Morgunblaðið - 28.02.2007, Side 14

Morgunblaðið - 28.02.2007, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ AÐALMEÐFERÐ Í BAUGSMÁLINU KRISTÍN Jóhannesdóttir var eini starfsmaður fjárfestinga- og fjöl- skyldufyrirtækisins Gaums frá haustinu 1999 þegar hún tók við stöðu framkvæmdastjóra. Fyrir þann tíma minnti hana að faðir hennar, Jóhannes Jónsson, hefði verið skráður framkvæmdastjóri, þetta kom fram í skýrslutöku yfir Kristínu á tólfta degi Baugsmálsins svokallaða í Héraðsdómi Reykjavík- ur í gærdag. Kristín sagði jafnframt að Jóhannes og Jón Ásgeir Jóhann- esson, forstjóri Baugs, hefðu í sam- einingu séð um rekstur Gaums þar til hún var ráðin framkvæmdastjóri, án þess þó að vita hvernig stjórnunin skiptist milli þeirra. Settur saksóknari, Sigurður Tóm- as Magnússon, spurði Kristínu ítar- lega út í félagið, m.a. hverjar helstu eignir Gaums voru á tímabilinu 1998–2002. Sagði hún að það hefði verið eignarhlutur í FBA og eign- arhlutur í Baugi. Spurð um fjárhags- stöðu fyrirtækisins sagði Kristín hana hafa verið með ágætum. Hún kannaðist ekki við að einhverjir samningar eða samkomulag hefði verið gert milli Gaums og Baugs um að Gaumur nyti sérkjara, s.s. í formi lægri vaxta eða lengri greiðslufrests. Ekki óskað eftir greiðslufresti Saksóknari vék þá að einstökum ákæruliðum og spurði m.a. út í hlutafjárútboðið í desember árið 2000, sem Gaumur tók þátt í. Í ákærulið fimm er Jóni Ásgeiri gefið að sök að hafa látið veita Gaumi fimmtíu milljóna króna lán til að fjármagna kaup á hlutum í Baugi. Hið meinta lán var veitt þannig að Gaumur skráði sig fyrir rúmum 340 milljónum en 290 milljónir voru greiddar aftur. Kristín sagði ástæðuna hafa verið að Gilding, sem var verðbréfafyrir- tæki í Reykjavík, hefði ætlað að kaupa hlutaféð en ekki tekið alla upphæðina. Það væri skýringin á mismuninum. Kristín sagðist ekki hafa tekið þátt í þeim viðskiptum og gat ekki sagt til um hvers vegna skuldin hefði verið færð á viðskipta- reikning Gaums hjá Baugi. Aðspurð hvort hún hefði skrifað hlutafé á Gaum játti Kristín því. Hún mundi ekki hvort Gaumur hefði fengið hlutabréfin en sagði ljóst að félagið hefði ekki óskað eftir greiðslufresti. Í ákærulið níu er Jóni Ásgeiri gef- ið að sök að hafa látið veita Kristínu 3,7 milljóna króna lán vegna hluta- fjárútboðs, en ekki var greitt fyrir hlutaféð né innheimt í samræmi við hlutafélagalög. Saksóknari spurði hvort það hefðu verið vanskil af hennar hálfu og sagðist hún ekki muna hvernig skuldin hefði komið til. Hún neitaði því að hafa verið krafin um andvirði skuldarinnar, og aðspurð sagðist hún ekki minnast þess að hafa gengið eftir því að fá arð af eigninni. Kristín sagði að hlutaféð hefði að endingu verið greitt með víxli. Milliliður innan Fjárfars Næst vék saksóknari að einka- hlutafélaginu Fjárfari og spurði hvernig Kristín hefði komið að því félagi. Svar hennar var á þá leið að Jón Ásgeir hefði leitað til Gaums m.a. um vörslu bókhalds Fjárfars. Sigurður Tómas spurði þá hver hefði ráðið Helga Jóhannsson sem stjórnarformann félagsins og sagð- ist Kristín hafa gert það að beiðni bróður síns. Spurði þá saksóknari hver hefði séð um ákvarðanatöku og taldi Kristín það hafa verið Jón Ás- geir í einhverjum tilvikum – í sam- ráði við hluthafa sem stóðu að félag- inu. Mikil leynd hefur ríkt yfir því hverjir voru hluthafar í félaginu og sagðist Kristín aðspurð ekki hafa vitað það. Spurði saksóknari síðar hvers vegna það hefði komið fram í samningi við Helga að hluthafaskrá yrði ekki gerð opinber en Kristín sagðist ekki vita það. Hún skrifaði undir samninginn við Helga fyrir hönd Gaums en minnti að Helgi hefði sjálfur samið samninginn. Saksóknari spurði Kristínu þá út í hlutverk hennar innan Fjárfars og hvort hægt væri að túlka það á þann veg að hún hefði verið í milligöngu- hlutverki