Morgunblaðið - 28.02.2007, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
BANDARÍSKI rithöfundurinn
Philip Roth hefur hlotið PEN/
Faulkner-verðlaunin fyrir skáld-
söguna Every-
man sem fjallar
um veikindi og
dauða. Er þetta
í þriðja skiptið
sem Roth hlýtur
verðlaunin en
þau féllu honum
fyrst í skaut árið
1994 fyrir bók-
ina Operation
Shylock og aftur
2001 fyrir The Human Stain. Hef-
ur enginn rithöfundur annar feng-
ið verðlaunin svo oft.
Árlega veitir PEN/Faulkner-
stofnunin skáldsagnaverðlaun með
sama nafni höfundi þeirrar bókar
sem þykir hafa skarað fram úr á
nýliðnu ári í Bandaríkjunum og
nemur verðlaunaféð andvirði
u.þ.b. einnar milljónar króna.
Stofnunin ber annars vegar nafn
alþjóðlegra samtaka rithöfunda,
PEN, og hins vegar nóbelsskálds-
ins Williams Faulkner sem notaði
nóbelsverðlaunafé sitt, sem hann
vann til árið 1949, til að koma á
fót sjóði með það hlutverk að
styðja nýja skáldsagnahöfunda og
hvetja þá til dáða.
Fyrstur til að hljóta verðlaunin
var Walter Abish árið 1981.
Roth slær
nýtt met
Hlýtur PEN/
Faulkner í 3. sinn
Philip Roth
MIKIÐ fjaðrafok
hefur orðið í
kringum nýja
heimildarmynd
þar sem haldið
er fram að gröf
Jesú, Maríu
Magdalenu og
sonar þeirra
Judah hafi fund-
ist í Jerúsalem.
Myndin nefnist The Lost Tomb
of Jesus og verður frumsýnd á
Discovery-sjónvarpsstöðinni á
sunnudag. Framleiðandi mynd-
arinnar, James Cameron, fullyrðir
að um gröf Jesú sé að ræða og vís-
ar meðal annars til DNA-prófa sem
staðfesta það
Ísraelski fornleifafræðingurinn
Amos Kloner, sem kannaði graf-
hýsið fyrir rúmum tíu árum, er
ekki á sama máli. „Það þyrfti að
gera DNA-rannsókn til að athuga
hvort erfðaefnið í beinunum sem
fundust í hellinum, sem sagt er að
séu úr syni Jesú, passi við erfða-
efnið í Guði!“ sagði Kloner.
Hann sagði jafnframt gröfina
vera hvílustað efnaðrar gyðinga-
fjölskyldu.
Gröf Jesú
fundin?
James Cameron
FEÐGININ Elfa Rún Krist-
insdóttir fiðluleikari og Krist-
inn Örn Kristinsson píanóleik-
ari halda tónleika í TÍBRÁ,
tónleikaröð Kópavogs í Salnum
í kvöld klukkan 20. Á efnis-
skránni eru verk eftir Bach,
Schumann, Ysafe og Ravel.
Mikið hefur kveðið að Elfu
Rún síðustu misserin. Hún var
valin bjartasta vonin á Ís-
lensku tónlistarverðlaununum
í síðasta mánuði og í júlímánuði síðastliðnum hlaut
hún fyrstu verðlaun í hinni virtu alþjóðlegu
keppni fyrir unga hljóðfæraleikara sem haldin var
í Leipzig og kennd er við Johann Sebastian Bach.
Tónleikar
Elfa Rún með
tónleika í Salnum
Elfa Rún
Kristinsdóttir
AUKASÝNINGUM hefur ver-
ið bætt við á leikritunum Mein
Kampf og Alveg brilljant skiln-
aði í Borgarleikhúsinu. Fyrsta
aukasýningin á Mein Kamf er í
kvöld og síðan verður sýning
sunnudaginn 18. mars. Föstu-
daginn 2. mars og þriðjudaginn
13. mars verða hins vegar
aukasýningar á Alveg brilljant
skilnaði sem hefur nú þegar
verið sýnt í yfir 120 skipti. Mik-
ið hefur því mætt á Eddu Björgvinsdóttur en hún
er eini leikari verksins. Það er aftur á móti Bergur
Þór Ingólfsson sem fer með hlutverk Hitlers í
Mein Kampf.
