Morgunblaðið - 04.03.2007, Page 12
12 SUNNUDAGUR 4. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
á götunni. Reyni Bretar að fara
svipaða leið sé það dæmt til að mis-
takast.
„Ég er sammála um þetta,“ segir
embættismaðurinn. „Við erum að
hverfa frá formlegu fyrirkomulagi
þar sem stjórnvöld koma fram vilja
sínum.“ Spurningin sé hins vegar
hvernig eigi að ná til þeirra, sem
eru farnir að aðhyllast öfgar, og
laga þá aftur að samfélaginu. Til
þess þurfi fólk með þekkingu, sem
nýtur viðurkenningar, getur lagt út
trúarbókstafinn og mætir þörfum
breskra múslíma.
„Mistökin voru þau að fram til
2001 vorum við að fást við málefni
kynþátta, ekki trúarleg mál,“ segir
hann. „Nú erum við að reyna að fá
hingað fræðimenn, sem geta ögrað
og fengið fólk til að snúa baki við
öfgum. Múslímasamfélagið í Bret-
landi er fjölbreytt og við erum ekki
að reyna að búa til breskt íslam
heldur breskt samfélag.“
Hann bendir á að múslímar hafi
boðið sig fram til þings og nú sitji
fjórir múslímar á þingi, en þeir hafi
ekki verið kosnir í krafti trú-
arinnar.
„Fyrsta kynslóðin á arfleifð,“
segir hann. „En fyrir aðra og
þriðju kynslóð eru engin önnur
heimkynni. Þær eiga heima hér.
Ég talaði um daginn við konu, sem
talaði með Birmingham-framburði.
Ef ég hefði ekki séð hana hefði ég
haldið að hún væri hvít.“
Stefna breskra stjórnvalda er að
vinna með múslímasamfélaginu og
fá það til liðs við sig í að uppræta
öfgar. Það getur hins vegar reynst
erfitt í núverandi andrúmslofti,
ekki síst vegna þess að ekki er allt-
af hægt að fara mjúku leiðina í lög-
regluaðgerðum. Viðmælandi Morg-
unblaðsins ítrekar að hvað sem líði
aðgerðum gegn hryðjuverkamönn-
um og handtökum megi fólk hafa
sínar skoðanir og setja þær fram.
„Þetta er ekki lögregluríki,“ segir
hann. „Spurningin er hvenær verð-
ur ímami ögrandi. Bresk lög eru
skýr: sá sem vegsamar ofbeldi er
ábyrgur gagnvart lögum. Ósvikin
pólitísk umræða er leyfð, en um
leið og byrjað er að egna fólk þarf
að taka á því. En þú getur talað
um Írak, Kasmír, Palestínu, skort á
menntun og félagsleg vandamál.
Leiðtogar okkar þurfa að leggja
verk sín í dóm kjósenda í hverjum
kosningum.“
Vandi bresku lögreglunnar er
mikill. Hún þarf að fá múslím-
asamfélagið til að vinna með sér,
afla sér trausts og trúnaðar. Í því
skyni hefur verið gert átak innan
lögreglunnar til að uppræta kyn-
þáttafordóma og laða fólk af öllum
kynþáttum til starfa innan hennar.
„Sprengjuárásirnar 7. júlí
breyttu því hvernig við vinnum,“
segir Glen Allison, yfirmaður í
Lundúnalögreglunni. „Nú er stefn-
an að fara inn í hverfin.“ Hann seg-
ir að ekki megi heldur gleyma því
að lögreglan hefur ekki bara það
hlutverk að finna hryðjuverka-
menn. Hún þarf einnig að vernda
múslíma, sem finnst að sér sótt í
því andrúmslofti, sem skapast hef-
ur eftir hryðjuverkin 2005.
Í London eru 30 þúsund lög-
regluþjónar, langflestir hvítir, en
lögregluþjónum af öðrum kynþátt-
um fer fjölgandi.
