Morgunblaðið - 28.02.2007, Page 34
34 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Guðný Páls-dóttir fæddist á
Húsavík 18. júlí
1924. Hún lést á
Dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu Hlíð
hinn 23. febrúar
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Páll Ein-
arsson og Þóra
Steingrímsdóttir.
Systkini Guðnýjar
eru 1) Einar f. 5.
febrúar 1926, maki
Halldóra Bern-
harðsdóttir, 2) Steingrímur f.
þeirra eru: 1) Ingvar, f. 16. júní
1952, maki Guðrún Baldursdóttir,
börn þeirra eru a) Þóroddur,
maki Aðalheiður Jóhannesdóttir,
börn þeirra Ingvar og Ester
Helga, b) Baldur Helgi, c) Páll
Þór, sambýliskona Hildur Arna
Magnúsdóttir og d) Þuríður
Helga. 2) Þóra Ingibjörg, f. 14.
júlí 1954, maki Martin Næs, börn
þeirra eru a) Flóvin Þór, maki
Birgitte Krag Nygaard Næs, b)
Guðný Brynhild, sambýlismaður
Róar Akralíð og c) Jónas Þór,
sambýliskona Inga Katrin Wint-
her. 3) Hólmfríður, f. 7. nóvember
1966, maki Darri Mikaelsson,
börn þeirra eru Heiða og Gústaf.
Guðný verður jarðsungin frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30
13.janúar 1927, maki
Ingibjörg Pála Jóns-
dóttir, 3) María f. 26.
maí 1928, maki Jón
Árni Jónsson og 4)
Sólveig f. 14. maí
1930, maki Jóhann
Ævar Jakobsson.
Guðný giftist 23.
ágúst 1951 Þóroddi
Jónassyni frá Græna-
vatni í Mývatnssveit,
f. 7. október 1919, d.
27. ágúst 1994. Þau
bjuggu fyrst á
Breiðamýri í Reykja-
dal og frá 1969 á Akureyri. Börn
Amma í Ásabyggðinni er dáin. Það
er eins og ég eigi mörg hundruð
ömmur. Nöfnin duga ekki til að að-
greina þær, það þarf götunöfn. Svo
er nú ekki, ég átti tvær yndislegar
ömmur og nú á ég eina.
Amma Gullý verður í mínum huga
alltaf amma í Ásabyggðinni. Hún
varð reyndar um tíma amma í Einó,
svo amma í Bakkahlíð og loks amma
á Hlíð en þar var hún ekki lengi.
Ég komst aðeins einu sinni til
ömmu á Hlíð. Það var á konudaginn
með börnum mínum, langömmu-
börnunum hennar Ingvari og Ester.
Við færðum henni lítinn blómvönd.
Allar konur eiga skilið blóm á konu-
daginn og ekki síst amma. Amma
starfaði um ævina fyrst og fremst við
þjónustu við aðra og það af miklum
myndarskap, óeigingirni og þolin-
mæði. Fyrst við að hjálpa til á heim-
ili foreldra sinna og ömmu og afa,
sem var þá sýslumaður á Akureyri,
og seinna meðal annars sem þjón-
ustustúlka í íslenska sendiráðinu í
Bandaríkjunum. Lengstum starfaði
hún sem húsmóðir á Breiðumýri og í
Ásabyggðinni. Nú í dag er þetta
starf í þjóðfélaginu mjög vanmetið
en ef aðeins er staldrað við og að gáð
þá er þetta mikilvægasta starf sem
unnið er og það leysti hún amma mín
óaðfinnanlega. Hún hélt glæsilegt
heimili og afi kom alltaf heim í há-
degismat er hann vann á Akureyri.
Ég naut góðs af því. Úr Gagnfræða-
skóla Akureyrar var stutt að fara
upp í Ásabyggð og einstaklega gott
hádegishlé. Þegar afi Þóroddur lést
hélt ég áfram að mæta í hádeginu, þá
úr MA, og áfram hafði amma tilbú-
inn mat. Þetta er ekkert annað en
dekur á hæsta stigi. Við ræddum um
daginn og veginn og fjölskylduna og
náðum í dagbækurnar hans afa þeg-
ar minni okkar brast. Ég skrifaði
sjálfur dagbók á þessum árum til að
vera eins og afi og nú fletti ég upp í
þeim og rifja upp stundir með ömmu
í nákvæmum dagbókarlýsingum sem
hófust alltaf á veðrinu og innihéldu
meira að segja hvað ég borðaði á
hverjum degi, já það veit fólk sem
þekkir mig hvar leiðin að hjartanu
liggur.
