Morgunblaðið - 18.02.2007, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 18.02.2007, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 48. TBL. 95. ÁRG. SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is „ÁTRASKANIR koma stundum fram hjá stelp- um, sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Alls konar hegðunarvandamál geta sést hjá þolendum – svo sem erfiðleikar með að treysta öðru fólki og ýmis tilfinningaleg vandamál, þunglyndi og sjálf- skaðandi hegðun. Kynferðislegt hömluleysi sést stundum eða erfiðleikar í tengslum við kynlíf. Fullorðnar konur, sem hafa þolað kynferðisof- beldi annaðhvort sem unglingar eða börn, eiga stundum erfitt í tengslum við meðgöngur og fæð- ingar. Kvenskoðun getur verið mörgum erfið. Börn geta einangrað sig, til dæmis átt erfitt með að umgangast jafnaldra og vini, orðið ofbeld- ishneigð og reið, leið og hvaðeina.“ Þetta er á meðal þess sem Vigdís Erlendsdóttir, sálfræð- ingur og forstöðumaður Barnahúss, segir um sál- rænar afleiðingar kynferðisofbeldis gegn börn- um. Hægt að koma fólki til hjálpar Ummæli Valgerðar Baldursdóttur, geðlæknis á Reykjalundi, styðja þessa skoðun. Hún segir að ofbeldi í barnæsku, og þá sérstaklega kynferð- islegt ofbeldi hafi meiri áhrif á manneskju en nokkuð annað sem hún þurfi að þola í lífinu. „Það er ekki hægt að veita barni meiri skaða en að misnota það kynferðislega,“ segir hún. Ingibjörg Þórðardóttir var þolandi kynferðisof- beldis frá fimm ára til 16 ára aldurs og ræðir hvernig farið er inn fyrir öll mörk einstaklings- ins, bæði líkamleg og sálræn. Hún hefur unnið í sínum málum í fimm og hálft ár og segir að það sé hægt að koma fólki til hjálpar löngu eftir of- beldið en eftir því sem lengra líði verði vinnan erfiðari. „Með mikilli vinnu er hægt að læra að treysta og trúa á hið góða í fólki.“ Átröskun, hömluleysi og reiði Kynferðislegt ofbeldi hefur meiri áhrif á manneskju en nokkuð annað sem hún þarf að þola í lífinu Forsetahjónum Argentínu er stund- um líkt við Hillary og Bill Clinton og ýmsa grunar að þau stefni að því að frúin taki við embættinu í haust. Vikuspegill Frúin í stað forsetans? Einn af ráðherrum útlagastjórnar Vestur-Sahara segir íslensk fyr- irtæki stela fiski á miðum þjóð- arinnar, sem býr við hernám Mar- okkómanna. Daglegt líf Flóttamenn í Sahara Hljómsveitin Sigur Rós stendur fyr- ir tónleikum í Héðinshúsinu í kvöld þar sem framkvæmdum við tengi- braut í gegnum Álafosskvos í Mos- fellsbæ er mótmælt. Menning Sigur Rós mótmælir Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is VINSTRIHREYFINGIN – grænt framboð vill strax taka á kvótabraski og kvótaleigu, komist flokkurinn í ríkisstjórn að afloknum kosningum. Auk þess vilja vinstri græn taka á aðgangi innlendrar fiskvinnslu að hráefni, því æ minna magn fari um fiskmarkaði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í viðtali við Stein- grím J. Sigfússon, formann vinstri grænna „Er ekki karlremba, heldur róttækur femínisti“ í Morgunblaðinu í dag. Steingrímur segir að ef vinstri græn og Samfylking geta myndað meirihlutastjórn að afloknum kosn- ingum, þá væri þar um sögulegan stórsigur að ræða, sem í fælust þau skilaboð „að þannig ríkisstjórn vildi þjóðin.“ Viðræður við Samfylk- inguna yrðu því fyrsti kostur hjá vinstri grænum, ef flokkarnir tveir ná meirihluta. Steingrímur segir það rangt, að hann vilji ekki sitja í ríkisstjórn und- ir forsæti Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. „Ég get að sjálfsögðu hugsað mér að eiga sæti í ríkisstjórn undir forsæti Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Ég hef aldrei nokkurn tímann útilokað það,“ segir Stein- grímur. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs Morgunblaðið/RAX Formaðurinn Steingrímur J. Sigfússon segir að Vinstrihreyfingin - grænt framboð sé betur tilbúin nú en nokkru sinni til að hefja kosningaslaginn. Vill taka á kvótabraski  Telur það söguleg stórtíðindi fái vinstriflokkarnir meirihluta á Alþingi Ingibjörg Sólrún Geir Haarde » Steingrímur segir að myndun vinstristjórnar verði fyrsti kostur en hann útilokar ekki stjórnarsam- starf við Sjálfstæðisflokkinn. SJÓNVARPSÞÆTTIRNIR um Latabæ eru nú sýndir í 106 löndum, að því er fram kemur í grein um Magnús Scheving, framkvæmdastjóra Latabæjar, í stórblaðinu The New York Times í gær. Í greininni er Magnúsi lýst sem „einum af þekktustu mönnum og útflutningsvörum Íslands“. Hann er sagður óviðjafnanleg blanda af bandaríska líkamsrækt- armeistaranum Jack LaLanne og breska auðkýf- ingnum Richard Branson. Greinin er birt í föstum þætti í blaðinu sem nefnist „Svipmynd á laug- ardegi“ og er þar fjallað á jákvæðan hátt um Latabæ og það markmið þáttanna að stuðla að hreyfingu og hollu mataræði barna. Kemur meðal annars fram að sala á ávöxtum og grænmeti hafi aukist um 22% á einum mánuði á Íslandi þegar latóhagkerfinu var hleypt af stokkunum. Sýndur í 106 löndum Sálrænar afleiðingar kynferðisofbeldis Kynferðislegt ofbeldi hefur verið í brennidepli að und- anförnu. Sálfræðingur, geð- læknir og þolandi velta fyrir sér afleiðingum þess og hvaða leiðir eru færar til að vinna úr sársaukanum. » 10 Í VILLTU VESTRI SÆBJÖRN VALDIMARSSON KYNNTI SÉR SÖGUSLÓÐIR KÚREKA OG KALDRA KARLA >> 32 FULLKOMNASTA FRYSTIHÚS Í HEIMI ÁRÆÐNI SAMHERJI >> 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.