„Það eru framfarir hjá stofn-
uninni,“ segir Ahmed Farouk lög-
regluforingi. „Sanngirni er haldið
fram, en það tekur tíma fyrir menn
að hækka í tign. Það kemur upp
óánægja, en það vill heldur enginn
ná framgangi vegna þess hvernig
húð hans er á litinn.“
Gagnrýnin á breska fjölmiðla er
reyndar hörð úr öllum áttum, hvort
sem í hlut eiga embættismenn, lög-
regla eða forustumenn múslíma.
„Pressan elskar frétt um lögregl-
una og fréttir um múslíma,“ segir
Farouk. „Þegar þetta tvennt fer
saman stenst hún ekki freist-
inguna.“
Gjá milli kynslóða
Fréttaflutningurinn væri hins
vegar ekki með þessum hætti ef
engin hryðjuverk hefðu verið fram-
in.
Í Blackburn, sem er norðvestur
af London, er stórt múslím-
asamfélag og sömuleiðis í ná-
grannabæjunum Preston og Accr-
ington. Á samtölum við lögreglu,
kennara og félagsráðgjafa kemur
fram mynd af samfélagi þar sem
gjá hefur myndast milli kynslóða.
Þar er merki um vandamál þegar
krakkarnir snúa baki við moskunni.
Yngri kynslóðinni finnst sú eldri
ekki hlusta. Eldri kynslóðin lifir að
hluta til í annarri álfu og ræður
ekki við árekstur vestræns og
múslímsks lífsstíls. Foreldrarnir
reyna að halda í sína menningu, en
börnin deila henni ekki með þeim.
Móðurmál barnanna er hins vegar
enska og vestrænn lífsstíll blasir
með allt öðrum hætti við þeim.
„Mörg vandamálanna eru ekki
trúarleg heldur menningarleg,“
segir einn viðmælandi Morg-
unblaðsins.
Reuters
Trúin Maður kemur til að biðjast fyrir í mosku í Birmingham á Englandi.
U mræðan um hryðjuverk hefur gert þaðað verkum að athyglin hefur að mikluleyti beinst að drengjum og körlum í
samfélagi múslíma. Umræðan um konur hef-
ur einkum snúist um klæðaburð og hvort þær
beri slæður og blæjur, en hún er aðeins angi
af miklu stærra umræðuefni.
Í heimsókn til Preston og Blackburn kom í
ljós að múslímakonur eiga við margvíslegan
vanda að glíma. Í norðurhluta Englands fá
konur til dæmis í mörgum tilfellum ekki að-
gang að moskunni. Í umræðum, sem efnt var
til fyrir blaðamenn frá Austurlöndum, Afríku
og Evrópu í Preston, komu fram skiptar
skoðanir um þetta atriði og var meðal annars
sagt að sumar konur vildu ekki fara í mosk-
una og hefðu annað fyrir stafni. Á móti var
bent á að þær gætu ekki valið.
Berjast fyrir rétti einstaklingsins
Jack Straw, fyrrverandi utanríkisráðherra
Bretlands og leiðtogi Verkamannaflokksins á
þingi, vakti alþjóðlega athygli þegar hann
gagnrýndi það að múslímakonur hyldu vit sín
þegar þær kæmu til fundar við hann. Umræð-
an á fundinum í Preston um það hvort konur
skuli ganga með blæju eða slæðu snerist líka
um það að vestrænt samfélag yrði að virða
persónufrelsi einstaklingsins til að ákveða
sjálfur höfuðbúnað sinn. Minna fór fyrir um-
ræðu um það hvort múslímasamfélagið
tryggði konum sjálfsákvörðunarrétt í þessum
efnum, en á fundinum kom fram að í múslím-
asamfélaginu væri litið niður á konur, sem
ekki bæru slæðu.