á milli Jóns Ásgeirs og Helga. Játti Kristín því og sagði það hafa verið sökum þess hversu mikið Jón Ásgeir var erlendis. Var eini starfsmaður Gaums Eftir Andra Karl andri@mbl.is Morgunblaðið/G. Rúnar Sem vitni Kristín Jóhannesdóttir ráðfærði sig við lögmann sinn, Kristínu Edwald, áður en dómþing var sett. Í HNOTSKURN Dagur 12 »Sakborningar eru tíðir gest-ir í dómssal, að undan- skildum Jóni Ásgeiri Jóhann- essyni, og fylgdist Tryggvi Jónsson með dómþingi fyrir há- degi og Jón Gerald Sullenberg- er sat allan daginn, eins og að undanförnu. »Saksóknari og verjendurhafa sammælst um að myndatökumenn og ljósmynd- arar fjölmiðla sýni vitnum í málinu tilhlýðilega virðingu í dómssal, þar sem setið er um þau á meðan þing er ekki sett. »Arngrímur Ísberg dóms-formaður hefur ekki tjáð sig um málið og ágengni fjölmiðla- manna minnkaði ekki í dóms- salnum í gær. »Dómþingi var slitið óvenjusnemma í gærdag, eða kl. 15, þar sem búið var að yfir- heyra þau vitni sem voru á dag- skrá. Baðst settur saksóknari góðlátlega afsökunar á því hversu illa tímaáætlun hans stóðst. »Dómsformaður tók vel í af-sökunarbeiðnina en sagði saksóknara ekki hafa unnið sér inn tíma með því að hætta fyrr. „Það er ekkert lagt inn á við- skiptamannareikninginn,“ sagði Arngrímur og uppskar hlátur viðstaddra. » Í dag munu bera vitni LindaJóhannsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri Baugs, og Þórður Bogason, ritari stjórnar Baugs. » Í skýrslutöku yfir TryggvaJónssyni, fyrrverandi að- stoðarforstjóra Baugs, kom m.a. fram að Linda hefði séð um að bóka ýmsar af þeim færslum sem ákært er fyrir. VITNALEIÐSLUR fyrir hádegi gengu vel í gær og náðu saksóknari og verjendur að spyrja fjögur vitni um aðild sína að Baugsmálinu svo- nefnda. Guðfinna S. Bjarnadóttir, fyrrverandi rektor Háskólans í Reykjavík, var fyrsta vitni gærdags- ins en hún sat í stjórn Baugs á ár- unum 1998–2003. Settur saksóknari, Sigurður Tóm- as Magnússon, spurði m.a. út í stjórnarsetuna og hvernig ákvarð- anir voru teknar á umræddu tíma- bili. Hún svaraði því til að ákvarð- anir hefðu aðallega verið teknar á stjórnarfundum, en mundi þó eftir nokkrum tilvikum þar sem ákvarð- anir voru teknar utan funda og born- ar undir stjórnarmenn í gegnum síma. Saksóknari spurði Guðfinnu þá út í vinnureglur stjórnarinnar, til að mynda að bera þurfti undir stjórn mikilsháttar mál, s.s. fjárfestingar sem tóku til hærri upphæða en 20– 25 milljóna króna. Guðfinna minntist þess að hafa setið fund þar sem regl- urnar voru samþykktar en sagði þær hafa þróast eðlilega eins og hjá öðrum félögum. Hún mundi ekki til þess að þeim hefði verið breytt skrif- lega, en sagði heimildir vegna fjár- hæða hafa orðið ríflegri. Saksóknari spurði einnig út í ein- staka ákæruliði, s.s. um hvort meint- ar lánveitingar til hluthafa Baugs hefðu verið bornar undir stjórn, en brast þá minni Guðfinnu í hvívetna. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ás- geirs Jóhannessonar, hafði þá á orði við dómsformann að saksóknari væri að eyða tíma í spurningar sem vitnið myndi greinilega ekki eftir og tók Arngrímur Ísberg undir það. Sigurður Tómas spurði þá hvort hann ætti þá aðeins að spyrja einnar spurningar, hvort vitnið myndi eitt- hvað yfirleitt. Saman í viðskiptunum Síðar spurði Gestur Guðfinnu út í samstarf milli Gaums og Baugs. Hún sagði að stjórninni hafði verið ljóst að samvinna væri á milli félag- anna og vitað var að Gaumur fór á undan Baugi í fjárfestingar. „Það var meðvitað að Gaumur réðst í verkþætti sem stjórnin var ekki tilbúin að fara í,“ sagði Guðfinna og vísaði þar til stjórnar Baugs. Að- spurð um dæmi þess efnis nefndi Guðfinna kaupin á Arcadia, en mundi ekki eftir öðrum dæmum. Næst sat undir svörum Jóhanna Guðmundsdóttir, eiginkona Jóns Geralds Sullenberger, og beindust spurningar ákæruvaldsins nær ein- göngu að skemmtibátunum þremur. Hún sagði ljóst frá kaupum á fyrsta bátnum árið 1996 að Jón Ásgeir og Jón Gerald væru í þessum viðskipt- um saman. Saksóknari spurði hvort leynd hefði hvílt á eignarhlut Jóns Ásgeirs og svaraði Jóhanna svo: „Hann óskaði eftir því að við mynd- um ekki tjá okkur um hver ætti bát- inn, það var greinilegt að það hefði ekki komið sér vel fyrir hann ef það fréttist til almennings að hann ætti skemmtibát.