Morgunblaðið - 28.02.2007, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns-
son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson,
svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is
netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Morgunblaðið í dag
miðvikudagur 28. 2. 2007
íþróttir mbl.isíþróttir
Aðstoðarkona Stensons er þekktari en sænski kylfingurinn>> 4
ÓSKABYRJUN UNITED
„ÁTTUM FRÁBÆRA ENDURKOMU,“ SAGÐI BRYNJAR
BJÖRN GUNNARSSON, LEIKMAÐUR READING >> 2
Rajcomar, sem er framherji, verður 22 ára en
hefur samt spilað yfir 100 leiki í tveimur efstu
deildunum í Hollandi. Mest í 1. deild, með
Fortuna Sittard og Den Bosch, en hann á
einnig að baki 20 leiki í úrvalsdeildinni með
Utrecht. Rajcomar var jafnframt fastamaður
yngri landsliðum Hollands, síðast með U20
ára landsliðinu fyrir tveimur árum. Hann hef-
ur ekkert getað spilað í vetur, því samningur
hans við lið í næstefstu deild í Belgíu, Lom-
mel, fór út um þúfur í lok ágúst og þar með
gat hann ekki skipt um félag fyrr en eftir ára-
mót.
Podzemsky ekki með Blikum
Alls verða fimm erlendir leikmenn með
Breiðabliki í sumar. Serbarnir Srdjan Gasic
og Nenad Zivanovic leika áfram með liðinu,
em og norski bakvörðurinn Stig Krohn Haa-
and. Þá er Nenad Petrovic frá Serbíu vænt-
anlegur en beðið er eftir atvinnuleyfi fyrir
hann. Tékkinn Petr Podzemsky verður hins-
vegar ekki áfram í röðum Breiðabliks, honum
var ekki boðinn nýr samningur og hann spilar
nú í 3. deildinni í heimalandi sínu.
Blikar
sömdu
við Raj-
comar
BREIÐABLIK gekk í gær frá eins árs samn-
ngi við hollenska knattspyrnumanninn
Prince Rajcomar, sem var til reynslu hjá fé-
aginu fyrr í þessum mánuði. Hann er vænt-
anlegur til landsins um næstu helgi og getur
því væntanlega spilað með Kópavogsliðinu
frá og með næsta leik í deildabikarnum sem
er gegn Þrótti þann 11. mars.
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson
eth@mbl.is
Þetta eru bestu fréttir sem ég hef
engið s.l. 12 mánuði og þýski sér-
ræðingurinn telur að ég þurfi ekki
að fara í viðamikla aðgerð á nára til
þess að ná bata,“ sagði Jóhannes
Harðarson leikmaður norska knatt-
pyrnuliðsins Start í gær við Morg-
unblaðið.
Jóhannes fékk aðgang að þekktum
þýskum sérfræðingi í íþrótta-
meiðslum, Hans-Wilhelm - Müller-
Wohlfahrt, en hann er í læknateymi
þýska landsliðsins og stórliðsins Bay-
„Sjúkraþjálfari okkar hjá Start gat
komið mér að hjá þessum lækni í
gegnum „klíku“ og ég var himinlif-
andi að fá niðurstöður úr fyrstu rann-
sókn. Ég hef verið meiddur á nára í
rúmt ár og ekkert getað leikið. Við
fyrstu sýn virðist sem að vandamálið
sé í hryggnum á mér en ekki í nára
eins og aðrir læknar hafa talið á und-
anförnum misserum. Fyrir atvinnu-
knattspyrnumann eru þetta frábær-
ar fréttir því næsta skref hjá mér var
að fara í rannsókn og stóra aðgerð
hjá sænskum sérfræðingi,“ sagði Jó-
hannes. Startliðið er í æfingabúðum á
La Manga og var Jóhannes í eina
hann að æfa „þokkalega“ eins og
hann orðar það sjálfur. „Ég hef nán-
ast bara æft á þrekhjóli undanfarið ár
en á La Manga var ég að gera hluti
sem ég hef ekki getað gert lengi.
