Morgunblaðið - 04.03.2007, Side 20

Morgunblaðið - 04.03.2007, Side 20
D agurinn var tekinn snemma á heimili Stephans, eða Presi- dents Bongo, eða bara Stebba. Við dokuðum við eftir Bigga og Stebbi hellti upp á kaffi fyrir okkur og skellti einni beyglu í sig líka. Blaðamaður var búinn með sinn morgunmat. Við tyllum okkur inn í einhvers konar stofu/borðstofu og uppi við vegg eru þúsundir vínylplatna, á borðinu Po- werBook-tölva. Biggi kemur svo askvaðandi stuttu síðar og dægiljúft kaffispjall hefst. Tilbúin „Við túruðum vel og lengi eftir að Attention (2002) kom út,“ segir Stebbi og sýpur á vel sterku kaffinu. „Og vinnan við Forever hófst raun- verulega á því tímabili.“ Stebbi segir að GusGus túri mikið í kjölfar platna en einnig troði þau reglulega upp sem plötusnúðar víðs vegar um heim og haldi þannig nafni GusGus á lofti. Sveitin er nú orðin að tríói skipuðu þeim Stebba, Bigga og Urði (Earth) söngkonu en Maggi legó gekk fyrir stuttu úr skaftinu. „Það er mikilvægt að halda nafn- inu lifandi í þessum tónlistarbransa, hvort sem það er teknó, djass eða rokk. Ef það er ekki gert þá gleym- istu og þarft að byrja á allri kynn- ingu upp á nýtt.“ Stebbi lýsir GusGus í framhaldinu sem eins konar markaðsrasistum, segir þau t.a.m. ekkert fíla sér- staklega vel að túra um Bretland og Bandaríkin og vilji heldur sinna bet- ur þeim mörkuðum þar sem þau njóta vinsælda. Þýskaland sé þannig sterkt bakland og Stebbi hefur von- ir um að Japan taki við sér, en plata með GusGus kemur nú í fyrsta skipti út þar í landi. Þá kemur hún og út í Suður-Ameríku og viðræður eru í gangi um dreifingu í Rúss- landi. Platan kemur út um allan heim í gegnum Pineapple Records, útgáfufyrirtæki GusGus, fyrir utan þau svæði þar sem hún hefur verið framseld til plötufyrirtækja sem þekkja þann markað betur en þau svæði eru Japan, Bretland, Ástralía, Nýja-Sjáland, Ítalía og Suður- Ameríka. Stebbi er rækilega með nefið ofan í daglegum rekstri GusGus en sveit- in hefur í dag á sínum snærum bæði umboðsmann, tónleika- og plötu- snúðabókara. Í kjölfar Attention, þegar GusGus breyttist úr níu manna fjöllistahóp í fjögurra manna teknósveit, byrjuðu þau að gera þetta allt saman sjálf en síðar voru fagmenn ráðnir í þau störf. Biggi tekur til máls og ræðir um gerð plötunnar nýju. „Platan var í raun tilbúin þarsíð- asta sumar. En samt ekki alveg. Mér fannst hún ekki vera nægilega stórt skref frá Attention. Ég vildi fara eitthvað aðeins lengra, aðeins lengra í einhverja úrkynjun og minnka Sprite-gleðina þótt hún sé þarna líka í bland. Þannig að ég bætti hinu og þessu við.“ T.d. kom lagið „Moss“ inn fyrir stuttu en það er fyrsta smáskífa plötunnar. Þar ljær fyrrverandi GusGus-meðlimur, Daníel Ágúst, sinni gömlu sveit krafta sína. Aðrir gestir á plötunni koma úr hinum og þessum áttum, t.d. eiga Páll Óskar Hjálmtýsson, Óttar Proppé, Ómar Guðjónsson og Helgi Svavar Helga- son innslög. Þá syngur góðvinur sveitarinnar frá Detroit, Aaron- Carl, á plötunni. Endurhljóðbland- anir á völdum lögum, sem birtast munu á smáskífum, verða m.a. í höndum Thors og Jacks Schidts (DJ Margeir), Tims Deluxe, Marks Bells og dúettsins Moonbootica. Gamla GusGus Starfsvettvangur GusGus er mestan part erlendis. „Við eigum ákveðið bakland hérna heima sem er mjög traust þótt það sé ekki stórt,“ segir Biggi. „Bróðurparturinn af plötusölunni er úti, vel innan við 5% sölunnar á sér stað hérna heima. Markaðirnir eru því úti. Þetta er t.d. ástæðan fyrir því að platan kom ekki út fyrir jól, því það meikar engan sens úti þótt það geri það hérna heima. En við eigum heima á Íslandi því hér líður okkur vel.