Morgunblaðið - 28.02.2007, Side 6

Morgunblaðið - 28.02.2007, Side 6
ÞRÁTT fyrir um 100 skjálfta undanfarinn sólarhring bendir ekk- ert til eldvirkni suðvestur af Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg. Þórunn Skaftadóttir, jarðfræð- ingur á eftirlitsdeild Veðurstofu Ís- lands, segir að stærstu skjálftarnir hafi verið 4 stig að stærð og á ann- an tug hafi verið 3 stig eða stærri. Ekki eldvirkni 6 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LEITARVÉL Icelandair hefur verið breytt þannig að nú sést heildarverð flugferðarinnar frá upphafi bókunar- ferlisins, þ.e. að meðtöldum sköttum og gjöldum. Sami háttur er á bók- unarvél British Airways en hjá Ice- land Express kemur heildarverðið ekki fram fyrr en á öðru stigi bók- unarinnar. Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Icelandair, sagði að breyt- ingin hefði verið gerð í framhaldi af umræðu í útlöndum um hvernig ætti að greina frá sköttum og gjöldum sem leggjast á flugferðir og nýlegum tilmælum frá neytendastofu og tals- manni neytenda um þetta efni. Að- spurður sagði hann að í auglýsingum Icelandair hefði heildarverðið alltaf komið fram og eina breytingin, sem nú væri gerð, lyti að bókunarvélinni. Talsmaður British Airways á Ís- landi, Bolli R. Valgarðsson, sagði að heildarverð flugferða hefði verið til- greint á vef félagsins frá því það hóf að selja flugferðir til og frá Íslandi. Á öðru stigi hjá Iceland Express Bókunarvél Iceland Express sker sig því úr bókunarvélum keppinaut- anna að því leyti að þar sjá viðskipta- vinir ekki heildarverð flugferðarinn- ar með sköttum og gjöldum fyrr en á öðru stigi bókunarinnar, einu stigi seinna en hjá Icelandair og British Airways. Matthías Imsland, framkvæmda- stjóri Iceland Express, sagði þetta samræmast tilmælum talsmanns neytenda og sagði ennfremur að í öll- um auglýsingum fyrirtækisins væri heildarverðið tilgreint. „Eini staður- inn þar sem þetta er aðskilið er í bók- unarvélinni,“ sagði hann. Ekki hefði verið rætt um að breyta því. Gjöld innifalin hjá Icelandair BREYTINGARNAR á virðisaukaskatti og niður- felling vörugjalda af öllum matvælum tekur gildi á miðnætti. Raunar tóku nokkrar matvöruverslanir forskot á sæluna sl. föstudag því að hjá bæði Bónus og Krónunni var tekin sú ákvörðun að lækka virð- isaukaskattinn af matvælum þá þegar í 7%. Hjá Guðmundi Marteinssyni, framkvæmda- stjóra Bónuss, fengust þær upplýsingar að ljóst hefði þótt að almenningur myndi væntanlega halda að sér höndum og versla eins lítið og hægt væri síð- ustu daga fyrir breytinguna og því hefði verið ákveðið að bregðast við því með fyrrgreindum hætti. Hjá bæði Guðmundi og Jóni Helga Guðmunds- syni, starfandi forstjóra Norvik hf., sem er móð- urfélag Nóatúns og Krónunnar, fengust þær upp- lýsingar að eigendur búðanna þyrftu auðvitað eftir sem áður að standa skil á virðisaukaskattinum til hins opinbera og því myndu verslanirnar bera þann kostnað sem fólst í því að lækka virðisaukaskattinn fyrr til neytenda. Aðspurður hvað sá kostnaður gæti orðið hár sagðist Guðmundur ekki geta áætlað það á þessu stigi. Að sögn Guðmundar var ekki breytt um verð- merkingar í hillum við breytinguna sl. föstudag, það yrði fyrst gert í kvöld. Bendir hann á að lækkun virðisaukaskattsins hafi á síðustu dögum verið reiknuð við kassann. Segir hann því mikla vinnu framundan hjá starfsfólki Bónuss eftir lokun í kvöld við það að skipta um verðmiða í öllum hillum. Ljóst sé að skipta þurfi um verð á 1.500 til 2.000 vörutegundum og þá breytingu þurfi að gera hand- virkt í öllum búðum nema þeim fjórum þar sem verðmerkingar í hillum séu rafrænar. Viðmælendur Morgunblaðsins voru flestir á því að almenningur myndi fremur finna fyrir virðis- aukaskattslækkuninni þegar um væri að ræða vöru sem færi úr hæsta þrepi, þ.e. 24,5% í 7%, heldur en þegar lækkunin væri úr 14% í 7%. Þannig töldu margir að fólk myndi frekar taka eftir verðmun- inum sem yrði á gosi og sælgæti heldur en á mjólk