Leikhús
Aukasýningar í
Borgarleikhúsinu
Edda
Björgvinsdóttir
FRANSKI gítarleikarinn
Pierre Laniau leikur á tón-
leikum í Hafnarborg klukkan
20 í kvöld. Laniau er heims-
kunnur gítarleikari og hafa
verk hans verið gefin út undir
merkjum stærstu tónlistar-
útgáfa heims, m.a. EMI og
Universal. Tónleika sína hér á
landi nefnir hann „Gullöld gít-
arsins“, en á dagskránni er að
finna ítölsk, spænsk og frönsk barrokverk frá
1630–1740.
Tónleikarnir eru í samstarfi við frönsku menn-
ingarhátíðina Pourquoi Pas? Franskt vor á Ís-
landi.
Tónleikar
Gullinn gítar
í Hafnarborg
Pierre Laniau
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
UPPFÆRSLA Þjóðleikhússins á
Pétri Gaut eftir Henrik Ibsen verður
frumsýnd í Barbican-menningar-
miðstöðinni í Lundúnum í kvöld.
Verkið verður sett upp tíu sinnum á
næstu ellefu dögum og er uppselt á
allar sýningarnar. „Það er ekki einn
einasti miði eftir og yfirmaður leik-
hússins sagði að það hefði þurft fjór-
falt stærra leikhús fyrir þetta því það
væri svo rosaleg eftirspurn eftir mið-
um,“ segir Baltasar Kormákur, leik-
stjóri verksins, og bætir því við að
þessi mikli áhugi á sýningunni hafi
komið yfirmönnum leikhússins al-
gjörlega í opna skjöldu. „Það var sýn-
ing á Macbeth hérna á undan sem
þótti ganga mjög vel og þeir voru
mjög ánægðir þótt það hafi ekki verið
uppselt á eina einustu sýningu,“ segir
Baltasar, en á heimasíðu Barbican
kemur fram að ekki sé uppselt á nein-
ar aðrar sýningar í leikhúsinu um
þessar mundir. „Við erum hins vegar
í mestu vandræðum með að koma
fólki inn,“ segir leikstjórinn.
Frábærir í ensku
Baltasar telur að góð umfjöllun
fjölmiðla hafi trúlega haft sín áhrif á
þennan mikla áhuga. „Það er búið að
skrifa mjög vel um sýninguna, bæði í
Time og í Guardian, og það hefur
kannski hjálpað. Time var til dæmis
með heilsíðuviðtal við mig. Þau sáu
sýninguna og tóku svo viðtal við mig
og þar var til dæmis sagt að þetta
væri eitt erfiðasta leikrit til að eiga
við, en þessi sýning réði við það.
Þannig að þetta er mjög spennandi
og þetta er mikið að standa undir
þegar eftirvæntingin er svona mikil.“
Eins og fram hefur komið verður
verkið flutt á ensku og leikararnir
þurftu því allir að æfa textann upp á
nýtt.
„Sumir eru alveg frábærir í ensk-
unni, yngra liðið á auðveldara með
þetta en hinir eru allir að koma til.
Það er svolítil áskorun að fara yfir á
annað tungumál en við erum búin að
vinna þetta vel. Við fengum til dæmis
aðstoð frá raddþjálfara sem er meðal
annars að vinna við Sweeney Todd
með Johnny Depp. Hann hefur líka
unnið með Vesturporti og hefur
hjálpað okkur mikið,“ segir Baltasar.
„Svo er Brynhildur [Guðjónsdóttir]
náttúrlega lærð hérna og hefur líka
verið að hjálpa hinum, þannig að hóp-
urinn hefur tekið höndum saman og
hjálpast að við þetta.“
Blogga frá Lundúnum
Eins og áður segir verður verkið
sett upp tíu sinnum á næstu ellefu
dögum, en það tekur 160 mínútur í
flutningi. „Þetta er mikil törn, þetta
er bara eins og þegar menn fara í
Smuguna. Vonandi komum við líka
heim með eitthvað,“ segir Baltasar,
sem ætlar að svara spurningum
áhugasamra leikhúsgesta að lokinni
annarri sýningu. Í gær var svo sett
upp sérstök sýning fyrir fjölmiðla og
að sögn Baltasars höfðu allir helstu
fjölmiðlar boðað komu sína, auk þess
sem hann fór í viðtal hjá breska rík-
isútvarpinu BBC í gær.
Þá segir Baltasar að von sé á
nokkrum nafntoguðum ein-
staklingum á frumsýninguna í kvöld.
