Morgunblaðið - 18.02.2007, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2007 33
Hjá Jónum Transport er aðalmarkmiðið að varan komist til skila á réttan stað,
í réttu magni og á réttum tíma. Við bjóðum heildarþjónustu í flutningum
á sjó og í lofti, til og frá Íslandi. Nýttu þér trausta og persónulega þjónustu okkar.
Það þurfa allir sinn Jón
Reynir „Jón“ Haraldsson – Starfsmaður Jóna Transport
Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík · Sími: 591 9000
www.terranova.is · Akureyri sími: 461 1099
Hafnarfjörður sími: 510 9500
Tallinn
í Eistlandi
Frá aðeins kr. 19.990
Beint flug
19. apríl - 4 nætur
23. apríl - 3 nætur
26. apríl - 3 nætur
Frá kr. 19.990
Flugsæti með sköttum. Netverð á mann.
23. - 26. apríl. Takmarkaður sætafjöldi á þessu
tilboði.
Frá kr. 39.990
– flug & gisting í 3 nætur
Flug, skattar og 3 nætur á Hotel Meriton Old
Town **+ m/morgunverði. 23. - 26. apríl.
Netverð á mann
Frá kr. 49.990
– flug & gisting í 3 nátta helgarferð
Flug, skattar og 3 nætur á Hotel Meriton Old
Town **+ m/morgunverði. 26. - 29. apríl.
Netverð á mann.
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
/
N
M
26
0
87
Síðustu sætin – ótrúleg kjör
Gamli bærinn í Tallinn er einn sá fallegasti
í Evrópu enda á heimsminjaskrá UNESCO.
Stemning miðalda og nútíminn blandast
saman og skapa einstakt andrúmsloft. Við
steinilagðar göturnar eru ótal kaffihús, veit-
ingastaðir og sérverslanir en Tallinn er líka
þekkt fyrir fjörugt og skemmtilegt næturlíf.
Vor í
Morgunverðarfundur á Grand hótel,
miðvikudaginn 21. febrúar kl. 8.00
Morgunverðurinn kostar 1.400 kr.
Örstutt erindi flytja Guðrún Jónsdóttir Stígamótum,
Ása Ólafsdóttir lögfræðingur og Kristín Ástgeirsdóttir
forstöðumaður RIKK.
Pallborðsumræður með þátttöku fulltrúa stjórnmála-
flokkanna.
Fundarstjóri: Guðrún Agnarsdóttir læknir.
KYNBUNDIÐ OFBELDI
STEFNUMÓT VIÐ STJÓRNMÁLAFLOKKA
Kvennaathvarfið, Samtök kvenna af erlendum uppruna
Kvenréttindafélag Íslands, Kvenfélagasamband Íslands
Mannréttindaskrifstofa Íslands, UNIFEM á Íslandi
Neyðarmóttaka vegna nauðgana, Feministafélagið
Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum við HÍ, Stígamót
vaxandi. Rétt eftir að komið var yfir
fylkismörkin til Utah, beygðum við til
suðurs eftir mjóum sveitavegi út á
sólbakaða eyðimörkina í stað þess að
halda áfram hraðbrautina. Fórum
eftir ábendingu heimamanna og
gátum fyrir vikið skoðað ósvikinn
„draugabæ“, Cisco, þar sem olía og
gas er fyrir löngu uppurið og íbúarnir
farnir sömu leiðina.
Tilgangur lykkjunnar sem við
tókum á leið okkar var þó mun
háreistari og engin tilviljun, því nú
nálguðumst við fyrstu
vestraslóðirnar. Skömmu síðar
vorum við enn komnir á bakka
Colorado, hér hefur hún grafið sig
niður á löngum kafla. Skjólsæll
árdalurinn er rómaður fyrir
náttúrufegurð með fjölbreyttan
gróður á árbökkum og dökkgrænar
greinar Mórberjatrjánna slúta út yfir
drapplitaða móðuna. Ofan við
veginnn varð gróðurinn
kyrkingslegri eftir því sem fjær dró
elfunni, síðan tóku við veðraðir
hamraveggirnir með mikilúðlegum
tindum og borgum, við vorum komnir
á kúrekaslóðir.
