Morgunblaðið - 04.03.2007, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 04.03.2007, Qupperneq 27
aðra, skýrt frá stefnu, straumum, kynnt fyrirmyndarverkefni og sam- ræmt (eins og unnt er) áherslur sínar og í lokin sammælst um sameig- inlega yfirlýsingu og aðgerðaáætlun ráðherranna. Einnig voru árið 2004 allmargar forráðstefnur um einstaka málaflokka innan geðheilbrigðismála haldnar víðsvegar um Evrópu. Í raun stóð WHO-EURO frammi fyrir því sem svo oft áður að skipuleggja „álf- u“ráðstefnu um einn einstakan mál- flokk heilbrigðis sem enda átti í sam- eiginlegri yfirlýsingu og aðgerða- áætlun. Enn einu sinni átti að skrifa undir fögur fyrirheit sem aðildar- löndum gengi illa að fylgja eftir vegna fjárskorts, manneklu, áhuga- leysis, slæmrar stjórnsýslu eða ein- faldlega vegna þess að það markaðs- hagkerfi sem við flest búum við í anda „kapítals“ elur í eðli sínu á því „ójafnvægi“ í manninum sem flest heilbrigðis- (eða veikindakerfi) leit- ast við að leiðrétta, oftast með því að takast á við afleiðingar með lyfjum og/eða öðrum „instant“ inngripum sem einkenna okkar tíma. En það sem nú átti að reyna var líkt og áður að safna öllum yfirlýs- ingum, áætlunum og stefnumörk- unum þessara þriggja alþjóðasam- taka síðustu 40 árin í málaflokknum, taka þær saman, draga úr þeim kjarnann og bæta við nútíma hug- mynda- og aðferðafræði með ofur- áherslu á tvennt. Í fyrsta lagi þá staðreynd að málaflokkurinn er háð- ur nálgun tvíhyggjunnar, þ.e. bæði var um mál þeirra sem glíma við geð- röskun og einnig okkar allra sem eig- um geðheilsu. M.ö.o. hvernig getum við bætt meðferð, endurhæfingu og almennt hag geðsjúkra. Í annan stað hvernig fá samfélögin best að því staðið að huga að, bæta og efla geð- heilbrigði allra borgara. Eins og fyrsta og önnur grein yfirlýsingar ráðherranna ber með sér: „1. Við, heilbrigðisráðherrar í að- ildarríkjum Evrópudeildar Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar (WHO), að viðstöddum forstöðumanni stjórnar- deildar ESB um heilsu- og neytenda- vernd ásamt svæðisstjóra Evrópu- deildar WHO, á ráðherrastefnu WHO um geðheilbrigðismál sem haldin var í Helsinki 12.–15. janúar 2005, staðfestum að góð geðheilsa og andleg vellíðan sé undirstaða lífs- gæða og framleiðni meðal ein- staklinga, fjölskyldna, samfélaga og þjóða, og geri fólk fært um að finna tilgang með lífinu og vera virkir og skapandi þjóðfélagsþegnar. Við telj- um að meginmarkmiðið í geðheil- brigðismálum sé að stuðla að vellíðan fólks og starfshæfni með því að beina sjónum að styrkleika þess og getu, auka sveigjanleika og leggja áherslu á utanaðkomandi forvarnarþætti. 2. Við vekjum athygli á að áhersla á geðheilbrigði, sem og forvarnar- starf, meðferð, umönnun og endur- hæfing vegna geðrænna vandamála, eru forgangsverkefni hjá WHO og aðildarríkjum þess, Evrópusam- bandinu (ESB) og Evrópuráðinu, eins og fram kemur í ályktunum Al- þjóðaheilbrigðisþingsins og stjórnar WHO, Evrópunefndar WHO og ráðs Evrópusambandsins. Með þessum ályktunum eru aðildarríkin, WHO, ESB og Evrópuráðið hvött til að gera ráðstafanir til að draga úr þeim vanda sem geðræn vandamál skapa og stuðla að góðri geðheilsu.