Morgunblaðið - 04.03.2007, Qupperneq 4
4 SUNNUDAGUR 4. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
HRÓÐNÝ Valdimarsdóttir á Húsavík, dóttir Valdimars
Hólm Hallstað sem er höfundur textans Við gengum tvö,
segir að faðir sinn hafi samið textann við lag Friðriks
Jónssonar að ósk Friðriks. Hún hafi sjálf fylgst með þeg-
ar textinn var saminn og muni mjög vel eftir því þegar
þeir tveir sátu heima hjá pabba hennar á meðan Valdimar
samdi textann við lagið.
Í Morgunblaðinu var á dögunum haft eftir Sigrúnu
Björnsdóttur, ekkju Ragnars Björnssonar fyrrverandi
dómorganista og skólastjóra Nýja tónlistarskólans, að hún
væri þess fullviss að hann hefði samið lagið. Hróðný segir
það ekki fá staðist.
„Ég gleymi þessu aldrei, og hef reyndar oft sagt að ég
myndi rifja þetta upp þegar ég kæmi á elliheimilið,“ segir
Hróðný í samtali við Morgunblaðið.
Hróðný er 68 ára, fædd um mitt ár 1938. Hún segir föð-
ur sinn hafa samið textann einhvern tíma á árunum 1945,
46 eða 47 – þegar hún var sjö, átta eða níu ára. Hróðný
segir Friðrik oft hafa komið í heimsókn, stundum með
harmonikuna meðferðis og sú var einmitt raunin þegar
textinn Við gengum tvö var saminn. „Pabbi las ekki nótur
og það er ógleymanlegt þegar Fikki trallaði lagið fyrir
hann og spilaði það á nikkuna þegar pabbi var að semja
textann. Það var ekki daglegt brauð að einhver
kæmi með nikku heim til okkar og ég man þetta
því það var svo gaman þegar Frikki kom; al-
veg stórkostlegt. Pabbi lét heldur aldrei frá
sér texta nema honum þætti hann alveg
fullkominn og félli algjörlega að laginu.“
Þetta lag Friðriks er í óvenjulegum
takti og Hróðný segir föður sinn hafa
gefið sér góðan tíma í að semja text-
ann. Þeir hafi sennilega hist tvisvar
eða þrisvar áður en textinn var
fullbúinn frá höfundarins hendi.
Valdimar samdi a.m.k. einn
texta að auki við lag Friðriks, að
sögn Hróðnýjar, lagið Gömul
spor, og hún segir að hugs-
anlega eigi þeir fleiri slík sam-
an. „En það er að minnsta kosti
alveg á hreinu að pabbi samdi
textann við þetta margumtalaða
lag Friðriks; það fer ekkert á
milli mála,“ sagði Hróðný við
Morgunblaðið.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Ógleymanlegt Hróðný Valdimarsdóttir segist hafa fylgst sjálf
með því þegar faðir hennar samdi textann Við gengum tvö, að
ósk Friðriks Jónssonar, lagasmiðsins sjálfs.
ÁRLEG þingmannaveisla var haldin á Hótel Sögu á
föstudagskvöld þar sem iðkaður var sá siður að tala ein-
ungis í bundnu máli við gesti og var gerður góður róm-
ur að mörgum kviðlingnum sem látinn var fjúka. Um er
að ræða árshátíð þingmanna þar sem forseti Íslands og
frú eru heiðursgestir. Tónlist var flutt og síðan stiginn
dans.
Meðal þeirra sem mættu til gildis voru samfylking-
arþingkonurnar Jóhanna Sigurðardóttir og Katrín
Júlíusdóttir.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þingmannaveisla haldin á Hótel Sögu
ARNA Schram, formaður Blaða-
mannafélags Íslands, gagnrýnir
málatilbúnað Þorgerðar K. Gunn-
arsdóttur menntamálaráðherra
vegna skipunar í sérfræðinganefnd
NJC, Norræna blaðamannahá-
skólans, um að það gæti leitt til
hagsmunaáreksturs ef nefndar-
fulltrúi væri starfsmaður fjölmiðla-
deildar háskóla, nú þegar einn
nefndarmanna, Ólafur Þ. Stephen-
sen, er einn þriggja stjórnarmanna
í Meistaranámsdeild í blaða- og
fréttamennsku við HÍ. Er haft eftir
Örnu á vef BÍ að ráðherra hljóti að
krefjast þess að Ólafur segi sig úr
stjórn námsins í fjölmiðlafræði við
HÍ vilji ráðherra vera samkvæmur
sjálfum sér.
Blaðamannafélagið lagði til að
Birgir Guðmundsson lektor við
Háskólann á Akureyri og Svan-
borg Sigmarsdóttir blaðamaður
yrðu aðal- og varafulltrúar í NJC
en því hafnaði ráðherra.
Ekki náðist í menntamálaráð-
herra vegna málsins í gær.
