Morgunblaðið - 18.02.2007, Qupperneq 60
60 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Hermann Jónasson Geir Harðarson
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
SÓLSTEINAR
Gæði
Góð þjónusta
Gott verð
Mikið úrval
i
j
i i l
Kársnesbraut 98, 200 Kópavogi – s: 564 4566
www.solsteinar.is – sol@solsteinar.is
15-50% afsláttur
✝
Okkar elskulega,
SOFFÍA GUÐRÚN WATHNE
andaðist í New York miðvikudaginn 7. febrúar.
Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni
miðvikudaginn 21. febrúar kl. 14.00.
Börn, barnabarn
og fjölskylda
✝
Elskuleg sambýliskona mín, dóttir, móðir, tengda-
móðir og amma,
HREFNA HELGADÓTTIR,
Huldugili 4,
Akureyri,
lést á heimili sínu mánudaginn 12. febrúar.
Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðju-
daginn 20. febrúar kl. 13.30.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Akureyrar.
Þorsteinn Friðriksson,
Þuríður Guðmundsdóttir,
Stefán Óskarsson, Ester Jóhannsdóttir,
Hugrún Óskarsdóttir,
Elva Óskarsdóttir, Jón Guðlaugsson
og barnabörn.
✝
Ástkær faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN VÍDALÍN SIGURÐSSON,
Múlavegi 32,
Seyðisfirði,
lést á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar þriðjudaginn
6. febrúar.
Útför hans verður gerð frá Seyðisfjarðarkirkju
þriðjudaginn 20. febrúar kl. 14.00.
Sigurbjörn Jónsson, Hugrún Ólafsdóttir,
Gunnþórunn Gunnlaugsdóttir, Hafsteinn Sigurjónsson,
Anna G. Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
JÓHANNA S. HANSEN,
lést á Vífilsstöðum þriðjudaginn 13. febrúar.
Hún verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtu-
daginn 22. febrúar kl. 13.00
Sigurður Anders Hansen, Brigitte Hansen,
Richard Arne Hansen, Bjarney Ólafsdóttir,
Magnús Axel Hansen,
Paul Agnar Hansen, Alda Elfarsdóttir,
Anna María Hansen, Ástvaldur Eydal Guðbergsson,
barnabörn og langömmubarn.
✝ Sigríður Jak-obína Guðlaugs-
dóttir, eða Sissý eins
og hún var jafnan
nefnd, fæddist á
Siglufirði 5. ágúst
1929. Hún lést á
Landspítalanum
þann 31. janúar síð-
astliðinn. Sigríður
var dóttir Sig-
urbjargar Jak-
obsdóttur frá Húsa-
bakka í Aðaldal, f.
1900, d. 1973, og
Guðlaugs Sigurðs-
sonar frá Kóngsstöðum í Skíðadal,
f. 1899, d. 1936. Yngri bræður Sig-
ríðar eru Ottó Rafn, f. 1931 og
Stefnir, f. 1933, d. 1980.
Sigríður giftist 26. desember
1954, Hilmari Þorkelssyni frá Siglu-
firði, f. 13. október 1928. Hann er
sonur Jóhönnu Guðríðar Kristjáns-
dóttur, f. 1892, d. 1986, og Þorkels
Kristins Sigurðssonar [Svarfdal], f.
1881, d. 1940. Þau bjuggu hjá móð-
ur Sigríðar á Siglufirði fyrstu árin
en fluttu síðar til Reykjavíkur og
loks til Kópavogs. Synir Sigríðar og
Hilmars eru: 1) Guðlaugur Ævar
smiður, f. 1948. Dætur hans og
Ragnhildar Hreiðarsdóttur eru
Rósa Björg, f. 1971 og Sandra
Dögg, f. 1977, maki Jim Tonny
Skogvoll. Sonur Guðlaugs og Krist-
jönu Hávarðardóttur er Brynjar
Ævar, f. 1982. Guðlaugur er kvænt-
ur Steinunni Aldísi Einarsdóttur
leikskólakennara, f. 1960, en hún
átti fyrir Jakob Einar Úlfarsson, f.
1979 og Kristínu Úlfarsdóttur, f.
1983. 2) Jóhannes Ævar múrari, f.
1954, kvæntur Berglindi Jóhanns-
dóttur ræstingastjóra, f. 1958. Börn
þeirra eru a) Hilmar Ævar, f. 1978
og b) Jóhanna Kristín, f. 1989. 3)
Sverrir Ævar húsasmíðameistari, f.
1955. Dóttir Sverris og Sigríðar
Sigurðardóttur er Stella Ingibjörg,
f. 1975. Sonur Sverris og Maríu Ein-
vann Hilmar við bakstur hjá varn-
arliðinu í Keflavík en Sigríður
dvaldi á sumrin á Siglufirði hjá
móður sinni. Loks settust þau að í
Reykjavík. Stuttu síðar fæddist Jó-
hannes og síðan hinir drengirnir
hver af öðrum. Sigríður var að
mestu leyti heima að gæta bús og
barna og vann einnig um tíma á
smurbrauðsstofunni Birninum á
Njálsgötu.