Sparkað í bolta og ýmislegt fleira.
Vonandi verður framhald á þessu hjá
mér. Þjóðverjarnir ætla að skoða
hrygginn á mér betur og ég fæ sér-
smíðuð innlegg í skóna þar sem að
hryggurinn er eitthvað skakkur og
þeir halda jafnvel að um brjósklos sé
að ræða. Þeir eru samt sem áður
bjartsýnir á að með réttum æfingum
og meðferð sjúkraþjálfara eigi ég að
ná fullum bata á næstu vikum og
„Bestu fréttir sem ég fengið í rúmt ár“
Í HNOTSKURN
»Jóhannes Harðarson hefurvarla æft knattspyrnu frá
því í apríl á síðasta ári vegna
meiðsla í nára.
»Samningur hans við Startrennur út eftir tæplega tvö
ár en Jóhannes var atvinnu-
maður í Hollandi 2001-2004.
»Tvívegis hefur Jóhannesverið valinn í A-landsliðið
en hann lék með ÍA á Akranesi
áður en hann gerði atvinnu-Scanpix
LEMGO vann í gærkvöld stórsigur
á Wilhelmshavener, 33:20, í þýsku
úrvalsdeildinni í handknattleik.
Eins og tölurnar gefa til kynna
hafði Lemgo mikla yfirburði í
leiknum sem fram fór í
Lipperland höllinni. Staðan í
hálfleik var 17:10, og munurinn
jókst jafnt og þétt í síðari hálfleik.
Logi Geirsson skoraði 1 mark
fyrir Lemgo og Ásgeir Örn Hall-
grímsson, sem á dögunum gekk frá
samningi við danska liðið GOG,
skoraði 2 mörk. Tékkinn Filip
Jicha var markahæstur í liði
Lemgo með 8 mörk og þeir Florian
Kehrmann og Daniel Stephan skor-
uðu 5 mörk hver. Þetta var fyrsti
leikur Stephan eftir langt hlé.
„Ég þurfti að sætta mig við að
dúsa á bekknum megnið af leikn-
um. Ég lék síðasta korterið og úr-
slitin voru löngu ráðin þegar ég
kom inná. Til að létta lundina
ákvað ég að snúa mér einn hring á
vítalínunni áður en ég skoraði mitt
eina mark í leiknum,“ sagði Logi
við Morgunblaðið í gær.
Lemgo er í 7.-8. sæti deild-
arinnar ásamt Göppingen með 25
stig en Flensburg trónir á toppnum
með 35 stig.
Í kvöld er sannkallaður stór-
leikur þegar Íslendingaliðið Gum-
mersbach tekur á móti Flensburg í
Köln Arena að viðstöddum 15-20
þúsund áhorfendum. Gummers-
bach verður að sigra til að blanda
sér í baráttuna um titilinn en liðið
er í fjórða sæti deildarinnar, fjór-
um stigum á eftir Flensburg.
Ólafur Stefánsson skoraði 6
mörk fyrir Ciudad Real í sigri á
Valladolid, 31:27, í spænsku 1.
deildinni í gærkvöld. Ciudad Real
hefur 35 stig í efsta sæti, stigi
meira en Portland San Antonio,
sem á leik til góða.
Ljómynd/Günther Schröder
Gegnumbrot Ásgeir Örn brýst í gegnum vörn Wilhelmshavener og skorar fyrir Lemgo í gær.
Logi sneri
sér í hring
Y f i r l i t
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
Í dag
Sigmund 8 Viðhorf 28
Staksteinar 8 Umræðan 28/32
Veður 8 Bréf 32
Alþingi 10 Minningar 33/35
Viðskipti 15/6 Skák 36
Úr verinu 16 Menning 41/43
Erlent 17 Leikhús 42
Menning 18 Myndasögur 44
Höfuðborgin 20 Staður og stund 46
Akureyri 20 Bíó 46/49
Suðurnes 21 Víkverji 48
Landið 21 Velvakandi 48
Daglegt líf 22/25 Stjörnuspá 49
Forystugrein 26 Ljósvakamiðlar 50
* * *
Gengi hlutabréfa lækkaði í gær
um heim allan í kjölfar mikilla
lækkana á gengi kínverskra hluta-
bréfa. Væntanlegar aðgerðir kín-
verskra stjórnvalda til að auka
eftirlit með markaði og markaðs-
aðilum valda þessum viðbrögðum.
