Morgunblaðið - 18.02.2007, Page 36

Morgunblaðið - 18.02.2007, Page 36
umhverfið 36 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ H ann gengur glaðbeittur til móts við mig og ég hef orð á því að hann hljóti að vera svona ánægður með nýja skoðanakönnun Blaðsins, sem sýnir að meirihluti landsmanna er andvígur stækkun í Straumsvík. „Já, já. Ég er auðvitað glaður með það,“ segir hann. „En það er svo merkilegt að Fjarð- arpósturinn er líka með frétt um málið sem gengur í hina áttina. Samkvæmt henni er meirihlutinn með stækkun og prósenturnar eru nánast þær sömu og hjá Blaðinu, bara með öfugum for- merkjum. En niðurstöður Blaðsins eru á sama veg og skoðanakönnun Alcan í desember. Hún var reyndar bundin við Hafnarfjörð og þar kom fram að Hafnfirðingar eru ekki á móti álverinu en þeir vilja ekki stækkun þess.“ – Af hverju eruð þið á móti stækk- un? „Við fórnum svo miklum hags- munum fyrir svo lítinn ávinning að það er ekki verjandi að leyfa Alcan að stækka álverið. Þarna er framtíðarbyggingarland bæjarins og stækkun framlengir líf ál- versins um 50–60 ár. Þótt ekkert kreppi að okkur með byggingarland í dag er ekki forsvaranlegt að binda þetta svæði í svo langan tíma. Auk þessa verðum við að hafa í huga sjón- mengun, hávaðamengun og loftmeng- un. Þegar öll þessi atriði eru tekin með í reikninginn er útkoman stækk- un álversins í óhag.“ – En hvað um auknar tekjur? „Því er haldið fram að tekjur bæj- arsjóðs muni aukast um 5–7%. Nú eru tekjur af álverinu um 1% af tekjum bæjarsjóðs. Þetta er ekki sá fjárhags- legi ávinningur að miklu sé fórnandi fyrir hann. Hafnarfjörður er blómlegur bær í örum vexti. Það er gott að búa í Hafn- arfirði eins og Gunnar Birgisson segir um sinn bæ. Í Hafnarfirði stendur allt í blóma; þar eru 7.300 fjölskyldur, 9.000 störf og þeim fjölgar um 240 á ári. Og ef marka má bæjarstjórann stendur bæjarsjóður vel. Það er ekk- ert í kortunum fyrir Hafnfirðinga sem kallar á stækkun álversins.“ Á vitlausum stað á vitlausum tíma – Hvað með þá Hafnfirðinga sem starfa hjá álverinu? „Þeir eru 216 og munu að öllu for- fallalausu starfa þar næstu 15–20 árin. Það er nefnilega ekkert sem bendir til þess að álverið hætti þótt ekki verði af stækkun. Við skulum hafa það á hreinu að Hafnfirðingum er vel ljóst að á sínum tíma var álverið í Straumsvík lyfti- stöng fyrir bæinn og Ísland allt. Það breytti bænum úr fátækum útgerð- arbæ í nokkuð efnalega sjálfstæðan bæ og það breytti efnahagslífi þjóð- arinnar líka til hins betra. En nú eru breyttir tímar. Hafn- arfjörður er mjög öflugt bæjarfélag og ekki lengur upp á álverið kominn um afkomu sína. Og viðhorfin til stór- iðju eru að breytast. Nú finnst fólki komið nóg. Eins kærkomið og álverið kann að hafa verið í Straumsvík á sín- um tíma er þreföldun þess tíma- skekkja núna. Ég upplifi þessar breytingar sem ótrúlega skemmtilega tíma. Reyndar er ég jafngamall álverinu í Straums- vík; varð fertugur í fyrra og vona svo innilega að ég fái að lifa það.“ – Fertugur! Gafstu einhverjum geisladisk? „Ég skilaði þeim sem Alcan sendi mér, en gaf engum geisladisk. Reynd- ar er fyrirtækið mitt 10 ára um þessar mundir. Hver veit nema ég splæsi geisladisk á starfsmennina!