Morgunblaðið - 18.02.2007, Side 24

Morgunblaðið - 18.02.2007, Side 24
|sunnudagur|18. 2. 2007| mbl.is Pétur Ósk- arsson er tals- maður sól- arinnar. » 36 nafnið Unique. Götutískan er líka leiðandi í London og getur af sér ýmsa strauma og stefnur sem breiðast út á alþjóðavettvangi í gegnum tískublöðin. Nýjasti staðurinn af þessu tagi er Boombox við Hoxton Square í austur- hluta borgarinnar. Þar keppist fólk um að klæða sig og mála á hugmyndaríkari hátt en næsti maður. Anna Wintour, hinn áhrifamikli ritstjóri bandaríska Vogue, lét sig ekki vanta á tísku- vikuna. „Ég fer ekki til London til að sjá klæðileg föt. Ég fer til að fá nýja sýn á hlut- ina, sjá fólk sem hugsar út fyrir rammann. Við þurfum á því að halda,“ sagði hún við áðurnefnda Alexander. Á nýliðinni tískuviku vakti Christopher Kane hvað mesta athygli. Til dæmis gengu bæði Telegraph og Style.com svo langt að segja að ný stjarna hefði skotist upp á tísku- himininn. Kane er 24 ára og útskrifaðist fyrir aðeins sjö mánuðum úr hinum virta skóla Cent- ral Saint Martin’s. Hann náði til dæmis að vekja at- hygli Donatellu Versace meðan hann var í námi. Þetta var einungis önnur sýning hans á tískuviku í borginni og var hennar beðið með mikilli eftirvæntingu. Hún stóðst þessar miklu væntingar og þótti vönduð, flókin og fág- uð. Innblásturinn var ástarsamband milli Scarlett O’H- ara og Rambo. Meðfylgjandi myndir bera vott um þennan mikla sköp- unarkraft sem býr í borginni en bæði snið og litaval er al- mennt djarfara en á nýafstaðinni tískuviku í New York. ingarun@mbl.is L ondon hefur iðað af lífi síðustu viku. Borgin var undirlögð af tísku- sýningum á komandi vetrartísku og til viðbótar fóru fram hátíðir í kvikmynda- og tónlistarheiminum, Bafta- og Brit-verðlaunin. „London framleiðir þrjá fjórðu af tískuhugmyndum heimsins. Tískan væri ekki söm án borgarinnar,“ hefur Hilary Al- exander, tískuritstjóri The Daily Telegraph, eftir koll- ega sínum hjá Vanity Fair, Michael Roberts. London er gjarnan talin vera ákveðin uppeldisstöð, gróðrarstía hugmynda þar sem hráir hæfileikar fá að njóta sín. Hugmyndirnar eru ekki alltaf fínpússaðar en þær hafa áhrif víða um heim. Borgin hefur getið af sér marga helstu hönnuði heims, sem nú eru starfandi, eins og John Galliano, Al- exander McQueen, Hussein Chalayan og Sophiu Ko- kosalaki. Bransinn snýst þó alls ekki um einhverja sýnd- armennsku því fata- og textíliðnaðurinn í Bretlandi er virði meira en níu milljarða punda á ári, eða um 1.190 milljarða króna. Alls starfa 165.000 manns í iðnaðinum og eru 70% þeirra konur. Haldnar eru 49 tískusýningar á tískuvikunni, sem lað- ar til sín meira en 5.000 kaupendur verslana auk fjölda fréttafólks og er fréttaflutningur á heimsvísu metinn að andvirði 50 milljónir punda, eða um 6,6 milljarðar króna. Götutískan áhrifamikil Annað sem tengir London meira við ungæðislegan kraft er að hin vinsæla tískuvöruverslun Topshop styrk- ir fjöldamarga hönnuði og sýnir líka eigin línu, sem ber Noir Fatnaðurinn fer vel við lit- arhaft fyrirsætunnar Lily Cole. Jasper Conran Kjóllinn er fallega sniðinn og fallegur á litinn. Christopher Kane Heppnað hjóna- band flauels og leðurs. Heillandi hugmyndir Nýsköpun er einkennismerki London, þar sem ungir hönnuðir fá tækifæri til að sanna sig í meira mæli en annars staðar. Inga Rún Sigurðardóttir skoðaði brot af því besta á nýliðinni tískuviku borgarinnar. Manish Arora Litadýrðin á sér engin takmörk. PPQ Flott út- færsla á vösunum á stuttbuxunum. Spijkers en Spij- kers Skemmtileg vídd í þessari kápu. Eley Kishimoto Að vanda gætir japanskra áhrifa í hönnuninni. AP daglegtlíf ferðalag Tveir kúrekar norðursins fóru á vestraslóðir Jónanna tveggja Wayne og Ford og annara hetja kúrekakvikmyndanna. » 32 umhverfið Vanessa Basañez Escobar og Stefán Svavarsson halda uppi merkjum mexíkóskrar menn- ingar. » 28 mannlíf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.