Morgunblaðið - 18.02.2007, Qupperneq 28
mannlíf
28 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
V
erslunin og menningar-
miðstöðin Plaza Mexico
var opnuð í ágúst á síð-
asta ári og segjast Stef-
án og Vanessa vera í
þessum rekstri meira af hugsjón og
ástríðu en nokkuð annað. „Við vildum
kynna Mexíkó fyrir Íslendingum og
gefa kannski aðeins réttari mynd af
landinu og jafnvel setja á fót eins-
konar menningarmiðstöð sem yrði
fyrsta skrefið að nánari kynnum af
landi og þjóð,“ sagði Stefán.
Maturinn tók yfir
„Við ætluðum ekki að vera með
neinn mat í versluninni, við höfðum
mestan hug á að kynna mexíkóskt
handverk, fallega muni, kvikmyndir
og bækur og sýna fólki að innflytj-
endur koma með svo margt annað en
matarmenninguna í sínu farteski.
„Okkur langaði að sýna að þeir eru
einnig vel menntað fólk sem spáir í
stjórnmál og heimsmálin,“ sagði Stef-
án en bætti síðan við að maturinn
væri það sem fólk forvitnaðist hvað
mest um og nú hefði sú hlið reksturs-
ins undið töluvert upp á sig. Þau hjón-
in bjóða upp á vinsæl matreiðslunám-
skeið á miðvikudagskvöldum þar sem
Vanessa fer í gegnum grunnatriðin í
mexíkóskri matargerðarlist, hvernig
maður býr til hinar ómissandi tortilla-
flatkökur úr maísmjöli og heita
heimalagaða salsa-sósu sem síðan er
hægt að nota í marga mismunandi
rétti. Þarna er á ferðinni alvöru mexí-
kósk matargerð sem er að mínu mati
mörgum flokkum fyrir ofan þá am-
eríkaníseruðu útgáfu sem fæst í
pökkum í stórmörkuðunum hér.
Á námskeiðinu stiklar síðan Stefán
á stóru í mexíkóskri sögu og sýnir
myndir frá ferðalögum þeirra hjóna
þannig að úr verður heilsteypt mexí-
kóskt matreiðslu- og menning-
arkvöld.
Námskeiðið halda þau í hinu
skemmtilega húsnæði Hússtjórn-
arskólans við Sólvallagötu í Reykja-
vík. Matreiðslan á framandi tortilla-
réttum með margskonar chilli-pipar
stingur skemmtilega í stúf við hinar
vel viðhöldnu innréttingar og fáguðu
húsgögn frá miðri síðustu öld. Há-
marksþátttaka á matreiðslunám-
skeiðinu eru átta manns hverju sinni
og því myndast oft ákaflega skemmti-
leg stemmning í kennslueldhúsin.
Vanessa byrjar á að láta alla
spreyta sig á að búa til tortilla-kökur
og sterka salsa-sósu en þetta tvennt
er undirstaðan í mexíkóskri mat-
argerð. Maísmjöli og vatni er blandað
saman í skál og segir Vanessa að til
að deigið verði sem best, sé nauðsyn-
legt að hnoða það með fingrunum. Úr
deiginu eru hnoðaðar kúlur á stærð
við borðtenniskúlur sem síðan eru
pressaðar í sérstakri tortilla-pressu.
Kökurnar eru síðan bakaðar báðum
megin á heitri pönnu án olíu. Þetta
var ekki erfitt að læra og salsa-sósan
var ekki mikið flóknari, þar þurfti
bara að muna að þvo sér rækilega um
hendurnar eftir að hafa höndlað
chilli-piparinn og gera það áður en
maður klórar sér í nefinu því mann
getur sviðið ógurlega undan eldpip-
arnum.
Hættu við að flytja til Mexíkó
Stefán fór á menntaskólaárunum
sem skiptinemi til Mexíkóborgar fyr-
ir níu árum og eftir ríflega hálfs árs
dvöl kynntist hann Vanessu í gegnum
besta vin sinn þar. Vanessa er frá bæ
skammt frá Coatzacoalcos í Verac-
ruz-héraði við Mexíkóflóa. „Við vor-
um í fjarbúð fyrstu árin, Vanessa
kom hingað í sína fyrstu heimsókn í
apríl þegar það var skítkalt og dimmt
en samt vildi hún koma aftur og í
ágúst það sama ár kom hún til að
vera,“ sagði Stefán.
Þau giftu sig og héldu tvær brúð-
kaupsveislur. „Í veislunni í Mexíkó
voru um 300 manns og samt komust
ekki allir sem voru boðnir. Miðað við
hvað Mexíkó er stórt land eru fjöl-
skyldutengsl ótrúlega mikið í háveg-
um höfð. Það getur til dæmis verið
erfitt að fá vinnu eftir háskóla ef mað-
ur hefur ekki réttu samböndin,“ sagði
Stefán.
