Morgunblaðið - 28.02.2007, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2007 25
ari og miklu fleiri veikjast.“
Bóluefnisstofnar sem settir eru á
markað áður en árstíðabundna
flensan kemur byggjast á því sem
verið hefur í gangi hinum megin á
hnettinum árið áður. „Inflúensan
fer hringinn um jörðina,“ segir Har-
aldur, „hún byrjar á suðurhvelinu,
það sem er í gangi þegar vetur ríkir
þar kemur upp á norðurhvelinu
þegar vetur er þar. Þannig höfum
við alltaf smáfyrirvara og stundum
tekst vel til, eins og fréttir virðast
benda til í ár.“
Inflúensulyf er til
Fólk smitar mest rétt áður en
það veikist og í nokkra daga á eftir.
Eftir því sem líður á veikindin
minnkar smithættan. „Vandamálið
með flensuna er að fólk smitar áður
en það veikist,“ segir Haraldur.
„Við hvetjum alltaf fólk sem er 60
ára og eldra eða í sérstökum
áhættuhópum til að láta bólusetja
sig á haustin, það er besta aðferðin,
en svo er til inflúensulyf,“ upplýsir
hann. „Tvö lyf eru á markaðnum, en
við hvetjum fólk ekkert sérstaklega
til að nota þau, flestir ráða við þetta
sjálfir, en það er hægt að stytta
veikindatímann og draga verulega
úr því að veiran fjölgi sér í lík-
amanum og þar með minnka smit-
líkurnar. Þessi lyf munu skipta
meira máli ef það kemur heimsfar-
aldur. Þá munum við ekki eiga neitt
bóluefni fyrst í stað, en það höfum
við núna og hvetjum þess vegna
fólk til að nota það.“ Lyfin sem
virka á inflúensuna þarf að taka
innan tveggja sólarhringa eftir að
hún gerir vart við sig og því fyrr því
betra, annars skila þau litlu sem
engu, því þá eru veikindin búin að
toppa. „Þau eru nokkuð virk, þessi
lyf, þó að hiti sé áfram í nokkra
daga draga þau úr vanlíðan og öllu
því sem flensunni fylgir.“
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur
join@mbl.is
RANNSÓKNIR
íslensku vís-
indakonunnar
Heklu Sigmunds-
dóttur við Stan-
ford-háskóla í
Kaliforníu hafa
vakið athygli er-
lendis. Nýlega
birtist grein í vís-
indatímaritinu
Nature Imm-
unology um rannsóknir Heklu sem
benda til þess að sólarljós geti haft
áhrif á og styrkt ónæmiskerfi húð-
arinnar. Grein þessi var valin
„grein mánaðarins“ af tímaritinu
og birtist hún í marshefti þess.
Rannsóknin var unnin af dr.
Heklu Sigmundsdóttur og sam-
starfsmönnum undir handleiðslu
prófessors Eugene Butcher við
Stanford-háskóla.
Leita uppi sýkla og bakteríur
„Varnarkerfi líkamans er flókið
og ónæmiskerfið gegnir þar lykil-
hlutverki. Svokallaðar T-eitil-
frumur eru mikilvægur hluti af
ónæmiskerfinu og hlutverk þeirra
er m.a. að leita uppi sýkla og bakt-
eríur, sem geta valdið sýkingum og
útrýma þeim. Til þess að T-eitil-
frumur geti gegnt hlutverki sínu
þurfa þær að vita af aðsteðjandi
hættu og það er hlutverk anga-
langra fruma, sem á ensku kallast
„dendritic cells“, að leita uppi
sýkla, gleypa þá og „sýna“
T-frumunum búta af sýklunum.
T-frumurnar „kanna“ bútinn og
þær verða um leið sérhæfðar til að
þekkja sýkilinn. T-frumurnar meta
hversu alvarlegt ástandið er og
hvort senda þurfi fleiri T-frumur á
árásarstaðinn. Ef svo er fjölga þær
sér og fara af stað til að berjast
gegn sýklinum.
Líkaminn er hinsvegar stór og
því er um umfangsmikið svæði að
ræða sem ónæmiskerfið þarf að
verja. Vísindamenn hafa lengi velt
því fyrir sér hvort T-eitilfrumur fái
hjálp til að finna árásarstaðinn
fljótt og einnig hvar hjálpar er helst
þörf. Rannsóknir á ónæmiskerfi
meltingarvegar benda til þess að
angalangar frumur geti nýtt sér A-
vítamín, sem kemur úr fæðunni, og
gefi frá sér efni, sem hvetur T-
frumur til að fara inn í melting-
arveginn, t.d. til að kanna ástandið
þar,“ segir Hekla Sigmundsdóttir í
samtali við Daglegt líf.