“ Þeir tímar þegar tónlistarmenn neyddust til að flytja búferlum ætl- uðu þeir sér einhverjar gloríur úti í löndum eru löngu liðnir. „Í okkar tilfelli a.m.k. er fólk úti sem sér um þetta bransadæmi fyrir okkur þannig að við þurfum ekkert að standa í því stappi,“ heldur Biggi áfram. „Við getum bara verið hérna heima og slakað á (hlær). Stundum þarf fólk að fara út, en það fer eftir því hvar þú ert staddur í ferlinu. Hvort þú ert að byrja eða ert kom- inn eitthvað lengra á leið.“ Biggi rifjar nú upp þegar gamla GusGus tvístraðist. „Sú þróun var mjög skiljanleg, og öll þessi framvinda hefur verið mjög eðlileg. En fyrir utanaðkomandi að- ila virkar þetta kannski álappalega og furðulega. Bandið hrynur niður og eftir standa nokkrir.“ Stebbi skýtur inn setningu sem hann heyrði fyrir stuttu. „Það var einhver sem sagði við mig: „Það er svo fynd- ið með GusGus, að GusGus verður alltaf meiri og meiri GusGus.“ (allir hlæja) Mér fannst þetta mjög fyndið og einhvers konar staðfesting á því maðurinn stofnar rassvasafyrirtæki og ræður svo til sín verktaka. „Plötufyrirtækið hefur sprungið upp,“ segir Stebbi. „Í dag, ef fólk er jákvætt, þá koma hlutirnir til þess á einn eða annan hátt. Þegar við hættum á 4AD fórum við þaðan með mjög jákvæðu hugarfari, hugsuðum sem svo að við myndum bara græja þetta sjálf. Við fórum að vinna með litlu merki sem heitir Underwater og það leiddi okkur á endanum, eftir ýmsum hjáleiðum, til Rainer Weich- hold en hann sér um okkar mál í dag í Evrópu í gegnum fyrirtækið Great Stuff. Það fyrirtæki er nokk- uð merkilegt, þar sem þeir hafa lag- að sig að þessu nýja fyrirkomulagi sem við vorum að lýsa. Þeir taka gutta eins og okkur sem vilja gefa þetta sjálfir út og segja: „Við skul- um hjálpa ykkur.“ Starfsemin snýst núna um hag GusGus, en ekki hag plötufyrirtækjanna. Þess vegna er gott að gera þetta sjálfur.“ Fáfræði Starfsemin í kringum GusGus er æði fjölbreytt og Stebbi er t.d. með puttana í hinu og þessu. Spurður hvort það sé nokkuð of mikið að gera segir hann hlæjandi að hann væri svosem til í einn starfsmann. „Maður vinnur fjórtán tíma á dag. Er það ekki bara það sem allir gera hvort eð er? Ég er alltaf að, alltaf. Kærastan mín, Linda, er líka alltaf að, hún sá t.d. um að hanna um- slagið. Nafn plötunnar, Forever, er því réttnefni yfir allt þetta ferli. Við sjáum t.d. um hönnun platnanna fyrir alla markaði, og þetta er búið að vera endalaust finnst manni.“ Ímynd almennings af hinni svo- kölluðu raftónlist er um margt skekkt og þetta er farið að fara nett í pirrurnar á Forsetanum. Í huga margra er fólk eins og GusGus-liðar hangsarar sem ýta á takka við og við uppi á sviði, á milli þess sem leit- að er á náðir vímugjafa. Að þetta fólk fari á fætur klukkan sjö, skelli í sig kaffi og vinni svo baki brotnu að Hinn fullkomni tónn? „Maður er þræll sköpunarinnar. Það eru gríðarleg forréttindi að fá að skapa og það að búa til tónlist er bara stórkostlegt.