Vanessa fór í íslenskunám hér
heima og lauk við stúdentsprófið en
svo var stefnan tekin á Mexíkó á ný.
Stefán sem er sagnfræðingur að
mennt langaði að fara þangað í fram-
haldsnám en í millitíðinni datt hann
niður á svo skemmtilegt starf hér
heima að búferlaflutningum var
frestað, að auki hafði Vanessu alla tíð
langað til að opna hér verslun eða
veitingastað og úr varð verslunin
Plaza Mexico.
Logandi heitur chilli-pipar
Ég spurði Vanessu hvort Íslend-
ingar væru ekkert smeykir við chilli-
piparinn. „Nei, það held ég ekki. Það
halda margir því fram að þeir borði
ekki sterkan mat en smá chilli er allt í
lagi og það er ekki allur mexíkóskur
matur logandi sterkur. Svo getur
maður alveg stjórnað því sjálfur,“
sagði Vanessa.
En er þetta flókin matargerð?
„Nei, nei, en sumum finnst kannski
mikið mál að standa í því að búa til
tortilla-kökurnar sjálfir frá grunni en
svo eru líka margir sem hafa áhuga á
að læra það,“ sagði Vanessa.
Matreiðslan reyndist auðveld og
skemmtileg, þau Vanessa og Stefán
voru búin að undirbúa allt svo að
þátttakendur þurftu ekki að eyða
tímanum í að búa til kjúklingasoð eða
steikja hakk og rífa ost heldur gátu
einbeitt sér að því sem skipti máli.
Það er ekki hægt að líkja saman
nýbakaðri tortilla-köku við þær sem
koma tilbúnar úr pakka og óhætt er
að segja að hafi maður ekki kynnst
þeim áður, þá opnast ný veröld fyrir
bragðlaukana.
Að loknum fyrri hluta matreiðslu-
námskeiðsins setjast nemendurnir
niður og gæða sér á herlegheitunum
á meðan Stefán sýnir myndir frá
Mexíkó og setur matreiðsluna í rétt
samhengi við sögu Mexíkó og menn-
ingu.
Stórt og fjölbreytt land
Mexíkó er gríðarlega stórt og fjöl-
breytt land, þar búa ríflega 100 millj-
ónir manna á landsvæði sem er á
stærð við Vestur-Evrópu. Þar eru töl-
uð um 50 mismunandi frumbyggja-
mál og spænskan sem er hið opinbera
tungumál er einnig ákaflega fjöl-
breytt og mismunandi mállýskur tal-
aðar í hinum ýmsu héruðum. Stefán
segir að mikill munur sé á efnahags-
ástandi norður- og suðurhluta lands-
ins. „Það er hægt að draga línu um
Mexíkóborg, norðan við hana eru bíl-
ólöglegum hætti. En það er nú samt
ekki þannig að alla Mexíkóa dreymi
um að flytja til Bandaríkjanna. „Þeir
eru ekki búnir að gleyma að þeir
misstu Texas, Kaliforníu og allar þær
lendur fyrir ekki meira en tveimur til
þremur mannsöldrum síðan og það
hvílir á þjóðarsálinni. Á sama tíma öf-
unda þeir Bandaríkin af efnahags-
legri velgengni og NAFTA var komið
á laggirnar að frumkvæði mexíkósku
ríkisstjórnarinnar með það fyrir aug-
um að bæta efnahaginn,“ sagði Stef-
án.
Síðastliðið haust fóru þau Stefán og
Vanessa í mikið ferðalag um Suður-
Mexíkó, bæði um sögufræga staði og
falleg héruð, og urðu þá vör við ólgu
meðal almennings og hörð mótmæli
gegn ástandinu í landinu.
Á matreiðslunámskeiðinu sýndi
Stefán myndir frá ferðalaginu og
skýrði frá séreinkennum þeirra staða
sem þau heimsóttu og reifaði til dæm-
is sögu listmálaranna Diego Rivera
og Fridu Kahlo sem áttu í storma-
sömu hjónabandi en frægðarsól
hennar hefur skinið mun lengur en
hans þrátt fyrir að hann hafi kannski
verið stærri stjarna á meðan þau
voru á lífi.
Að lokum má geta þess að Stefán
sagði að í smíðum væri vefsíðan
www.mexico.is þar sem fyrst og
fremst væri fjallað um verslunina, en
þar yrði líka ýmislegt um Mexíkó al-
mennt og fréttir þaðan og allt mögu-
legt í tengslum við landið.
Þess má geta að fréttavefur Morg-
unblaðsins tók einnig hús á þeim
hjónum og litu blaðamaður og kvik-
myndatökumaður inn á matreiðslu-
námskeið hjá þeim, hægt er að sjá af-
rakstur þeirrar heimsóknar í
innlendum fréttum í vefvarpinu á
mbl.is.
