Morgunblaðið - 18.02.2007, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2007 31
RÁÐHERRA upplýsingamála í út-
lagastjórn Sahrawi-manna er um
fimmtugt, heitir Sid Ahmed Batal og
er blindur. Hann missti sjónina þeg-
ar sprenging varð í skotfæra-
geymslu er hann var í hernum.
Bækistöð hans er jafn fábrotin og
aðrar vistarverur ráðamanna stjórn-
arinnar, greinilegt að ekki er lifað
þar í einhverju sukki.
Að sjálfsögðu var byrjað á að
bjóða gestinum frá Íslandi upp á te
og í nokkrar mínútur var skipst á
kurteisisorðum og gagnkvæmu
hrósi eins og tíðkast meðal margra
arabaþjóða.
„Fjölmörg Afríkuríki viðurkenna
nú útlæga ríkisstjórn Vestur-Sahara
og hreyfingarnar í Evrópu styðja
baráttu okkar með ýmiss konar
framlögum,“ sagði Sidi Ahmed. „Ör-
yggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur
fjallað um tillögur til að leysa vanda-
mál Sahrawi-manna. En stjórn Mar-
okkó fer ekki eftir alþjóðalögum og
samþykktum og neitar að láta íbúa
Vestur-Sahara segja hug sinn í þjóð-
aratkvæðagreiðslu.
Þannig er staðan núna. En ef við
tölum um framtíðina er um tvennt
að ræða. Annars vegar að alþjóða-
samfélagið verður að þvinga Mar-
okkó til að samþykkja þjóð-
aratkvæðagreiðsluna og viðurkenna
þannig sjálfsákvörðunarrétt þjóð-
arinnar. Þetta er mikilvægasta ósk
okkar. Ef alþjóðasamfélagið gerir
ekkert í málinu mun Polisario aðeins
eiga einn kost og það er að hefja aft-
ur vopnaða baráttu. Það er hinn
kosturinn.“
– Íslensk fyrirtæki hafa samið við
Marokkómenn um fiskveiðikvóta við
strendur V-Sahara. Hvað finnst þér
um slík viðskipti?
„Sameinuðu þjóðirnar hafa sam-
þykkt að fyrirtæki sem semji þannig
við Marokkó séu að brjóta gegn sam-
þykktum samtakanna, séu lög-
brjótar. Allir slíkir samningar eru
samningar um þjófnað. Og ef við
hefjum aftur vopnaða baráttu munu
fyrirtæki af þessu tagi öll verða
hugsanleg skotmörk manna okkar.
Mörg erlend fyrirtæki hafa hætt
samstarfi við Marokkó, haft sam-
band við stjórn okkar og gert samn-
inga við hana um verkefni í framtíð-
inni. Þetta merkir að við munum
hygla þeim sérstaklega og þau munu
geta hafið störf strax og við erum
orðin sjálfstæð.“
Margvíslegir hagsmunir
– Telur þú líklegt að einhver mik-
ilvæg ríki, til dæmis Bandaríkin eða
Frakkland, muni breyta afstöðu
sinni og styðja ykkur?
„Ef við lítum á Bandaríkin hafa
þau hingað til stutt sjálfsákvörð-
unarrétt Sahrawi-manna og það er
jákvætt. Frakkar hvetja hins vegar
Marokkómenn til að hafna því að
þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram,
einkum er þessi stefna skýr hjá nú-
verandi forseta, Jacques Chirac. En
stefna ríkja breytist stöðugt vegna
þess að margvíslegir hagsmunir
ráða ferðinni og nýr forseti verður
senn kjörinn. Bandaríkin og Evr-
ópuríkin vilja að Maghreb-löndin
[Marokkó, Alsír og Túnis] starfi mik-
ið saman en það hefur fram til þessa
verið útilokað vegna deilnanna um
V-Sahara.“
Sidi Ahmed segir Afríku-
sambandið hafa stutt dyggilega við
bakið á Sahrawi-mönnum en segir
Sameinuðu þjóðirnar ýta vandanum
á undan sér. Eina lausnin sé að
þvinga Marokkómenn til að sætta
sig við þjóðaratkvæðagreiðslu en ör-
yggisráðið neiti að taka af skarið.
Marokkómenn að
reyna að tefja?
– Eru Marokkómenn að reyna að
tefja fyrir lausn í von um að á end-
anum verði svæðið þeirra?