“ Notendur með sem jafningjar Nú ætluðu þjóðir Evrópu fyrir til- stilli WHO-EURO að leyfa notend- um landa sinna og aðstandenda þeirra að vera með á láréttum jafn- aðargrunni í stefnumótuninni. Eða það var mér a.m.k. sagt og var það ein af forsendum ráðningar minnar. Ég tel að ráðuneytin tvö íslensku, sem lögðu umfram framlög til stofn- unarinnar vegna ráðningarinnar, hafi lagt sitt á vogarskálarnar til að stuðla að opnara lýðræði innan stofn- unar og stjórnkerfis sem ekki var vanþörf á. Ráðuneytin og þáverandi ráðherrar, þeir Jón Kristjánsson og Árni Magnússon, eiga hrós skilið fyr- ir þá framsýni. Ég kom hvoru tveggja að því að skrifa yfirlýsinguna og aðgerðaáætl- unina auk þess að undirbúa ráð- herrafundinn sjálfan. Þátttaka mín miðaðist við að gefa almennt álit og innlegg í bæði yfirlýsinguna og að- gerðaáætlunina með sérstöku tilliti til málaflokka eins og mannréttinda, félagslegrar innlimunar, fordóma og mismununar og valdeflingar sem sérstaklega skipta notendur og að- standendur máli. Til þess að sinna verkefni þessu sem best nýtti ég mitt gamla tengsl- anet meðal notenda, aðstandenda og félagasamtaka í Evrópu og bætti enn við það. Ég sótti ráðstefnur þessara aðila, hlustaði og talaði og reyndi mitt besta til að enduróma raddir þeirra bæði inn í plöggin tvö og að finna og koma góðum verkefnum, einstaklingum, ræðumönnum o.fl. inn á dagskrána í Helsinki. Þessi vinna var erfið. Ég kom úr annarri átt en flestir mínir samstarfsmenn innan WHO-EURO, notaði annað tungutak og hugmyndafræði mín var ekki eins læknisfræðileg. Ég gerði mitt besta til að ýta þeim málefnum og hugmyndum sem ég taldi mik- ilvæg að notendum og aðstandendum og oft urðu samstarfsmenn mínir þreyttir á endalausum uppástungum sem allar miðuðu að því að koma „mínu“ fólki og „nýrri“ hugmynda- fræði að og auka hlutdeild þeirra í Helsinki. Mér var það alveg ljóst frá upphafi að ég talaði fyrir nýrri nálg- un innan WHO. Nálgun sem var virt og vel tekið í orðum flestra en end- urspeglaðist ekki alltaf í aðgerðum. Það fannst mér koma greinilega fram er hinir svonefndu „counter- partar“, eða samstarfsaðilar WHO- EURO í öllum Evrópulöndunum, áttu að hittast og samþykkja loka- drög að yfirlýsingunni og aðgerða- áætluninni í Brussel hinn 30. nóv- ember 2004. Þessir samstarfsaðilar geðsviðs WHO-EURO eru í langflestum til- fellum geðlæknar eða háttsettir skriffinnar innan ráðuneyta í Evr- ópu. Nú áttu þessir aðilar að leggja blessun sína yfir plöggin. Eftir að hafa tekið þátt í skriftarferlinu fannst mér skjóta skökku við að tala á fjölda staða í plöggunum um vald- eflingu og virka þátttöku notenda og aðstandenda í anda opins lýðræðis í stefnumótun, þróun úrræða o.fl. en bera svo plöggin einungis undir sam- þykki samstarfsaðila úr hópi geð- lækna og skriffinna en ekki notenda, aðstandenda og félaga þeirra. Er ég lýsti þeirri skoðun minni að þetta væri hræsni og þyrfti að leið- réttast tóku samstarfsmenn mínir og yfirboðarar vel í það og í skyndi var boðað til fundar með 14 frammá- mönnum notenda, aðstandenda og Geðræktarverkefnið Héðinn ásamt Elínu Ebbu Ásmundsdóttur við kynn- ingarbás Geðræktar á ráðherrafundinum í Helsinki. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MARS 2007 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.