UPPSKRIFTIR
Salsa de tres chiles
(Salsa með þremur tegundum af
chilli-pipar)
2 chiles Guajillo
2 chiles Ancho
2 chiles Pasilla
½ laukur
2 tómatar
2 dl. kjúklingasoð eða vatn
ferskt kóríander
Hreinsið fræin úr chilli-piparnum
og skerið þá niður í grófa bita.
Skerið laukinn í stóra bita og steik-
ið á pönnu með chilli-piparnum og
nokkrum dropum af matarolíu í 1 til 2
mínútur.
Takið af hita þegar það kemur
mjög sterk lykt af piparnum við steik-
ingu.
Setjið í matvinnsluvél og látið
kólna aðeins.
Skerið tómatana í báta og steikið á
sömu pönnu í 1 til 2 mínútur.
Setjið tómatana í matvinnsluvélina
ásamt 5 dl af kjúklingasoði og mauk-
ið.
Saltið eftir smekk.
Má nota bæði heita og kalda.
Empanadas úr maísmjöli
Fyrir fjóra
3 kjúklingabringur
Salsa de tres chiles
ögn af ferskum kóríander
saxaður fetaostur
iceberg-salat
tortilla-kökur úr maísmjöli
Sjóðið kjúklingabringurnar í
nokkrar mínútur og látið kólna.
Rífið síðan niður kjúklinginn og
hitið í potti stutta stund með sósunni.
Blandið saman með höndunum
tveimur handfyllum af maísmjöli og
nægu vatni til að úr verði þétt deig.
Búið til kúlur á stærð við borðtenn-
iskúlur og fletjið út í tortilla-pressu.
Setjið kjúkling og sósu með ögn af
kóríander í miðja tortilla-köku og lok-
ið henni varlega í hálfmána.
Hitið góðan slatta af matarolíu í
pönnu og steikið hálfmánana báðum
megin uns þeir verða stökkir og
gullnir.
Berið fram með söxuðum fetaosti,
Iceberg, guacamole og meiri salsa
eftir smekk.
Athugið að setja má ýmsar fyll-
ingar í empanadas, nautahakk, græn-
meti, kartöflumús og margt fleira.
Morgunblaðið/Ásdís
Menningarmiðstöð Vanessa og Stefan reka verslun og menningarmiðstöð
með áherslu á matargerðarlist.
Góðgæti Það þarf margar gerðir af chilli-pipar til að gera góða salsa-sósu.
Mexíkósk list Handunnir listmun-
ir, skartgripir og föt.
Matreitt með eldpipar á
mexíkóskri menningarmiðstöð
Auk þess að selja varning og matvöru frá
Mexíkó í verslun sinni, Plaza Mexico, halda hjónin
Stefán Svavarsson og Vanessa Basañez Escobar
þar uppi merkjum mexíkóskrar menningar.
Dagur Gunnarsson brá sér á matreiðslunám-
skeið með sögulegu ívafi á Laugaveginum.
arnir fínni og göturnar merkjanlega
hreinni. Suðurhlutinn sem byggir af-
komu sína að miklu leyti á landbúnaði
hefur farið mjög illa út úr NAFTA-
samningnum því það flæða yfir landið
ódýrar landbúnaðarafurðir frá
Bandaríkjunum þannig að fólkið
flosnar upp úr sveitunum og heldur
til norðurs í leit að vinnu í Bandaríkj-
unum,“ sagði Stefán.
Fríverslunarsamningur við Banda-
ríkin gekk í gildi 1994 og höfðu menn
bundið miklar vonir við að í kjölfar
hans myndu bandarískir fjárfestar
efla atvinnulífið í borgum landsins en
sú fjárfesting hefur látið á sér standa
og þess í stað hefur landamæraeftirlit
verið hert til muna. Um hálf milljón
Mexíkóa fara með einum eða öðrum
hætti yfir landamærin til Bandaríkj-
anna á hverju ári. Um hina ólöglegu
mexíkósku innflytjendur í Bandaríkj-
unum segir Stefán: „Þessir fólks-
flutningar eru kallað Reconquista í
gamansömum tón og er þá verið að
vitna í mannkynssöguna er Spánverj-
ar tóku Spán aftur af múslímum á
fimmtándu öld.“
Sextíu prósent þeirra sem fara
norður yfir landamærin eru ólöglegir
og pappírslausir. Í fyrra dóu um sex-
tán hundruð manns við það að reyna
að komast til Bandaríkjanna með
» Á námskeiðinu stikl-
ar Stefán á stóru í
mexíkóskri sögu og sýn-
ir myndir frá ferðalög-
um þeirra hjóna þannig
að úr verður heilsteypt
mexíkóskt matreiðslu-
og menningarkvöld.