Blaðamaður frá Marokkó, sem klæddur
var í vestræn föt, sagði að hann hefði verið
drepinn ef hann hefði klætt sig með þessum
hætti fyrir 200 árum í heimalandi sínu. „Af
hverju að berjast fyrir slæðunni? Það á að
berjast fyrir rétti einstaklingsins, berjast fyr-
ir systur okkar hérna, sem hefur ákveðið að
ganga ekki með slæðu.“
Á fundi í Blackburn þar sem ekki var talað
undir nafni til þess að umræðan yrði óþving-
uð var rætt um heimilisofbeldi á hendur
múslímskum konum. Þar kom fram að iðu-
lega væru konum sem væru beittar heimilis-
ofbeldi allar bjargir bannaðar. Þær hefðu
hvorki aðgang að félagslegri aðstoð né heil-
brigðisþjónustu.
Þvinguð brúðkaup eru enn algeng í sam-
félagi múslíma og iðulega er brúðurin sótt til
gömlu heimkynnanna, en það getur reyndar
einnig átt við um brúðgumann. Bakgrunnur
hjóna, sem leidd eru saman með þessum
hætti, getur verið gerólíkur og þegar þar við
bætist að fólk getur verið neytt til að eigast
er það ávísun á að illa fari. Konur geta einnig
átt erfitt uppdráttar í hjónabandinu og til
dæmis ekki gert kleift að mennta sig. Í Black-
burn eru dæmi þess að enskunámskeið séu
dulbúin sem saumanámskeið til þess að konur
fái leyfi til að sækja þau.
Bjargarlausar og í lífshættu
Leysist hjónabandið upp getur farið illa
fyrir konunni. Allir snúa baki við henni fyrir
að hafa sett blett á fjölskylduna og henni er
hent út á guð og gaddinn.
„Kona ein fór til Pakistans og allt í einu var
búið að setja byssu að höfði hennar og skipa
henni að giftast,“ sagði kona á fundinum.
„Henni tókst að ná í breska sendiráðið og
bjargaðist, en hún er nú í felum.“
Hún er ekki ein um það. Félagsmála-
yfirvöld hafa griðastaði fyrir konur í vanda,
en anna ekki eftirspurn. Kona, sem fer út úr
hjónabandi, kallar ekki aðeins yfir sig að fjöl-
skyldan líti ekki við henni, hún getur kallað
yfir sig dauðadóm.
Ein kona sagði frá því að fjölskyldur hefðu
leigt hausaveiðara til að finna konur, sem
hefðu yfirgefið menn sína eða gert fjöl-
skyldum sínum skömm, og myrða þær. Svo-
kölluð heiðursmorð eru óhugnanlegt vanda-
mál. Hún sagði að þess væru dæmi að stúlkur
hefðu verið fluttar nauðugar til Pakistans og
aldrei hefði heyrst frá þeim meir.
Það gerist einnig að múslímakonum er
meinað að mennta sig. „Margar múslím-
astúlkur gera sér ekki grein fyrir réttindum
sínum,“ sagði kennari. „Þær þurfa ekki að
sýna foreldrum sínum óvirðingu þótt þær
krefjist réttar síns.“
Karlar ráða lögum og lofum í trúarlífinu í
samfélagi múslíma og oft er það þannig að
stúlkur halda að þeim sé einfaldlega mein-
aður aðgangur að moskunni. „Þetta vanda-
mál er sprottið af hefðum, en ekki trúnni,“
sagði félagsmálafulltrúi. „Kóraninn segir
ekkert um þetta. Og þú getur gifst hverjum
sem er. Konur hafa rétt og skyldu til að
mennta sig, konur eru hluti af hinu lýðræð-
islega ferli. Í samfélögum, sem búa við skort,
byggjast fjölskyldugildin á menningu, ekki
trú. Upphafið er að upplýsa þær um rétt sinn,
en breytingar gerast hægt.“
VANDI MÚSLÍMSKRA KVENNA
Reuters
Trú og siður Tvær konur í Blackburn, kjör-
dæmi Jacks Straw, huldar frá hvirfli til ilja.
