHERJI >> 4