Allar helstu hlutabréfavísitölur
lækkuðu í gær, en forstjóri Kaup-
hallar Íslands segir þó engin teikn
á lofti um að um varanlega nið-
ursveiflu sé að ræða. »Forsíða
Hvítasunnudagur, málverk eftir
Jóhannes Kjarval, var sleginn á 1,3
milljónir danskra króna (DKR), 15,2
milljónir íslenskra króna, á uppboði
hjá Bruun Rasmussen í Kaup-
mannahöfn síðdegis í gær. Heild-
arkostnaður við verkið komið til Ís-
lands er um 25 milljónir. »Forsíða
Þótt hækkun Moody’s á lánshæf-
ismati íslensku bankanna hafi komið
mönnum þægilega á óvart hér heima
fer því þó víðsfjarri að hún mælist
alls staðar jafn vel fyrir. »Forsíða
Gunnar Halldórsson, eigandi
Pelastikks ehf., hefur höfðað skaða-
bótamál á hendur íslenska ríkinu
vegna tjóns sem hann telur sig hafa
beðið af afgreiðslu umhverfisráðu-
neytisins á útflutningsleyfi fyrir
hrefnukjöti. Fer Gunnar fram á
skaðabætur er nema 26 milljónum
króna. »Baksíða
Framundan er gósentíð hjá
stjörnuáhugafólki. Sjálft tunglið er
að verða fullt og í kvöld ætti
„karlinn í tunglinu“ að sjást ef vel er
að gáð. Á fullu tungli á laugardags-
kvöldið verður almyrkvi á tungli
þegar jörðin varpar skugga sínum á
það. »Baksíða
Nkosazana Dlamini Zuma, utan-
ríkisráðherra Suður-Afríku, til-
kynnti á fundi með Valgerði Sverr-
isdóttur, utanríkisráðherra, í
Pretoria í gær, að Suður-Afríka
styddi ósk Íslands um sæti í örygg-
isráði Sameinuðu þjóðanna starfs-
árin 2009–2010. »10
Erlent
Stjórn Íraks náði í gær sam-
komulagi um lög sem kveða á um
skiptingu tekna af olíulindum lands-
ins eftir íbúafjölda en fá málefni
hafa valdið jafn miklum deilum og
taugaspennu í stjórnmálum
landsins eftir fall stjórnar Saddams
Husseins 2003. »17
BRUNAMÁLASKÓLINN hefur
fengið aðstöðu á Miðnesheiði á svæði
sem slökkvilið varnarliðsins notaði
áður til æfinga. Jónína Bjartmarz
umhverfisráðherra mun taka aðstöð-
una formlega í notkun á morgun.
„Þetta er mikil framför,“ sagði
Björn Karlsson brunamálastjóri um
nýju aðstöðuna. Hann sagði að á
Miðnesheiði væri fyrir hendi góð að-
staða fyrir Brunamálaskólann.
Þarna væri hægt að æfa reykköfun
og leit að fólki. Gamla sorphreinsi-
stöðin nýttist vel til að æfa leit.
Þarna væri stór olíupyttur þar sem
hægt væri að æfa það að slökkva eld.
Á svæðinu væri ennfremur aðstaða
til að æfa björgun úr bílflökum. Auk
þess væri á Miðnesheiði mikið af
húsnæði sem hægt væri að nýta sem
kennsluaðstöðu.
Björn sagði að Brunamálaskólinn
hefði fram að þessu ekki haft fasta
aðstöðu. Skólinn hefði haldið nám-
skeið víða um land en þegar komið
hefði að kennslu atvinnuslökkviliðs-
manna hefði skólinn þurft að fá lánað
húsnæði.
