Morgunblaðið - 28.02.2007, Síða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
fólk
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
LÍSA, ÉG ER
MJÖG HRIFINN
AF ÞÉR
ÉG ER
LÍKA MJÖG
HRIFIN AF
ÞÉR
ÉG HELD AÐ ÞAÐ
SÉ KOMINN TÍMI TIL
ÞESS AÐ VIÐ FÆRUM
SAMBANDIÐ OKKAR Á
NÆSTA STIG Ó?
POLKA OG
KARAÓKÍ
KVÖLD
VELKOMIN Í
OKKAR HEIM
ELSKAN
HEFUR ÞÚ
HUGLEITT AÐ
SKÍTA PÉSI
GÆTI VERIÐ
MEÐ ÆVA-
FORNAN SKÍT
Á SÉR
SJÁÐU HVERNIG
RYKIÐ FESTIST
VIÐ HANN
HANN GÆTI VERIÐ MEÐ
SKÍT Á SÉR FRÁ HINNI
FORNU BABÝLON
FÆR ÞAÐ YKKUR EKKI
TIL ÞESS AÐ VILJA KOMA
BETUR FRAM VIÐ MIG?
ROSALEGA ER
FALLEGT VEÐUR
ÚTI! ÞVÍ MIÐUR
GETUR ÞÚ EKKI
VERIÐ HEIMA
TIL AÐ NJÓTA
ÞESS
ÞEGAR ÞÚ ERT ORÐINN
GAMALL ÞÁ ÁTTU EFTIR AÐ
SJÁ EFTIR ÞVÍ AÐ HAFA EKKI
GEFIÐ ÞÉR TÍMA TIL ÞESS AÐ
NJÓTA ÞESSARA DAGA. EN
ÞANGAÐ TIL ER MIKILL TÍMI
OG MIKIL VINNA
ÞÚ ÆTTIR AÐ DRÍFA ÞIG Í
VINNUNA! SKEMMTU ÞÉR VEL
Í ALLRI UMFERÐINNI Á
LEIÐINNI! ÞEGAR ÞÚ KEMUR
HEIM ÞÁ GETUR ÞÚ SETIÐ OG
HORFT Á SÓLSETRIÐ... EF ÞÚ
NÆRÐ AÐ VAKA SVO LENGI!
ÞEGAR ÉG EIGNAST
BÖRN, VONA ÉG AÐ ÞAU
VERÐI EKKI EINS OG ÉG
HVERNIG
SKEMMTIR
ÞÚ ÞÉR Í
PARÍS?
BARA
SVIPAÐ VEL OG
SÍÐAST
SÍÐAST ÞEGAR ÞÚ FÓRST
ÞÁ TÓK ÞAÐ ÞIG VIKU AÐ
KOMAST AFTUR Í SAMT LAG
ALLT Í
LAGI...
ÉG
SKEMMTI
MÉR
KONUNG-
LEGA
ÚPS!
HUNDAR AÐ SPILA
PÓKER Á NETINU
HEH HEH... HÆ
MAMMA
ADDA?
HVAÐ ÁTTI
KIDDA VIÐ
MEÐ ÞVÍ AÐ
ÞÚ HEFÐIR
KALLAÐ MIG
BELJU?
EN SÚ
VITLEYSA!
ÉG VEIT EKKI
UM HVAÐ
HÚN ER AÐ
TALA
HEH... EÐA ÉG
MEINA...
...HÚN TÓK ÞAÐ
ALGJÖRLEGA ÚR
SAMHENGI
Ó...
ÉG SKIL
JONAH JAMESON HÉR!
TALAÐU HRATT! ÉG ER
UPPTEKINN MAÐUR
HVAÐ? ER HANN AÐ
FARA HVERT?
VAR ÞETTA
EITTHVAÐ
ALVARLEGT
MJÖG! PETER PARKER
ER AÐ FARA Á SPÍTALA OG
ÉG Á EFTIR AÐ ÞURFA AÐ
BORGA FYRIR ÞAÐ
Ámorgun, fimmtudag, kl.12.15 býður Rann-sóknastofa í kvenna- ogkynjafræðum við Há-
skóla Íslands til fyrirlestrar í stofu
132 í Öskju. Þar mun Hildigunnur
Ólafsdóttir afbrotafræðingur halda
erindið „Kynjabilið sem hverfur
ekki – um kynferði, menningu og
áfengisneyslu“.
