Morgunblaðið - 04.03.2007, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 04.03.2007, Qupperneq 17
plánunar. Hver heldurðu að sé til- gangurinn með því að senda hann á þennan stað? „Í Moskvu eru erlendir blaða- menn, diplómatar og allt sem ger- ist í Moskvu kemst miklu fremur í fjölmiðla á Vesturlöndum en það sem gerist úti á landi. Vera Kho- dorkovskís í fangabúðunum í Tsjíta og Lebedevs í Komí-búðunum er hreint og beint lögbrot. Ef dóm- stólar í Rússlandi væru óháðir myndu þeir viðurkenna að þetta sé brot á lögum og ógilda dóminn.“ -Stuðningsmenn Pútíns og marg- ir Vesturlandamenn segja oft að Khodorkovskí og aðrir auðkýfingar hafi hreinlega stolið þjóðarauði Rússlands. Ertu sammála því? „Ég er ekki sammála þessu áliti vegna þess að þeir gerðu hlutina í samræmi við þau lög sem þá voru í gildi í landinu en þeir eru ákærðir á grundvelli laga sem síðar voru innleidd. Lagalega séð er þetta því tóm vitleysa. Nú ætla ég aðeins að víkja frá þessu umræðuefni okkar. Ég hvet lögmenn á öllum Vesturlöndum til að athuga líka gaumgæfilega dómsmálið sem kennt er við Pítj- súgín. Í því hefur verið dæmt á al- gjörlega fölskum forsendum vegna þess að ekki hafa komið fram nein- ar sannanir gegn Khodorkovskí og Lebedev. Pítsjúgín fékk margra ára fangelsisdóm. Það skiptir mjög miklu máli að lögfræðingar fari rækilega yfir mál Pítsjúgíns.“ Forsetakosningarnar 2008 -Ræðum forsetakosningarnar á næsta ári, telurðu að þær verði lýðræðislegar? „Þær geta ekki orðið lýðræð- islegar. Á undanförnum rúmlega tveimur árum hafa bæði kjörnefnd og sjálf dúman [þingið] lögleitt margar ályktanir sem hafa ógilt sjálft hugtakið „lýðræðislegt“ hvað varðar flokka og frambjóðendur. Það ætti að hætta að nota orðið lýðræðislegt í sambandi við Rúss- neska Sambandsríkið yfirleitt, í sambandi við ríkisstjórnina, í sam- bandi við kosningar og þau lög sem sett eru af rússneska þinginu. Þetta er allt andlýðræðislegt. Hér vildi ég bæta við nokkru í sambandi við forsetakosningarnar. Árið 1936 var stjórnarskrá Stalíns samþykkt í Sovétríkjunum. Ef við lesum hana jafnvel núna, lítur hún fullkomlega lýðræðislega út. 12. desember 1937 fóru fram kosningar í fyrsta skipti í samræmi við þessa stjórnarskrá. Núna erum við á leiðinni í sams konar kosn- ingar á næsta ári. Að tala um lýð- ræði og lýðræðislegar kosningar í Rússlandi er algjör sjálfsblekk- ing.“ -Eru núna til einhverjir fjöl- miðlar í Rússlandi sem talist geta óháðir og sem hægt er að treysta að þínu mati? Já, þeir eru til. Stöðin Ekho Moskví [Bergmál Moskvu], einnig nokkrir prentmiðlar. En hér þarf að hafa í huga að Rússland er stórt land. Útbreiddasti fjölmiðillinn er sjónvarpið, ekki bara í Rússlandi, allir heimsbúar horfa og hlusta að- allega á sjónvarp. Og það er ekki til óháð sjónvarp í Rússlandi. En ef ekki er til óháð sjónvarp þá má segja að ekki séu til neinir óháðir fjölmiðlar í orðsins fyllstu merk- ingu.“ -Þú býrð í Bandaríkjunum. Ætl- arðu að snúa aftur til Rússlands? „Satt að segja þá bý ég ekki í Bandaríkjunum. Ég er bara veik hér,“ svarar Bonner og hlær við. „En ég er orðin 84 ára og finnst erfitt að ímynda mér að heilsan eigi eftir að batna.“ Í HNOTSKURN »Andófsmaðurinn AndreiSakharov gagnrýndi inn- rásina í Afganistan 1979 og ráðamenn í Moskvu ráku hann þá í útlegð til Gorkí [nú Nísní Novgorod]. Eiginkonan Jelena Bonner gat um nokkurra ára skeið smyglað greinum hans og ávörpum til Vesturlanda um Moskvu en var síðar líka meinað að yfirgefa Gorkí. »Er Míkhaíl Gorbatsjov,forseti Sovétríkjanna, leyfði Sakharov-hjónunum að halda aftur til Moskvu 1986 sannfærðust margir loks um að hann meinti eitthvað með tali sínu um opnara samfélag. AP Bak við rimla Auðkýfingurinn Míkhaíl Khodorkovskí (t.v.) og