Morgunblaðið - 04.03.2007, Síða 10

Morgunblaðið - 04.03.2007, Síða 10
10 SUNNUDAGUR 4. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ MÚSLÍMAR Í BRETLANDI menn, sem voru breskir,“ segir embættismaðurinn. „Það gerðist ekki upp úr þurru. Við þurfum að tryggja að þetta gerist ekki aftur. Öfgar og hryðjuverk snúast ekki um íslam. Vandinn liggur í örfáum einstaklingum, sem nýta sér trúna. Við þurfum að forðast að falla í þá gildru að ætla að allur múslím- aheimurinn sé eins.“ Embættismaðurinn segir að stjórnvöld hafi ekkert saman að sælda við samtök eða hópa, sem styðji hryðjuverk eða glæpastarf- semi, en tengist hins vegar mörg- um samtökum og félögum í músl- ímasamfélaginu og í því sambandi sé full virðing borin fyrir réttinum til að vera breskum stjórnvöldum ósammála, til dæmis um mál eins og innrásina í Íran. „Það gerir þig ekki ótrúan,“ segir hann. „Það ger- ir þig breskan.“ Leitin að hófsömum kennimönnum Embættismaður, sem starfað hefur við deild, sem stofnuð var til að sinna málefnum múslíma í maí, segir að megináherslan sé lögð á að koma í veg fyrir að öfgar breiðist út. Á Bretlandi sé ekkert eitt trúarlegt yfirvald og því þurfi að vinna með ímömum eða klerkum í moskunum. Deildin vinnur einnig að því að finna leiðir til að slá á ótta fólks og fordóma gegn múslím- um, svokallaða íslamofóbíu. Í þriðja lagi er markmið deildarinnar að finna íslamska fræðimenn, sem njóti trausts og teljist hófsamir, til að andmæla sjónarmiðum þröng- sýni. Hann segir að meirihluti ímama á Bretlandi sé ekki nógu kunnugur fræðunum. Þá hefur einnig verið gagnrýnt að átta af hverjum tíu ímömum tali ekki frambærilega ensku og nái því ekki til æskunnar. Þá geti leiðin verið greið fyrir boðendur öfga að óánægðum ungmennum. Gagnrýnendur þessarar nálgunar benda á að í öllum löndum þar sem múslímar eru fjölmennir hafi stjórnvöld reynt að búa til sína eig- in ímama til að ná stjórn á fjöldan- um, en þeir hafi ekki notið trausts D agsetningin sjöundi júlí er orðin Bret- um jafn tungutöm og 11. september Bandaríkjamönn- um. Þegar talað er um sjöunda júlí er vísað til sprengjutilræðanna í breska al- menningssamgöngukerfinu þann dag árið 2005 þegar 52 létu lífið. Og það er talað um ástandið fyrir sjöunda júlí og eftir sjöunda júlí. Árásin var áfall, ekki síst vegna þess að hún kom ekki að utan, heldur innan frá. Árásarmennirnir voru með breskt ríkisfang. Þeir voru Bretar. Breskur almenningur átti erfitt með að skilja hvernig breskir múslímar gátu gripið til vopna gegn samborgurum sínum og miklar vangaveltur hófust um það hvað hefði gerst til að slíkur brestur myndaðist í samfélaginu. Samfélag í samfélaginu Samkvæmt síðasta manntali voru 1,6 milljónir múslíma á Bretlandi árið 2001. Samtök múslíma halda því fram að nú séu þrjár milljónir múslíma á Bretlandi, en aðrir telja líklegra að þeir séu um tvær millj- ónir. Flestir búa í London og nágrenni eða um sex hundruð þúsund og tala þeir meira en 50 tungumál. Flestir múslímar eru í Tower Hamlets, 70 þúsund manns, sem flestir eru frá Bangladesh. Stærsti hópurinn á hins vegar rætur að rekja til Pak- istans, en flestir innflytjendurnir þaðan komu til þess að vinna í vefnaði. Einnig býr talsverður fjöldi múslíma í borgum á borð við Birmingham, Bradford, Blackburn, Glasgow, Leeds og Manchester. Á Bretlandi er að finna að minnsta kosti 1.600 moskur. Ekki er vitað hver skiptingin er á milli súnníta og sjíta. Hinir fyrrnefndu eru þó mun fleiri og hafa sam- skiptin milli þessara hópa almennt verið mjög góð á Bretlandi. Músl- ímasamfélagið á Bretlandi á rætur að rekja til 19. aldar þegar músl- ímskir sjómenn