„Verði haldið áfram að fresta
endalaust aðgerðum mun það leiða
til stríðs. Við leynum því alls ekki að
meðal þess sem við erum að skipu-
leggja og byggja upp núna er her til
að verja okkur í framtíðinni. Mörg
hundruð ungir menn fá þjálfun á
hverju ári. Núna er vopnahlé og við
munum virða það en eflum líka her-
inn okkar auk þess að búa okkur
undir framtíðina með því að styrkja
lýðræðislegar stofnanir okkar,“
sagði Sidi Ahmed Batal, upplýsinga-
málaráðherra í útlagastjórn Vestur-
Sahara.
Fiskveiðisamn-
ingar um þjófnað
Hagsmunir ráða Sidi Ahmed Batal,
ráðherra upplýsingamála.
MAHFOUDA Mohamed Rahal, ráð-
herra kvenfrelsis og málefna fatl-
aðra, huldi vandlega hár sitt með
slæðu á stórfundi þar sem blaðamað-
ur hitti hana að máli í stóru sam-
komuhúsi í aðalstöðvum útlaga-
stjórnarinnar. Þar voru saman
komnir allir ráðherrar og þingmenn
auk liðsmanna öldungaráðsins, ein-
hverjir hinna síðastnefndu komust
þó ekki á fundinn vegna elli.
Mahfouda er spurð hvort hún sem
ráðherra jafnréttismála eigi sam-
starf við félög í öðrum arabaríkjum
er fjalli um þau mál. Hún neitar því
og segist telja að varla sé um að
ræða frjáls kvennasamtök í öðrum
arabalöndum nema helst í Alsír og
Sýrlandi. Þess vegna eigi Sahrawi-
konur aðallega samskipti við
kvennahreyfingar í V-Evrópu.
Nota ekki tækifærin
– Konur eru mjög virkar hér og
yfirmenn allra fjögurra búðanna eru
nú konur. En reyna karlarnir hér
ekki að halda aftur af ykkur?
„Vandinn sem við er að stríða hér
er ekki milli karla og kvenna heldur
milli þjóðarinnar og erfiðra að-
stæðna, umhverfið er svo harkalegt.
Karlarnir valda okkur ekki vanda,
þeir líta á konurnar sem virka liðs-
menn. En við Sahrawi-konur erum
líka mjög tillitssamar og sýnum eig-
inmönnum okkar og körlum almennt
þá virðingu sem þeim ber, einnig
heima fyrir. Það merkir hins vegar
ekki að virðingin sé öll á einn veg.
Því miður notfæra sumar kon-
urnar sér ekki þau tækifæri sem
þær hafa. Það er veikleiki kvenna.“
– Konur eru um fjórðungur þing-
manna. Er notað kvótakerfi til að
tryggja þeim ákveðið lágmarkshlut-
fall á þingi?
„Nei, það er ekki gert. Konur
gætu verið enn fleiri á þingi en vand-
inn er þessi veikleiki kvenna sem ég
nefndi, þær kjósa frekar karla. Þetta
er slæmt vegna þess að konurnar
eru frjálsar, það er ekki þrýst á þær
um að kjósa karla. Þær geta sjálfum
sér um kennt.
Þrátt fyrir þetta reynum við að
þjálfa konur til ýmissa starfa og
draga þannig úr atvinnuleysi meðal
þeirra. Stjórnmál eru ekki allt í mín-
um huga, konur þurfa líka að gera
sig gildandi á öðrum sviðum.
Þessi sjónarmið síast smám sam-
an inn í huga barnanna heima fyrir,
þau læra mest af því að sjá hvernig
foreldrarnir haga sér. Og sum hafa
misst föður sinn í stríðinu og uppeld-
ið því alveg á hendi móðurinnar. Hér
er mikill fjöldi slíkra barna. En ef
við reyndum stöðugt að innræta
börnunum skilning á kvenfrelsi í
skólunum yrðu þau leið á þessu.“
– Tvær konur sitja í stjórninni,
ráðherrar eru alls 20. En jafnframt
er hér öldungaráð með ráðgefandi
hlutverk. Þar eru engar konur …
Mahfouda hlær dátt. „Því getum
við ekki breytt. Þar er um að ræða
gamla stofnun, fyrirbæri sem hefur
verið við lýði frá því í forneskju. Við
gerum ekki ráð fyrir að taka þátt í
störfum ráðsins. En við getum tekið
þátt í svo mörgu öðru.“
Samskipti kynjanna
Hún er opinská og einlæg en
henni bregður þegar ég spyr hana
um samskipti kynjanna og vil fá að
vita hvernig unga fólkið kynnist.