“ – Þú segist vonast til að lifa álverið. Hvað sérðu fyrir þér ef ekki verður af stækkun? „Ef! Þú meinar þegar! Ég sé fyrir mér að þegar raforkusamningarnir renna endanlega út 2024 verði hugs- anlega einhver tímapunktur. Það er einfaldlega þannig að ef af stækkun verður framlengist líf álvers- ins um 50–60 ár og þegar viðbótin verður komin kemst endurnýjun gömlu skálanna vafalaust á dagskrá; það verður óhentugt að reka fyr- irtækið með tvenns konar tækni. Sú endurnýjun kallar svo á enn lengri líf- daga og eigendur álversins munu ekki þurfa að spyrja Hafnfirðinga leyfis til að endurnýja eldri framleiðslubúnað. Já, nú er því ekki einasta samþykki við stækkun, heldur og endurnýjun kerskála 1, 2 og 3.“ – Þið hafið ekkert verið að flagga þessu? „Við bendum á þetta en þeir neita því auðvitað núna. Þessi endurnýjun er ekki aðkallandi í dag en þegar nýja verksmiðjan kemur mun hún kalla á hana. Það er bara heilbrigð hagfræði að eigendur álversins muni teygja sig eftir auknum tekjum sem verða innan seilingar eftir stækkunina. Álverið í Straumsvík er fyrirtæki, ekki hugsjón. Nema þá að við köllum það hugsjón að gefa eigendum sínum sem mestan arð. Það er auðvitað ekk- ert við það að athuga. En til þess að stækka er álverið á vitlausum stað á vitlausum tíma.“ – Sól í Straumi. Hvers vegna það nafn? „Við vildum fá jákvæðan tón. Ekki Samtökin sem eru á móti … Samtökin Sól í Hvalfirði voru á sínum tíma stofnuð gegn álverinu á Grundartanga og það var Ásgrímur Sverrisson kvik- myndagerðarmaður sem átti hug- myndina að því að sækja nafnið þang- að.“ – Það hefur ekkert fælt frá að álver reis á Grundartanga? „Nei, nei. Landslagið er svo breytt síðan þá. Fólk veit svo miklu meira og er óhræddara við að taka afstöðu. Hugsaðu þér; ég er alinn upp og gekk í skóla að heita má í göngufæri við álverið í Straumsvík en aldrei var mér kennt neitt um álframleiðslu. Ég lærði ekkert um boxít, yfirborðs- námur, vítissóta eða rauðu drulluna. Af hverju vissi ég ekkert um þetta? Það er eins og að sá sem fæddur er í svissnesku Ölpunum viti ekki að mjólkin kemur úr kúnum!“ – Hvað er rauða drullan? „Við Íslendingar erum svo heppnir, innan gæsalappa, að við sitjum bara uppi með sjálfa álbræðsluna. En þar sem boxítnámurnar eru sitja menn uppi með vítissótann og rauðu drull- una; hún verður til þegar boxítið er skolað með vítissóda. Menn tala um súrálið sem rjómann og rauða drullan er undanrennan. En þótt bara álbræðslan sé okkar megin og önnur starfsemi fjarri okk- ur, liggur ábyrgð okkar þar líka.“ – Og undanrennan til einskis? „Sum fyrirtæki hafa reynt að fá á sig einhvern virðuleika með flísafram- leiðslu úr rauðu drullunni. En það eru bara einhver prómill sem fara í þá framleiðslu. Afganginn sitja menn uppi með.“ – Hvað opnaði augu þín? „Ég las Draumaland Andra Snæs! Reyndar bjó ég í 13 ár í Þýzkalandi og kom þaðan smitaður af þýzkum um- hverfis- og náttúruverndarhug- myndum. En Andri Snær færði mér lykilinn.