frá Jemen settust að í Liverpool og Cardiff, en straumurinn byrjaði ekki fyrir al- vöru fyrr en seint á sjötta áratug 20. aldar til að bæta upp skort á vinnuafli í kjölfar heimsstyrjald- arinnar síðari í breskum iðnaði, heilsugæslu, menntakerfi og sam- göngum. Gengur verst í skóla og á vinnumarkaði Tölur sýna að múslímar eru sá minnihlutahópur, sem verst gengur í skóla og á vinnumarkaði á Bret- landi. Þrisvar sinnum líklegra er að múslími sé atvinnulaus á Bretlandi en almennt gengur og gerist og þrisvar sinnum líklegra er að músl- ímar búi í snauðum hverfum. Hlut- fallslega fleiri múslímar sitja í fangelsi en fólk úr öðrum þjóð- félagshópum. En múslímar sitja heldur ekki við sama borð og aðrir. Ali Miraj er múslími og hefur boðið sig fram til þings fyrir hönd breska Íhalds- flokksins án þess að ná árangri. Hann segir að það séu átta sinnum minni líkur á því að múslími með prófgráðu fái vinnu en aðrir í sömu sporum. „Múslímar með há- skólagráður keyra leigubíla í Brad- ford og Birmingham,“ segir Miraj. „Berklar og hjartasjúkdómar eru algengari í röðum þeirra og mun minna fjármagn er veitt í samfélög þeirra. Þriðjungur múslíma býr í snauðum hverfum og sex af hverj- um tíu falla undir skilgreininguna um fátækt. Vandinn er innbyggður og múslímasamfélögin eru mun neðar í forgangsröðinni en þau ættu að vera.“ Nú beinist kastljósið að þessu samfélagi, sem fjölmiðlar hamra á að ali af sér heimaræktaða hryðju- verkamenn, börn, sem komi innan frá, einstaklinga, sem hafi sterkar skoðanir og stigi skrefið til ofbeldis og manndrápa. Í breska stjórnkerf- inu hefur verið brugðist við með ýmsum hætti. Þar er talað um að mynda tengsl við samfélag músl- íma, bæði heima fyrir og erlendis. Lykilatriði í þessu starfi er að vinna gegn því að ungmenni aðhyll- ist öfgar. Þess í stað er reynt að leggja áherslu á sameiginleg gildi, sem hryðjuverkamenn hafna. Meðal þess, sem gert hefur ver- ið, er að fá fræðimenn og klerka, sem teljast hófsamir, til þess að koma til Bretlands og ræða við ungt fólk, auk þess sem sendi- nefndir múslíma hafa farið út fyrir landsteinana. Lykilsetning í þessu samhengi er svohljóðandi: „Ég er stoltur af að vera Breti og ég er stoltur af að vera múslími.“ Og hún heyrist oft þegar rætt er við breska embættismenn og frammá- menn í samfélagi múslíma á Bret- landi. „Þetta er ekki árekstur siðmenn- inga,“ sagði breskur embætt- ismaður í samtali við Morgunblaðið. „Þetta er ekki spurning um þá eða okkur.“ Hann bendir á að á milli 2 og 2,5 af hundraði íbúa Bretlands séu múslímar og samfélag þeirra sé samofið bresku þjóðfélagi, en fjöl- miðlar einblíni á lítinn minnihluta innan minnihlutans. „7. júlí réðust hins vegar á okkur Reuters Samfélag í samfélaginu Föstudagsbænagjörð undirbúin í mosku í miðborg London. Spenna ríkir í samfélagi breskra múslíma, sem er undir smásjá um þessar mundir. SAMFÉLAG UNDIR SMÁSJÁ Samfélag breskra múslíma er í uppnámi. Tortryggni í þeirra garð fer vaxandi á Bretlandi og þeim finnst þeir búa við umsátursástand. Bret- ar eru margir uggandi yfir því að hryðjuverka- menn skuli hafa komið úr þeirra eigin röðum. Eftir Karl Blöndal » Fjórir breskir múslímar sprengdu sig í loft upp í árásum á neðanjarðarlestir og stræt- isvagn í London 7. júlí 2005. 52 létu lífið í sprengingunum. » Breskir múslímar mótmæla í febrúar 2006 fyrir utan danska sendiráðið vegna skopmynd- anna af Múhameð spámanni í danska blaðinu Jyllands-Posten. » Lögregla í London bíður fanga, sem grunaðir voru um að ætla að ræna og myrða músl- íma, sem höfðu þjónað í breska hernum í Írak.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.