Sigríði og Hilmar má telja til
frumbyggja Kópavogs en þangað
fluttu þau skömmu eftir 1960 og
hafa búið þar alla tíð. Fyrst við Víg-
hólastíg, síðan á Hraunbraut, og
loks í Holtagerði. Seinna festu þau
kaup á einbýlishúsi, Álfhólsvegi 37,
þar sem þau bjuggu í tæpa þrjá ára-
tugi. Síðustu árin hafa þau búið í
Vogatungu 75. Sigríði voru málefni
og hagsæld Kópavogs kær og hún
var án efa einn af dyggustu stuðn-
ingsmönnum þessa ört vaxandi bæj-
arfélags. Á áttunda áratugnum
hrjáði Sigríði nokkurt heilsuleysi
og hún dvaldi í kjölfarið á Reykja-
lundi og heilsuhæli Náttúrulækn-
ingafélags Íslands í Hveragerði. Á
báðum stöðunum eignaðist hún
marga góða félaga. Þá tók hún
virkan þátt í sjálfboðaliðastarfi á
vegum Sjálfsbjargar og vann í
mörg ár að hinum árlega jólabasar
félagsins. Snemma á níunda ára-
tugnum vann Sigríður um tíma á
videóleigu efst á Skólavörðustígn-
um og síðan á útsölumarkaði fyrir
son sinn og tengdadóttur.
Hilmar og Sigríður festu kaup á
sumarbústað í landi Miðfells við
Þingvallavatn árið 1984. Þar hafa
þau dvalið hvenær sem færi hefur
gefist allan ársins hring. Þessi stað-
ur var paradís í augum Sigríðar og
þar eignaðist hún stóran hóp vina
og kunningja. Dyr þeirra hjóna í
Kópavogi og í bústaðnum í Miðfells-
landi stóðu öllum opnar, mönnum
og málleysingjum. Þar hafa barna-
börnin dvalist í skemmri og lengri
tíma, jafnvel vikum saman, og notið
umhyggju þeirra hjóna. Sigríður og
Hilmar stefndu að hinni árlegu vor-
ferð í bústaðinn þegar hún lést.
Útför Sigríðar var gerð frá
Digraneskirkju 8. febrúar, í kyrr-
þey að hennar ósk.
arsdóttur er Krist-
mundur Ari, f. 1980.
Sonur Maríu er Sæ-
þór Helgi Jensson, f.
1975. Sverrir er
kvæntur Steinunni
Sigríði Jakobsdóttur
jarðeðlisfræðingi, f.
1953. Fyrir átti hún
dóttur, Sigríði Soffíu
Sigurjónsdóttur, f.
1981. 4) Jakob Ævar
lagermaður, f. 1956,
kvæntur Kristínu
Þorsteinsdóttur inn-
heimtufulltrúa, f.
1956. Þau eiga fjögur börn, a) Mar-
gréti, f. 1974, gift Bjarka Þór Clau-
sen, b) Sigurbjörgu, f. 1977, gift
Sævari Erni Gunnlaugssyni, c)
Hreiðar Ævar, f. 1980, kvæntur Sól-
veigu Reynisdóttur og d) Aron Æv-
ar, f. 1988. 5) Hilmar Ævar kerf-
isfræðingur, f. 1958, kvæntur Önnu
Heiðu Pálsdóttur doktor í barna-
bókmenntum, f. 1956. Börn þeirra
eru Sigríður Ásta, f. 1983 og Hilmar
Ævar, f. 1988. 6) Kristinn Ævar, f.
1960. Dætur hans og Önnu Krist-
bjargar Hallgrímsdóttur eru Hafdís
Ósk, f. 1982 og Eva Björk, f. 1984.
Barnabarnabörnin eru átta.
Sigríður gekk í barnaskóla á
Siglufirði og sótti síðar húsmæðra-
námskeið. Hún missti föður sinn sjö
ára gömul en þá voru yngri bræður
hennar Ottó Rafn og Stefnir innan
við fimm ára. Stuttu seinna var hún
farin að standa við hlið móður sinn-
ar á síldarplaninu á Siglufirði að
salta síld í tunnur. Á táningsárum á
Siglufirði vann hún á Sjómanna-
heimili Íslands og í Gildaskálanum
við framreiðslu. Sigríður og Hilmar
Þorkelsson hófu búskap í risinu hjá
móður hennar á eftirstríðsárunum
og elsti sonur þeirra, Guðlaugur
fæddist árið 1948. Þá var Hilmar í
bakaranámi en þegar því lauk 1949
fluttu þau til Akraness og bjuggu
þar í tvö ár. Um margra ára skeið
Sigríður Guðlaugsdóttir, eða Sissý
(þannig skrifaði hún nafnið sitt þótt
það væri borið fram Sísí) og ég áttum
margt sameiginlegt fyrir utan það að
elska sama manninn, Hilmar Ævar,
son hennar og eiginmann minn. Við
höfðum meðal annars áhuga á sömu
sjónvarpsþáttunum og þá voru lækna-
þættir eins og Bráðavaktin í mestu
uppáhaldi, eftir að Dallas og Þyrni-
fuglarnir voru allir. Við ræddum kosti
og kalla persónanna, líf þeirra og
dauða, ástir og yndi, vegna þess að
báðar höfðum við áhuga á mannlegu
eðli og mannlegum breyskleika. Við
töluðum líka oft um minningargreinar
sem við höfðum lesið og spekúleruðum
fram og aftur um hvernig þær voru rit-
aðar og hvað þær sögðu okkur um
þann sem genginn var. Við létum það
fara í taugarnar á okkur þegar sá er
ritaði lagði spurningar fyrir hinn fram-
liðna eða talaði meira um sig og sína
sorg og missi en ævispor hins látna.