„Í fyrirlestrinum greini ég frá
niðurstöðum rannsóknar sem fram
fór á áfengisneyslu karla og kvenna
í 14 löndum Suður-, Mið- og Norð-
ur-Evrópu,“ segir Hildigunnur en
svissneska áfengis- og vímuvarna-
stofnunin SIPA hafði umsjón með
samræmingu rannsóknar-
gagnanna. „Niðurstöður staðfesta
það sem aðrar rannsóknir hafa gef-
ið til kynna, að áfengisneyslu-
mynstur kvenna og karla eru tölu-
vert ólík, karlar oftar
áfengisneytendur og vandamál
áfengisneyslu algengari hjá körl-
um.“
Hildigunnur segir áfengisneyslu-
mynstur karla og kvenna vera lík-
ara í löndum þar sem meira jafn-
ræði er milli kynjanna, eins og á
Norðurlöndunum: „Það skýrist
meðal annars af því að sú aðgrein-
ing sem víða hefur verið á „heimi
karla“ og „heimi kvenna“ er óðum
að hverfa: konur hafa í auknum
mæli farið út á vinnumarkað, og
karlar og konur skemmta sér sam-
an, svo hegðun og lífsstíll verður
líkari,“ segir Hildigunnur.
Áður mátti draga nokkuð skýr
mörk á milli svæða Evrópu eftir
mörkum víndrykkju, bjórdrykkju
og drykkju sterkra drykkja: „Þessi
mörk hafa nú bjagast og neyslu-
mynstur milli þjóða þróast í átt að
því að verða einsleitara. Þetta er í
samræmi við aðrar breytingar á
neysluvenjum og lífsstíl Evrópubúa
sem hnattvæðingin hefur gert
kleift að njóta hversdags sama
varnings og býðst í öðrum löndum,
hvort heldur það er ítalskt pasta
eða íslenskur fiskur,“ segir Hildi-
gunnur. „Neyslumynstur karla
endurspeglar þó betur hina hefð-
bundnu skiptingu vín-, bjór- og
brennivínsdrykkjusvæða. T.d. eru
franskir og spænskir karlmenn enn
mjög hrifnir af víni en miðevr-
ópskir karlmenn drekka bjór um-
fram aðra áfenga drykki.“
Að mati Hildigunnar vekur aukin
samleitni í áfengisneysluvenjum í
Evrópu spurningar um samræmda
áfengisstefnu: „Á meðan Norð-
urlandaþjóðirnar hafa nokkuð
stranga áfengisstefnu hafa margar
þjóðir Mið- og Suður-Evrópu enga
heildstæða stefnu í áfengismálum.
Neysla áfengis getur ekki aðeins
valdið heilsufarslegum vanda-
málum, heldur einnig félagslegum,
en félagslega byrðin af áfeng-
isvandanum er iðulega borin á
herðum kvenna sem oft bera meiri
ábyrgð á börnum og fjölskyldulífi.“
Fyrirlestrar Rannsóknastofu í
kvenna- og kynjafræðum við Há-
skóla Íslands eru öllum opnir og að-
gangur ókeypis. Nánari upplýs-
ingar um fyrirlestra og viðburði
RIKK á vormisseri má finna á slóð-
inni rikk.hi.is.
Heilsa | Fyrirlestur á vegum RIKK á
fimmtudag um áfengisneyslu í Evrópu
Kynferði, menn-
ing og áfengi
Hildigunnur
Ólafsdóttir fædd-
ist í Reykjavík
1944. Hún lauk
stúdentsprófi frá
MR 1964, cand.
polit. frá Osló-
arháskóla 1972
og doktorsgráðu
í afbrotafræði frá
sama skóla 1998. Hildigunnur hefur
starfað við áfengisrannsóknir og
rannsóknir í afbrotafræði með
starfsaðstöðu í Reykjavík-
urakademíunni. Hún situr nú í
rannsóknaráði NAD – norrænu
nefndarinnar um áfengis- og vímu-
efnarannsóknir. Hildigunnur er
gift Jóni Skúlasyni verkfræðingi og
eiga þau eina dóttur.
TVÆR mannverur ræðast við í stigagangi raun- og hugvísindastofnunar-
innar sem kennd er við Brandenburg í Berlín. Svona mætti hugsa sér að
menntavegurinn margumtalaði liti út þegar efsta þrepinu er náð.
Reuters
Menntavegurinn