“ Varðandi annan og þriðja bát sagði Jóhanna að hún teldi að um skiptan eignarhlut hefði verið að ræða, þ.e. að Jón Ásgeir og Jóhann- es Jónsson hefðu átt helming á móti Jóni Gerald. Hún sagðist hins vegar ekki hafa sett sig inn í hvernig kaup- in voru fjármögnuð. Þegar kom að spurningum varðandi rekstur og af- borganir á lánum sagði Jóhanna að „feðgarnir“ hefðu tekið slíkt á sig. Saksóknari spurði einnig út í deilur vegna eignarhlutarins og mundi hún eftir fundum með Tryggva Jónssyni, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, vegna þeirra. Staðfesti sölu Jóhannesar Hans Kristian Hustad, stjórnar- maður í Baugi, mætti einnig fyrir dóminn en hann tók sæti í stjórn Baugs vorið 1999 og hefur setið síð- an. Honum gekk erfiðlega að rifja upp einstaka atvik en staðfesti við Gest að Gaumur hefði farið á undan Baugi í fjárfestingar auk þess sem hann staðfesti að Jóhannes Jónsson hefði selt hlutabréf í Baugi og fyr- irtækið því átt kröfu á hendur Kaup- þingi vegna söluþóknunar, sbr. ákærulið 12 þar sem Jóni Ásgeiri og Tryggva er gefið að sök að hafa látið rangfæra bókhald Baugs með því að færa á viðskiptamannareikning Kaupþings 13 milljónir króna. Áður hafði Tryggvi vitnað um þóknunina sem „köttinn“. Síðust til að bera vitni fyrir hádegi var fyrrverandi ritari Jóns Ásgeirs, Unnur Sigurðardóttir. Gestur spurði hana m.a. hvort Jón Ásgeir hefði gefið fyrirmæli um einstaka færslur í bókhaldi og sagðist Unnur ekki vita til þess. Einnig spurði hann út í mánaðarlegar greiðslur frá Baugi til Nordica og sagði hún reikningana hafa borist með sím- bréfi, verið greidda og bókaða, ekk- ert í meðferð þeirra hefði verið með öðrum hætti en annarra reikninga. „Greinilegt að það hefði ekki komið sér vel fyrir hann“ Jón Ásgeir Jóhannesson óskaði eftir að ekki yrði rætt um eignarhald á skemmti- bátum á Miami, samkvæmt framburði eiginkonu Jóns Geralds Sullenberger ENGINN gróði, engin þátttaka í starfseminni en skrifaði undir skjöl sem Tryggvi Jónsson sendi, var meðal þess sem kom fram við skýrslu- töku af Sigfúsi R. Sigfússyni, fyrr- verandi forstjóra Heklu, þegar hann var spurður út í aðkomu sínu að einkahlutafélaginu Fjárfari í héraðsdómi á mánudag. Aðspurður sagði Sigfús tengsl sín við fyrirtækið vera þau að Tryggvi hefði beðið hann um að koma að stofnun félagsins. Urðu lyktir máls- ins þær að Sigfús var gerður stjórn- arformaður og annar stofnenda. Saksóknari spurði hvort hann hefði lagt fram hlutafé og neitaði Sigfús því og bætti við að hann hefði engan þátt tekið í starfseminni. „Það var aldrei haldinn fundur í þessu félagi, sem ég var viðstaddur. Þetta var leynifélag,“ sagði Sigfús. Saksóknari spurði þá hvort hann hefði ekki skrifað undir skjöl og játti Sigfús því. Síðar fékk hann send í pósti boð um að lánasamn- ingur með undirskrift hans væri kominn í vanskil. „Ég sendi hann til Tryggva og bað um að segja mig úr stjórninni, sem hann lofaði að gera en gerði ekki.“ Saksóknari spurði því næst út í hver hefði tekið ákvarðanir í félag- inu og sagðist Sigfús hafa gengið út frá því að það væri Tryggvi, sem hann ræddi aðeins við vegna Fjár- fars. Leynifélagið Fjárfar Sigfús R. Sigfússon Fleiri vitni kölluð til skýrslutöku. http://www.mbl.is/mm/frettir/ innlent/frett.html?nid=1255842 VEFVARP

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.