„Ég var nú búinn að bjóða Damon
Albarn vini mínum, og svo veit ég að
Jonathan Pryce var líka búinn að
boða komu sína.“
Loks verða tvær kvikmyndir eftir
Baltasar sýndar í Barbican, 101
Reykjavík og A Little Trip to Heav-
en. „Það verður síðasta daginn, þá
sýna þeir 101 og Little Trip. Svo
svara ég spurningum á eftir,“ segir
Baltasar, en Forest Whitaker, sem
lék eitt af aðalhlutverkunum í Little
Trip, fékk Óskarsverðlaun fyrir túlk-
un sína á Idi Amin á sunnudaginn.
„Það var frábært að sjá karlinn fá
þetta, hann er svo heiðarlegur náungi
og yndisleg manneskja.“
Þess má loks geta að leikarar og
aðrir aðstandendur sýningarinnar
ætla að blogga um ferðina meðan á
henni stendur.
Meira: leikhusid.blog.is.
Uppselt á allar sýningar
Gríðarlegur áhugi
á Pétri Gaut sem
verður frumsýndur
í Lundúnum í kvöld
Vertíð „Þetta er mikil törn, þetta er bara eins og þegar menn fara í Smug-
una. Vonandi komum við líka heim með eitthvað,“ segir Baltasar.
Í HNOTSKURN
» Baltasar Kormákur segir aðaðstandendur sýningarinnar
séu í vandræðum því ekki séu til
miðar handa nánustu aðstand-
endum.
» Ekki er uppselt á neina aðrasýningu í Barbican-menn-
ingarmiðstöðinni um þessar
mundir.
» Tónlistarmaðurinn DamonAlbarn og leikarinn Jonathan
Pryce eru á meðal þeirra sem
boðað hafa komu sína á sýn-
inguna.
Eftir Flóka Guðmundsson
floki@mbl.is
UNDIRGÖNGIN undir Miklu-
braut, á mótum Lönguhlíðar, eru
mikið átakasvæði. Þar hafa fulltrú-
ar frá hreinsunardeild borgarinnar
og graffarar háð þrásækna baráttu
undanfarin ár. Vopnaðir úðabrús-
um fara graffarar um veggi og loft
ganganna en hreinsunardeildin
gerir óðar gagnárás með hvíta
málningu í penslum sínum. Og
graffararnir svara … og aftur svar-
ar hreinsunardeildin.
„Ég á leið í gegnum þessi göng
á hverjum degi og fannst athygl-
isvert að fylgjast með þessum
átökum og þessu síbreytilega
ástandi. Mér datt í hug að skrá-
setja það og koma á framfæri með
einhverjum hætti við borgarbúa og
þá í samvinnu við Vetrarhátíð,“
segir myndlistarkonan Rósa Sig-
rún Jónsdóttir sem allan jan-
úarmánuð sl. skrásetti umrædd
átök með ljósmyndum. Afrakst-
urinn var 31 ljósmynd og var þeim
valinn nokkuð djarfur sýning-
arstaður.
„Ég fór að velta því fyrir mér
hvernig og hvar ég ætti að sýna og
fannst langeðlilegast að gera það í
göngunum sjálfum; bæði að stíga
inn í þetta ferli og vera um leið
berskjölduð á sama hátt og bæði
bæjarstarfsmennirnir og krass-
ararnir og sjá hvernig þessu yrði
tekið; hvernig sýningunni myndi
reiða af.
Sýning um sýningu á döfinni
Myndirnar voru settar upp síð-
degis fimmtudaginn 22. febrúar og
fengu að hanga uppi óhreyfðar
fyrst um sinn eða fram til aðfar-
arnætur laugardagsins. „Maður
gat svo sem séð það fyrir,“ segir
Rósa Sigrún um örlög mynda sinna
sem hefur nú mörgum verið stolið
og aðrar skemmdar. „En það var
áhugavert að fylgjast með ferlinu.“
Síðar mun almenningi gefast
tækifæri til að fylgjast með þessu
sama ferli þar sem Rósa Sigrún
hefur einnig skráð það með ljós-
myndum og mun í óráðinni framtíð
sýna afraksturinn. Núverandi sýn-
ing mun hins vegar hanga uppi þar
til í kvöld.
Myndir af reyk-
vísku átakasvæði
Ljósmynd/Rósa Sigrún Jónsdóttir
Þakkað fyrir sig Hér hefur mynd eftir Rósu verið fjarlægð úr göngunum.
Viðkomandi hefur þó sýnt þá sjálfsögðu kurteisi að þakka fyrir sig.
♦♦♦