Dalurinn heitir Castle Valley og er
leiksvið fjölda vestra, einn sá
frægasti, Rio Grande (’50), er einmitt
afrakstur Jónanna tveggja. Myndin
þykir ein sú rómantískasta eftir
meistara Ford, nafni hans leikur
ofursta í herjum Norðanmanna og
Maureen O’Hara, eftirlætis
kvenstjarna leikstjórans fer með
hlutverk eiginkonunnar. Klassískur
vestri með fleiri, traustum Ford
leikurum eins og Victor McLaglen og
Ben Johnson, sem fer með
aðalhlutverkið í Wagon Master,
öðrum, nafntoguðum Ford vestra
teknum í dalnum. Þriðja myndin sem
Ford tók í Castle Valley er engin
önnur en Cheyenne Autumn (’64),
síðasti vestrinn á glæsilegum ferli
leikstjórans.
Um 20 kílómetra upp með fljótinu
er Moab, stæsti bærinn í Archer
þjóðgarðinum, með urmul mikivægra
tökustaða í vestrasögunni. Þar
gistum við að sjálfsögðu á The
Apache Motel, þar voru fastagestir
Jónarnir tveir, Henry Fonda og fleiri
staffírugar vestrahetjur. Myndir af
höfðingjunum og leikmunir úr
frægum vestrum eru til skrauts, andi
kúrekamyndanna liggur í loftinu.
John Wayne-svítan var upptekin svo
hún freistaði okkar ekki.
Moab, sem er lítið meira en
aðalgata við þjóðveg 191, með
matsölustöðum, hótelum og ódæmi
minjagripaverslana, og umhverfi,
kemur við sögu einna 80 og ólíkra
vestra. Þ.á m., Blue (’68), með
Terence Stamp; hins ódauðlega The
Comacheros (’61), eftir Michael
Curtiz, með „The Duke“ og Lee
Marvin, ansi skrautlegum, með hálft
höfuðleðrið slugsandi niður með
kinninni; Ford-klassíkarinnar My
Darling Clementine (’46), með Henry
Fonda og síðast en ekki síst She
Wore a Yellow Ribbon (’46), með
„Duke“ Wayne og Johnson.
Náttúrufegurðin er hrífandi í
kringum Moab, og hvarvetna í
norðausturhluta Utah, sem gjarnan
er kallaður Red Rock Canyon
Country. Hér er m.a. Professor
Valley, The Organ, The Fisher
Towers, sem er tignarleg klettaborg
upp með Colorado fljóti og sést
óravegu að. Að ótöldum fjölda
steinboganna sem þjóðgarðurinn
dregur nafn sitt af. Bærinn sjálfur er
auðgleymd túristagildra en útsýnið
ógleymanlegt.
DAGUR 4
Meistarasmíðin Monument
Valley
Við vorum árrisulir að venju, fyrir
fáeinar spesíur tókum við hraustlega
til matar okkar af svignandi
gnægtaborðum sem minntu á „Kalda
borðið í Gullfossi í den“. Enda beið
okkar drjúgt dagsverk; Sjálfur
Monument Valley og Grand Canyon,
en næsti gististaður Flagstaff,
Arizona, í rösklega 500 km fjarlægð.
Bærinn er við hinn gamalfræga
þjóðveg, Route 66.
Fyrri helmingur leiðarinnar eru
eyðimerkur með fagurri fjallasýn en
næsta umhverfi gulleitir melar á
milliþess sem við ókum fram hjá
klettadröngum og steinbogum. Við
fórum í gegnum fáeina smábæi og
áðum í Bluff, þorpi sem stendur við
þjóðveg 191, undir tígulegu
hamrabelti sem það dregur nafn sitt
af. Nú vorum við komnir á friðlendur
Navajo indjána sem reka volduga
minjagripaverslun á staðnum.
Frumbyggjarnir hafa látið á sjá af
kynnum sínum við vestræna
menningu. Líkt og margt annað
láglaunafólk, bera þeir merki
ofneyslu ruslfæðis sem gjarnan er
skolað niður með mjólkurhristingi,
eða einhverju sterkara þegar komið
er út fyrir landamæri
mormónafylkisins.
Minjagripaverslanir eru síst
forvitnilegri á lendum
frumbyggjanna en annars staðar í
veröldinni. Fjöldaframleiddar örvar,
bogar, fjaðrir og flautur innan um
stríðsaxir, fjaðraskaut, sjöl, teppi,
mokkasínur, öllu ægir saman sem
hægt er að tengja magnaðri sögu
Sígild John Wayne fór með aðalhlutverkið í kvikmyndinni the Searchers,
sem John Ford leikstýrði árið 1956.
Náttúrufegurð Nokkrir metrar af Miklagljúfri.
»Engin tilviljun að
þar voru teknir
stórkostlegustu vestrar
sögunnar og frægasti
tökustaðurinn af þeim
öllum og einn sá
tignarlegasti er
Monument Valley sem
liggur á mörkum
ríkjanna tveggja.