Ég á margt að þakka ömmu minni
og fjöldann allan af fallegum minn-
ingum. „Hoppa yfir lækinn“ var ferð
sem var farin margoft, hinum megin
í Eyjafirðinum þar sem hún hafði
óskað þess að búa þegar hún var
barn, því sólin skein svo miklu leng-
ur á Vaðlaheiðina en á bernskuheim-
ilið hennar á Akureyri. Hún kenndi
mér að spila fjöldann allan af spilum
og klukkustundirnar eru margar þar
sem hún sat og spilaði við okkur
barnabörnin. Þolinmæðin við okkur
var óendanleg og við máttum allt.
Amma fékk heilabilunarsjúkdóm
sem sótti á hægt og sígandi en þó að
minnið og ýmislegt breyttist þá var
hún samt áfram sú amma sem ég
þekkti. Alltaf fín, þakklát því fólki
sem annaðist hana, þolinmóð og já-
kvæð, meira að segja flugvélar urðu
huggulegar.
Síðasta minning mín um ömmu
var á konudaginn þegar við heim-
sóttum hana á Hlíð. Hún lá þennan
dag í rúmi sínu, mjög falleg og fín
eins og hennar var von og vísa. Hún
sagði ekkert en brosti með augun-
um. Þegar við kvöddum hana lyfti ég
Ester upp í rúm til hennar, þá setti
amma stút á munninn og kyssti hana
bless. Lítið atriði en ógleymanleg,
falleg síðasta minning um einstaka
konu og ömmu.
Þóroddur Ingvarsson.
Ég kynntist Gullý fyrir 10 árum,
þegar ég fór að hitta Þórodd, son-
arson hennar. Hún var þá orðin
ekkja, hafði misst eiginmann sinn
rúmu ári áður og var flutt úr Ása-
byggðinni, þaðan sem margar gleði-
legar minningar eru reglulega rifj-
aðar upp. Ég sá Gullý í fyrsta skipti
keyrandi um á gráa Subaru Justy-
inum sínum sem gekk undir nafninu
ömmu Justy. Mér þótti hún mögnuð
að keyra ennþá, sér í lagi eftir að
hafa sjálf keyrt ömmu Justy og
sannreynt að það var enginn barna-
leikur að stíga stífa kúplinguna niður
í gólf. En fljótlega fór Gullý allra
sinna ferða fótgangandi. Þráðbein í
baki og rösk var hún þegar hún stik-
aði um Lundarhverfið og fór ekki
hægt yfir.
Á meðgöngu frumburðar okkar
Dodda, prjónaði ég heiðgulan kjól
sem í var saumaður sérstakur
prjónasaumur sem Gullý kenndi
mér. Við sátum í Einilundinum og
saumuðum og Gullý sagði mér sögur
og sýndi mér ótal myndir. Frá því
hún var ung stúlka hjá sendiherra-
hjónunum í Washington og tók á
móti símtölum frá John F. Kennedy.
Frá ömmu sinni og afa, sýslumanns-
hjónunum, dönskunni sem töluð var
á sunnudögum og ég skildi af hverju
hún var svona mikil dama. Einnig
frá árunum á Breiðumýri og sam-
sveitungum. Frumburður okkar og
fyrsta langömmubarn Gullýjar
reyndist svo vera drengur og kjóll-
inn mátti bíða. Drengurinn fékk
nafnið Ingvar og Gullý lét okkur vita
í skírninni hversu vænt henni þótti
um það. Seinna fékk ég afdrep á
kontórnum í Einilundinum til að
læra. Þá kom Gullý alveg eins og
klukka og náði í mig í hádegismat og
kaffi og þótt ég væri eini matargest-
urinn var lagt á borð eins og von
væri á fyrirmennum, enda Gullý
dama fram í fingurgóma. Hún lét
mig líka vita í kurteisislegum um-
vöndunartón þegar henni fannst ég
ekki hafa setið nóg við lesturinn,
enda grunar mig að hennar börn hafi
sett há viðmið í þeim efnum. Í lær-
dómspásunum var talað um Ingvar,
Þóru og Fríðu, tengdabörnin og öll
barnabörnin. Hún hafði mikla þol-
inmæði í að leika við barnabörnin sín
og mikið var spilað og púslað. Án
þess að halla á nokkurn er óhætt að
segja að Þuríður Helga hafi verið
augasteinninn hennar. Hún veitti
henni mikla gleði síðustu árin enda
aðdáunarvert hvað hún var góð við
ömmu sína og dugleg að heimsækja
hana.
Við Gullý fórum báðar á sjúkrahús
hinn 24.10.04. Ég að eiga dóttur
mína en Gullý hafði hrasað og
mjaðmarbrotnað. Ekki voru til nein
gögn um hana á sjúkrahúsinu né var
hún á neinum lyfjum, enda hafði hún
aldrei á sjúkrahús komið, þá áttræð í
líkamlegu ástandi þrítugrar konu.