“ Heiðarleikinn verði sett- ur ofar hagsmununum – Hvað varstu að gera í Þýzkalandi? „Ég nam rekstrarhagfræði með ferðaþjónustu í München og starfaði þar. 1997 stofnaði ég ferðaskrifstofuna Katla Travel GmbH ásamt skólasyst- ur minni, Bjarnheiði Hallsdóttur.“ – GmbH? „Það er þýzkt ehf.! Við seljum Aust- urríkismönnum, Svisslendingum og Þjóðverjum Íslandsferðir.“ – Var ferðaþjónustan alltaf á dag- skrá hjá þér? „Nei, nei. Ég ætlaði að verða flug- maður. En 19 ára fór ég sem skipti- nemi til Austurríkis og tók þar að mér leiðsögu fyrir Icelandair. Þannig datt ég inn í ferðaþjónustuna, sem hlóð ut- an á sig og endaði með námi í Münc- hen.“ – Og flugið datt upp fyrir! „Ég lærði nóg til að verða flugfær og tek kannski þráðinn upp síðar.“ – Himinninn bíður. Hann fer ekki neitt! „Nei. Ekki nema við önum fyr- irhyggjulaus áfram í loftmenguninni.“ Þegar fjölskyldan flutti til Íslands 2002, settist hún að í Áslandshverfi í Hafnarfirði. Pétur segir annan bæ ekki hafa komið til greina. Og er þó eiginkonan; Kristín Dóra Sigurjóns- dóttir sjónfræðingur fædd Garðbæ- ingur. „Já, en hún er fædd Hafn- arfjarðarmegin í Garðabænum,“ segir hann og ber ótt á. „Þegar við komum heim var ég satt að segja með það inni á mér að hvern daginn sem væri kæmi sólarlags- yfirlýsing úr Straumsvík um ákveðið ártal fyrir lokun fyrirtækisins. Það kom mér algjörlega í opna skjöldu að menn skyldu þess í stað vera að ræða möguleikann á stækkun. Ég er bæði sjálfstæður maður og sjálfstæðismaður og hef vanið mig á að skoða hlutina áður en ég geri upp hug minn. Það kom mér á óvart hvað Hafnfirðingar hafa í raun fengið lítið fyrir sinn snúð hin síðari ár og hvað þessar stækkunarhugmyndir eru vondar fyrir vöxt og viðgang bæjarins. Með þetta í höndunum og innblás- inn af Draumalandinu skrifaði ég grein í Morgunblaðið. Ég átti svo sem von á einhverjum skoðanasystkinum en viðbrögðin komu mér satt að segja á óvart. Þeir voru svo margir sem höfðu samband og upp úr því kynntist ég fólki í öllum stjórnmálaflokkum, boltinn rúllaði og 23. október var Sól í Straumi stofnuð.“ Segja má að þjóðin sé ennþá undir áhrifum HM í handbolta. Er ekki handboltagen í öllum Hafnfirðingum? „Ekki mér alla vega! Ég var aldrei í boltaíþróttum. Ég stundaði skíðin með Fram og hélt því áfram í Aust- urríki. Nú stundum við hestamennskuna í Hafnarfirði og fyrir vikið þykir okkur ennþá vænna um útivistarsvæði Hafn- firðinga.“ – Aftur að álverinu! Nú er komið að endasprettinum fyrir atkvæðagreiðsl- una. Hvernig leggst hann í þig? „Ég hlakka til. Ég vona bara að baráttan verði heiðarleg. Ég hef svo sem verið varaður við því að það verði reynt að draga trúverðugleika minn í efa. Ég trúi því þegar ég tek á því. Það yrði miður ef menn færu að grípa til óvandaðra meðala. Ég undanskil ekki okkur Sólarfólkið þegar ég segi það. Það eru miklir hagsmunir í húfi. Og þá getur mönnum orðið það á að setja hagsmunina ofar heiðarleikanum. Mín heitasta ósk á endasprettinum er að sjá það ekki gerast.