Húðfrumur og sólarljós
Eugene Butcher og samstarfs-
menn við Stanford-háskóla veltu
því fyrir sér hvort svipað ferli ætti
sér stað í húðinni. Húðfrumur fram-
leiða D-vítamín þegar þær verða
fyrir áhrifum sólarljóss. D-
vítamínið sjálft er ekki nýtanlegt og
þarf að virkja það. Vitað er að D-
vítamín er flutt til lifrar og nýrna
þar sem hið virka D-vítamín er
framleitt. Í rannsókninni, sem lýst
er í Nature Immonology, kom hins-
vegar í ljós að angalangar frumur í
húðinni geta búið til hið virka D-
vítamín og líklegt er að það eigi sér
stað í húðinni sjálfri. Þegar T-
frumur ónæmiskerfisins verða fyrir
áhrifum frá þessu virka D-vítamíni
fara þær að tjá viðtaka, sem hvetur
þær til að fara til húðarinnar. Á
vissan hátt má segja að hið virka D-
vítamín geti „ýtt“ T-frumum út í
húðina. Þetta er því mögulega ein
leið, sem ónæmiskerfið getur nýtt
sér til að hvetja T-frumur til að fara
til húðarinnar og verja hana gegn
sýklum,“ að sögn Heklu Sigmunds-
dóttur.
Morgunblaðið/Jim Smart
Sólarljósið Oft er því haldið fram að sólarljós skaði húðina, en nýjar rann-
sóknir Heklu Sigmundsdóttur benda til að það geti styrkt varnir líkamans.
Dr. Hekla
Sigmundsdóttir
Sólarljós styrkir ónæmis-
kerfi húðarinnar
www.nature.com
www.the-scientist.com
www.sciencenow.sciencemag.org
HARALDUR bendir á að kvefveir-
an sé minna smitandi en inflúensan
og erfiðara sé að eiga við flensuna
af því að hún geti borist lengra en
kvefveiran, t.d. um loftræstikerfi.
Merkilegt nokk segir hann flug-
vélar ekki vera gróðrarstíu fyrir
inflúensu og kvefveiru. „Þær eru
góður staður til að vera á,“ segir
hann. „Loftræstikerfi flugvéla er
eins og á skurðstofu, það fer úr loft-
inu og niður í gólfið og streymir
alltaf þannig. Til er frægt dæmi um
að bilað hafi loftræstikerfi í flugvél
og þá veiktust allir sem voru um
borð en þeir sem fóru frá borði áð-
ur en kerfið bilaði sluppu,“ segir
hann glettnislega.
Loftræstikerfi flugvéla
eins og á skurðstofu
Þeim sem eru með flens-
una bendir Haraldur á að
hafa hægt um sig heima,
þeirra sjálfra vegna og þess
að þannig minnka þeir hætt-
una á að smita aðra.
Gott hreinlæti, sem felst
t.d. í að þvo hendurnar oft,
hjálpar.
Öðrum fjölskyldu-
meðlimum, sem ekki hafa
veikst, er bent á að halda
ákveðinni fjarlægð frá hin-
um sjúka, um tveimur metrum, svo þeir fái ekki á sig stóran smitskammt
þegar hinn sjúki hnerrar eða hóstar.
Rétt viðbrögð
Eftir Þuríði Magnúsínu Björnsdóttur
thuridur@mbl.is
Íapótekum Lyfja og heilsu um alltland er nú boðið upp á sérhæfðaráðgjöf fyrir fólk sem vill hætta
að reykja, en það er einnig ætlað þeim
sem vilja hætta að nota munntóbak og
minnka eða hætta að nota nikótínlyf
og er um einkaviðtöl að ræða. Tóbakið
sigrað heitir verkefnið og hefur hvert
viðtal ákveðið þema, s.s. áhrif tóbaks
á líkamann og hvernig hægt sé að ná
árangri í reykbindindi.
Sigríður P. Arnardóttir, lyfjafræð-
ingur og leyfishafi í Lyfjum og heilsu í
Firði, var spurð út í verkefnið sem
hefur að leiðarljósi markmið
Alþjóðaheilbrigðis-
stofnunarinnar (WHO)
um reyklausa veröld. „Nýj-
ungin er sú að þetta er árs-
prógramm og einstaklingar geta
pantað sér ráðgjöf yfir langan tíma.