Það var því sorglegt þegar sögurnar
gleymdust og enn sorglegra þegar
fólkið gleymdist en þessi sjúkdómur
spyr einskis og er miskunnarlaus.
Ég er þakklát fyrir síðasta aðfanga-
dagskvöld þegar litla stýrið sem
fæddist þennan slysadag opnaði
jólakort og jólagjafir fyrir lang-
ömmu sína og augljóst var hve gam-
an hún hafði af þessu litla barni sem
hún þekkti þó ekki. Sjúkdómurinn
hefur nú sigrað og Gullý kvatt þenn-
an heim. Ég þakka kærlega fyrir
mig og fjölskyldu mína og hennar
þátt í því gæðafólki sem að mér
stendur. Nánustu aðstandendum
votta ég samúð mína.
Aðalheiður Rósa.
Á kveðjustund kemur upp í hug-
ann ein fyrsta minning stráklings er
hann kom í heimsókn að sumarlagi í
læknishúsið á Breiðumýri og Gullý
fylgdi mér niður í gestaherbergi þar
Guðný Pálsdóttir
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Hermann Jónasson Geir Harðarson
✝
Elskulegur faðir minn, bróðir okkar, mágur og
frændi,
GYLFI KARLSSON,
Hofteigi 22,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtu-
daginn 1. mars kl. 15.00.
Rakel Ósk Gylfadóttir,
Hilmar Karlsson, Mem Karlsson,
R. Hrönn Harðardóttir, Sævar Björnsson,
Guðný J. Karlsdóttir, Eyjólfur Ólafsson,
H. Jóhanna Hrafnkelsdóttir,
Gígja Karlsdóttir, Anton Sigurðsson.
✝
Okkar elskulegi,
STEINAR ÞÓRÐARSON,
Bergþórugötu 15,
verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju fimmtu-
daginn 1. mars kl. 13.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en
þeim sem vilja minnast Steinars er bent á KFUM.
Fyrir hönd aðstandenda,
María Guðmundsdóttir.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÁSTA BJARNADÓTTIR,
Norðurbrún 1,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn
2. mars kl. 15.00.
Margrét Kjartansdóttir,
Björg Kjartansdóttir, Freysteinn G. Jónsson,
Sæunn Kjartansdóttir, Guðmundur Jónsson,
Ásta Kjartansdóttir, Vigfús Erlendsson
og barnabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÞORVALDUR SIGURJÓNSSON
frá Núpakoti,
sem lést á dvalarheimilinu Lundi, Hellu, aðfaranótt
fimmtudagsins 22. febrúar verður jarðsunginn frá
Eyvindarhólakirkju laugardaginn 3. mars kl. 14.00.
Hafdís Þorvaldsdóttir, Matthías Jón Björnsson,
Guðlaug Þorvaldsdóttir, Árni Gunnarsson,
Kolbrún Magga, Þorvaldur Björn, Ingibjörg, Sæmundur Örn,
Ásta Alda, Jóna Þórey, Elín,
Lára Guðrún, Vigdís Hlíf og Jón Sigmar.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma
RÓSBJÖRG JÓNATANSDÓTTIR
Hjúkrunarheimilinu Skjóli
lést 21. febrúar.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju
föstudaginn 2. mars kl. 15.00.
Einar Geir Friðgeirsson Margrét Eiríksdóttir
Nanna K. Friðgeirsdóttir Hjörtur Gunnarsson
Guðrún Friðgeirsdóttir
Birna Friðgeirsdóttir
barnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
MARÍA JÓNÍNA ADOLFSDÓTTIR,
dvalarheimilinu Dalbæ, Dalvík,
áður Munkaþverárstræti 29, Akureyri,
andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri föstu-
daginn 23. febrúar.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn
2. mars kl. 13.30.
Friðrik Adolf Stefánsson,
Stefán Már Stefánsson, Ása Sverrisdóttir
og barnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
MÓSES B.G. GUÐMUNDSSON,
Hjallabraut 33,
Hafnarfirði,
sem lést á St. Jósepsspítala í Hafnarfirði aðfara-
nótt miðvikudagsins 21. febrúar, verður jarðsung-
inn frá Víðistaðakirkju fimmtudaginn 1. mars
kl. 13.00.
Ólafía Guðbjörnsdóttir
Lilja S. Mósesdóttir, Halldór Ó. Bergsson,
Þórdís S. Mósesdóttir, Andrés Ingi Vigfússon,
barnabörn og barnabarnabörn.