Morgunblaðið - 18.02.2007, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 18.02.2007, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2007 53 110% LÁN!ÓTRÚLEGT EN SATT SOLYLUNA – RAÐHÚS ENGIN ÚTBORGUN! SÖLUFULLTRÚAR VEITA ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR UM ÞESSI EINSTÖKU KJÖR Sol y Luna eru raðhús með tveim svefn- herbergjum og tveim baðherbergjum. Lokað eldhús með útgengt út á pall. Stofa og sam- tengd borðstofa. Svalir eru út úr hjónaherbergi og þaksvalir eru á þaki hússins með mjög góðu útsýni. Flísalagður setupallur er beint fyrir framan inngang hússins.Fasteigna- og leigumiðlun Íslendinga á Spáni Sími 517-5280 www.gloriacasa.is Palace Saradon er fjölbýlishús byggt á einum heilsusamlegasta stað í heiminum á Villa Martin svæðinu, Orihuela rétt hjá Torrevieja. Örstutt er í alla þjónustu, golfvelli, útimarkaði og aðeins um 5 mínútna akstur að strönd. Úrval gönguleiða og afþreyingamöguleikar eru óþrjótandi. Veðurfarið er hvetjandi til útiveru, hreyfingar og heilsueflingar. Vegna hagstæðs verðlags margfaldast lífeyrir Íslendinga á svæðinu. Alíslensk hönnun sniðin að þörfum Íslendinga á Spáni VERÐ F RÁ 206.00 0 € Nuddpottur á öllum svölum Loftkæling og hitun Hágæða viðarinnréttingar Öryggiskerfi Allar íbúðirnar eru mjög rúmgóðar Minigolfvöllur Upphituð sundlaug yfirbyggð að vetri Samkomusalur með bar Saunabað Stæði í bílageymslu Sól og samvera, gleði og öryggi: PALACE SARADON LÚXUSÍBÚÐIR FYRIR 55 ÁRA OG ELDRI Sími 530-6500 www.heimili.is FJÖLDI ÍBÚÐAÞEGAR SELDAR! Einstakt tækifæri fyrir 1-2 samhenta bakara og fjölskyldur þeirra að skapa sér og sínum gott lífsviðurværi og bjarta framtíð. Um er að ræða gott bakarí og bakarísbúð ásamt söluturni í Hveragerði. Fyrirtækið er í eigin húsnæði og að auki 2 íbúðir. Rekstur eru til sölu af sérstökum ástæðum, tekjur eru góðar og stöðug aukning í framlegð. Jón Víkingur, fasteigna og fyrirtækjaráðgjafi hjá Casa Firma, veitir fúslega allar nánari upplýsingar í síma : 892 1316. KANNTU BRAUÐ AÐ BAKA, & VILTU BÚA Á SUÐURLANDI ? HINN 11.2. sl. skrifar Haraldur Benediktsson, formaður Bænda- samtakanna, hér í blaðið hjartnæma þakkargrein til „hinna kjörkuðu þingmanna“, vegna nýgerðs samn- ings við sauð- fjárbændur. Samnings um 16 milljarða króna meðlög þeim til handa frá skattþegnum þessa lands. Ég efast ekki um að 3% landsmanna byggi afkomu sína á land- búnaði, né heldur um margfeldisáhrifin af honum. En landbún- aður er jú meira en sauðfjárrækt. Og margfeldisáhrifin af henni afsaka ekki það að við skulum þurfa að borga með henni 16 millj- arða í beingreiðslur á fjórum árum, auk alls konar annarra styrkja. Ég geri bara þær kröfur að bændur sjái sér sjálfir farborða eins og aðrir at- vinnurekendur. Verði ekki endalaust upp á okkur hin komin. H.B. heldur því fram m.a. að þessi nýi samningur við sauðfjárbændur sé „staðfesting þjóðarinnar“ á því að þessi landbúnaður sé „undirstaða byggðar, matvælaöryggis og menn- ingar í landinu“. Jú, jú, kannski að svo hafi verið í upphafi byggðar og lengi vel, en breyttist svo í andhverfu sína, sem m.a. felst í: a) ofbeit og gróður- og jarðvegs- eyðingu b) eyðingu skóga c) stöðugri kjarrbeit d) sundurskornu, blæðandi landi e) hrikalega ljótum, sjónmengandi byggingum úr plasti f) og svo rúsínan í pylsuend- anum … meðlögum frá skattpíndri þjóð. Þó svo að sauðfjárrækt yrði aflögð með öllu vil ég staðhæfa það að ís- lenska menningin stæði áfram föst- um fótum, eftir sem áður, og gott ef landsbyggðin yrði