„Það er mjög mikilvægt að þjálfun
slökkviliðsmanna sé góð. Þetta tel ég
vera mikilvægt skref í áttina að betri
þjálfun. Það þarf að hafa í huga að
verksvið slökkviliðsmanna hefur
verið að víkka út. Þetta snýst ekki
bara um að slökkva eld. Slökkvi-
liðsmenn fást einnig við vatnstjón,
að bjarga fólki út úr bílflökum og
raunar fleiri atvik þar sem þegnarn-
ir og atvinnulífið lenda í vandræðum.
Námskeiðin hjá okkur hafa tekið
mið af þessum breytingum,“ sagði
Björn.
„Þetta er mikil framför“
Brunamálaskólinn hefur fengið aðstöðu
á Miðnesheiði til æfinga og kennslu
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Æfing Slökkviliðsmenn héldu fyrir nokkrum árum æfingu í Hvalfjarðar-
göngum. Skólinn hefur nú fengið aðstöðu til framtíðar á Miðnesheiði.
Eftir Rúnar Pálmason
og Helga Snæ Sigurðsson
ÖLLUM fastráðnum starfsmönnum
skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins,
fimm manns, var sagt upp á mánu-
dag. Anna Kristinsdóttir, formaður
Bláfjallanefndar sem fer með rekst-
ur skíðasvæðanna og Bláfjallafólk-
vangs, segir að þetta sé gert vegna
nauðsynlegra skipulagsbreytinga á
rekstri skíðasvæðanna.
Fyrir stuttu lá fyrir skýrsla um
rekstur skíðasvæðanna og sagði
Anna að skýrslan hefði orðið til þess
að mönnum þætti ljóst að breyta
þyrfti skipulagi rekstursins. „Við
höfum verið að skoða hversu mikil
þörf væri fyrir fasta starfsmenn og
annað í þeim dúr,“ sagði hún. Ákveð-
ið hefði verið að segja upp starfs-
mönnum til að allir sætu við sama
borð þegar nýtt skipulag liti dagsins
ljós. Það myndi gerast innan þeirra
þriggja mánaða sem uppsagnar-
fresturinn tekur til. Ekki væri ljóst
hvort föst stöðugildi yrðu fjögur eða
fimm en ólíklegt væri að þau yrðu
færri.
Ellefu sveitarfélög standa að
rekstri skíðasvæðanna en rekstrar-
samningurinn rennur út um áramót.
Anna sagði að ein af ástæðunum fyr-
ir því að ákveðið var að taka rekst-
urinn út hefði verið óskir sveitarfé-
laga um skýrari stefnu í rekstri
svæðanna. Skýrslan sýndi að auka
þyrfti framlög til rekstrar skíða-
svæðanna en þá væri spurning
hversu langt sveitarfélögin væru
tilbúin til að ganga. Stutt er síðan
fjárfest var í nýrri stólalyftu í
Kóngsgili. Anna sagði að nú stæðu
sveitarfélögin frammi fyrir því að
hafa fjárfest í því að koma fólki upp
fjallið og nú þyrfti að fjárfesta í að
koma því niður aftur. Aðspurð hvort
það þyrfti að fjárfesta í snjóbyssum
sagði hún að það væri sveitarfélag-
anna að ákveða það.
Kom starfsmönnum á óvart
Grétar Hallur Þórisson, forstöðu-
maður skíðasvæðanna, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að uppsagnirn-
ar hefðu komið starfsmönnum á
óvart. Þeir hefðu vitað að reksturinn
var þungur en hefðu frekar búist við
að skipulagi yrði breytt, t.d. með því
að loka einhverjum lyftum eða leggja
minni áherslu á tiltekin svæði. Í vet-
ur hefðu 13 lausráðnir starfsmenn og
fimm fastráðnir starfað fyrir skíða-
svæðin en í fyrra hefðu fastráðnir
starfsmenn verið átta. „Auðvitað
kemur eitthvert rót á starfsmenn
sem sagt er upp þar sem engu var
svarað og ekkert boðið,“ sagði hann.