“ – Þið hafið gert athugasemdir við málflutning Alcan og bæjarstjórans í Hafnarfirði. „Já, því miður hafa menn borið rangfærslur á borð fyrir Hafnfirðinga, einkum hvað varðar fjárhagslegan ávinning af stækkun álversins. Það er eins og menn vilji láta söluprísinn fyr- ir framtíð Hafnarfjarðar vera sem mest lokkandi. Þessi málflutningur er ekki heiðarlegur. En við treystum Hafnfirðingum. Fái þeir að byggja afstöðu sína á rétt- um upplýsingum þarf enginn að velkj- ast í vafa um útkomuna.“ – Þið hafið líka gagnrýnt Hafn- arfjarðarbæ fyrir að velja Capacent Gallup til að sjá um kynningarmálin. „Já. Í sporum bæjarstjórans hefði ég ekki fengið það til kynningarstarfs- ins. Fyrirtækið hefur unnið fyrir Alc- an í stækkunarmálinu og er því ekki hafið yfir gagnrýni en það má hlutlaus kynningaraðili ekki vera. Ég ætla Capacent Gallup ekki óvönduð vinnu- brögð en finnst þessi aðkoma þess að málinu óheppileg. Við erum þeirrar skoðunar að mikið velti á því hlutlausa kynningarstarfi sem framundan er. Okkar áherzlur eru að vera ekki með neinar flug- eldasýningar eða berja fast á tromm- urnar. Ef málið verður lagt heiðarlega fyrir Hafnfirðinga erum við þess full- viss að þeir muni hafna stækkuninni með meiri mun en nú virðist vera.“ – Upplifið þið ykkur að einhverju leyti sem Davíð gegn Golíat? „Ekki get ég nú sagt það. En allir muna hvernig þeirri viðureign lauk! Okkur er sagt að Alcan hafi varið 80– 100 milljónum króna í stækk- unarkynningu sína til áramóta. Þá höfðum við eytt 60 þúsund krónum. Þeir eiga allt nema góðan málstað en við ekkert nema góðan málstað.“ Ábyrgð Hafnfirðinga nær út fyrir bæjarmörkin – Hvað heldur þú að hafi breytt málstað ykkar til hins betra? „Það er enginn vafi á því að algjör hugarfarsbreyting hefur orðið hjá þjóðinni hvað varðar framkvæmdir og stóriðju í landinu. Kárahnjúkaand- staðan kristallaðist kannski of seint til að hafa áhrif á þær framkvæmdir en hún þjappaði mönnum saman og vakti almenning til vitundar um náttúruna og málstað hennar. Sú vakning fékk svo byr undir báða vængi í Drauma- landinu. Munur sést til dæmis í þeim við- tökum sem nýjasta skýrslan um lofts- lagsbreytingar hefur fengið. Í stað þess að höfða aðeins til útvaldra og vera lokað umræðuefni þeirra hefur hún vakið almenna athygli og orðið umræðuefni allra. Fólk gerir sér nú grein fyrir því að það sem er gert í Hafnarfirði hefur víðtæk áhrif. Þetta er spurningin um að líta í eigin barm. Til þess að hugsa um heiminn verðum við að líta okkur nær. Hafnfirðingar geta ekki sagt já í Straumsvík og firrt sig um leið allri ábyrgð af afleiðingunum annars stað- ar; línumannvirki í gegnum átta sveit- arfélög og virkjanir við neðanverða Þjórsá svo dæmi séu tekin. Ábyrgð Hafnfirðinga í þessu máli nær út fyrir bæjarmörkin. Það er þessi ábyrgð sem fólk er far- Eigum ekkert nema góðan málstað Morgunblaðið/Sverrir Sólarmegin Pétur Óskarsson talsmaður Sólar í Straumi segir stundaglas stóriðjustefnunnar að tæmast og því verði ekki snúið við. Síðasta dag marzmán- aðar ganga Hafnfirð- ingar til atkvæða um stækkun álversins í Straumsvík. Andstaðan gegn stækkun hefur myndað samtökin Sól í Straumi. Freysteinn Jóhannsson ræddi við talsmann sólarinnar; Pétur Óskarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.