Morgunblaðið - 18.02.2007, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 18.02.2007, Qupperneq 10
10 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ SÁLRÆNAR AFLEIÐINGAR KYNFERÐISOFBELDIS »Börn treysta á fullorðið fólk - þau eiga líka að geta treyst því að þeir fullorðnu annist þau og séu góðir við þau« V igdís Erlendsdóttir sálfræðingur hef- ur verið forstöðumaður Barnahúss frá upphafi, frá því það tók til starfa í nóvember 1998. Reyndar hóf hún störf nokkrum mánuðum fyrr því hún tók virkan þátt í undirbúningnum. Fáir hafa því eins mikla reynslu að baki og hún í því að vinna markvisst með börnum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Hlutverk Barnahúss er að sinna málefnum barna sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi, m.a. með skýrslutöku og sálfræðimeðferð. Hvernig er að vera í svona starfi? „Í svona starfi stjórnar maður ekki aðstreymi verkefnanna heldur koma þau eftir því sem málin koma upp og þau geta komið upp hvar og hvenær sem er. Við tökum eftir því að þegar umræðan hefur verið mikil um þessi mál koma bylgjur í kjölfarið. Fólk verður meira vakandi og tilvísunum til barnaverndarnefndar fjölgar, sem aftur fjölgar tilvísunum til okkar. Það virð- ist vera fylgni þarna á milli,“ segir hún en það hefur verið mikið að gera hjá starfsfólki Barna- húss að undanförnu. Hún segir annríkið reynd- ar hafa verið mikið síðasta árið en málum hefur farið jafnt og þétt fjölgandi frá stofnun Barna- húss. „Þau voru á þriðja hundrað á síðasta ári en voru rétt rúmlega hundrað fyrstu árin hér.“ Hægt að takmarka umfang skaðans Mikil umræða hefur verið um kynferðisof- beldi og afleiðingar þess en eitt af markmiðum Barnahúss er að tryggja barni viðeigandi grein- ingu og meðferð. Hversu mikilvægt er að það komist snemma upp um kynferðisofbeldi sem börn verða fyrir? „Það sýnir sig að það er hægt að takmarka umfang skaðans ef gripið er inn í fljótt og vel þegar grunur vaknar. Börn eru líklegri til að segja frá kynferðisofbeldinu en þau voru fyrir nokkrum árum. Meðal annars vegna aukinnar umræðu. Það er gott til lengri tíma litið því það fólk mun hugsanlega geta unnið í sínum málum og lagt þetta að baki áður en það kemst á full- orðinsár. Þetta er miklu erfiðara fyrir fólk sem hefur þagað yfir kynferðisofbeldi um árabil og VANLÍÐAN HEFUR MÖRG BIRTINGARFORM Kynferðislegt ofbeldi hefur verið í brennidepli í þjóð- félaginu að undanförnu. Sálfræðingur, geðlæknir og þolandi velta fyrir sér sál- rænum afleiðingum þess og hvaða leiðir eru færar til að vinna úr sársaukanum. Morgunblaðið/G.Rúnar Fyrir börn Vigdís Erlendsdóttir sálfræðingur í barnvænu umhverfi Barnahúss. Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur, Orra Pál Ormarsson og Guðrúnu Guðlaugsdóttur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.