„Það er ákveðin sérþekking sem
fólkið býr yfir og það væri mjög
slæmt að tapa henni af svæðinu.“
Óskað var eftir fyrrnefndri
skýrslu hjá íþrótta- og tómstunda-
ráði Reykjavíkur en þar fengust þau
svör að hún yrði ekki gerð opinber
fyrr en á mánudag, að loknum fundi
með fulltrúum sveitarfélaganna.
Starfsmönnum skíða-
svæðanna sagt upp
Í HNOTSKURN
»Bláfjöll hafa verið opin al-menningi í fjóra daga í
vetur og skíðafélög æft í 10–
12 daga til viðbótar.
»Framlög sveitarfélagannahafa verið um 70 milljónir
á ári en tekjur hafa brugðist.
Morgunblaðið/ÞÖK
Snjóleysi Bláfjöll hafa aðeins verið opin almenningi fjórum sinnum í vetur
sökum snjóleysis. Skálafell hefur hins vegar ekkert verið opnað.
DANIR og Íslendingar hafa fullan
vilja til þess að þróa og koma á sam-
komulagi um varnarmál, að sögn
Grétars Más Sigurðssonar, ráðu-
neytisstjóra í utanríkisráðuneytinu, í
kjölfar annars embættismannafund-
ar um málið í gær.
Fyrsti fundur íslenskra og
danskra embættismanna um varnar-
og öryggismál var haldinn í Kaup-
mannahöfn skömmu fyrir jól og í
gær áttu þeir annan fund um sam-
starf þjóðanna um öryggismál.
Fundurinn fór fram í Reykjavík og
var áfram fjallað um leiðir til að auka
samstarf á sviði öryggismála og auk
þess ákveðið að hefja vinnu við nán-
ari útfærslu þess. Ennfremur var ör-
yggissvæðið á Keflavíkurflugvelli
heimsótt og aðstæður þar skoðaðar.
Grétar Már segir að á þessum
fundum hafi verið unnið að því að
kortleggja starfsemi Íslendinga og
Dana á þessu sviði og því starfi yrði
haldið áfram.
Vilja þróa
samstarfið
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
LÚÐVÍK Geirsson, bæjarstjóri í
Hafnarfirði, vill láta á það reyna hvort
ekki sé hægt að leysa kjaradeilu Fé-
lags grunnskólakennara og Launa-
nefndar sveitarfélaga um endurskoð-
un á launalið kjarasamninga kennara
með því að koma á nokkurs konar
kjaradómi og úrskurður hans yrði
endanlegur.
Viðræður deilenda hófust síðsum-
ars og hafa ekki enn skilað neinum ár-
angri. Lúðvík Geirsson segir ljóst að
menn komist hvorki lönd né strönd og
deilan sé augljóslega í hnút. Búið sé
að reyna samningaleiðina frá því í
haust án árangurs og samstarf við
sáttasemjara hafi heldur ekki skilað
árangri. Hann hafi því viðrað þá hug-
mynd, síðast á bæjarstjórnarfundi í
Hafnarfirði í gær, hvort ekki sé
ástæða til að skoða það í fullri alvöru
að setja þriggja manna úrskurðar-
nefnd í verkefnið. Hún yrði skipuð
fulltrúum frá samningsaðilum og
oddamanni og úrskurður hennar yrði
endanlegur. Þannig yrði málið tekið
út úr beinum samningsfarvegi og sett
í nokkurs konar kjaradóm.
Lúðvík Geirsson segir að orðalagið
í bókuninni, sem um sé deilt, sé svo
opið og loðið að hver og einn geti túlk-
að það að vild. Hægt sé að halda
áfram mánuðum saman að reyna að
togast á um það, ekki verði samið, og
því þurfi einhvern til að úrskurða í
málinu.
Kjaradómur leysi deiluna