og brauði, svo dæmi séu tekin. Kattamatur og fæðubótarefni lækkar ekki Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, sagðist í samtali við Morg- unblaðið hafa orðið var við þann misskilning meðal almennings að allar vörur sem seldar væru í mat- vörubúðum kæmu til með að lækka við breytinguna og bera hér eftir 7% virðisaukaskatt. „Hið rétta er auðvitað að það eru aðeins matvörur sem koma til með að lækka,“ segir Sigurður og bendir í því sam- hengi á að t.d. gæludýramatur komi ekki til með að lækka og ekki heldur hin ýmsu fæðubótarefni. Hjá bæði Alþýðusambandi Íslands (ASÍ) og Neytendasamtökunum fengust þær upplýsingar að líkt og síðustu vikur yrði á næstunni fylgst afar vel með verðlagsþrónunni. Að mati Þuríðar Hjartar- dóttur, framkvæmdastjóra Neytendasamtakanna, virðist aukinn áhugi meðal almennings á því að fylgjast með útgjöldum heimilanna. Bendir hún á að samtökin hafi nýverið gert heimilisbókhalds- kerfi aðgengilegt öllum á vef sínum og fengið afar góð viðbrögð við því. Virðisaukaskattsbreyt- ingin undirbúin í búðum Í HNOTSKURN »Ríkisstjórnin kynnti í október sl. að-gerðir til að lækka verð á matvælum hér á landi sem taka gildi á morgun. » Í því felst að öll matvara ber hér eftiraðeins 7% virðisaukaskatt. Auk þess sem vörugjöld á matvælum eru felld niður. »Stefnt er að því að matvælaverð verðisambærilegt við meðalverð á matvælum á Norðurlöndunum eftir að breytingarnar taka gildi. »Á morgun lækkar virðisaukaskattureinnig á ýmissi þjónustu úr 14% í 7%. Morgunblaðið/G. Rúnar Mikil vinna framundan Starfsfólks matvöruverslana bíður í kvöld mikil vinna við að breyta öllum verðmerkingum í hillum búða. AÐ tilhlutan fræðsluráðs hefur ver- ið settur á laggirnar vinnuhópur til að undirbúa næsta grunnskóla í Hafnarfirði og hefur vinnuhóp- urinn hafið störf. Næsti grunnskóli verður fyrir nemendur á Völlum og Hamranesi sem er enn í skipulags- ferli. Gert er ráð fyrir að hefja þurfi starfrækslu nýs skóla eftir 3–4 ár. Áætlað er að nemendur í fullbyggðum skóla verði um 700. Skóli á Völlum FUNDUR fulltrúa úr Átakshópi fatlaðra, sem haldinn var í gær, samþykkti að standa að stofnun stjórnmálahreyfingar um framboð aldraðra og öryrkja, svo fremi sem um það næðist samstaða á fundi Baráttuhóps eldri borgara og ör- yrkja sem hefur verið boðaður nk. sunnudag á Grand hóteli. Drög að stefnuskrá voru einnig lögð fram til kynningar á fundinum í gær. Undir tilkynningu frá hópnum rita Arnþór Helgason, Arnór Pét- ursson og Hannes Sigurðsson, sem segja að allt stefni í sameiginlegt framboð eldri borgara og öryrkja fyrir komandi þingkosningar. Saman í framboði? SETNING Bún- aðarþings fer fram í Súlnasal Hótels Sögu á sunnudaginn og hefst kl. 13.30. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, flytur ávarp en yfir- skrift setningarathafnarinnar verð- ur „Sveit og borg – saman í starfi“. Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra flytur ávarp og mun einnig veita landbúnaðarverðlaun. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Há- skóla Íslands, flytur hátíðarræðu, strengjakvartettinn Sellerí kemur fram og Karlakór Hreppamanna tekur lagið fyrir gesti. Búnaðarþing sett í Súlnasal Haraldur Benediktsson SVEITARSTJÓRN Skaftárhrepps hefur ákveðið að ganga til samn- inga við Bjarna Daníelsson um að hann taki við stöðu sveitar- stjóra. 19 sóttu um stöðuna. Bjarni gegnir í dag starfi fram- kvæmdastjóra Ís- lensku óper- unnar í Reykja- vík. Hann mun taka við stöðunni í vor, þegar ráðn- ingartíma hans hjá Óperunni lýkur. Jóna Sigurbjartsdóttir oddviti gegnir stöðunni fram að þeim tíma. Sveitarstjóri Skaftárhrepps Bjarni Daníelsson A B CD E FG OPQRSTU ABC-kort Þú sækir um ABC-kortið hjá Netbankanum á www.nb.is Hjálpaðu bágstöddum börnum og njóttu afsláttar í leiðinni Með ABC-kortinu færðu 10% afslátt í verslunum Hans Petersen um land allt og 1% af upphæðinni rennur beint til ABC-barnahjálpar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.