BÍ gagn-
rýnir ráð-
herrann
Staða Ólafs Þ.
vekur tortryggni
FRANSKI skurðlæknirinn og pró-
fessorinn Jean-Michel Dubernard
kom í gær til Íslands en heimsókn
hans tengist franska menningar-
vorinu á Íslandi, „Pourquoi pas?“
Dubernard starfar á Amiens-háskóla-
sjúkrahúsinu og hefur verið frum-
kvöðull í líffæraígræðslum, varð t.d.
fyrstur manna til að græða hönd á
mann. Hann varð einnig fyrsti skurð-
læknirinn til þess að græða báðar
hendur á handalausan mann árið
2000.
Vakti heimsathygli árið 2005
En Dubernard vakti heimsathygli
árið 2005 þegar hann fyrstur manna
framkvæmdi andlitságræðslu á 38 ára
gamla konu í kjölfar alvarlegs áverka
sem hún hlaut er hundur beit hana
illa. Missti hún nefið, varirnar og hök-
una. Nýja andlitið fékkst af konu sem
var heiladauð. Andlitsþeginn, Isabelle
Dinoire, ræddi reynslu sína í nóvem-
ber í fyrra og sagðist þá vera komin
með tilfinningu í andlitið. Hún getur
nú borðað og drukkið, einnig brosað
og segist vera svo lík sjálfri sér eftir
aðgerðina að hún geti nú vel horft í
spegil. Ör lýta hana ennþá en ekki
verr en svo að hún getur auðveldlega
hulið þau með farða. Í frétt BBC var
sagt að tekist hefði með lyfjagjöf að
koma í veg fyrir erfiðleika sem oft
koma upp við ígræðslur er líkaminn
hafnar líffærum. En jafnframt segir í
fréttinni að lyfjagjöfin sé talin auka
líkur á krabbameini.
Prófessor Dubernard hefur mikla
reynslu af hefðbundnum líffæra-
ígræðslum og hefur hlotið margvís-
legar alþjóðlegar viðurkenningar.
Flytur fyrirlestur
Hann mun á morgun, mánudag 5.
mars, flytja fyrirlestur á ensku í há-
tíðarsal Háskóla Íslands og hefst
hann kl 15:30. Fyrirlesturinn ber heit-
ið „Transplantation: from myth to
reality“ (Líffæraflutningar, goðsögn
verður að veruleika). Við sama tæki-
færi mun Runólfur Pálsson, yfirlækn-
ir á nýrnalækningadeild LSH, fjalla
um líffæraflutninga á Íslandi.
Læknirinn Jean-Michel Dubernard, sem græddi nýtt andlit á konu, á Íslandi
Bjargvættur Dinoire flytur
fyrirlestur um líffæraflutninga
Nýtt andlit Isabelle Dinoire
HÉRAÐSDÓMUR Norður-
lands eystra hefur dæmt
karlmann í þriggja mánaða
fangelsi fyrir líkamsárás
gegn þáverandi sambýlis-
konu sinni í Reykjahverfi og
jafnframt dæmt hann til að
greiða henni 133 þúsund kr.
í bætur. Var bótakrafa henn-
ar tekin til greina að fullu.
Maðurinn viðurkenndi að
hafa snúið upp á handlegg
konunnar svo hún tognaði,
auk þess sem hann sparkaði í
hana. Þá framdi hann hús-
brot með því að ryðjast tví-
vegis inn í íbúð fyrrverandi
eiginkonu sinnar á Húsavík
þar sem hann neitaði að fara
þótt konan skoraði á hann að
gera það. Í seinna skiptið
dvaldi hann þar þangað til
lögreglan kom á staðinn og
fjarlægði hann. Varðar slík
háttsemi við hegningarlög
þar sem hámarksrefsing er
eins árs fangelsi.
Játning mannsins þótti í
samræmi við gögn málsins
og voru brotin talin nægj-
anlega sönnuð að mati dóms-
ins.
Ekki þótti hægt að skil-
orðsbinda refsingu mannsins
en fram kemur í dómi að
hann hafi verið dæmdur til
sex mánaða fangelsisrefs-
ingar fyrir hegningar- og
vopnalagabrot árið 1991.
Ennfremur hefur hann verið
dæmdur í þriggja mánaða
fangelsi fyrir kynferðisbrot.
Málið var dæmt 28. febr-
úar sl. af Frey Ófeigssyni
dómstjóra. Verjandi ákærða
var Örlygur Hnefill Jónsson
hrl. og sækjandi Svavar
Pálsson, fulltrúi lögreglu-
stjórans á Húsavík.
„Ógleymanlegt þegar Fikki
trallaði lagið fyrir hann“
Dóttir Valdimars Hólm Hallstað man eftir því þegar faðir hennar
samdi textann Við gengum tvö að beiðni Friðriks Jónssonar
Dæmdur
fyrir árás
og húsbrot