“ … að hinum fullkomna tóni heldur áfram hjá Gus- Gus, sem nú er orðin að tríói. Fimmta breiðskífa GusGus, Forever, er nýkomin út og ræddi Arnar Eggert Thoroddsen við þá President Bongo (Stephan Stephensen) og Bigga veiru (Birgi Þórarinsson) af því tilefni. Í kjölfar Attention, þegar GusGus breyttist úr níu manna fjöllistahóp í fjögurra manna teknó- sveit, byrjuðu þau að gera þetta allt saman sjálf en síðar voru fagmenn ráðnir í þau störf. Hin eilífa leit … að við hefðum tekið réttar ákvarð- anir.“ Biggi segir að gamla GusGus, sem datt endanlega í sundur um 2000, hafi einfaldlega samanstaðið af fólki sem vildi fara í mjög ólíkar áttir. En hvað var svona spennandi við það að setja saman þennan fjöl- listahóp? „Ég held að öllum hafi þótt þetta mun merkilegra en okkur sem hóp- inn skipuðum,“ svarar Stebbi og dæsir. „Samvinnan var ekkert gríð- arleg. Fólk sat ekkert saman í níu manna hring, heldur var bara hver að vinna í sínu horni. Það var ákveð- in verkaskipting.“ Biggi segir að sveitin hafi enda fæðst í hálfkæringi. „Það var verið að gera einhverja stuttmynd, og svo var ákveðið að gera einhverja plötu. Þetta var eng- in hljómsveit, heldur reytingur af fólki sem var komið saman af til- viljun. Ég og Maggi (legó) komum inn í þetta úr teknóheiminum og höfðum aldrei komið nálægt popp- tónlist áður en okkur þótti þetta mjög spennandi verkefni. Fyrsta platan er nokkurs konar safnplata, lögin komu héðan og þaðan en fengu heildarsvip í útsetningum sem voru að mestu leyti á herðum mínum, Magga (legó) og Daníels Ágústs.“ Bransinn Í upphafi árs 1996 fengu meðlimir svo fax (man einhver eftir því sam- skiptaformi?) frá hinni virtu plötu- útgáfu 4AD í Bretlandi. „Þeir vildu gefa plötuna út og við sáum að við yrðum bara að setja saman einhvers konar band,“ segir Biggi. „Þá strax fóru meðlimir að ganga út. Og í kjölfarið breyttist að- koma fólks að sveitinni, þetta hættir að vera svona hálfkæringslegt. Svo þegar við fórum að vinna This is Normal (1999) þá kom betur í ljós að menn höfðu mjög ólíkar hug- myndir um hvert þeir vildu fara með þetta fyrirbæri. Okkur tókst að klára plötuna en það var alveg skýrt þann dag sem við kláruðum hana að við værum ekki að fara að gera aðra plötu saman. En það var bara eðli- leg þróun á þessu. Um þetta leyti var Stebbi orðinn sterkur í útsetn- ingum og platan GusGus vs T-world kom út árið 2000, í sama mund og söngvararnir voru að hætta. Sú plata inniheldur „instrumental“ lög með mér og Magga frá árunum 1993 til 1995. Sú plata fékk mjög góða dóma og sömuleiðis góðar við- tökur þannig að við ákváðum að halda starfseminni áfram undir nafni GusGus og lögðum því í vinnslu á Attention með nýrri söng- konu, henni Urði, sem var okkur al- ger guðsgjöf.“ Eftir Attention standsettu Gus- Gus Pinapple Records, og Stebbi segir sem svo að í dag sé heimurinn mikið breyttur hvað öll útgáfumál varðar. „Það er allt að snúast við og er að fara aftur í hendur listamannsins sjálfs,“ segir hann og bendir á Makkann fyrir framan sig. „Lista- maðurinn getur gert allt úr þessari tölvu; hann getur búið til tónlistina, masterað hana, hann getur sett hana á Netið, kynnt hana þar og selt. Hann getur þá búið til umslag líka og búið til myndband. Allur pakkinn er hérna inni.“ Þeir félagar segja að öll sú starf- semi sem stóru útgáfufyrirtækin sáu um hafi dreifst á sjálfstætt starfandi fyrirtæki sem sjá um hluti eins og kynningar og slíkt fyrir listamanninn. Útgáfustarfsemi er orðin einhvers konar kombó, lista- tónlist 20 SUNNUDAGUR 4. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.