við- skiptafélagi hans í Yukos, Platon Lebedev, í varðhaldi árið 2005. kjon@mbl.is urnar en erfitt er að setja reglur um stærð leikkvenna. Allir virðast vilja verða eitthvað með því að vera næstum ekki neitt, neitt. Leikkonur og smástirni sem meg- rast snögglega komast í heims- pressuna. Góð leið til skyndifrægð- ar. Margir vilja ekki ofurmjónur Fegurðarstaðlar breytast oft og ekki er ólíklegt að það verði eft- irspurn í framtíðinni eftir fyr- irsætum með kvenlegar línur, eða a.m.k. með sverari læri en hné. Fyrirsætur hafa þó alltaf verið mjóar. Það eru kannski hinir sem eru að verða feitari? Að minnsta kosti virðist almenningi farið að ofbjóða hversu mjóar margar fyr- irsæturnar eru. Samkvæmt nýlegri könnun Nielsen Company sem tók til 25.000 manns í 45 löndum vildi 81% ekki sjá ofurmjónur. Ítalski hönnuðurinn Stefano Gabbana tjáði sig um málið í sam- tali við tímaritið Vanity Fair. Hann segir ósanngjarnt að kenna tískubransanum um almennan anorexíuvanda. „Konur verða að skilja að fyrirsæturnar á sýning- arpöllunum eða í tímaritunum eru aðeins táknmyndir fegurðar og ungdóms, sem hvetja okkur áfram í að hugsa um okkur sjálf og betr- umbæta okkur, en ekki ákveðnar fyrirmyndir til að líkja eftir.“ En hvað myndi hann gera ef hann ætti dóttur sem vildi verða fyr- irsæta: „Ég myndi aldrei leyfa henni það.“ » Leikkonur og smá- stirni sem megrast snögglega komast í heimspressuna. Góð leið til skyndifrægðar. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MARS 2007 17 P R [ p je e rr ] 2006 Rannsóknamiðstöð Íslands • Laugavegi 13 • 101 Reykjavík • sími 515 5800 • rannis@rannis.is. • www.rannis.is Ó sk að e ft ir t iln ef ni ng um Hvatningar- verðlaun Vísinda- og tækniráðs Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs eru árlega veitt vísindamanni sem snemma á ferlinum þykir hafa skarað fram úr og skapað væntingar um framlag í vísindastarfi er treysti stoðir mannlífs á Íslandi.Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1987 í nafni Rannsóknarráðs ríkisins, á 50 ára afmæli atvinnudeildar Háskóla Íslands. Verðlaunin eru tvær milljónir króna. Tilnefningar mega koma frá öllum sviðum vísinda, tækni og fræða.Tilnefna má vísindafólk sem starfar á Íslandi við háskóla, rannsóknarstofnanir, fyrirtæki eða er sjálfstætt starfandi. Öllum sem eru í aðstöðu til að meta störf einstakra vísindamanna er heimilt að koma með tilnefningar til verðlaunanna. Með tilnefningu fylgi ferilskrá vísindamannsins. Við mat á tilnefningum til verðlaunanna er tekið tillit til námsferils viðkomandi vísindamanns, sjálfstæðis, frumleika og árangurs í vísindastörfum að loknu námi; ritsmíða, einkaleyfa og fram- lags í störfum á alþjóðavettvangi svo og annarra vísbendinga um líklegan árangur af störfum viðkomandi. Sérstaklega er litið til brautryðjandastarfs í vísindum. Þá er litið til faglegs framlags til starfsfélaga á vinnustað og miðlunar þekkingar til samfélagsins. Almennt er miðað við að þeir sem koma til álita séu ekki eldri en 40 ára, en tekið er tillit til tafa sem kunna að verða á ferli vísindamanns vegna umönnunar barna. Fimm handhafar verðlaunanna skipa dómnefnd: Jakob K. Kristjánsson, forstjóri Prokaria, Svanhildur Óskarsdóttir, fræðimaður á Stofnun Árna Magnússonar, Steinunn Thorlacius, sérfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu, Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, og Hilmar Janusson, þróunarstjóri Össurar hf. Frestur til að skila inn tilnefningum er til og með 15. mars 2007. Tilnefningum og upplýsingum um feril tilnefndra skal skilað til Rannís, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, eða með tölvupósti á netfangið rannis@rannis.is. 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.