Hvernig velur það sér maka? Mah-
fouda hlær að ósvífninni en biður
mig í öllum bænum að slökkva á
upptökutækinu áður en við ræðum
þessi mál. Hún vill helst ekki að neitt
sé haft eftir sér orðrétt um þau. Allt
sem snerti ástir sé algert tabú í sam-
félaginu og ljóst að þar sé enn verk
óunnið. Samkynhneigð sé t.d. hvergi
rædd opinberlega þó að auðvitað séu
dæmi um hana eins og annars staðar
í heiminum.
Hún fór árið 1999 að berjast gegn
heimilisofbeldi en fékk aðeins vitn-
eskju um fjögur dæmi um það í öll-
um búðunum. „Ég vissi að þetta var
út í hött, miklu fleiri karlar höfðu
auðvitað lagt hendur á konur sínar.
En þöggunin er sterkt afl. Smám
saman hefur þetta lagast og nú
koma stöðugt fleiri konur fram og
segja frá ofbeldinu,“ segir Mahfouda
Mohamed Rahal, ráðherra jafn-
réttis- og fötlunarmála.
Sýnum körlunum þá
virðingu sem þeim ber
Skelegg Mahfouda Mohamed Ra-
hal, ráðherra jafnréttismála.
VESTUR-Saharamenn eða Sa-
hrawimenn, eins og þeir vilja helst
kalla sig, eru taldir vera að miklu
leyti afkomendur Berba og annarra
þjóðflokka sem búið hafa í vest-
urhluta Norður-Afríku frá örófi alda.
Um tíundi hluti þjóðarinnar er af
ættum svartra Afríkumanna en lítt
dulið þrælahald viðgekkst í Vestur-
Sahara langt fram á síðustu öld. Nú
segja heimildarmenn blaðamanns að
baráttan gegn Marokkó hafi þjappað
fólkinu svo mikið saman að sáralítið
sé eftir af kynþáttafordómum gagn-
vart svörtum.
Arabar réðu þarna ríkjum þegar á
áttundu öld e. Kr. og fyrir nær þús-
und árum tók allstór ættbálkur araba
sig upp frá hinu fjarlæga Jemen á
sunnanverðum Arabíuskaganum og
settist að í núverandi V-Sahara. Mál-
lýska Sahrawimanna, hassaniya, á
rætur að rekja til þessa ættbálks.
Tungan og trúin er komin frá
aröbum en um margt hafa Sa-
hrawimenn sína eigin siði, hefð er
fyrir meiri réttindum kvenna en í
grannlöndunum. Dæmi eru um að
Sahrawikonur hafi gifst Marokk-
ómönnum en brugðið illilega í brún.
Viðbrenndur matur
og kvenréttindi
„Hún var lamin vegna þess að mat-
urinn hafði brunnið við!“ sagði kona
nokkur hneyksluð um vinkonu á her-
numda svæðinu sem hafði flutt til
Marokkó.
Saga og menning Sahrawimanna
minnir um sumt á Ísland, þeir eru af-
ar fámenn þjóð í stóru og harðbýlu
landi, nota nær ekkert eftirnöfn
heldur fornöfnin eins og við, jafnt
ráðherrar sem aðrir. Allir þekkja
alla.
Börnin læra staðlaða arabísku í
skólunum en þar er einnig lögð
áhersla á að efla sjálfstæðiskennd og
stolt og menningararfinum mikið
hampað. Þjóðin verður að lokum tví-
tyngd, börnin læra spænsku frá unga
aldri en V-Sahara var lengi spænsk
nýlenda.
Bara fornöfn og allir þekkja alla
Morgunblaðið/Kristján Jónsson
Slæðuskraut Nemar í stúlknaskóla í Smara-búðunum.
EXECUTIVE MASTER IN ENERGY MANAGEMENT
Part-time, 12-month programme in cooperation with ESCP-EAP and the French Petroleum Institute IFP. The
programme is professionally oriented and designed to give participants a comprehensive understanding of key
energy issues and improve their analytical and managerial skills.
MBA
Full-time, 12-month programme with a general management curriculum that also addresses one of the most
important global issues of the 21st century: emerging economies, China in particular, and their impact on the
world economy. The programme includes a month-long study period at Fudan University, Shanghai.
EXECUTIVE MBA
Part-time, 18-month programme in cooperation with the well-recognised business school ESCP-EAP, which has
its main campus in Paris, France. The programme is designed for those who currently hold a management position,
but need additional training in management and leadership skills.
For more information about our programmes please visit our website at www.bi.edu
INFORMATION MEETING ON THURSDAY FEBRUARY 22nd AT 17.00 AT NORDICA HOTEL REYKJAVIK