Við viljum helst að fólk komi með
viku millibili í átta vikur en ef það
vill koma sjaldnar er það í lagi.
Ráðgjöfin er einstaklingsmiðuð.
Tóbakið er ein helsta ógn við heil-
brigði fólks í heiminum og því er for-
varnarstarfið mikilvægt. Verkefnið er
samstarfsverkefni heilbrigðisstétta
en við höfum kynnt það landlækni,
Lýðheilsustöð og Krabbameinsfélag-
inu og þau tóku vel í þetta framtak.
Við viljum fá alla á námskeiðin, líka
þá sem eru rétt farnir að hugsa um að
hætta að reykja og eins fólk sem hef-
ur fallið – að það sé ekki hrætt við að
mæta aftur. Flestir þeir Íslendingar
sem reykja vilja hætta af því að þeim
er svolítið úthýst en þegar margir sjá
auglýst námskeið komast þeir ekki á
það eða eru ekki tilbúnir að fara. Með
viðtölunum aukum við aðgengi að ráð-
gjöf og við byggjum námskeiðið á
góðri reynslu.“
Sigríður segir fyrirtækið eiga
frumkvæði að verkefninu hérlendis
og það sé þáttur í lyfjafræðilegri ráð-
gjöf sem sé lögbundin, þetta sé þeirra
innlegg. Hún undirstrikar mikilvægi
samstarfsins við heilsugæslustöðvar.
Á námskeiðunum séu sjúkdómar ekki
meðhöndlaðir heldur vísi þau lösnu
fólki til heilbrigðisþjónustunnar.
Eins og að stíga á vigtina
Að meðaltali deyr einn Íslendingur
af völdum reykinga á dag. „Nikótínið
er í sjálfu sér hættuminnst fyrir þá
sem hafa vanið sig á það en er mjög
vanabindandi, hættulegu efnin eru
reykurinn og tjaran. Á námskeiðinu
sýnum við fram á hve það eykur lífs-
gæði að hætta reykingum og bætir
vellíðan. Líkamlegri fíkn í nikótínið
má líkja við fíkn í kókaín og heróín.
Það er náttúrlega líka dýrt að nota
nikótínlyf í langan tíma og örvunin er
heldur ekki góð.“
Gerðar verða blóðþrýstings- og
kolmónoxíðmælingar. „Kolmónoxíð
er efni sem maður andar að sér þegar
maður reykir og það binst blóðrauð-
anum fastar en súrefni. Það eykur
álag á hjarta- og æðakerfið og þegar
maður hættir að reykja minnkar
kolmónoxíðmagn í blóði mjög fljótt.
Við mælum þetta magn í útöndun og
það er eins og að stíga á vigtina því
maður sér strax mælanlegan árang-
ur. Það er gaman að sjá það.“
Sigríður á von á að fólk taki vel við
sér. „Ég hef sjálf haldið námskeið þar
sem fólk kom í hópviðtöl í apótekinu
og það virkaði vel. Þema nýju viðtal-
anna byggist á þessum námskeiðum.
Þetta er samevrópskt verkefni, apó-
tek í Evrópu halda verkefnum sem
þessum ávallt gangandi og nið-
urstöður eru birtar á alþjóðlegum
ráðstefnum. Þetta er í raun það sem
við eigum að gera hér á landi. Ef vel
tekst til með þetta höldum við þessu
áfram.“
Hægt er að panta viðtalstíma í
næsta apóteki Lyfja og heilsu en hver
tími tekur að jafnaði korter og kostar
500 kr.
Morgunblaðið/Ásdís
Tóbaksböl Sigríður P. Arnardóttir
lyfjafræðingur líkir líkamlegri
fíkn í nikótín við kókaínfíkn.
Alþjóðlegt verkefni
um reyklausa veröld
Flestir þeir
sem reykja
vilja hætta
Finnbogi Hilmarsson,
Einar Guðmundsson og
Bogi Pétursson
löggiltir fasteignasalar
www.heimili.is
Vönduð rúmgóð 95 fm útsýnisíbúð á 2. hæð og með-
fylgandi 25 fm sérstandandi bílskúr. Tvö stór svefn-
herbergi. Parket og flísar á gólfum, þvottahús innan
íbúðar og suðursvalir með miklu útsýni. V. 25,9 m.
Hlíðarhjalli - 3ja herb með bílskúr
Bogi Molby
Pétursson
Opið mán.- fös. frá kl. 9-17
Sími
530 6500