bara ekki í mun betri málum, því jarðir mundu gróa sára sinna og nýtast sem útivist- arperlur fyrir almenning. Matvæla- öryggi mætti auka með meiri græn- metisræktun, í og utan gróðurhúsa. Undirstaða íslenskrar menningar í dag er nefnilega allt önnur en hjarðbúskapur. Hjarðbúskapur til- heyrir fortíðinni og getur aldrei flokkast undir neina undirstöðu, neitt vistvænt né neina sátt við eitt eða neitt. H.B. segir að „okkur beri skylda til að nýta auðlindir landsins“. Það er að sjálfsögðu engin skylda, en eitt er að NÝTA þær og annað að OF- NÝTA, eins og gerst hefur í sam- bandi við sauðfjárrækt. H.B. vor- kennir okkur ekki baun þótt við þurfum að punga út fáeinum pró- sentum þjóðartekna okkar til að halda þeim við ofbeitina. Það sé bara afsakanlegt þar sem það hafi verið miklu meira í „denn“! Hann segir Íslendinga borga jafn mikið og aðrar þjóðir með landbún- aði sínum. Þetta er alls ekki satt. Aðrar þjóðir borga miklu, miklu minna og sumar bara lítið sem ekki neitt. Við borgum að vísu mikið eins og Norðmenn. En Noregur er nú bara með skrautlandbúnað sem ekki er sambærilegur við íbúafjölda þar, eða ósköpin hér. Man ekki H.B. að forfeður okkar fluttu frá Noregi til Íslands, m.a. vegna landþrengsla í landbúnaði? Og eitthvað hefur nú þrengst í kringum frændur vora síð- an þá og þeim fjölgað duggunarlítið. Kannski bara hagstæðara að flytja inn kjöt frá öðrum löndum? Ástralar framleiða jú gott og ódýrt kindakjöt, án styrkja, enda hagstætt að fram- leiða kjöt þar, sem ekki verður sagt um Noreg og Ísland. H.B. segir landbúnað hér stund- aðan í „sátt við landið“. Hvaða teg- und landbúnaðar? Þó ekki hjarðbú- skap með óheftri beit á smávöxnum, þverrandi gróðri landsins? Hvað meinar maðurinn? Sátt við landið! Beit í sátt við götótta, hverfandi gróðurhulu? Getur ábyrgur bóndi látið svona út úr sér eða er þetta bara hans „lýðskrum“ eins og hann kallar mótmæli okkar sem erum á móti því að halda uppi heilli stétt at- vinnurekenda á kostnað gróðurs, jarðvegs og landsmanna? H.B. finnst þingmenn sýna „kjark“ með þessum samningi. Ég segi nú bara að þeir sýni þvert á móti algjört kjarkleysi með honum. Kjarkleysi við að losa þjóðina við þennan óþarfa skatt, kjarkleysi við að losa okkur við búskap á illa förnu landi svo að það geti gróið sára sinna. Þeir eru nefnilega svo logandi hræddir við að missa atkvæði bænda (landsbyggðarmanna) sem hafa jú margfeldisáhrif … hvert atkvæði á við mörg atkvæði Reyk- víkinga. Enn eitt óréttlætið. Hann þakkar að lokum öllum stjórnmálamönnum, í öllum flokkum, fyrir stuðninginn. Nóg hefði verið fyrir hann að þakka bændunum í öll- um þessum flokkum, því þeir hafa haft vit á því að hreiðra um sig í hverjum einasta flokki til að tryggja nógu stóra sneið úr skattatertunni okkar, í þennan rekstur sem hvorki er í sátt við gróður landsins né þjóðina. Ég vona svo að sauðfjárbændur beri gæfu til að losa sig við þessa átt- hagafjötra sem beingreiðslur eru, komi svo öllu sínu sauðfé í beitarhólf og lifi æ síðan í góðri sátt við landið, gróður þess og okkur hin. Hin ríkisreknu fjárhús Margrét Jónsdóttir fjallar um samning við sauðfjárbændur og svarar grein Haraldar Bene- diktssonar Margrét Jónsdóttir »Ég vona svo að sauð-fjárbændur beri gæfu til að losa sig við þessa átthagafjötra sem beingreiðslur eru, komi svo öllu sínu sauðfé í beitarhólf og lifi æ síðan í góðri sátt við landið, gróður þess og okkur hin. Höfundur er aðstoðarmaður húsamálara.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.