H ið svokallaða stríð gegnhryðjuverkum hefur vakiðmikla umræðu um samfélög
múslíma í Evrópu. Jack Straw, fyrr-
verandi utanríkisráðherra Bret-
lands, talaði í nýlegri ræðu, sem
fjallaði um hvað það væri að vera
breskur, um þær áskoranir, sem lýð-
ræðið stæði nú frammi fyrir: „Það er
því enn mikilvægara gagnvart þess-
ari áskorun að þau okkar, sem að-
hyllast lýðræðisleg gildi, setja af
stöðugt meira krafti fram trú okkar
á þessi gildi, útskýrum hvers vegna
þau eru gildi, sem veita alþjóðlega
tengingu milli fólks um leið og borin
er virðing fyrir mismunandi upp-
runa þess.“
Þessi umræða er ekki ný og má
segja að mál Salmans Rushdies, sem
Ayatolla Khomeini, erkiklerkur í Ír-
an, skipaði réttdræpan fyrir skrif sín
um íslam, hafi markað ákveðið upp-
haf hennar. Hryðjuverk á Spáni,
Bretlandi og í Bandaríkjunum hafa
síðan magnað hana. Fjöldi bóka hef-
ur komið út þar sem meginstefið er
að menn hafi sofið á verðinum.
Londonistan heitir bók eftir Melanie
Phillips, blaðamann á Daily Mail, og
er vísunin í Afganistan augljós. Í
bókinni Betrayal kennir David
Pryce-Jones Frökkum um að hafa
svikið eigin gildi með því að hlaða
undir araba og hygla leiðtogum á
borð við Saddam Hussein og Yasser
Arafat. Í bókinni While Europe Slept
heldur Bruce Bawer því fram að rót-
tækt íslam éti vestrið upp innan frá.
Bókin Immigrants eftir Philippe
Legrain er dæmi um gagnstæða rök-
semdafærslu þar sem því er haldið
fram að innflytjendur séu af hinu
góða og styrki það þjóðfélag, sem
þeir setjast að í.
Á heimasíðu Signandsight fara nú
fram deilur milli franska heimspek-
ingsins Pascals Bruckners, bresk-
hollenska blaðamannsins Ians
Buruma og breska fræðimannsins
Timothy Garton Ash um fjölmenn-
ingarþjóðfélagið og hugmyndafræð-
ina á bak við það.
„[Hollenski stjórnmálamaðurinn]
Ayaan Hirsi Ali er ekki aðeins falleg,
hún vitnar einnig í Voltaire,“ skrifar
Bruckner í umræðunni um það
hvort eigi að styðja harða gagnrýn-
endur íslams eins og Ali eða hóf-
samar raddir íslamista á borð við
Tariq Ramadan. „Þetta er of mikið
fyrir Ian Buruma og Timothy Gar-
ton Ash, sem kalla hana „upplýstan
bókstafstrúarmann“. En hugmynd
þeirra um fjölmenningu jafngildir
lögleiddri aðskilnaðarstefnu.“
„Enginn ver heiðursdráp eða um-
skurð kvenna,“ segir Buruma. „Slík-
ir glæpir eru spurning um að fram-
fylgja lögunum. Erfiðari spurning er
hvernig eigi að koma í veg fyrir að
hófsamir múslímar smitist af hug-
myndafræði ofbeldis.“
„Hvorki lifðu-og-láttu-lifa aðskiln-
aðarfjölmenningarhyggja né sú trú-
lausa, lýðveldisgrundvallaða ein-
menningarhyggja, sem Bruckner
boðar, virkar,“ skrifar Garton Ash.
„Stefna aðlögunar má ekki byggjast
á því að gefa sér að milljónir músl-
íma muni falla frá trú sinni þegar
þeir koma til Evrópu.“
FJÖLMENNING
OG EINMENNING
Reuters
Eitt mannkyn Múslími hlýðir á ræðu á Trafalgar-torgi á vöku haldinni í
minningu fórnarlamba sprengjuárásanna í London 7. júlí 2005.
MÚSLÍMAR Í BRETLANDI