Sissý vissi ætíð að ég myndi skrifa um
hana minningargrein og ég ætla að
fara eftir forskrift okkar, að beina
kastljósinu að ævi þessarar litríku og
einörðu konu sem spannar ein 78 ár.
Hún veit að ég sakna hennar meira en
fátæk orð fá lýst.
Sissý er fædd og uppalin á Siglu-
firði. Eitt sumar þegar hún var ung-
lingur var hún send til frænda síns
sem bjó á bænum Vík við Fáskrúðs-
fjörð, til að gæta barna. Sissý, sem
hafði saltað síld í tunnur frá átta ára
aldri, leiddist aðgerðaleysið og fór að
stokka upp og beita. Þá leitaði hún til
frænda síns og bað um að fá alvöru
vinnu við þetta. Fyrst fannst honum
hugmyndin fáránleg, slíkt þótti ekki
vinna fyrir stelpuskjátu, en hún fékk
að sýna kunnáttu sína og kom sjó-
mönnunum á óvart. Þannig að barna-
gæslunni var lokið og hún vann við að
stokka upp og beita þar til hún þurfti
að snúa aftur heim til Siglufjarðar fyr-
ir veturinn.
Seinna, þegar Sissý var um það bil
17 ára, var hún að vinna hjá Konna í
Gildaskálanum á Siglufirði en þangað
komu verkamenn og smiðir sem unnu
að uppbyggingu iðnaðarhúsa á þess-
um uppgangsárum eftir stríðið. Hún
var oft búin að segja körlunum að raða
upp skónum sínum snyrtilega í and-
dyrinu en þeir áttu það til að henda
þeim upp að vegg út um allt hús. Einn
daginn fékk Sissý nóg. Hún smalaði
saman öllum skónum og henti í eina
hrúgu út fyrir hús. Karlarnir komu
sumir klukkutíma of seint í vinnuna
eftir matinn, þeir þurftu að leita að
skónum sínum í skóhaugnum. Henni
tókst að kenna þeim lexíu og eftir
þetta var skónum raðað snyrtilega í
anddyrið.
Þessar tvær stuttu sögur frá ung-
lingsárum Sissýar varpa ljósi á per-
sónu hennar eins og hún var þau sextíu
ár sem eftir voru af ævi hennar. Hún
var ákveðin, hún vissi hvað hún vildi og
hvernig hún fengi því framgengt. Hún
var sérstök, ekki bara karakterinn,
heldur í útliti og framkomu. Flestir
sem hafa hitt hana, gleyma því ekki,
hún skildi eftir skýra mynd í huga
þeirra, mynd af hnakkakerrtri konu
með tinnusvart hár og svolítið skásett,
flauelsbrún augu, svo dökk að þau virt-
ust stundum svört, sem tindruðu af
glettni þegar hún sagði sögur eins og
þessar hér á undan. Þegar hún sat og
talaði við fólk sem henni þótti vænt
um, tók hún höndina á því og lagði
hana milli sinna hlýju og mjúku handa
og horfði beint í augun á viðmælanda
sínum með þessum glitrandi brúnu
stjörnum, fullum af alúð og mannleg-
um skilningi.
Tengdamóðir mín var stór mann-
eskja þótt hún væri hvorki hærri né
meiri um sig en flestar aðrar konur.
Hún var með breiðan faðm sem náði
utan um syni hennar, tengdadætur,
börn þeirra og barnabörn. Og faðm-
urinn náði lengra, hann umvafði þá
sem tengdust hennar nánustu, beint
eða óbeint: stjúpbörn sona hennar,
kærustur og kærasta barnabarnanna,
maka þeirra, vini og velunnara. Hjart-
að var stórt sem rúmaði okkur öll og
meira til, því þar áttu einnig pláss vinir
hennar og ættingjar, og risastór systk-
inahópur Hilmars, mannsins hennar,
ásamt þeirra mökum og börnum.
En hún var ekki allra. Svo ég víki
aftur að lestri minningargreina, þá
vorum við ósammála um eitt atriði.
Henni fannst mikill mannkostur að
vera ekki allra. Mér fannst það mann-
kostur að vera hvers manns hugljúfi.
Þannig væmni féll ekki að skapgerð
Sigríður J.
Guðlaugsdóttir